Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 Kristinn Ragnarsson arkitekt: Við unum okkur ekki lengur í þröngum húsakynnum. A tveim áratugum hafa menn verið að flytjast út í úthverfi borgarinnar. Verslun hefur dreifst frá Lauga- vegi yfir Suðurlandsbraut og allt út að Grensásvegi. Skemmtistaðir hafa verið byggðir á víð og dreif á iðnaðarsvæðunum. Eðlilega mætti ætla, að á sama hátt og borgin óx og víkkaði út, mundu menn sjá mikilvægi þess að efla miðbæj- arkjarnann gamla í einhverju hlutfalli við dreifinguna, eða rétt- ara sagt viðhalda mikilvægi hans gagnvart borginni allri. Öll skipu- lagsathöfn síðtistu áratuga hefur farið í nýju íbúðarsvæðin og gamli bærinn gleymdist. Það húsnæði senrfyrir finnst nú í Kvosinni, er að helmingi til notað fyrir starf- semi, sem á lítið eða ekkert skylt við lifandi miðbæ. Bankarnir sem loka sinni þjónustu klukkan 16, slökkva þar með líf í Austurstræt- inu. Kvöld og næturlíf er varla fyrir hendi á staðnum. Flugvallarsvæðið úr lofti. Miðbær í stað flugvallar — Þankar um miðborgarlíf Þankar um miðborgarlíf Upp úr síðustu aldamótum streymdi fólk víðs vegar að af landinu og settist að í höfuðborg landsins, Reykjavík. Uppbygging úr kaupstað í borg tók tiltölulega skamman tíma og fyrsta kynslóð íslendinga fór að líta á sig sem borgara. Borgarmenning fór að gera vart við sig. Sú kynslóð sem þarna átti hlut að verki var athafnasöm, djarft hugsandi og hafði auk þess stór viðhorf. Borg- arbyggðin dreifðist út til austurs og vesturs frá miðbænum eða „Kvosinni" eins og hún er oft kölluð. Menn bjuggu þröngt, og á tiltölulega litlu svæði safnaðist fyrir fjöldi athafna, svo sem atvinnustaðir og skemmtistaðir innan um íbúðir borgarans. At- vinnutækifæri voru tengd höfn- inni. Smáiðnaður hafði bækistöð í hjarta borgarinnar og á íbúðar- svæðunum í kringum Kvosina. Skemmti- og veitingastaðir, versl- un og þjónusta svo og opinber stjórnsýsla hösluðu sér völl í kjarnanum. Ibúðarhverfi á kostnað miðbæjar Nú hafa tímar breyst. Fjölgun íbúa hefur átt sér stað. Tækni og vísindum hefur fleygt fram. Bíllinn er orðinn ómissandi þjónn okkar. Byggðin hefur breiðst út. Afkoma þegnanna hefur batnað. tekið við samskiptum og viðskipt- um þeirra sem staðinn byggja og þeirra sem staðinn heimsækja. Við megum ekki fórna slíkum stað fyrir alveg tilviljunarkennda þróun. I uppvexti borgarinnar má Reykjavík ekki líta út sem sund- urtogaður risi með títiprjónshöf- uð. Sjálfsagt er, að í úthverfum dafni litlar hverfamiðstöðvar en hlutfallið milli þeirra verður að vera markað þannig, að ekki fari á milli mála, hvar kjarninn liggur. Nú má segja að Kvosin og Lauga- vegurinn séu of lítið svæði til að gegna þessu forustuhlutverki. Það ber að líta á aðra staði í borgar- landinu, sem ekki eru eins upp- byggðir, til að gegna þessu hlut- verki. Viðmóta tilraunir hafa ver- ið gerðar í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu til að byggja aðal kjarnann langt frá upphaf- legum miðbæ. Reynslan hefur sannað að slík uppbygging hefur reynst mjög neikvæð. Höfum við efni á að lifa í borg? Við ættum að stuðla að end- urlífgun hins gamla miðbæjar. Sú Svipmynd frá Reykjavík 1911. Reykjavík sem risi með títuprjónshaus Með sanni má segja að raun- verulega hefur aðeins ein kynslóð Reykvíkinga búið við svokallað borgarlíf, sem vert er að nefna og er það miður. Það sem gerir borg áhugaverða er fjölbreytni. Fjöl- breytni eftir uppbyggingaárum