Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 23
M0RGUNBLAÐH3, FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1980 23 „Ellefu veikin“ mesti valdur umf erðarslysa Paris. 20. febrúar. AP. HÓPUR franskra lækna og sér- fræðinga hefur komizt að þeirri niðurstöðu að meiri hluti umferð- aróhappa sem verða í höfuðborg- inni milli kl. 11 og 12 á morgnana dag hvern megi rekja til meins sem kallað hefur verið „ellefu-stressið" og þýðir einfaldlega sultur á venju- legu máli. í rannsókn þessari sem læknarnir gerðu fyrir tryggingar- fyrirtæki segir að 84 prósent allra þeirra sem teijast ábyrgir fyrir bifreiðaárekstrum og umferðar- óhöppum á þessum klukkutima sé fólk, sem hafi sleppt því að eta morgunverð. Sams konar kvilli hrjáir einnig skólabörn, en afleiðingarnar eru ekki eins alvarlegar: hins vegar hafi margsinnis komið á daginn að börn og unglingar sem fari að heiman frá sér matarlaus sýni slappieika, syfju og eftirtektarleysi í síðustu kennslu- stund fyrir hádegisverðarhlé. Faðir hafði dótt- ur sína á brjósti New York. 20. febr. AP. SEX ára gömul telpa, sem var á brjósti hjá föður sínum á fyrsta ári, er óvenjulega stór og þroskuð eftir aldri og ber höfuð og herðar yfir jafnaldra sína, að því er bandarískur læknir stúlkunnar og foreldra hennar, Leo Woll- mann, sagði í dag. Faðir telpunn- ar er fertugur að aldri. Hann gat sinnt þessu hlutverki, og verið móður barnsins til aðstoðar við brjóstagjöf, vegna þess að honum hafði verið gefinn sérstakur hormón, sem leiddi til mjólkur- framleiðsiu í brjóstum hans. Er hann eini karlmaðurinn sem vitað er til að hafa gefið barni sínu brjóst. Upphaf þessa máls er að sögn dr. Wollmanns að faðirinn er náttúr- eraður bæði til kvenna og karla og var eiginkonu hans það ljóst þegar þau gengu í hjónaband. Wollmann gaf honum kvenhormóna í tólf ár áður en barnið fæddist til að hann fengi stærri brjóst. Síðan kom áð því að hjónin langaði að eiga barn og gaf læknirinn honum þá karl: hormón til að gera hann frjórri. í lok meðgöngutímans lét faðirinn í ljós eindregna ósk um að geta gefið barni sínu brjóst og fékk hann þá sérstakan hormón, pitocinhormón- inn, sem eykur og örvar mjólkur- framleiðslu í brjóstum. „Mjólk föðurins virðist nokkuð annars eðlis en móðurmjólkin en ákaflega nærandi og holl,“ sagði Wollmann við fréttamann AP- fréttastofunnar. Þetta gerðist 21. febrúar 1979 — Egyptar og ísraelsmenn hefja nýjar friðarviðræður í Camp David. 1975 — Mannréttindanefnd SÞ sakar ísraelsmenn um mann- réttindabrot á herteknum svæð- um. 1973 — ísraelskar herþotur skjóta niður líbýska farþega- flugvél yfir Sinaiskaga (rúmlega 100 fórust). 1965 — Blökkumannaleiðtoginn Malcolm X myrtur í New York. 1%4 — Banatilræði við Ismet Inönú, forsætisráðherra Tyrkja. 1963 — Rússar vara Bandaríkja- menn við heimsstyrjöld ef þeir ráðast á Kúbu. 1943 — Georg VI sæmir Rússa heiöurssverði fyrir vörn Stalíngrad — Eisenhower tekur við yfirstjórn herja Banda- manna í Norður-Afríku. 1941 — Landganga Banda- manna í ítölsku Erítreu. 1922 — Brezkri vernd lýkur í Egyptalandi sem fær sjálfstæði. 1919 — Kurt Eisner, forsætis- ráðherra Bæjaralands, myrtur. 1838 — Morse sýnir ritsímann. 1795 — Trúfrelsi innleitt í Frakklandi — Hollendingar láta Ceylon af hendi við Breta. 1613 — Mikhail Romanov kos- inn Rússakeisari og völd Rom- anov-ættarinnar hefjast. Afmæli. J.H. Newman, brezkur kardináli (1801-1890) - W.H. Auden, brezkt skáld (1907— 1973) — Léo Delibes, franskt tónskáld (1836-1891). Andlát. 1741 Jethro Tull, land- búnaðarfrömuður — 1941 Sir Frederick Banting, vísinda- maður. Innlent. 