Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 5 Rotary: Tveir Paul Harris-félagar BALDUR Eiríksson, umdæmisstjóri Rotary á íslandi, hafði samband við Mbl. í gær vegna fréttar um að sr. Friðrik A. Friðriksson hefði verið gerður að Paul Harris-félaga. Sagði Baldur að sr. Friðrik væri annar Islendingurinn, sem hlyti þessa við- urkenningu. Sá fyrsti var Beinteinn Bjarnason Rotaryklúbbi Hafnar- fjarðar. Reykjavíkur- skákmótið hefst á laug- ardaginn Reykjavíkurskákmótið hefst á Hótel Loftleiðum um næstu helgi og verður dregið um töfluröð á föstu- daginn. 9. Fjórir erlendir skák- menn eru þegar komnir til landsins, Browne, Byrne, Sosonko og Torre. Eins og fram hefur kom- ið er mótið í 10. styrkleika- flokki. Þurfa keppendur að hljóta 8M> vinning af 13 til þess að ná stórmeistaraár- angri. Myndin er tekin á Höfðabakk- anum í Breiðholti, þar sem áform eru um að lengja hann áfram og fá tengingu yfir Elliðaárdalinn með framhaldi á veginum hinum megin. Gengur Höfðabakkinn þá upp á milli Árbæjarsafns, sem sést fjær á miðri myndinni og húsanna í Árbæjarhverfi, sem eru lengst til hægri, þar sem merkt er. Brú verður neðan við gömlu stífluna í ánum. Á myndinni má greina hitaveituæðina, sem á að felast í brúnni. Ljósm. Gmilía konar tengiveg milli hverfanna, sem ekki væri hraðbraut, Það myndi hafa hverfandi röskun í för með sér. Ef af lagningu hraðbraut- ar yrði þyrfti að hækka jarðveginn verulega eða um allt að 5 metrum á kafla og til viðbótar kemur svo, að „Mikil mengun bærist yfir safnið ef af lagningu Höfðabakkabrautar yrði*\ Segir Nanna Hermannsson forstöðumaður Árbæjarsafns „ÉG er mjög mótfallin lagningu svokallaðrar Höfðabakkabrautar milli Breiðholts og Árbæjarhverfis í því formi sem hún er hugsuð," sagði Nanna Hermannsson for- stöðumaður Árbæjarsafns í sam- tali við Mbl. „Miðað við þær hugmyndir sem liggja fyrir eru það ekki nema 19 metrar í næsta hús hjá okkur, en samkvæmt mælingum er talið nauðsynlegt að hafa a.m.k. 100 m bil til þess að losna við mengun af völdum umferðarinnar. Þá er ég mjög mótfallin legu hraðbrautar á þessum stað, ein- faldlega vegna þeirrar miklu eyði- leggingar á náttúru og umhverfi sem slík braut óhjákvæmilega hef- ur í för með sér. Dalurinn er einn af fegurstu blettum borgarinnar og því nauðsynlegt að halda honum ómenguðum og ósnortnum. Það væri hins vegar auðvelt að leggja á þessum stað nokkurs á þessum stað er austanátt algeng- ust og bæri hún því bara mengun- ina beint yfir safnsvæðið," sagði Nanna. Þá kom fram hjá Nönnu, að hún taldi lagningu hraðbrautar sem þessarar óhjákvæmilega slíta í sundur Árbæjarhverfið og safn- svæðið og útivistarsvæðin í kring- um það, en börn til að mynda leituðu mjög í þessi útivistarsvæði. Alþýðuf lokksmenn í Háskóla Islands: Hafa stofnað Stúdenta félag jafnaðarmanna STOFNAÐ hefur verið Stúdentafé- lag jafnaðarmanna við Háskóla íslands. Á stofnfundinum. sem haldinn var í fyrradag og fyrir fundinn, gerðust um það bil tutt- ugu og fimm manns félagar, allir nemar við Háskólann. Formaður félagsins var kjörinn Kjartan Ottósson nemi í islensku, en aðrir i Hannes til Genfar — Haraldur til Moskvu ÁÐUR en Benedikt Gröndal lét af embætti utanrikisráðherra var frá því gengið, að Hannes Jónsson sendiherra Moskvu flyttist til Genfar og tæki þar við af Haraldi Kröyer sendi- herra, sem fer til Moskvu. Skiptin verða í júní n.k. Hannes Jónsson var skipaður sendiherra í Moskvu sumarið 1974 af ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar en Hannes var blaðafulltrúi þeirrar stjórnar í leyfi úr utanríkisráðuneytinu. Haraldur Kröyer hefur verið fastafulltrúi íslands hjá EFTA í Genf og sendiherra gagnvart öðrum alþjóðastofnunum þar og nokkrum ríkjum síðan 1976. stjórn voru kjörnir þeir Davíð Björnsson viðskiptafræðinemi og Simon Jón Jóhannsson nemi i islensku. Kjartan Ottósson sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að tilgangur félagsins væri eins og segði í lögum