Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 23 KR flengdi FH KR lék FH sundur og saman og sigraði með 22 mörkum gegn 10 i 1. deild kvenna um helgina, leikið var i Firðinum. Eru það að sönnu óvænt úrslit, þar sem FH heíur um langt skeið verið með eitt sterkasta kvennalið 1. deildar. En liðið er nú ekki svipur hjá sjón, þar hafa rosalegar manna- breytingar orðið og er ekki að sjá að FH blandi sér i baráttuna um íslandsmeistaratitilinn að þessu sinni. FH-dömurnar mættu til leiks með skara nýrra andlita, allt ung og óreynd andlit. Þar vantaði Gyðu markvörð, Hildi Harðar- dóttur, Önnu Gunnarsdóttur og Sigrúnu Sigurðardóttur. Þær tvær fyrrnefndu munu ófrískar vera, hinar hættar að æfa og munar um minna hjá FH, en allar voru fastamenn í liðinu í fyrra. Það tekur engu tali að fara að rekja gang leiksins, lokatölurnar tala sínu máli, einnig sú staðreynd að 8 leikmenn skoruðu mörk KR, en aðeins fjórar sáu um mörk FH og bættist sú fjórða ekki við fyrr en 30 sekúndum fyrir leikslok. Jafnræði var aðeins upp í 2—2, en þá kvöddu KR-ingar rækilega. Sigur KR var að sjálfsögðu sanngjarn, 12 marka sigur er aldrei heppnissigur. Liðið lék ávallt mun sterkar og af meiri yfirvegun, þó að oft hafi legið einum of mikið á að skjóta. Sterk liðsheild var styrkur KR að þessu sinni, en vert er þó að geta framlags Örnu Garðarsdóttur í hægra horninu, en hún skoraði nokkur stórglæsileg mörk og fisk- aði víti. Mörk FH: Kristjana 5 (4 víti), Svanhvít 3, Sólveig Birgis og Anna Ólafsdóttir eitt hvor. Mörk KR: Hansína 8 (4 víti), Arna 4, Anna Lind 3, Birna Benediktsdóttir og Karólína 2 hvor, Olga, Hjördís og Guðrún Vilhjálmsdóttir eitt hver. —gg. Keflvíkingar sterkari í lokin KEFLVÍKINGAR unnu þýð- ingarmikinn sigur gegn Grindvíkingum í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattieik um helgina. Sá sigur vannst þó engan veginn fyrirhafnarlaust og það var ekki fyrr en á lokamínútu leiksins að Keflvík- ingar sigu framúr — eftir að Mark Holmes, Bandaríkjamaður- inn i iiði Grindavíkur, varð að víkja af velli með fimm villur. Staðan breyttist úr 90 — 87 í 100—89. Það sannaðist enn hve islenzk körfuknattleikslið eru háð hinum erlendu leikmönnum. Þeir nánast bera liðin uppi og ef þeirra nýtur ekki við þá virðist óhjákvæmilegt skipbrot fram- undan. Grindvíkingar fengu að finna fyrir því gegn Keflvíkingum. En dökk ský eru við sjóndeildarhring Keflvíkinga. Jeff Welshans, Bandaríkjamaðurinn í liði þeirra, á yfir höfði sér leikbann, sennilega þriggja leikja bann vegna óprúð- mannlegrar framkomu í viðureign ÍBK og Ármanns. Welshans var ÍBK — Grindavík 100 — 89 allt í öllu í leik Keflvíkinga og hann skoraði hvorki fleiri né færri en 55 stig. Aðrir leikmenn mun minna, Einar Steinsson 15, Sigur- geir Þorleifsson 10 og Björn Skúlason 8. Hjá Grindavík skoraði Mark Holmes mest, 42 stig, Magn- ús Valgeirsson 16 og Ólafur Jó- hannsson 10. Grindvíkingar höfðu lengst af frumkvæðið og viðureign liðanna var mikið uppgjör Bandaríkja- mannanna. Lengst