Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR*21. FEBRÚAR 1980
37
Afkoma ullar- og skinnaiðnaðarins slæm
góðar markaðsaðstæður
Þeir lýstu stöðu ullar- og skinnavöruútflutningsafurðanna á fréttamannafundinum á miðvikudag. Talið
frá vinstri: Úlfur Sigmundsson framkvæmdastjóri, Hjörtur Eiriksson framkvæmdastjóri, Ingi Tryggvason
frá Útflutningsmiðstöðinni og Pétur Eirfksson forstjóri. í.jósm. Mhi. Emiiia.
þrátt fyrir
ÚTFLUTNINGUR ullar-
og skinnavara hefur auk-
ist verulega á síðustu ár-
um. Aukning á útflutn-
ingsverðmæti milli áranna
1978 og 1979 var um 78%,
til samanburðar jókst
heildarútflutningur lands-
manna um 58% milli sömu
ára. Markaðsverð hefur
aldrei verið hagstæðara en
nú og hækkaði t.a.m. um
13% í dollurum milli ár-
anna 79 og 80. Þrátt fyrir
það er afkoma ullariðnað-
arins mjög slæm og yfir-
vofandi hækkanir á
rekstrarkostnaði hljóta að
leiða til enn frekari tap-
reksturs. Árið 1979 er
þriðja árið í röð, sem
útflutningsiðnaðurinn var
rekinn með tapi. Þetta
kom fram á fréttamanna-
fundi, sem Útflutnings-
miðstöð iðnaðarins efndi
til sl. miðvikudag.
Úlfur Sigurmundsson fram-
kvæmdastjóri Útflutningsmið-
stöðvarinnar upplýsti, að þessi
árstími væri bezti sölutími iðnað-
arvara á erlendum mörkuðum og
væru nú í gangi margar vörusýn-
ingar erlendis sem íslenzk fyrir-
tæki væru þátttakendur í. „Þrátt
fyrir það að þetta ár ætti að geta
orðið mikið hagsældar ár, þar sem
við höfum fengið mjög góða mark-
aði og hæstu verðhækkanir þá
erum við of dýrir fyrir umheim-
inn. Hækkanirnar hér innanlands
á kaupgjaldi, hráefni og opinber-
um þjónustukostnaði haldast eng-
an veginn í samhengi við erlendu
markaðshækkanirnar."
stimplar á
sérstökum
pósthúsum
Sérstök pósthús verða
starfrækt í Reykjavík nú
kringum mánaðamótin og
verður unnt að fá sér-
stimplaðar póstsendingar
þá daga. Er í fyrsta lagi um
að ræða Reykjavíkurskák-
mótið, og verður sérstimpl-
un í gangi 22. febrúar, og í
öðru lagi þing Norður-
landaráðs og verður dag-
ana 3.-7. marz hægt að fá
sérstimplaðar póstsend-
ingar þá daga.
Því meira sem við
seljum þvi meira
töpum við
Pétur Eiríksson forstjóri Ála-
foss sagði tapið sl. þrjú ár áreið-
anlega verða hlægilegt í saman-
burði við það sem yrði á þessu ári.
„Það er engin leið fyrir okkur að
velta innlendum hækkunum á
verðlagið erlendis. Þetta er okkar
einkamál. Við reyndum það 1973,
þegar gengið var hækkað þá, —
það tók okkur á annað ár að vinna
markaðsstöðuna aftur. Á sama
tíma og almenn iðjulaun hækkuðu
um 23,2%, opinber þjónustutil-
kostnaður um 51,7% og verð fyrir
ullina til bænda um 63,4% tókst
okkur að ná fram 13% verðhækk-
unum erlendis. Við gætum áreið-
anlega stóraukið söluna en því
meira sem við seljum, því meira
töpum við. Grundvöllurinn fyrir
fataiðnaðinum í þessari grein er
algjörlega brostinn. Við gætum
eflaust flutt út ýmsar textíl /örur,
værðarvoð og band, jafnvel flutt
út verksmiðjurnar og unnið fatn-
aðinn þar. En það myndi verða
áfall fyrir íslenzka iðnaðarupp-
byggingu.
Hjörtur Eiríksson fram-
kvæmdastjóri iðnaðardeildar
S.Í.S. sagði það fyrir neðan allar
hellur, að þessi grein útflutnings-
iðnaðarins væri sífellt látin líða
fyrir það að þegar vel aflaðist úr
sjó og góðar sölur væru á afla
erlendis þá breyttist gengi í sam-
ræmi við það. „Það verður að taka
tillit til þess, að atvinnurekstur
þessi er undirstaða atvinnulífsins
á mörgum stöðum úti á lands-
byggðinni og má þar tilnefna
Blönduós og Egilsstaði. Þetta eyk-
ur atvinnumöguleikana. Við fáum
ekki opinbera fyrirgreiðslu í sam-
ræmi við sjávarútveginn og í engu
samræmi við samkeppnisaðila
okkar erlendis, þó svo lánamálin
hafi batnað, þá er t.a.m. stofn-
kostnaðarfyrirgreiðslan engin."
1.200 ársverk
í ullariðnaðinum
„Það má í framhaldi af þessu
benda á, að í ullariðnaðinum eru
nú um 1.200 ársverk," sagði Ingi
Tryggvason hjá Útflutningsmið-
stöðinni, „og mun fleiri starfs-
kraftar en þeirri tölu nemur. Má
þar sérstaklega nefna hlut hús-
mæðra úti á landsbyggðinni, sem
vinna við þessa iðn í hlutastarfi.
