Morgunblaðið - 13.01.1980, Page 13

Morgunblaðið - 13.01.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1980 13 Tvö börn skot- in til bana Pittsbursth. 11. janúar. AP. MAÐUR nokkur, sem haldið hafði konu og tveimur börnum hennar í gíslingu í þrjá daga í Pittsburgh skaut í dag börnin tvö til bana og framdi síðan sjálfsmorð. Móðir barnanna gat flúið úr húsinu. Maðurinn hafði krafizt þess, að allir vottar Jehóva í borginni kæmu saman á íþróttaleikvangi í borginni og hlýddu á mál hans, þar sem hann væri spámaður. Áður hafði hann óskað eftir skipi til að komast til írans til að frelsa gíslana í bandaríska sendiráðinu þar. íkorninn setti þjófabjölluna af stað Corona del Mar. Kaliforniu. 11. janúar — AP. Á SÍÐUSTU sex vikum fór þjófa- bjöllukerfi af stað í vínbúð Bruce Olson í Corona del Mar. Hundruð súkkulaðistykkja hurfu en aldrei fundust nein merki um innbrot. Þar sem um gabb virtist vera að ræða var Olson gert að greiða 30 þúsund krónur í sekt. En í gær tókst Olson að ráða gátuna dular- fullu — af hverju þjófabjöllukerfið fór af stað. Hann fann íkorna, sem var að búa sér verustað fyrir veturinn og við hlið hans hafði hann raðað súkkulaðistykkjunum, 900 talsins. „Ég held að hann hafi verið að safna forða fyrir vetur- inn,“ sagði Olson. Viðvörunarkerf- ið virðist hafa farið af stað þegar íkorninn kom við þræði tengda því. Þó Olson sé ekki hefnigjarn þá ákvað hann að úthýsa þessum gesti sínum. Hann fangaði hann og sleppti honum út í náttúruna. Óáriægja meö hljómburðinn, þrátt fyrir fuiikomin tæ/d? ST6WCO f^6QV*NCY £00*1.126» AO M ao <00 aoo 500 3M 4K 9K WCW« 900 ItOO 900 *«00 » 4K 9*i • m-*? o o o M*>6 »otrrg» rccomd <xn eo out O éééé ° <\ ADC TONJAFNARINN erráð við því. Slæmur hljómburður er ekki óvana- legur, enda löng leið frá hljómlistar- mönnunum til eyrna þinna. Leiðin liggur um hljóðnema, upp- tökutæki, pressun hljómplötunnar, tónhöfuðið og plötuspilarann þinn, magnarann og hátalarana. Þessi tæki hafa öll verið þróuð og endur- bætt í áratugi og eru nú yfirleitt há- þróuð völundarsmíð. En endastöð leiðarinnar er enn ónefnd. Þó er hún einna mikilvæg- ust. Það er húsnæðið, sem þú notar til flutningsins og aðstæður þar, Húsakynni þín eru ekki hönnuð sem upptöku- eða hljómleikasalur. Hlut- föll lengdar, breiddar og hæðar, húsgögn og hurðir, klæðningar, teppi, gluggatjöld og rúður geta spillt hljómburðinum, ýkt eóa kæft ein- staka tóna á ákveðnum tíðnisviðum og bjagað þar með heildina. ADC TÓNJAFNARI Ráö gegn þessu er ADC tónjafnari (Frequency-equalizer), sem þú tengir magnara þínum. Bygging ADC tónjafnarans grund- vallast á þeirri staðreynd, að mis- munandi tónar hafa mismunandi tíðni. Hvertónn á þlötunni þinni ligg- ur að öllum líkindum einhvers staðar á tíðnisviðinu 60—16000 rið. Á ADC tónjafnaranum hefur þú fjölmargar stillingar til að auka eða draga' úr styrk tóna með mismunandi hiárri tíðni, t.d. tóna, sem liggja nálægt 60o riðum, s.s. dýpri tóna píanós, eða 1000 riðum, s.s. hærri flaututóna. Á þennan hátt getur þú leiðrétt þá bjögun, sem verður, og fengið hljómburð, sem nálgast þann, sem var í upþtökusalnum. AÐRIR KOSTIR ADC TÓNJAFNARANS 1. Hann eykur hljómstyrk magnar- ans. 2. Hann stórbætir gæðin á þínum eigin upptökum. 3. Hann eyðir aukahljóðum, sem liggja á háfrí tíðni (suð) eða lágri (drunur), án þess að hafa umtals- verð áhrif. á tóngæðin. TÓNJAFNARI 1 Fimm tíðnistillingar 60—10000 riö Tvöfalt kerfi (hægri og vinstri) Bjögun: 0.02% TÓNJAFNARI 2 Tólf tíðnistillingar 30—16000 rið Hægra og vinstra kerfi aðskilið Bjögun: 0.02% u Leiðandi fyrirtæki á sviði sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR). n ÞAK sumarhús, íslensk framleiðsla ÞAK sumarhús við allra hæfi, á öllum byggingarstigum. Hagkvæm greiðslukjör. Þeir, sem vilja tryggja sér hús fyrir vorið, ættu að hafa samband við okkur sem allra fyrst. Hringdu núna í síma 72019 eða 53931. ÞAKht Sími 53473

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.