þess, sem samþykkt voru á stofnfundinum, að vinna að útbreiðslu lýðræðisjafnað- arstefnu innan Háskólans og utan. Sagði Kjartan, að ætlunin væri að félagið beitti sér frekar á flokkspóli- tískum vettvangi en í stúdentapóli- tík. Ekki hefði enn verið ákveðið hvernig félagið eða hvort félagið tæki þátt í kosningum innan Há- skólans eða byði sérstaklega fram. Hann taldi þó hæpið að af slíku framboði yrði við næstu stúdenta- ráðskosningar, enda væri skammt til þeirra og tími til undirbúnings naumur. Kjartan sagði engan stjórnar- mann hins nýja félags hafa verið starfandi innan Félags vinstri manna við Háskólann né í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta. Kjartan kvaðst hins vegar vita til þess, að flokksbundnir félagar í Alþýðuflokknum hefðu starfað í Félagi vinstri manna. Hið nýja félag sagði Kjartan ekki fá neinn sess innan skipulags Alþýðuflokksins, ekki hefði komið á dagskrá að taka upp nein formleg tengsl við Alþýðu- flokkinn. Leitin enn árangurslaus MJÖG vítæð leit hefur verið gerð af Guðlaugi Kristmannssyni verzl- unarstjóra i verzlun JBP, en hann fór frá heimili sínu, Granaskjóli 4, Reykjavik, að morgni þriðjudags- ins 12. febrúar en ekkert hefur spurst til hans siðan. Magnús Einarsson aðstoðaryfirl- ögregluþjónn hefur stjórnað leitar- aðgerðum. Hann tjáði Mbl. í gær að leitað hefði verið vandlega á fjör- um, opnum svæðum og í og við Reykjavíkurhöfn, en Guðlaugur hafði þá venju að fá sér hress- ingargöngu um hafnarsvæðið áður en hann hóf vinnu. Eru þeir, sem telja sig hafa séð til ferða Guðlaugs umræddan morgun, beðnir að hafa strax samband við lögregluna í Reykjavík. Guðlaugur Kristmannsson Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI i—— Borvél og fleygur, sérlega hentug fyrir rafvirkja, pípulagningamenn og byggingameistara. Tekur bora upp i 32 mm og hulsubora upp í 50 mm. Slær 2400 högg/min. og snýst 250 sn/mín. Mótor 680 wött. FullKomin iðnaðarborvél meö tveimur föstum hraöastillingum, stiglausum hraöabreyti í rofa, og afturábak' og áfram stillingu. Patróna: 13 mm. Hraöastillingar: 0-750 og 0-1500 sn/mín. Mótor: 420 wött Þetta er hin heimsfræga Skil-sög, hjólsög sem viöbrugöið hefur verið fyrir gæöi. um allan heim í áratugi. Þvermál sagarblaös: l'U'. Skuröardýpt: beint 59 mm. við 45° 48 mm. Hraði: 4,400 sn/mín. Mótor: 1.380 wött. Létt og lipur stingsög með stiglausri hraöabreytingu i rofa. Hraði: 0-3500 sn/mín. Mótnr- 350 wött. Stórviöarsögin meö bensínmótor. Blaðlengd 410 mm og sjálfvirk keöju- smurning. Vinkilslípivél til iönaðarnota. Þvermál skifu 7". Hraði: 8000 sn/min. Mótor: 2000 wött. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboö á fslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKIN N SUÐU RLAN DSBRAUT 8, SIMI 84670 KEFLAVlK: ADRIR ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: SfS Byggingavörudeild, Suöurlandsbraut 32. Verslunln Brynja, Laugavegl 29. HAFNARFJÖRÐUR: Rafbúöin. Álfaskeldi 31. Stapafell h/f. ÞINGEYRI: Kaupfélag Dýrfirðinga fSAFJÖRÐUR: Straumur h/f. HÓLMAVfK: Kaupfélag Steingrímsfjarðar. BLÖNDUÓS: Kaupfélag Hunvetnlnga öflug beltaslípivél með 4" beltisbreidd. Hráði: 410 sn/mín. Mótor: 940 wött. Mjög kraftmikill og nákvæmur fræsari. Hraöi: 23000 sn/mín. Mótor: 750 wött. SIGLUFJÖRÐUR: Rafbær h/f. AKUREYRI: Verslunln Raforka HÚSAVfK: Kaupfélag Þingeylnga VOPNAFJÖRÐUR: Kaupfélag Vopnflrðlnga EGILSTAÐIR: Verslunln Skógar Óviöjafnanlegur hefill meö nákvæmri dýptarstillingu. Breidd tannar:3". Dýptarstilling: 0-3.1 mm. Hraöi: 13.500 sn/min. Mótor: 940 wött. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stæröir af Skil rafmagns- handverkfærum, en hér eru sýndar, ásamt miklu úrvali hagnýttra fylgihluta. Komið og skoöiö, hringiö eöa skrifið eftir nánari upplýsingum. SEYÐISFJÖRÐUR: Stálbuðln NESKAUPSSTAÐUR: Eirikur Ásmundsson HÖFN: Kaupfélag Austur-Skaftfellinga VfK: Kaupfélag Skaftfellinga —B—MmfHIHHBM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.