Morgunblaðið - 20.11.1979, Síða 10

Morgunblaðið - 20.11.1979, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979 Sverrir Friðþjófsson forstöðumaður Fellahellis ræðir hér við hóp unglinga. „Það er eins og sjá hina bestu danssýninjru að horfa á krakkana dansa,“ sagði einn starfsmannanna i Fellahelli er diskótekið var komið i fullan gang. Félagsmiðstöðin Fellahellir 5 ára „Ef unglingurinn sjálfur er vandamál þá er til ungRngavamtanár Fellahellir, félagsmiðstöðin í Breiðholti, er 5 ára um þessar mundir. Æskulýðsráð Reykjavíkur sér um rekstur miðstöðvarinnar en forstöðumaður hennar er Sverrir Friðþjófsson. Fellahellir er leigður út undir ýmis konar félagsstarfsemi auk þess sem húsið sjálft skipuleggur þar ýmiss konar starf fyrir unglinga. Á mánu- dags-, þriðjudags- og miðvikudags- kvöldum er klúbbstarf í gangi, mánu- daga, miðvikudaga og laugardaga er tómstundastarf fyrir 10—12 ára börn, á sunnudögum eru kvikmynda- sýningar, kynnisferðir og fleira fyrir börn auk þess sem diskótek er á þriðjudögum og föstudögum og eru þá einnig ýmis leiktæki opin til afnota fyrir unglingana. Ymislegt starf er einnig á vegum Fellahellis fyrir fullorðna, t.d. er ljósmynda- námskeið á fimmtudögum og trimm á sunnudögum. Meðal þeirra sem hafa fundaaðset- ur í Fellahelli eru Í.R., Leiknir, Mjölnir og Fíladelfíusöfnuðurinn, auk þess sem íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík æfir þar borðtennis og Námsflokkar Reykjavíkur hafa þar kennsluaðstöðu á mánudögum og miðvikudögum. Þangað sækja hús- mæður úr Breiðholti og geta þær komið með börnin sín þar sem séð er fyrir barnagæslu meðan á kennslu stendur. „Aldrei orðið var við unglingavandamár „Klúbbarnir eru það vinsælasta meðal unglinganna hér auk diskótek- anna,“ sagði Sverrir er Mbl. heim- sótti Fellahelli s.l. þriðjudag. Fyrir tveimur árum var hér aðeins einn klúbbur starfandi en nú eru þeir alls 8. Við skiptum þessum klúbbum í þrjá hópa, fræðslu-, skemmti- og tómstundaklúbba. Hér eru starfandi þrír fræðslu- klúbbar, kynfræðslu-, afbrota- og fíkniefnaklúbbur og teljum við þá vera það mikilvægasta í starfi okkar. Við ræðum þar þessi vandamál við krakkana og reynum að fræða þau, m.a. með því að fá í heimsókn áfengissjúklinga og fyrrverandi af- brotamenn." — Hafið þið orðið vör við það sem kallað er unglingavandamál? „Ég hef unnið hér nú í 3 ár og hef aldrei orðið var við neitt unglinga- vandamál. En ef unglingurinn sjálf- ur er þetta vandamál þá er það til. Unglingur er á miklu breytingaskeiði og reynir e.t.v. að vera vandamál til að láta taka eftir sér. Fólk talar mikið um „kók og prinspóló-æskuna" en við teljum okk- ur hins vegar hafa sannað það að sú æska er tilbúningur fullorðna fólks- ins. Við seljum hér brauð og mjólk í frímínútunum og hefur það gefist svo vel að kaupmenn hafa tekið eftir því hversu þeim unglingum hefur fækk- að sem hlaupa í „sjoppur" í frímínút- unum. Unglingar borða kók og prins póló einungis vegna þess að það er að þeim rétt og þau taka við því. Hins vegar getur það verið vanda- mál á hverju heimili fyrir sig er unglingur byrjar að reykja eða drekka. En það er ekkert allsherjar- Ferðaklúbburinn á fundi. Myndir Emilía. Fjórir af starfsmönnum Fellahellis. Talið frá vinstri: Skúli Björnsson, Olöf Ingimundardóttir, Guðlaugur Jónsson og Elísabct Þórisdóttir. Landburður af fiski á ísafirði ísafirOi 16. nóv. ÞAÐ lá vel á landmönnum ísfirzku línuhátanna þeg- ar fréttaritari Morgun- blaösins leit við í beit- ingaskúrunum í morgun. Eindæma afli hefur vcrið á línuna á allri haustvertíð- inni ok var t.d. afli m.b. Orra 218 lestir í október. Það sem af er nóvember er aflinn orðinn tæpar 150 lestir á bát að meðaltali. Venjulegur dagsafli bát- anna hefur verið 10—15 lestir af rígaþorski og góðri ýsu. Matsskýrslur, sem fréttaritari skoðaði hjá þeim í morgun, sýndu að aflinn var allur 100% hráefni og í 1. stærðar- flokki, þorskur að meðaltali um 4 kíló og ýsan 2,5 kíló Ljósm. Úlfar Ágústsson. Landmennirnir á m.b. tiuðnýju keppast við beitinguna. Hver maður beitir 3200 króka á dag i 8—10 tima skorpuvinnu. Þessa dagana er aflahluturinn 50—70 þúsundir á mann á dag. samkvæmt nýju matsregl- unum. Mestur hluti aflans hefur fengist í Djúpálnum og vestur á Barðagrunninu. Þá þykir það bera til tíðinda að um síðustu mán- aðamót, þegar ekki gaf á djúpmið, lögðu bátarnir línuna í Djúpið og fengu 4—8 tonn á bát. Fékk Orri t.d. 8 lestir einn daginn fyrir innan Arnarnes. Það er álit landmannanna á m.b. Guðnýju, að þessi fisk- ur fylgi mikilli smokk- göngu, sem hér var á ferð- inni í haust. Virðist þeim að samhengi sé á milli þess að Sovétmenn voru neyddir til að hætta veiðum á smokkfiski undan strönd- um Norður-Ameríku og smokkgöngunnar í haust, einu ári seinna. Þá er stóra spurningin, hvort reikna megi með álíka fiskigöng- um á mið Vestfirðinga hvert haust hér eftir. Síðast þegar smokkur veiddist hér vestra í upp- hafi sjötta áratugarins var svipaður afli á haustvertíð. —Úlfar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.