hverfa, fjölbreytni eftir mikilvægi hverfanna í borgarmyndinni. Þessa borgarmynd má ekki skorta öflugt miðbæjarsvæði sem getur spurning vaknar, hvernig miðbær- inn getur þróast. Hvar er bakland fyrir slíkan uppvöxt? Bakland, þar sem miðborgar- og blönduð íbúð- arsvæði geta risið upp og rétt við skrumskæld hlutföll. Þingholtin eru tiltölulega þétt byggð. Grjóta- þorpið er enn hægt að þétta. Höfnin verður ekki uppfyllt, svo tómt mál er að huga að vexti til norðurs. Þannig er Vatnsmýrin og flugvallarsvæðið eina svæðið, sem getur myndað þennan bakhjall. Nú nýlega hafa aftur komið fram hugmyndir um hugsanlegan flutning flugvallarins. A Alþingi var tekin sú ákvörðun fyrir nokkr- um árum, að friða hann í tuttugu ár. I kjölfar þessarar ákvörðun- artöku ætla menn nú að byrja að byggja mannvirki sem kosta munu sína milljarðana. Með samþykkt borgarstjórnar var ákveðið að færa Hringbrautina til suðurs og byggja slaufur og kostnaðarsöm brúarmannvirki. Mannvirki þessi eru hönnuð á óbyggðu svæði. Vatnsmýrin og flugvallarsvæðið eru í dag óbyggt svæði í borgar- myndinni og tilviljunarkennd uppbygging þeirra kann að koma okkur í koll síðar meir, ef forsend- ur breytast. Þannig virðist þróunin vera að festa flugvöllinn æ meir í sessi, svo að hann verði þar staðfestur að eilífu. Ef sagt er að við höfum ekki efni á því að flytja flugvöllinn og skapa ramma fyrir borgarlíf og borgarmenningu, þá vildi ég spyrja áður: Höfum við yfirleitt efni á að lifa í borg? Flutningur flugvallarins er tiltölulega dýr fjárfesting, sem fjárhagslega er hægt að brúa með markvissri fjárhagsáætlun á nokkrum ára- tugum. Þessi fjárfesting er hins vegar léttvæg, ef flugvöllurinn er látinn standa miðbænum fyrir þrifum. Blómlegt miðborgarlíf er forsenda góðs borgarbrags. Við höfum varla efni á því að hafa það ekki. Árvakur við Ingólfsgarð I Reykjavik. Skipið var smíðað i Hollandi sem vitaskip fyrir íslendinga og kom hingað tii lands 1962. (Ljósm. MASH). Keypti Sæbjörgu og Albert á sín- um tíma — \ill nú fá Arvakur Á SÍNUM tíma keypti Sigurður Þorsteinsson skipstjóri Sæ- björgu og siðan varðskipið Al- bert. Sæbjörgina keypti hann árið 1969 af Slysavarnafélag- inu, en Albert nokkrum árum siðar af Landhelgisgæzlunni eða Rikissjóði. Nú hefur Sigurð- ur sýnt áhuga á að kaupa vitaskipið Árvakur, sem Land- helgisgæzlan hefur rekið und- anfarin ár. Hvort um fast verðtilboð er að ræða eða ekki hefur Morgun- blaðið ekki fengið upplýst, en þessi mál eru nú til athugunar hjá viðkomandi ráðuneytum. Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði í gær, að þegar Landhelgisgæzlan héfði tekið við rekstri Árvakurs hefði hún einnig tekið að sér ákveðin verkefni, svo sem vita- þjónustu, flutninga til hafna og umsjón á baujum. Árvakur hefði aðeins verið í rekstri nokkra mánuði síðastliðin ár, en skipið yrði þó ekki selt, nema varðskip- in gætu eftir sem áður séð um þessi verkefni. Þetta væri því bæði mál dómsmálaráðuneytis- ins og samgönguráðuneytisins, sem áður hefði haft með skipið að gera. Aðspurður um hvað Sigurður hygðist nota skipið sagðist Bald- ur ekki vita það nákvæmlega, en sagði rétt, að Sigurður hefði rætt við ráðamenn um þetta mál og sent dómsmálaráðuneytinu bréf um þetta efni. Undanfarið hefur Albert verið við olíurann- sóknir og mun Sigurður hafa hug á að fá Árvakur til ýmissa rannsóknastarfa fyrir Banda- ríkjamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.