Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 H tuneytismál framhaldsskólanema: Ilenntamálaráðuney tið óskar eltir 100 millj. kr. fjárveitingu „F' A RVEITINGANEFND hefur borizt bréf frá menntamálaráðu- nevitnu, þar sem þess er óskað að 10)1 milljónir króna verði teknar inn á fjárlög til styrktar við mötnneyti námsmanna. Við höfum ekKÍ í jallað um þetta ennþá,“ sagði Eiður Guðnason, formaður fjár- veiiiiiganefndar, er Mbl. spurði hann í gær um undirtektir við kröfur framhaldsskólanema um að ríkii greiði launakostnað í mötu- neytum framhaldsskóla og bætta möíuneytisaðstöðu. Mbl. spurði Eið um hans persónu- lega álit á málinu. „Ég segi ekkert um það,“ svaraði Eiður. „Það eru ótal mörg erindi, sem koma til fjárveitinganefndar, sem maður vildi ef til vill persónulega láta ná fram að ganga, en það eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að gera. Ég geri mér grein fyrir því að mötu- neytisaðstaða framhaldsskóla er ekki góð á heildina litið og að nemendurnir hafa töluvert til síns máls. En það hafa bara líka svo ótal margir aðrir. FI igmannadeilan: Sáttafundur án viðræðna aðila EKKF.RT miðaði í flugmannadeil- unni, en fundur var haldinn með deiluaðilum í fyrradag hjá sátta- semjara rikisins. Aðilar ræddust ekki við, þar sem mismunandi sjónarmið komu fram milli aðila, vinnuveitendur vildu gera einn samning við bæði flugmannaflug- félögin, en Félag íslenzkra atvinnu- flugmanna hafnaði. Samninganefnd vinnuveitenda hélt því fram, að hún væri komin á sáttafuna til þess að gera einn kjarasamning, deilur flugmannanna innbyrðis væri ekki þeirra mál, heldur flugmannanna sjálfra, sem þeir vrðu að leysa sín í milli. Félag Loftleiðaflugmanna samþykkti að ræða við vinnuveitendurna ásamt FÍA, en það hafnaði. Því komust viðræður aldrei á laggirnar. Gtiðmundur J. Guðmundsson: Þjóðviljanum varð á en ekki mér „ÉG tel að mér hafi ekki orðið neitt á í þinginu í fyrradag,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson al- þingismaður, en í Þjóðviljanum í gær var Guðmundur snupraður á baksiðu, þar sem sagt var að meirihluta þingmanna í neðri deild hefði „orðið það á“, að samþykkja ákveðið lagafrumvarp. „Ég taldi,“ sagði Guðmundur, „að ég tryggði betur, að lífeyrisþegar, sem hefðu kannski eitthvað örlítið með, ættu val á þessum 10% afslætti frá skatti. Ég hef ekki séð í þessum frumskógi, að það hafi verið nægi- lega tryggt.“ „Ég tel, að mér hafi ekkert orðið á í málinu. Hins vegar tel ég að Þjóðviljanum hafi orðið á, að vera að .6 þessu upp, sem einhverjum mistökum. Hver er hættan í þessu? Það, sem mér hefur verið sagt, er að 3 til 4 menn hagnist á þessu, sem séu með mjög há eftirlaun. Það, sem vakti fyrir mér var það að tryggja það ennþá betur, að lífeyrisþegar ættu kost á að velja þennan 10% afslátt. Ég veit um menn, sem verið hafa verkamenn, hafa kannski unnið örlitla léttavinnu og hafa e.t.v. í tekjutryggingu 2 þúsund krónur á mánuði, lífeyrissjóð aldraðra og sitt- hvað fleira. Þessir menn fá lítils háttar tekjuskatt og ég sé enga sanngirni í því, að þeir skuli ekki eiga sama rétt á afslætti og