1944 Alþingi samþykkir niðurfellingu sambandslaga — 1648 d. Kristján IV - 1234 Kolbeinn ungi lætur taka Kálf Guttormsson í Miklabæ og drepa ásamt syni hans Guttormi — 1238 d. Leggr prestr kanoki — 1630 Miklir landskjálftar á Suð- urlandi — 1831 d. Sigurður Thorgrímsen landfógeti — 1887 d. Arngrímur Gíslason málari — 1947 Strætisvagni rænt fullum af farþegum í Skerjafirði — 1884 f. Jörundur Brynjólfsson alþm. Orð dagsins. Sannleikur er það sem enginn trúir — G.B. Shaw (1856-1950) Róstusamt hefur verið í E1 Salvador síðustu vikurnar og hefur ástandið versnað til muna síðustu daga. Myndin sýnir félaga í samtökum vinstrisinna grípa til vopna í bardögum í miðborg höfuðborgarinnar. San Salvador. er um 100.000 andstæðingar stjórnarinnar efndu til mótmælaaðgerða. Fjöldi féll í átökunum. Danir með tillögu um að- ild Færeyja og Grænlend- inga að Norðurlandaráði Kaupmannahofn 20. febr. Frá blm. Mbl. Sverri Þórðarsyni. DANSKA stórblaðið Berlinske Tidende segir frá því í dag að danska ríkisstjórnin sé búin að koma sér niður á tillögur um með hverjum hætti Færeyjar og Græn- land vcrði aðilar að Norðurlanda- ráði. En tillagan muni ekki koma til kasta Norðurlandaráðsþings- ins sem kemur saman til fundar í næstu viku í Reykjavík. Tillaga ríkisstjórnarinnar hafi komið of seint fram og ríkisstjórninni hafi ekki unnizt tími til að ræða tillöguna við sendinefndina dönsku. Spurningunni um, hvað tillaga þessi gerir ráð fyrir var svarað á þá leið að hún væri ekki enn til birtar í einstökum liðum, hún væri trún- aðarmál stjórnarinnar, enn sem komið er og af þeim sökum ekki heldur hægt að ræða hana hjá forsætisnefndinni fyrir fundinn í Reykjavík. Þetta veldur því að Verður fiskveið- um hætt frá Hull? Hull 20. febr. AP. SJÓMENN í Hull, sem löngum hafa verið leiðandi í fiskiðnaði á Bretlandi, segja að svo kunni að fara, að fiskveiðar verði af lagðar frá þessum forna útgerðarbæ. AP-fréttastofan sagði, að sjó- menn hefðu orðið fyrir þungum búsifjum af úrfærslu fiskveiði- lögsögu í 200 mílur sem nú væri að verða almennt viðurkennd og þætti sjálfsögð, en hins vegar hefði missir veiðileyfa á fengsæl- um íslandsmiðum orðið einna mesta áfallið í fiskiðnaði IIuli- manna. Samtök togaraeigenda í Hull, sem veita löndunarþjónustu, til- kynntu að þau myndu hætta henni. Telja þau sig ekki lengur geta greitt þá leigu sem upp er sett fyrir skipakvíarnar, 120 þús. sterlingspund á ári. Skipakvíaráð það, sem rekur kvíarnar, mun taka um það ákvörðun fljótlega hvort þetta þýðir það að lokað verði fyrir alla fisklöndun í Hull innan tíðar. Um 5 þúsund manns missa vinnu, ef veiðar leggjast af frá Hull. Hins vegar mundi Hull áfram gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð hvers konar flutn- inga. Hull mun fyrst hafa komið við sögu sem fiskveiðibær í lok 12. aldar. tillaga ríkisstjórnarinnar mun ekki verða á dagskrá Norðurlandaráðs- fundarins í Reykjavík, sagði for- maður dönsku sendinefndarinnar, en það er Knud Engaard, fyrrum ráðherra. Formaðurinn hafði minnst á mikilvægi alls orðalags í sambandi við orðalagið „sjálfstæð aðild“, og málið snertir ekki aðeins Dan- mörku, heldur og Finnland og Alandseyjar. Loks sagði formaður- inn að hinar ýmsu nefndir myndu fjalla um málið áður en það kemur til kasta Norðurlandaráðsins. Að lokum sagði Engard sendi- nefndarformaður að tillaga dönsku stjórnarinnar um framsetninguna í Norðurlandaráði hefði komið á óvart og ekki sízt formanni laga- nefndar Norðurlandaráðs K.B. Andersen þingmanni og fyrrv. ráð- herra. Grænlenzkir stjómmálamenn tala um þorskastríð við Grænland Kaupmannahofn, 20. febrúar. frá Sverri Þórðarsyni blaðamanni Mbl. MEÐ stuttu millibili