Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1979 17 Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins á fundinum. Talið frá vinstri: Elín Pálmadóttir Reykjavík, Björg Einarsdóttir Reykjavík, Erna Ragnarsdóttir Reykjavík, Inga Jóna Þórðardóttir Vesturlandi, Ragnhiidur Helgadóttir Reykjavík, Salóme Þorkelsdóttir Reykjanesi og Arndís Björnsdóttir Reykjanesi. Áratugur Framsóknar Ræðumenn Framsóknar- flokksins í fyrstu umferð voru Sigrún Sturludóttir Reykjavík og Unnur Stefánsdóttir Reykjanesi. Sigrún ræddi nokk- uð um stjórnarslitin og sagði Alþýðuflokkinn hafa hlaupist undan merkjum. Hún sagði áratuginn réttilega vera nefnd- an áratug Framsóknarflokks- ins og nefndi dæmi máli sínu til stuðnings. Hún fjallaði í lokin nokkuð um utanríkismál og sagði Framsóknarflokkinn vilja, að íslendingar flyttu til- lögur á alþjóðavettvangi um allsherjarafvopnun á Atlants- hafssvæðinu. Unnur Stefáns- dóttir ræddi aðallega um við- skipti og verzlun. Hún sagði m.a. að í röðum Framsóknar- manna væru nú fjölmargir kaupmenn og hún taldi brýnt að verzlunarþjónusta væri sem bezt, stórmarkaðir hefðu m.a. gefið mjög góða raun. Alþýðuflokksræðumenn í fyrstu umferð voru Guðrún Helga Jónsdóttir Reykjanesi og Asthildur Ólafsdóttir Reykja- nesi. Þær ræddu nokkuð um hagsmuni launafólks og félags- málapakkann úr tíð vinstri stjórnarinnar, sem Ásthildur sagði hafa verið stórátak til leiðréttinga á launum hinna lægst launuðu. Hún sagði einn- ig að mikil nauðsyn væri áframhaldandi baráttu til að minnka bilið milli þeirra hæstu og lægstu í launastiganum. Húsnæðismál og lánakjör til húsbyggjenda voru einnig til umræðu. 10 tegundir skatta upp á 21 milljarð Sjálfstæðisflokkurinn átti þrjá ræðumenn í þessari um- ferð. Salóme Þorkelsdóttir Reykjanesi talaði fyrst og fjall- aði um byggðamál og stefnu Sjalfstæðisflokksins í sveitar- stjórnarmálum. Hún sagði vegamálin brýnt hagsmunamál fyrir hinar dreifðu byggðir og á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins væri lagning varanlegs slitlags á hringveginn á næstu 10—15 árum. Hún taldi brýnt að hið fyrsta yrði komið á skýrri verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga. Elín Pálmadóttir ræddi um launa- og skattamál og útskýrði stefnu Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum. Hún benti á, að í tíð vinstri stjórnar hefðu verið lagðar á tíu tegundir skatta upp á 21 milljarð króna og útleggingar andstæðinga Sjálfstæðisflokks- ins á stefnuskrá hans væru eins og þegar skrattinn læsi Bibl- íuna — út í bláinn. Hún sagði það verða fyrsta verk Sjálf- stæðisflokksins, fengi hann til þess fulltingi að fella niður þá auknu skatta, sem vinstri stjórnin hefði bætt á klifjar almennings. Síðastur ræðu- manna Sjálfstæðisflokksins í fyrstu umferð var Arndís Björnsdóttir Reykjanesi. Hún ræddi um viðskipti og verzlun og gerði grein fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins í þeim málum. Sagði hún ma.a að hagsmunir neytenda og selj- enda vöru og þjónustu færu saman og áróður andstæðinga frjálsra viðskiptahátta væri rangsnúinn. Heilbrigð sam- keppni og afnám viðskiptahafta í öllum myndum kæmi neyt- endum til góða í lækkuðu vöru- verði og mun betri þjónustu. Ræðumenn Alþýðubanda- lagsins í fyrstu umferð voru tveir, þær Elsa Kristjánsdóttir Reykjanesi