af hafði Holm- es yfir á stigum, Grindvíkingar höfðu lengst af forustu og í leikhléi var fimm stiga munur þeim í vil, 48—43. í síðari hálfleik náðu Keflvíkingar að komast yfir, 77—76 og vart mátti á milli sjá fram á síðustu mínútu — þar til Holmes yfirgaf völlinn með sína fimmtu villu. Grindvíkingar biðu þá skipbrot og Keflvíkingar skor- uðu 10 stig gegn aðeins 2. Létt hjá Laugdælum STÓRLEIKUR íslandsmótsins i blaki um helgina var ugglaust viðureign ÍS og UMFL í Haga- skólanum. Var þar vonast eítir spennandi og skemmtilegum leik. • Þróttarar bættu tveimur stig- um í stigasafnið um helgina, en ÍS-liðið var ekki einu sinni skugginn af skugganum af sér og tapaði illa fyrir UMFL. spennuni var ekki fyrir að fara, því að Laugdælir reyndust hafa algera yfirburði í leiknum. Sigr- uðu þeir 3—0. Það var einungis um baráttu að ræða i fyrstu hrinunni, en henni lauk 15—10 fyrir UMFL. Síðan fóru leikar, 15—6 og 15—5, öruggur sigur. UMSE kom litla frægðarför til Reykjavíkur, lék bæði gegn Víkingi og Þrótti og tapaði báðum leikjum. Sigraði Víkingur 3—0, 15-13, 15-3 og 17-15. Eyfirð- ingarnir unnu sér til hróss, eina hrinu gegn Þrótti sem lék mjög illa miðað við hvað liðið getur best. Hrinurnar fóru 15—7, 13— 15,15-9 og loks 15-5. Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna, UBK vann sinn fyrsta leik í háa herrans tíð, en Kópavogs- dömurnar unnu Laugdæli 3—0, 15-4,15-8 og 15-7. í annari deild karla gerðu Völs- ungar mjög þokkalega ferð suður á bóginn, þeir litu við í Reykjavík og sigruðu þar bæði Fram og UBK. Standa Völsungar nú mjög vel að vígi í 2. deild þó að skammt sé liðið móts. Fyrst voru Framar- ar lagðir að velli, 3—2. Hrinurnar fóru þannig, Fram getið á undan: 10-15,15-6,15-9, 8-15 og loks 9—15. Síðan voru Blikarnir teknir í bakaríið, Völsungur vann 3—1, 8—15, 6—15, 15—7 og að lokum 12-15. Geir Þorsteinsson (t.h.) og Kristján Ágústsson berjast um knöttinn undir körfunni í leiknum í gærkvöldi. LiÓ8“ RAX Jón leiddi sína menn til sigurs KR hafði vinninginn i uppgjöri risanna í íslenzkum körfuknattleik KR, og Vals í Laugardaishöll i gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 68:59 eftir að KR hafði haft þriggja stiga forystu í hálfleik, 32:29. — Við sönnuðum það i kvöld að við erum bezta lið á íslandi i dag, sagði stjarna leiksins, Jón Sigurðsson, fyrirliði KR, í leikslok. — Við tvieflumst bara við þetta tap og vinnum KR í þeim leikjum sem eftir eru í mótinu, sagði Torfi Magnússon, fyrirliði Vals. Báðir voru bjartsýnir á gott gengi liða sinna i íslandsmótinu og það má mikið breytast ef það verður ekki annar hvor þeirra Jóns eða Torfa sem hampar íslandsbikarnum i mótslok. Það voru 2100 áhorfendur í Laugardalshöllinni og stemmning mikil. Umsjónaraðili leiksins, Val- ur, gerði sitt til þess að gera þetta eftirminnilegan atburð, dúndr- andi diskóhljómlist var fyrir leik- inn, í hálfleik var tízkusýning og áhorfendur spreyttu sig í víta- keppni þar sem kjötskrokkar voru í verðlaun og þrír höfðu