Morgunblaðið - 20.11.1979, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1979
36
Minning:
Hanna Svanborg
Hannesdóttir
Fædd 1. júlí 1920
Dáin 9. nóvember 1979.
Hún var numin á brott úr þessu
lífi á öndverðum vetri, þegar
veður fóru harðnandi og kólnandi.
Eitt sinn skal hver deyja, og
margt verra getur komið fyrir en
að bíða bana. Lífið heldur áfram í
breytileik og andstæðum sínum og
fólk mætir örlögum sínum og
forlögum misjafnlega eins og
gengur. Lífsálag getur stundum
orðið of mikið, ekki sízt hjá
manneskjum „með góð sálarein-
kenni" eins og prýddu Hönnu
Svanborgu Hannesdóttur, svo að
vitnað sé í ummæli náinnar vin-
konu hennar, sem þekkti hana
eins og hún var í eðli sínu.
Hanna sáluga var gamal-
Reykvíkingur, borin hér og barn-
fædd, komin af vönduðu fólki, sem
ekki mátti vamm sitt vita í einu né
neinu, enda var oft auðfundið, að
hún var mótuð af góðu veganesti
úr foreldrahúsum. Hún byrjaði
kornung að vinna fyrir sér og tók
sér sitthvað fyrir hendur. Þegar
yngsta systir hennar byrjaði að
ganga í skóla, eins konar forskóla,
fylgdi Hanna henni fyrstu sporin
á námsbrautinni og greiddi skóla-
gjaldið fyrir litlu systur með
kaupinu, sem hún hún hafði unnið
sér inn. Þetta lýsti Hönnu. Hún
vildi álltaf vera að veita, enda var
hún gjöful á sjálfa sig og velunn-
arar hennar minnast hennar
vegna einlægni og traustleika í
vináttu.
Persónuleikinn var varmur,
enda þótt hún væri dul í skapi og
hljóðlát á vissan hátt. Þegar hún
var ung stúlka, þótti hún glaðvær
í vinahópi og eftirsótt sem félagi
og hún naut vinsælda hjá sam-
starfs- og viðskiptafólki í Tízku-
versluninni Ninon í Bankastræti,
þar sem hún vann við afgreiðslu
um árabil og sömuleiðis í Hatta-
og skermabúðinni við Laugaveg,
þar sem hún saumaði marga
skerma, sem nú eru enn í tízku.
Það lék allt í höndunum á henni
og heimili hennar og Ágústs
Guðmundssonar prentara að
Frakkastíg 14 bar þess augljóst
vitni, hve hún og hennar hæfileik-
um búni eiginmaður höfðu list-
rænan smekk. Hins vegar skapar
eiginkonan að jafnaði heimilið -
án hennar getur ekkert heimili
verið menningarlegt. Hanna heit-
in var frábær hannyrðakona og
auk þess músikölsk — hafði yndi
af sígildri tónlist (enda af
Bergsætt gegnum föðurinn).
Hún varð fyrir ýmsum óhöppum
og slysum og þungbærum veikind-
um og varð nokkrum sinnum að
gangast undir stórar skurðaðgerð-
ir - hún sýndi lífsvilja og dugnað í
þeim þrautum sem og í öðru.
írsk vinkona hennar, sem und-
anfarið hefur unnið að kaþólsku
trúboði ásamt nokkrum öðrum
löndum sínum hér á landi, sagði
eftir sálumessu, sem írski prestur-
inn hélt fyrir Hönnu í Fellahelli í
Breiðholti síðastliðinn sunnudag
(sú írska kom til hennar sem
heimilisaðstoð reglulega einu
sinni í viku á mánudegi): „She was
a nice woman“ (Hún var elskuleg
manneskja). Hún upplýsti líka, að
Hanna hefði trúað á bænina og
verið gædd trúarviðhorfi og
Hanna hefði notið þess að þær
bæðu saman og þær hefðu alltaf
farið með rósakransinn, tíu
Maríubænir og eitt Faðir vor í
hvert skipti sem hún var í heim-
sókn eða rétt áður en hún yfirgaf
húsið. Þess ber og að geta, að
Hanna sýndi umburðarlyndi í
trúmálum, fyndi hún sanna ein-
lægni á bak við.