aðrir borgarar. Ef það eru mistök í augum Þjóðviljans, þá má Þjóðviljinn hafa þá skoðun fyrir mér. Hún verður ekki að minni. „ÉG greiddi atkvæði eftir minni beztu sannfæringu og greiddi því atkvæði, að Eggert Haukdal færi i stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins,“ sagði Albert Guð- mundsson, alþingismaður, er Mbl. spurði hann í gær, hvort hann hefði greitt atkvæði sitt framboði stjórnarliðsins til Gcéur afli togar viö Víkurálinn TOGARAR hafa aflað vel á Vest- fjarðamiðum undanfarið. Að sögn Jóns Páls Halldórssonar á ísafirði fóru flestir togararnir að vestan út á fimmtudag í síðustu viku og komu inn t þriðjudag með 130—180 lestir. Han, sagði að skipin hefðu fengið tóran g góðan fisk við Víkurálinn i.m e pna, en hins vegar hefði fiski ri n verið orðinn smærri þegar ■ok: Kögurgrunnið, en þar var svæoí kað á þriðjudag. stjórnar Framkvæmdastofnunar rikisins, en í þeim kosningum á Alþingi í fyrradag fékk framboð stjórnarliðsins 32 atkvæði, en framboð sjálfstæðismanna 17. Mbl. spurði Albert, hvers vegna hann hefði hagað atkvæði sínu svona og hvort þessi atkvæða- greiðsla hans táknaði, að hann væri nú yfirlýstur stuðnings- maður ríkisstjórnarinnar. Albert svaraði: „Mín afstaða í þessu máli er í samræmi við mínar fyrri yfirlýsingar. Ég tek afstóðu til hvers máls fyrir sig eftir minni beztu sannfæringu." Framboðslisti stjórnarliðsins fékk sem fyrr segir 32 atkvæði; 16 framsóknarmanna, en sá sau- tjándi, Halldór Asgrímsson var fjarverandi, 11 alþýðubandalags- manna og 5 sjálfstæðismanna, listi sjálfstæðismanna fékk 17 atkvæði og listi Alþýðuflokksins 10. Það er ljóst, að óskir mennta- málaráðuneytisins, eins og annarra ráðuneyta, eru komnar töluvert ofar, en það sem við höfum séð í þeim tveimur fjárlagafrumvörpum, sem fram hafa komið. En nú eigum við eftir að sjá þriðja vers og ég reikna með, að undirnefnd hjá okkur fari fljótlega í að skoða þetta mötuneytismál." „Ég hef nú ekki fengið þetta erindi framhaldsskólanema, en ég reikna með, að menn vilji skoða nánar, hver kostnaðurinn yrði af þessu,“ sagði Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra, er Mbl. spurði hann um afstöðu hans til mötuneytiser- indis framhaldsskólanema. „Ég hef alltaf verið hlynntur því að jafna námskostnað og sem jafn- astri aðstöðu fólks til menntunar. Ef það gildir í þessu máli, þá eru það auðvitað sterk rök,“ sagði Ragn- ar. „Ég tek undir það, sem komið hefur frá menntamálaráðuneytinu um þetta mál,“ sagði Ingvar Gísla- son, menntamálaráðherra, er Mbl. ræddi við hann í gær. „Frá ráðu- neytinu hafa farið tvö bréf um málið; það fyrra í júlí 1979, þegar fjárlagafrumvarp var í eðlilegum undirbúningi og svo er óskin um fjárveitingu ítrekuð með bréfi 21. janúar sl. Þessi tala er auðvitað engin lokatala. Það þarf meira til.