Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 11 Fréttaskýring: Indira f er hægt í sakirnar Drjúgt meira en mánuður er nú liðinn, síðan Indira Gandhi sópaði til sín völdunum á ný á Indlandi. En þar með er bara upphafið sagt. Hún stendur andspænis einhverjum flókn- ustu og stórbrotnustu erfið- líka að þykja nóg um senn, ef svo heldur lengi fram enn. Vandamál Indlands þola enga bið. Matarskortur er tekinn að gera vart við sig um nánast allt landið. Verðbólga fór yfir tutt- ugu prósent á sl. ári og mestu Indira Gandhi fram í marz, verði tekið á málunum, en það dugar þó varla til. Það sem er að varpa öllu um koll á Indlandi nú er: Mestu þurrkar í Indlandi í ára- tugi gengu yfir á árinu eins og áður sagði. Þriðjungur lands- manna varð fyrir þungum bú- sifjum þar sem uppskeran skrælnaði og eyðilagðist. Þús- undir nauðstaddra yfirgáfu þorp sín og heimabyggðir og leituðu til borga og bæja í matar- og atvinnuleit. Varð það vitanlega til að auka enn á öngþveitið og ringulreiðina. í kjölfar þurrkanna varð mikill orkuskortur víða í Indlandi. Skortur á díselolíu hefur og sett iðnaði í sex norðurfylkjum Indlands skorður og margar verksmiðjur þar eru nú reknar með aðeins 30 prósent afköst- um. Þarf ekki að hafa fjörugt ímyndunarafl til að sjá þvílíkar afleiðingar þetta hefur — mikil ókyrrð hefur verið meðal verkamánna í flestum greinum í öllum stærri bæjum Indlands og til mannskæðra átaka hefur komið í Nýju Delhi, Bombay, Pune, Kalkútta og nokkrum fléiri borgum. Eru verkamenn óánægðir með laun og vinnuaðstöðu og þykir sem — en fylgismenn Sanjay fyrirferðarmiklir í „hirð“ hennar leikum, sem hafa ógnað land- inu, síðan það hlaut sjálfstæði. Og það sem öllu undarlegra er, hún tekur öllu með stóiskri ró — fullmikilli ró — hún er sem sagt ekkert farin að gera í málinu. Hún á'eftir að skipa í ýmis mjög mikilvæg ráðherra- embætti; auðir standa enn stólar olíumálaráðherra, efna- hagsmálaráðherra, atvinnu- málaráðherra, varnarmálaráð- herra, iðnaðarmálaráðherra og fjölskylduáætlunarráðherra. Indira hefur ekkert látið uppi um það hvað og hvenær hún hefur í hyggju að aðhafast eitthvað. Hins vegar fer ekkert á milli mála við hvað hún hefur verið upptekin þessar vikur sem eru liðnar síðan hún tók við aftur: aðskiljanlegir erlendir gestir úr nánast öllum heimshornum hafa streymt til Indlands og hún hefur rætt við þá alla, allt frá hnefaleika- kappanum Ali og upp í Grom- yko eða öfugt. Daginn út og daginn inn er hún á fartinni að ræða við þessa gesti. Það er ágætt út af fyrir sig að sýna gestrisni að dómi Indverja, en það gæti verið að þeim færi þurrkar í tuttugu ár gengu yfir, svartamarkaðsbraskarar og svindlarar mata óspart krókinn. „Hinn góði og trausti efnahagur sem Indland bjó við, þegar ég skildi við fyrir þrem- ur árum, er í rústum," sagði hún nýlega. En þess heldur vefst fyrir mörgum að skilja hvers vegna hún sýnir ekki tit á neinum aðgerðum. Eina frumvarpið sem hún hefur drifið í gegnum þingið er lög þess efnis að heimilaðar verði handtökur svartamarkaðs- braskara og fjárkúgara. Hún reyndi slíkar ráðstafanir á fyrri valdatímum sínum 1966—1977. Framkvæmdin tókst svona miðlungi vel og ekki rétt meira en það. Síðar lagði stjórn Desais þetta mál á hilluna. Braskarar og fjárkúg- arar hafa þrifizt ágæta vel síðan, þótt margir hafi reynt að forða sér ýmist úr landi eða með því að fara í felur með iðju sína. Búast má við því að í fjárlaga- frumvarpinu, sem nýr fjár- málaráðherra landsins Rama- swami Venkataraman leggur Sanjay Gandhi þar sé allt heldur á niðurleið en hitt. En þótt ytri málum sé enn ekki sinnt að marki, sýnist ýmsum, sem nokkrar blikur séu á lofti, þar sem Indira hafi þrátt fyrir gestanauð gefið sér tíma til að skipa sér handgengna menn í meiri háttar trúnaðarstöður, svo sem hið valdamikla starf lögreglustjóra í Delhi og hæstráðanda í hinu fjölmenna fylki Karnataka. Báðir þessir menn eru einnig ákafir fylg- ismenn sonar hennar, Sanjay Gandhi. Raunar þykir hin nýja „ráðgjafahirð" kringum for- sætisráðherrann bera afár sterk einkenni þess að Sanjay eigi þar mikil ítök. Þetta vekur ugg með mörgum og finnst geta verið fyrirboði þess, hvert hún hyggist leita, þegar sam- starfsmenn eru valdir. Menn hafa aldrei frýð Indiru Gandhi vits, þótt oft hafi hún verið grunuð um græsku. Á hinn bóginn eru skoðanir manna á gáfnafari og almennri skyn- semi sonar hennar skiptari en svo að mönnum þyki réttlæt- anlegt að hann verði það afl í landinu, sem margt virðist nú hníga að. h.k. Meö mikilli anægju kynnum viö hér tvær óvið- jafnanlegar plötur frá Stiff hljómplötufyrirtækinu. Lena Lovich er flestum aö góðu kunn en hún naut mikilla vinsælda hérlendis sem annarsstaöar meö lagi sínu „Lucky Nurnber". Nýja,platan hennar heitir „Flex“ og er endanleg sönnun þess aö Lena Lovich er skemmtilegasta og frumlegasta söngkona sem fram hefur komiö lengi. Heildsöludreifing MVIIN l'.SS Öllum ber saman um aö Mad- ness séu al- gert æöi. Þeir sem fylgst hafa með breska vinsæld- arlistanum aö undan- förnu hafa séö Madness inn á Top 5 í tvígang fyrst meö titillag þessarar plötu „One step Beyond“ og síðan meö „My Girl“. Aö auki situr þessi LP plata nú í ööru sæti listans yfir stórar plötur. Tónlist Madness er ómótstæöi- leg danstónlist. Raunverulega þarftu bara aö líta á umslagið til aö sjá aö þetta er eldhress plata. oxk sTO'm vwn... ■ sUÍAorhf Hvernig væn aö byna nýia áratuginn meo því aö kaupa sér plotu fyrir framtíöina. Sími frá skiptiboröi 85055 simar 85742 og 85055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.