og Guðrún Hall- grímsdóttir Reykjavík. Elsa sagði m.a. að hún teldi að íslendingar ættu að auka út- flutning og gætu m.a. ræktað lax í stórum stíl til útflutnings, laxarækt á Reykjanesi hefði til að mynda gefið góða raun. Hún varði hluta ræðutíma síns í útlistun á stefnu Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum og taldi skattaafnám ekki koma hinum lægstlaunuðu til góða. Guðrún Hallgrímsdóttir varði svo til öllum ræðutíma sínum í að útskýra hvað stefna Sjálf- stæðisflokksins fæli í sér. Kartöflurækt og kaupfélög Önnur umferð umræðnanna hófst strax að lokinni þeirri fyrstu. Ræðumenn Framsókn- arflokksins í þeirri umferð voru Valgerður Sverrisdóttir úr Norðurlandskjördæmi og Sig- rún Magnúsdóttir Reykjavík. Valgerður gaf fundarmönnum skýrslu um kartöfluuppskeru Norðlendinga og áhrif tíðarfars á afkomu bænda. Einnig flétt- aði hún inn í umræðuna ali- fugla- og minkarækt. Hún sagðist harma að Halldór E. Sigurðsson væri ekki lengur landbúnaðarráðherra. Einnig fjallaði hún um nauðsyn kaup- félagsreksturs. Af hálfu Alþýðuflokksins tal- aði Kristín Guðmundsdóttir Reykjavík. Hún fjallaði um áhuga alþýðuflokkskvenna á málefnum þriðja heimsins og taldi brýnt að íslendingar veittu aukna aðstoð til hrjáðra ríkja þess heimshluta. Hún ræddi einnig nokkuð stefnu Alþýðuflokksins almennt í utanríkismálum. Sjálfstæðisflokkurinn átti tvo ræðumenn í þessari umferð, þær Björgu Einarsdóttur og Ernu Ragnarsdóttur. Björg sagði í upphafi ræðu sinnar, að hún hefði ætlað að verja hluta af ræðutíma sínum til útlistun- ar á efnahagsstefnu Sjálfstæð- isflokksins, en ræðumenn vinstri flokkanna og þá sér- staklega Alþýðubandalagskon- ur hefðu tekið af sér ómakið. Hún spurði, hvort ekki hefði verið tilgangur fundarins að ræðumenn ræddu stefnu sinna flokka, eða hvort ástæða ítrek- aðrar umfjöllunar á stefnu Sjálfstæðisflokksins væri sú, að hinir flokkarnir væru stefnu- lausir. Hún fjallaði síðan um vinnumarkaðinn og nauðsyn stöðugleika hans, sem hún sagði frumskilyrði þess að at- vinnuvegir blómstruðu. Erna Ragnarsdóttir fjallaði um af- leiðingar þess, að þjóðarfram- leiðslan hefur dregist saman og ástandefnahagsmála. Hún sagði brýnt að nú þegar yrði gert stórátak til að mæta at- vinnuþörf og tryggja lífskjör á við það sem bezt gerðist í nágrannalöndunum. Hún sagði í lok ræðu sinnar, að bætt lífskjör væru orð dagsins. Þau öfl sem slík sókn byggðist á yrðu ekki leyst úr læðingi með ríkisforsjá, heldur fyrst og fremst með frjálsum og sterk- um fyrirtækjum fólksins og samtaka þeirra í öllum lands- hlutum. Bjarnfríður Leósdóttir var ræðumaður Alþýðubandalags- ins í annarri umferð. Ræddi hún sérstaklega um verkalýðs- hreyfinguna og sína reynslu af störfum innan hennar. Gerði hún, eins og fyrri ræðumenn Alþýðubandalagsins, sérstak- lega að umræðuefni stefnu Sjálfstæðisflokksins og sagði þar m.a. að athafnafrelsi Sjálf- stæðisflokksins væri réttur hins sterka og útlistaði frelsis- hugsjón þess flokks frá hennar bæjardyrum séð. Með hálfum huga í Reykjavík Að lokinni annarri umferð var gert kaffihlé en að því loknu hófst þriðja og síðasta umferðin. Fyrstir ræðumanna í umferðinni voru frambjóðend- ur Framsóknarflokksins, þær Þrúður Helgadóttir Reykjanesi og Dagbjört Höskuldsdóttir Vesturlandi. Þrúður ræddi nokkuð um utanríkismál og