Morgunblaðið - 21.02.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 21.02.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 27 Skattalögin samþykkt: TOlögur um skattstiga, persónu- afslátt og bamabætur felldar EFRI deild Alþingis felldi í gær með 11 atkvæðum gegn 9 breytingartillögur írá meirihluta fjárhags- og viðskiptanefnd- ar við skattlagafrumvarp. sem fólu i sér ákvörðun um skattstiga, þ.e. skatthlutfall af tekjum. persónuafslátt og barnabætur. Gegn tillögunum greiddu atkvæði þingmenn Alþýðubandalags. Framsóknarflokks og Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra. Með greiddu atkvæði þingmenn Alþýðu- fiokks og Sjálfstæðisflokks. aðrir en Gunnar. — Samkvæmt breytingartillögunum skyldi tekjuskattur reiknast 15% af fyrstu 2% m. kr. tekjuskattsstofni, 30% af næstu 3'/2 m. kr. en 50% af stofni yfir 6 m. kr. Skattfrelsismörk áttu að hækka í 3 m. kr. hjá einstaklingi og 6 m. kr. hjá hjónum með 2 börn. Samkvæmt tillögunni hefði meðaltalsiækkun tekjuskatta numið 16%. — Breytingartillögurnar fara í heild hér á eftir í lok fréttafrásagnar. Sjálfsögð háttvísi við almenning Lárus Jónsson (S) Kjartan Jóhannsson (A) mæltu fyrir breytingartillögunum. Töldu þeir sjálfsagöa háttvísi við hinn al- menna framteljanda, að hann vissi að hverju hann gengi um skattálagningu við framtalsgerð nú sem ætíð áður; en svo yrði ekki, ef þinghlé yrði gefið fram yfir framtalsskil, án þess að ákvarða þessi atriði. Lárus sagði, að þessar tillögur væru hugsaðar sem áfangi á þeirri leið, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefði markað sér, að fella niður tekjuskatt af almennum launatekjum, og auk þess í sam- ræmi við þau fyrirheit flokksins að létta á þeirri skattaukningu, er til varð í tíð fyrri vinstri stjórnar. Þessi breytingartillaga væri flutt með vitund og samþykki þing- flokksins. Kjartan sagði, að hver og einn ætti ótvíræðan rétt á því, er hann teldi fram til skatts, að vita fyrirfram, hvern veg álagningu skatta yrði háttað, enda hefði svo jafnan verið — eða þar til nú. Efnisatriði breytingartillagnanna hefði verið ítarlega könnuð og prófuð. Ofært væri að draga ákvörðun á atriðum, sem höfuð- máli skiptu um skattálagningu, fram yfir framtalsfrest, eins og stjórnarliðar ætluðu sér að bjóða upp á, þvert á viðtekna venju og hefð. Ákvörðun bíði fram yfir þinghlé Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra. og Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) töldu eðlilegt að þingið fengi betri umþóttunartíma til ákvörðunar skattstiga, og kæmi á óvart hvert kapp væri lagt á að afgreiða þetta mál fyrir þinghlé. Ragnar Sað flutningsmenn taka tillögurnar til baka og yrðu þær þá síðar skoðaðar ásamt öðrum hugsanlegum leiðum um skatt- álagningu. Ólafur Ragnar lagði til að þingdeildin flýtti sér að fella tillögurnar, hvað gert var við nafnakall með 11 atkvæðum gegn 9, sem fyrr segir. Efnistatriði til- lagnanna sem féllu: • 1. „Á eftir 34. gr. frv. komi tvær nýjar greinar og breytist röð greina samkv. því. Greinarn- ar orðist svo: • a. (35. gr.) 67. gr. laganna orðist svo: Tekjuskattur manna, sem skattskyldir eru skv. 1. gr. og hafa verið heimilisfastir hér á landi allt tekjuárið, skal reiknast af tekjuskattstofni þeirra skv. 1. og 3. tl. 62. gr. sem hér segir: Af fyrstu 2.500.000 kr. tekjuskattsstofni reiknast 15%, af næstu 3.500.000 kr. af tekjuskattsstofni reiknast . 