heppnina með sér, kræktu sér í kjötskrokk. Eiga forráðamenn Vals heiður skilinn fyrir framtakið og mættu fleiri feta í fótspor þeirra. En snúum okkur að leiknum. Fyrri hálfleikurinn var ákaflega einkennilegur. Leikmenn beggja liða voru ákaflega taugaóstyrkir og auk þess virtist ferðaþreyta sitja í KR-ingum. Þannig var staðan 21:8 þegar 12 mínútur voru liðnar af leiknum og hafði KR þá ekki skorað eina einustu körfu í 6 mínútur. En þegar hér var komið sögu breyttist leikurinn, Valsar- arnir komust í mikið óstuð, þeir skoruðu aðeins 8 stig síðustu 8 mínútur leiksins á meðan KR skoraði 24 stig og breytti stöðunni í 32:29 sér í hag í hálfleik. í byrjun seinni hálfleiks skipt- ust liðin á um forystuna en þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður fékk Marvin Jackson sína fimmtu villu og varð að yfirgefa völlinn. Héldu menn nú að Valsmenn myndu hafa betur á lokasprettin- um en það var öðru nær. KR-ingarnir efldust mjög og “59:68 leiddir áfram af Jóni Sigurðssyni sigu þeir framúr, náðu öruggri forystu og héldu henni til leiks- loka. Á síðustu mínútunum léku KR-ingar af mikilli skynsemi, létu tímann líða og skutu ekki nema í öruggum færum. Valsmönnunum lá auðvitað meira á þegar þeir fengu boltann og þeim urðu á mistök í sókninni svo að þeim tókst ekki að vinna upp forskot KR þótt berðust hetjulegri bar- áttu. Sigur íslandsmeistaranna var staðreynd, öruggur og verðs- kuldaður sigur. Bezti maður vallarins í þessum leik var Jón Sigurðsson, frábær bæði í vörn og sókn. Skyggði hann alveg á Bandaríkjamennina Dwyer og Jacksons svo að einvígi þeirra sem auglýst hafði verið féll alveg í skuggann. Jackson var slakur til að byrja með en yar að komast í stuð í þann mund er hann vék af velli. Þá lék Geir sinn bezta leik með KR. Annars átti liðið í heild góðan dag ef undan eru skildar fyrstu mínúturnar. Sóknarleikur Valsliðsins var slakur að þessu sinni og það kom liðinu í koll. Langskotin heppnuð- ust ekki nema hjá Torfa Magnús- syni. Hins vegar var varnarléikur Valsmanna oft á tíðum mjög góður. Beztu menn liðsins voru Torfi Magnússon og Kristján Ágústsson. Dwyer var drjúgur en hefur oft leikið betur. Dómarar voru Kristbjörn Al- bertsson og Guðbrandur Sigurðs- son og skiluðu þeir hlutverki sínu með sóma en leikurinn var langt frá því að vera auðdæmdur. STIG KR: Jón Sigurðsson 25, Mar- vin Jackson 16, Geir Þorsteinsson 13, Birgir Guðbjörnsson 6, Garðar Jóhannesson 4, Ágúst Líndal 3, Árni Guömundsson 2. STIG Vals: Tim Dwyer 18, Torfi Magnússon 15, Kristján Ágústsson 12, Ríkharður Hrafnkelsson 7, Jó- hannes Magnússon 4, Þórir Magn- ússon 2. - ss. VALUR: Kristjón Ágústsson 3, Jóhannes Magnússon 2, Ríkharður Hrafnkelsson 2, Þórir Magnússon 1, Torfi Magnússon 3, Jón Steingrímsson 1, Sígurður Hjörleifsson 1. KR: Geir Þorsteinsson 3, Birgir Guðbjörnsson 2, Árni Guðmundsson 2, Jón Sigurðsson 4, Ágúst Líndal 2, Garðar Jóhannsson 2, Eiríkur Jóhannesson 1, Þröstur Guðmundsson 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.