herstöðvar- málið. Taldi hún brýna nauð- syn, að nú þegar yrði gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um her- stöðvarmálið og væri það að líkindum eina leiðin til að leiða þau vandamál til lausnar. Dag- björt Höskuldsdóttir gekk síð- an til ræðustóls og sagðist standa upp með hálfum huga í Reykjavík til að ræða byggða- mál. Rakti hún síðan nokkuð vandamál landsbyggðarinnar í samanburði við Reykjavík. Hún sagðist því miður litlu fá ráðið um atburðarásina, þar sem hún væri aðeins í 9. sæti síns lista en lauk ræðu sinni á því að benda Reykvíkingum á, að „það mætti nú stóla á hann Óla“. Ræðumenn Alþýðuflokksins í þessari umferð voru Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir Reykjanesi og Jóhanna Sigúrðardóttir Reykjavík. Ræddu þær stöðu efnahagsmála, stefnumál Al- þýðuflokksins og stjórnarslitin. Jóhanna sagði afstöðu Alþýðu- flokksins við stjórnarslitin hafa verið eina möguleika flokksins eins og málum var þá komið. Lágmarkskrafa að þeir séu læsir Inga Jóna Þórðardóttir Vest- urlandi og Ragnhildur Helga- dóttir Reykjavík voru ræðu- menn Sjálfstæðisflokksins í þessari síðustu umferð. Inga Jóna ræddi um ósamræmi í málflutningi Alþýðubandalags- fulltrúanna og benti á öfug- mæli þeirra um stefnu Sjálf- stæðisflokksins í efnahagsmál- um. Hún sagði frelsi einstakl- ingsins til orðs og æðis vera frumhugsjón sjálfstæðis- manna. Hún lauk ræðu sinni á því að benda á að það væri lágmarkskrafa til Alþýðu- bandalagsmanna að þeir væru læsir áður en þeir tækju að sér að lesa upp stefnur annarra flokka. Ragnhildur Helgadóttir spurði í upphafi sinnar ræðu hvort 60% verðbólga væri leið til bættra lífskjara en það hefði verið loforð vinstri flokkanna fyrir síðustu kosningar. Hún rakti síðan, hvernig ástand þjóðmála væri nú í lok stjórn- artímabils þessarar sömu ríkis- stjórnar. Hún hvatti menn í lokin til að kynna sér af eigin raun stefnu Sjálfstæðisflokks- ins og sagði hana einu raun- hæfu leiðina til að takast á við núverandi óstjórn til bættra lífskjara til handa öllum þegn- um þessa lands. Guðrún Helgadóttir var síðust ræðumanna Alþýðu- bandalagsins. Hún gerði stefnu Sjálfstæðisflokksins nokkur skil og sagði í lok ræðu sinnar, að Alþýðubandalagið vildi ekki skera niður fjárveitingar til neinna málaflokka, hvorki menntamála, heilbrigðismála né annarra, en hún taldi þó augljóst að takast yrði á við aðsteðjandi efnahagsvanda. Mikið spurt um „kvcnnakröfur“ í lok umræðnanna voru leyfðar fyrirspurnir. Félags- konur úr Rauðsokkahreyfing- unni voru iðnar við að spyrja kvenframbjóðendur. Komu fram spurningar um hvernig þær ætluðu að einbeita sér að svokölluðum „kvennakröfum", afstöðu þeirra til fóstureyð- inga, um þriggja mánaða fæð- ingarorlof og hvernig þær ætl- uðu sér að höfða til kvenna í kosningabaráttunni. Spurt var um afstöðu frambjóðenda til niðurskurðar á starfsliði sjúkrahúsanna, afstöðu til auk- ins lýðræðis innan verkalýðs- hreyfingarinnar, hver væri hinn öruggi atvinnuvegur o.fl. Framsögumenn svöruðu spurn- ingunum eftir því sem þeim var til þeirra beint. Sólveig Ólafsdóttir sleit síðan fundi, þakkaði framsögu- mönnum og starfsmönnum fundarins þeirra þátttöku, fundargestum komuna og hvatti konur í lokin til virkari þátttöku í stjórnmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.