hafa dönsk varðskip á miðum fyrir utan aust- urströnd Grænlands, tekið v-þýzka veiðiþjófa og hefur þetta vakið reiði meðal grænlenskra forráða- manna eins og kemur fram í fréttum i dönsku pressunni hér i dag. Það var á sunnudagskvöldið sem danska varðskipið „Ingolf“ sendi menn um borð í tvo verksmiðjutog- ara, sem eru 3—4 þúsund tonn á stærð hvor og voru að veiðum Grænlandsmegin miðlínunnar milli íslands og Grænlands, Togararnir höfðu tilkynnt yfirvöldum í Græn- landi að þeir væru á þessum miðum til að veiða karfa. Um kl. 20 á supnudagskvökhð Jqgðp^ðjt; íqg^- arnir skyndilega af stað og hugðust flýja af miðunum undan danska varðskipinu. Sögðust skipstjórarnir hafa fengið fyrirmæli um að sigla strax beint heim til Bremerhaven, en á það vildu dönsku varðskips- mennirnir á Ingolf ekki fallast og var togurunum þegar veitt eftirför. Klukkan þrjú um nóttina gáfust togararnir upp. Voru þeir þá báðir komnir inn í fiskveiðilögsögu íslendinga, og staddir þá vestsuð- vestur af Reykjanesi. Setti danska varðskipið menn um borð í annan togarann. Var honum snúið aftur til Grænlands, og verður skipstjórinn látinn svara til saka í Nuuk (Goodt- haab) fyrir lögreglurétti þar. Það segir í blaðafregnum að þessi togari heiti Heidelberg og hafi verið kom- inn með um 200 tonna afla af þorski, ... ^PvbwWrioeð juiJJi40>og eO teHB.-og. fékk hann að halda áfram ferðinni heim til Þýzkalands. Er varðskipið væntanlegt á föstudag- til Nuuk með veiðiþjófinn. í framhaldi af þessu segir Jóna- tan Motzfeld formaður heimastjórn- arinnar í dag í Berlingske tidende: „Ránfiskerí v-þýzkra togara í Norður-Atlantshafinu er ekki að- eins lygi og þjófnaður, og svik við Grænland, heldur einnig svik við aðildarlönd Efnahagsbandalagsins." Hann segir ennfremur að Græn- lendingar muni hugsanlega leita til Efnahagsbandalagsins um það að þýzkir togarar verði sviptir veiði- leyfi í grænlenzkri landhelgi. Og það sem hér hefur skeð er reyndar aðeins staðfesting á því sem við höfðum ákveðinn grun um,“ sagði Motzfeld. Grænlenzkir stjórnmálamenn tala núna um þorskastríð og að nauðsynlegt verði eftir síðustu at- burði að herða stórlega á eftirliti með veiðum erlendra togara við Grænland. Það eru aðeins fáir dagar síðan danskt varðskip við Grænland tók annan þýzkan togara með allmikinn þorskafla. Það segir í fréttum af máli hans að þegar hann var teiknn hefur hann verið búinn að tilkynna ríkisumboðsmanninum í Grænlandi að hann væri með fimm tonna afla, en hinn ólöglegi afli reyndist vera sex hundruð tonn. Danska stjórnin hefur mótmælt „ránsveiðum" þýzku togaranna við stjórnina í Bonn og við útgerðarfyr- irtækin sem eiga togarana, en það er fyrirtækið Nordsee Hochseefisch- erei, sem er hluti Unilever sam- stoypunnar. Veður víða um heim Akureyri 7 skýjaö Amsterdam 7 heiðríkt Aþena 13 skýjað Barcelona 13 skýjað Berlin 5 heiðskírt BrUssel 8 heiðríkt Chicago 4 skýjað Oenpasar, Bali 30 skýjað Dyflini 9 rigning Feneyjar 8 léttskýjað Frankfurt 7 heiðríkt Genf 6 heiöríkt Hong Kong 19 heiðríkt Helsinki 3 skýjað Jerúsalem 12 bjart Jóhannesarb. 23 skýjaö Kaupmannahöfr i 2 skýjað Las Palmas 18 skýjað Lissabon 1 heiðríkt London 10 heiðríkt Los Angeles 19 rigning Madrid 11 rigning Malaga 17 úrk.á aíö.kl. Mallorca 14 skýjað Miamí 21 skýjað Moskva +5 bjart Nýja Delhi 28 skýjað New York 8 skýjað Osló 0 skýjað París 12 bjart Reykjavtk 1 él í grennd Rio de Janeiro 32 bjart Rómaborg 12 bjart San Fransisco 14 skýjað Stokkhólmur +1 skýjað Sydney 30 skýjað Tel Aviv 16 bjart Tókýó 33 bjart Toronto 3 skýjað Vancouver 12 skýjað Vínarborg 3 bjart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.