“ Mbl. spurði þá Ingvar, hvort hann hygðist leita eftir hækkun, „Ég er nú ekki með það í huga,“ svaraði hann. „En ég tek undir þessa ósk um byrjunarfjárveitingu til málsins." Albert Guðmundsson: Greiddi Egg- ert atkvæði Nafn konunn- ar sem lézt KONAN, sem beið bana í umferðarslysi í Álfheimum í Reykjavík s.l. þriðjudag, hét Jóhanna Ólafsdóttir, til heim- ilis að Hraunbæ 35, Reykjavík. Jóhanna heitin var 76 ára þegar hún lézt, fædd 7. nóv- ember 1903. Hún lætur eftir sig eiginmann og uppkomin börn. Öskudagur í Reykjavík Eins og sjá má, var „frúin _________________________________afskaplega fín. með varalit meira Tröilið vildi sem minnst segja. aé segja. Kúrekanum og draugnum virtist koma vel saman. Skuldir Sunnu: Ekki samkomulag GREIÐSLUSTOÐVUN Ferða- skrifstofunnar Sunnu, sem úr- skurðuð var sl. haust að beiðni eigenda fyrirtækisins, rann út í árslok. Á meðan greiðslustöðv- unin stóð gerðu eigendur Sunnu og lögmaður kröfuhöfum í bú Sunnu tilboð um greiðslu á hluta krafna í búið. Að sögn Helgu Jónsdóttur full- trúa hjá borgarfógeta komu fram synjanir af hálfu nokkurra kröfuhafa og lyktaði því greiðslustöðvun án þess að til nauðungarsamninga kæmi. Sagði Helga, að mál Sunnu væri nú í biðstöðu en engin krafa hefði komið fram þess efnis, að búið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. ASÍ, VSÍ: Framkvæmdastjórunum falið að ræða framhaldið VIÐRÆÐUFUNDUR var í gær ha- ldinn i húsakynnum Alþýðusam- bands íslands milli ASÍ og Vinnu- veitendasambands íslands. Á fund- inum var framkvæmdastjórum sambandanna, Ásmundi Stefáns- syni og Þorsteini Pálssyni falið að ræða saman um hvernig standa eigi að framhaldi viðræðna. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Þorstein Pálsson. Hann kvað þá Ásmund enn ekki hafa ákveðið, hvenær þeir hittust. Hins vegar kvað Þorsteinn næsta fund viðræðuaðila hafa verið ákveðinn að viku liðinni, miðvikudaginn 27. febrúar klukkan 10. Verður fundur- inn haldinn í húsi Vinnuveitenda- sambands íslands í Garðastræti 41. Guðmundur J. Guömundsson í Morgunpósti: Ekki óskastjórn nokkurs manns, heldur uppákoma ÞESSI ríkisstjórn er ekki óska- stjórn nokkurs manns, þessi uppákoma — sagði Guðmundur J. Guðmundsson, alþingis- maður og formaður Verka- mannasambands íslands i sam- tali við Morgunpóstinn í út- varpinu í gærmorgun, er stjórn- endur þáttarins spurðu að því, hvort rikisstjórnin væri óska- stjórn hans. I Orðabók Menn- ingarsjóðs er orðið „uppákoma“ skilgrcint með eftirfarandi, hætti: eitthvað vont, slæmt til- felli, óheppni, áfall, slys. í þættinum var Guðmundur J. spurður að því í upphafi, hvað hann vildi segja um fall sitt í kosningum til flokksráðs Al- þýðubandalagsins. Guðmundur svaraði því til fyrst, að óþarfi væri að slá þessu upp í fjölmiðl- um rétt eins og íranskeisari væri að falla, en hins vegar kvað hann því ekki að leyna, að í þessum kosningum til flokksráðs hefðu nokkrir góðir vinir sínir og fóstbræður fallið úr flokksráð- inu. Bætti hann því við, að á fundinum, þar sem kosningin hafi farið fram, hafi verið nokk- uð margir úr „gáfumannafélag- inu“ í flokknum. Mun þar Guð- mundur eiga við menntamanna- arm flokksins. Á þessum fundi Alþýðúbandalagsfélagsins í Reykjavík, sem kaus til flokks- ráðs 40 fulltrúa, munu hafa verið um 50 til 60 manns. Á félagaskrá í félaginu munu vera um 960 félagar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.