„Hanna reyndi alltaf að sjá
ljósu hliðarnar á tilverunni og hún
var traust og einlæg manneskja,
og það var hægt að tala um allt
milli himins og jarðar við hana.
Hún skildi vel vandamál lífsins,
enda greind kona.“ Þetta sagði
vinkona Hönnu, sem lá með henni
á sjúkrahúsi, og hún bætti því við,
að hún hefði glaðzt yfir því, ef
öðrum gekk vel, en tók sér nærri
fyrir annarra hönd, þegar illa
gekk. Hún var þó ekki allra og
hræsnaði ekki fyrir neinum.
Hún missti bróður sinn ekki alls
fyrir löngu. Þrem dögum áður en
hann dó kom hann í heimsókn til
systur sinnar og þá sagði hann:
„Hanna viltu lesa eitthvað fall-
egt fyrir mig?“ Hún las:
„Hann er skapari þinn
Að vilja hans ert þú til.
Og hann er faðir þinn, sem er
umhugað um
velferð þína.
Hann segir nú við þig: Óttast þú
ekki, ég er
með þér.
Guð hjálpi þér að þiggja styrk
hans og huggun
á þessum reynslutímum."
Með þessari fyrirbæn er Hönnu
Fæddur 27. september 1912
Dáinn 21. október 1979
Mánudaginn 29. október var til
moldar borinn frá Búðakirkju í
Fáskrúðsfirði Árni Stefánsson, út-
gerðarmaður, og var þar saman
komið mikið fjölmenni sem fylgdi
hinum látna heiðursmanni til
grafar. Hann var fæddur að
Hvammi í Fáskrúðsfirði 27. sept.
1912. Foreldrar hans voru Stefán
Árnason sjómaður og kona hans
Guðfinna Jóhannsdóttir. Ég var
ungur maður þegar ég kynntist
Árna og þá strax fann ég hvað
mikið gott í honum bjó, hann var
alltaf glaður og hress og gerði oft
að gamni sínu á þann hátt sem
þeir einir geta sem eru sönn
prúðmenni. Áni kvæntist eftirlif-
andi konu sinni, Sigríði Ólafsdótt-
ur frá Neskaupstað, 28. sept. 1941.
Þeirra hjónaband var farsælt
mjög og var Sigríður honum
elskuleg eiginkona. Heimili þeirra
hjóna var alla tíð að Ásbrú í
Fáskrúðsfirði, þau áttu ekki barn
en ólu upp systurdóttur Sigríðar
frá þriggja ára aldri og voru þau
henni elskulegir foreldrar og hef
ég oft heyrt Halldóru Árnadóttur
tala hlýlega um sína foreldra.
Árni var útgerðarmaður í mörg
ár, fyrst með lítinn bát, Báru, sem
hann átti og gerði út í mörg ár,
síðan kom stærri bátur sem hét
Stefán Árnason. Hann var skip-
stjóri á þessum bátum og færði
mikla björg að landi, hann þótti
góður stjórnandi bæði á sjó og
minnzt við útför hennar í dag.
Hennar er saknað af einkasyni
Gunnari Svan Ágústssyni, eigin-
manni hennar og af tveim systr-
um, Svölu og Ingu, sem alltaf voru
boðnar og búnar til að létta undir
í lifenda lífi. og af vinum og
vandamönnum.
stgr
Ó. hvar ert þú. ljós. sem aö liföir í gær?
Þú lifir víst enn. þó að bærist þú fjær,
því birtan þin hverfur ei hjarta frá mér
né bliðan oií varminn. sem streymdi frá þér.
(Úndína. vestur-ísl. skáldkona)
Kveðja frá eiginmanni
landi. Einu atviki langar mig að
segja frá sem sýnir vel hvern
mann Árni hafði að geyma. Þeir
voru á síldveiðum á Stefáni Árna-
syni og það sumar fengu þeir oft
síld inni í fjörðum.
Ég var þá á lítilli trillu, sem ég
átti, úti á miðjum firði og var að
vitja um kolanet, ég keyrði með
fram mótorbátnum, þeir voru þá
með mjög gott síldarkast. Þeir
veifuðu til mín og báðu mig að
koma og hjálpa þeim að draga
nótina, þótti mér þetta nokkurð
undarlegt þar sem þarna voru
saman komnir hraustir drengir en
ég ekki mikill karl. En ég gerði
eins og þeir báðu mig um og gekk
það fljótt og vel að ná inn nótinni
og í henni voru 400 tunnur. Þegar
við vorum búnir sagði skipstjór-
inn, sem var Árni: komdu með
bátinn þinn hérna að, ég horfði á
hann en gerði eins og hann bað og
henn lét fylla trilluna mína af síld
og sagðist þakka mér fyrir hjálp-
ina.
