Morgunblaðið - 21.02.1980, Page 28

Morgunblaðið - 21.02.1980, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1980 SIGHVATUR BLÖNDAHL ■ Skipafyrirtæki í eina sæng Þrjú af stærstu skipafyrirtækjum Noregs hafa ákveðið að taka upp mjög nána samvinnu, mynda nokkurs konar bandalag, til þess að standa betur að vígi í þeim ólgusjó, scm nú er í skipafélagarekstri þar í landi eins og víðast hvar. Fyrirtækin þrjú eru NAL, Den Norske Amerikanlinje, Det Bergenske Dampskibsselskab og Det Nordenfjeldske Dampskibsselskab, og þegar þau eru komin undir einn hatt er um að ræða eitt stærsta skipafyrirtæki heimsins. I tilkynningu fyrirtækjanna segir að heildarvelta þeirra á þessu ári sé áætluð um 750 milljónir norskra kóna, eða því sem næst 60 milljarðar íslenskra króna. Aðalforstjóri fyrirtækisins verður Thorstein Hagen, sem verið hefur forstjóri Det Bergenske Dampskibsselskab. Sífellt fleiri kaupa Airbusfarþegaþotur BANDARÍSKA flugíélagið East- ern Airlines, sem er eitt hið stærsta í veröldinni, tilkynnti nýverið að félagið hefði ákveðið að panta 25 AIRBUS A300 far- þegaþotur til að endurnýja flota félagsins. Þessi kaup félagsins munu kosta það um einn milljarð dollara. eða þvi sem næst 403 milljarða íslenzkra króna. Talsmaður félagsins tilkynnti ennfremur að í athugun væri að panta ennfleiri vélar frá Airbus- flugvelasamsteypunni evrópsku, en hún og Boeing-flugvélaverk- smiðjunar bandarísku hafa bitist um bitann, en Boeing er í dag stærsti framleiðandi farþegavéla í heiminum. Eastern Airlines er eins og áður sagði eitt stærsta flugfélag heims og jafnframt annað stærsta í Bandaríkjunum, en vélar félagsins fluttu á síðasta ári um 42 milljón- ir farþega. Aukningin í farþega- fjölda nam um 18% milli ára. Eastern Airlines pantaði 25 Airbus A300Í stað Boeing 727 Eitt er það atriði sem réð miklu í þessari ákvörðun félagsins, en það er hversu eyðslugrannar Air- bus-vélarnar eru í samanburði við aðrar. Talsmaður félagsins sagði að þær fáu Airbus-vélar sem félagið ætti eyddu allt að 34% minna eldsneyti heldur en Lock- heed TriStar og Boeing 727 vélar félagsins. Airbus-vélar njóta nú stöðugt meiri vinsælda meðal stærstu flugfélaga heimsins og er haft eftir talsmanni fyrirtækisins að þessi pöntun geri það að verkum að þeir geti ekki annað eftirspurn- inni að fullu á þessu ári. mynd: Airubus A300 27% mannafla á vinnumarkaði innan vébanda viðskiptalífs ÞAÐ KEMUR fram í nýútkomnu upplýsingariti, sem samtökin Viðskipti og verzlun hafa gefið út, að viðskiptalífið í sinni víðustu merkingu hefur innan sinna vébanda um 27% mannafla á vinnumarkaði. Fjöldi unninna mannára á landinu 1977 var 100.700. í við- skiptum störfuðu 14,4%, í sam- göngum, án Pósts og síma störf- uðu 6,3% og í þjónustustörfum á vegum einkaaðila voru um 6,3%. Við skiptingu þessa er stuðst við skiptingu Hagstofu íslands í at- vinnugreinar, og tölurnar byggð- ar á slysatryggðum vinnuvikum. Annars er skiptingin milli at- vinnugreina þessi 1977: — Landbúnaður 10,9% — Fiakveiðar 5,2% — Iðnaöur 25,4% — Byggingastarfsemi 10,8% — Viðskipti 14,4% — Samgöngur 7,8% — Þjónusta 24,5% — Annaö 1,0% í sambandi við ofangreinda tölu fyrir iðnaðinn ber að hafa í huga að þar er með talið fisk- vinnslan, frystihús, sláturhús og mjólkurvinnslan. Hver er f jöldi fyrir- tækja í viðskiptum? í verzlun voru árið 1976 taldar 2.231 verzlanir í landinu. Stærð- ardreifing þeirra var þannig að 1826 voru með færri en 5 starfs- menn, 364 voru með 5—29 starfs- menn og 41 með fleiri starfsmenn en 30. I þjónustugreinum voru árið 1973 alls 1.727 fyrirtæki. Lang- flest eða 1.535 voru með undir 5 starfsmenn, 169 voru með 5—29 starfsmenn í vinnu og aðeins 23 með fleiri en 30 starfsmenn. í samgöngum voru sama ár talin 512 fyrirtæki. 430 af þeim voru með færri en 5 starfsmenn, 66 5—30 og aðeins 16 höfðu fleiri en 30. %.. Hl Ll J1 u IR VERZLUNAR Lausleg hugmynd um hlutdeild verzlunar í þjóö- arframleiðslu. % '7 '7 2 " 3 '7 '7 5 '7 6 \ — Hlutur verzlunar í heild- aratvínnu landsins. 1 '7 2 '7 '7 '7 5 '7í Vísitala vinnuafls í verzlun. 19 Hei 70 '71 ‘17 '73 '74 '75 '76 mild: Þjóðhagsstofnun Um 47% innfhitnings kemur frá EBE-londum fSLENDINGAR íluttu inn vörur fyrir 184 millj- arða króna árið 1978. Um það bii þriðjungur þess voru neyzluvörur, bæði fullunnar og sem hráefni, um þriðjungur rekstrar- vörur og þriðjungur f jár- festingarvörur. Af einstökum liðum má nefna, að eldsneyti og smurolíur voru 11,6% af heildarinnflutningnum, rekstrarvörur til ál- bræðslu um 6,7% og full- unnar fjárfestingarvörur um 21,8%. Stærsti hluti innflutnings voru full- unnar neyzluvörur, 28,6%. Skipting innflutnings eftir löndum er sú að frá EBE-löndunum kemur um 47%, EFTA-Iöndum um 22% og frá öðrum minna. Af einstökum löndum er mest flutt inn frá Bret- landi, Danmörku og Vestur-Þýzkalandi, en um þriðjungur alls innflutn- ingsins kemur frá þessum löndum. Atvinnulausum f jölgar stöð- ugt í Bretlandi MIKIL fjölgun hefur orðið á atvinnuieysingjum í Bret- landi á síðustu mánuðum, t.d. fjölgaði þeim um 44 þúsund í síðasta mánuði og eru þá 1,34 milljónir manna atvinnulaus- ar í Bretlandi. Svo mikil aukning atvinnu- lausra á einum mánuði hefur ekki orðið síðan i október 1975 þegar um 65 þúsund manns misstu vinnuna. I dag eru því alls um 5,5% vinnufærra manna í Bret- landi atvinnulausir, sem er hæsta tala í mörg ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.