30%-, en af tekjuskattsstofni yfir 6.000.000 kr. reiknast 50%. Frá þeirri fjárhæð skal síðan dreginn persónuafslátt- ur skv. 68. gr. Sú fjárhæð, sem þannig fæst, telst tekju- skattur ársins. Tekjuskattur af þeim tekj- um barna sem um ræðir í 2. mgr. 65. gr., skal vera 7% af tekjuskattsstofni og skal barn ekki njóta persónuaf- sláttar. • b. (36. gr.) 68. gr. laganna orðist svo: Persónuafsláttur manna, sem um ræðir í 1. mgr. 67. gr., skal vera 400.000 kr. Nemi persónuafsláttur skv. 1. mgr. hærri fjárhæð en reiknaður skattur af tekju- skattsstofni skv. 1. málsl. 1. mgr. 67. gr. skal ríkissjóður leggja fram fé sem nemur allt að þeim mun og skal því ráðstafað fyrir hvern mann til að greiða sjúkratrygg- ingargjald hans á gjaldárinu og því sem þá kann að vera óráðstafað til greiðslu út- svars hans á gjaldárinu. Sá persónuafsláttur, sem enn er óráðstafað, fellur niður nema um sé að ræða óráðstafaðan persónuafslátt annars hjóna sem skattlagt er samkvæmt ákvæðum 63. gr., og skal þá þessi óráðstafaði hluti per- sónuafsláttur makans drag- ast frá reiknuðum skatti hins makans. Nemi þannig ákvarðaður persónuafsláttur síðarnefnda makans í heild hærri fjárhæð en reiknaður skattur af tekjuskattsstofni hans skv. 1. málsl. 1. mgr. 67. gr. skal ríkissjóður leggja fram fé sem nemur allt að þeim mun til að greiða sjúkratryggingargjald og út- svar hans á gjaldárinu. Sá hluti persónuafsláttar, sem þá verður enn óráðstafað, fellur niður. • 2. Við 35. gr. frv., er verði 37. gr., bætist nýr stafliður sem orðist svo: • a. 1. mgr. 69. gr. laganna orðist svo: Með hverju barni innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sem heimilisfast er hér á landi og er á framfæri þeirra manna sem skattskyldir eru skv. 1. gr., skal ríkissjóður greiða barnabætur til framfæranda barnsins. Barnabætur skulu nema 140.000 kr. með fyrsta barni, en 215.000 kr. með hverju barni umfram eitt. Fyrir börn yngri en 7 ára á tekjuárinu skulu barnabætur vera 55.000 kr. hærri. Barna- bætur með börnum einstæðra foreldra skulu þó ætíð vera 270.000 kr. með hverju barni. Búi foreldrar barns saman í óvígðri sambúð skal hvorugt Sól í sinni gæti hún heitið þessi mynd af Matthíasi og Geir, enda breytist nú umhverfið smám saman til birtu og betri tíðar með hækkandi sól. þeirra teljast einstætt for- eldri í þessu sambandi. • 3. Á eftir 49. gr. frv., er verði 51. gr., bætist ný grein er verði 52. gr. og breytist röð greina samkv. því. Greinin orðist svo: 116. gr. laganna orðist svo,- Skylt er að hækka eða lækka fjárhæðir, sem um ræðir í 2. tl. B-liðs, 1., 3., og 4. tl. C-liðs, 3. tl. D-liðs og 1. og 2. tl. E-Iiðs 1. mgr. 30. gr., 41. gr., 1. mgr. 67. gr., 68. gr., 69. gr. og 83. gr., í samræmi við skattvísitölu sem ákveðin skal í fjárlögum ár hvert, í fyrsta sinn í fjárlögum fvrir árið 1981.“ Lög samþykkt Eftir að breytingartillögur höfðu verið felldar var skattalaga- frumvarpið, með áorðnum breyt- ingum eins og neðri deild hafði frá því gengið, samþykkt samhljóða. Þetta eru önnur lögin í tíð núver- andi ríkisstjórnar. Hin fyrri fjöll- uðu um framlengingu bráða- birgðaheimildar til greiðslna úr ríkissjóði 1980, unz fjárlög hafa verið afgreidd, en stefnt er að því að afgreiða þau fyrir páska að sögn fjármálaráðherra. Meirihluta fjárhags- og við- skiptanefndar, sem stóð að flutn- ingi breytingartillagnanna, skip- uðu: Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Kjartan Jóhannsson (A), Lárus Jónsson (S) og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S). Kaupendur notaðra bíJa athugið! ./■* ’ymm m Allir notaðir MAZDA bílar hjá okkur eru seldir með 6 mánaða ábyrgð. Takið ekki óþarfa áhættu, kaupið notaöan MAZDA ur með 6 mánaða bILABUHIj Hh ábyrgð Smiöshöföa 23, sími 81299.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.