Þannig var Árni, höfðingi á alla
lund. Þriðji bátur sem Árni eign-
aðist var Bára SU 526, stórt og
myndarlegt skip, þá var Árni
hættur að stunda sjó og tók bróðir
hans við skipstjórn. Árni var
framámaður í sínu byggðarlagi,
hann var í hreppsnefnd í mörg ár
og einnig var hann oddviti Búða-
hrepps og vann að mörgum málum
fyrir sitt byggðarlag.
Við Fáskrúðsfirðingar þökkum
Árna samfylgdina, hann mun ekki
gleymast okkur sem þekktum
hann. Ég votta eiginkonu hans
samúð mína og bið guð að styrkja
hana í sorg hennar.
Dóttur þeirra og öðrum ástvin-
um óska ég guðs blessunar.
Stefán Guðmundsson.
+
Móöir mín, tengdamóöir, amma okkar og langamma,
LÁRA GUDMUNDSDÓTTIR
kennari,
lóst aö Hrafnistu 17. nóvember.
Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22.
nóvember klukkan 3. Guöný Ella Siguröardóttir
örnólfur Thorlacius,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móöir okkar.
t
KARÓLÍNA ÞÓRDARDÓTTIR,
sem lést 11. þ.m., veröur jarösungin frá þjóökirkjunni í Hafnarfiröi
miövikudaginn 21. nóvember n.k. kl. 2.
Börn hinnar lótnu.
+
Eiginmaöur minn,
ODDUR SIGURDSSON
Dal, Vestmannaeyjum,
lést 19. nóvember.
Fyrir hönd vandamanna.
Lovísa Magnúsdóttír.
+
Hjartkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, '
MARÍA MAGNÚSDÓTTIR,
Laugarbraut 17,
Akranesi,
andaöist í Landspítalanum 8. nóvember. Jaröarförin hefur farið
fram. Þökkum af alhug auösýnda samúö.
Jón Pólsson,
Guöný Jónsdóttir, Rúnar Pótursson,
Sumarrós M. Jónsdóttir, Svavar Ágústsson,
Jóna Maja Jónsdóttir, Ágúst Sörlason
og barnabörn.
+
Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
GUÐJÓN KLEMENSSON
Vesturbraut 7,
Keflavík,
sem andaöist 14. nóvember, verður jarösettur miövikudaginn 21.
nóvember kl. 2 e.h. frá Keflavíkurkirkju.
Sigrún Kristjónsdóttir,
Þórhallur Guðjónsson, Steinunn Þorleifsdóttir,
Jóhanna Guöjónsdóttir, Hafsteinn Guömundsson,
Kristjón K. Guöjónsson, Ingibjörg Siguröardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginkona mín og móöir okkar,
GUÐFINNA ÁSTA SIGMUNDSDÓTTIR,
Greniteig 20,
Keflavík,
lézt 9. nóvember.
Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu,
Þökkum sýnda samúö.
Jón Guömundsson og börn.
Eiginkona mín,
+
KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR,
lést aö heimili sínu, Skólageröi 69, Kópavogi, aöfaranótt
sunnudagsins 18. nóvember.
Fyrir hönd vandamanna,
Siguröur Jakob Vigfússon.
Eiginmaöur minn, + ÞENGILL ÞÓRÐARSON,
lést 18. nóvember. fró Höföa,
Arnheiöur Guömundsdóttir.
+
Systir mín og amma okkar,
KRISTÍN JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
fró Hafnarfriðí,
til heímilis aö Smóratúni 3,
Keflavík,
veröur jarösungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi þriöjudaginn 20.
nóvember kl. 1.30.
Hjördis Guömundsdóttir,
og börn Marteins Marteinssonar.
Minning:
Arni Stefánsson
Fáskrúðsfirði
+
Föðursystir mín
INGIGERÐUR
BENEDIKTSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Foss-
vogskirkju miövikudaginn 21.
nóvember kl. 3.
Fyrir hönd vandamanna
Benedikt J. Geirsson