Það er dálítil öfugþróun, sem
hlýtur að kalla á stóriðju í aukn-
um mæli að þurfa að selja hréfnið
óunnið á erlendan markað. Þetta
er einnig mjög hreinlátur iðnaður
og eftirsóttur þess vegna og fjár-
magns- og orkukostnaður óveru-
legur miðað við aðrar iðngreinar."
Þeir sögðu aðalvandamálið vera
hið óörugga verðlag hérlendis og
töldu beztu lausnina þá, að takast
mætti að vinna bug á verðbólg-
unni. Einnig töldu þeir eðlilega
kröfu, að þessi útflutningsgrein
sæti við sama borð og aðrar og
nefndu sérstaklega sjávarútveg-
inn, s.s. verðjöfnunarsjóði, niður-
greiðslu á olíu til fiskiskipa o.fl.
Prjónavöruútflutn-
ingurinn mestur
Það sem setur mestan svip á
útflutning ullarvara er hin mikla
aukning á prjónavöruútflutningi
milli áranna 1978 og 1979. Að
magni til er aukningin 44% og
verðmætið í krónum talið hefur
rúmlega tvöfaldast. Útflutningur
á ullarlopa og bandi var nær sá
sami og 1978. Langmestur hluti
skinnavöruútflutningsins er for-
sútaðar gærur. Samtals voru
fluttar út 880 þús. sútaðar gærur á
sl. ári, á árinu voru alls flutt út 9.6
tonn af fullunnum skinnaflíkum á
móti 7.5 tonnum 1978.
5 Wichmann-vélar í
íslenzk skip á ári
— Vélar fyrir Íslendinga um
15% framleiðslunnar árlega
NORSKA vélafyrirtækið
Wichmann hefur um mörg und-
anfarin ár verið einn stærsti
framleiðandi véla i islenzka
fiskiskipaflotann. Árið 1978
lenti Wichmann Motorfabrikk
as. í fjárhagserfiðieikum og
siðan í gjaldþrotamáli m.a.
vegna ófyrirséðs samdráttar í
skipasmíðaiðnaði. Óvissuástand
vegna þessara erfiðleika fyrir-
tækisins stóð þó ekki nema i
nokkra mánuði, 3 siðustu mán-
uðina 1978 og 3 fyrstu mánuði
siðasta árs.
Islenzkir útgerðarmenn áttu
stóran þátt í því að fyrirtækið
komst á réttan kjöl að nýju, en
þrjú af stærstu fyrirtækjunum
sameinuðust um að koma rekstri
Wichmanns á réttan kjöl, þ.e.
Horten Verft, Kongsberg
VÁpenfabrikk og Kværner
Gruppenn. Fleiri aðilar áttu sinn
þátt í því að rétta fyrirtækið við
og eftir breytinguna á rekstrin-
um er norska ríkið orðið stór
aðili að rekstrinum. Fyrirtækinu
var tryggt nægjanlegt fjármagn
og reksturinn komst í samt lag
með ótrúlega skjótum hætti.
Á síðasta ári voru afgreiddar
vélar í þrjú íslenzk skip, þ.e.
Börk frá Neskaupsstað, Fífil,
Hafnarfirði, og Sæbergið frá
Eskifirði sem kom til Eskifjarð-
ar í fyrradag eftir vélaskipti.
Þess má geta að gengið var frá
samningum við útgerð Barker,
meðan Wichmánn stóð í gjald-
þrotamálinu.' Þá má geta þess,
að lokið hefur verið smíði
tveggja skipa hér á landi, sem
búin eru Wichmann vélum, þ.e.
Hilmis frá Fáskrúðsfirði og
Sölva Bjarnasonar Tálknafirði.
Þeir tveir togarar, sem eru í
smíðum í Portúgal fyrir BÚR og
Útver á Ólafsvík, eru báðir búnir
Wichmann-vélum.
Fyrstu Wichmann-vélarnar
voru fluttar til íslands laust
eftir 1920 og hélt innflutningur
þessara véla áfram þar til síðari
heimsstyrjöldin tók fyrir við-
skipti milli íslands og Noregs.
Eftir 1950 var þráðurinn tekinn
upp að nýju er keypt var vél í hið
kunna aflaskip Guðmund Þórð-
arson RE. Nú í dag eru um 70
Wichmann-vélar í íslenzka flot-
anum og þá aðallega í stærri
skipum, togurum, fragtskipum
Ari Guðmundsson, tæknifræðingur hjá Einari Farestveit, umboðs-
manni Wickmanns á íslandi, Tore Sörensen, sölumaður fyrir
ísland, og Morten Fieischer forstjóri Wichmanns.
og Vestmannaeyjaferjunni Herj-
ólfi.
Samkvæmt upplýsingum Tore
Sörensen sölustjóra Wichmann-
véla fyrir ísland er sami fjöldi
Wichmann og MAK-véla í ís-
lenzkum skuttogurum, en hest-
aflafjöldi Wichmann meiri.
Wichmann hefur einnig vinning-
inn ef miðað er við báta 175
lestir og stærri, en þar eru
Lister-vélar í öðru sæti. Þessar
upplýsingar byggir hann á Sjó-
mannaalmanaki frá því í fyrra.
Wichmann hefur að meðaltali
selt 5 vélar hingað til lands á ári
undanfarið og ísland haft um
15% af framleiðslu fyrirtækis-
ins. Norðmenn eiga að sjálfsögðu
stærstan hluta í framleiðslunni,
en íslendingar koma nr. 2 og
síðan Bandaríkjamenn, írar og
Danir.