Morgunblaðið - 21.02.1980, Page 25

Morgunblaðið - 21.02.1980, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 25 fMtogtutliIfifcft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöaistræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Hreinsanirnar í Alþýðu- bandalaginu Miklar sviptinjíar eru nú innan Alþýðubandalagsins. Allt síðan ljóst varð, að Lúðvík Jósepsson, formaður flokksins, ætlaði að láta af formennskunni og draga sifí út úr daglejru pólitísku vafstri, hafa AlþýðubandalaRsmenn verið að skipa sér í valdafylkinuar. Þau átök, sem af því hafa leitt, birtast í ýmsum myndum. Nú síðast í kjöri manna í flokksráð í Alþýöubandalajísfélaginu í Reykjavík. Þar var Kerð atlaga jtejín nokkrum þekktustu verkalýðs- forinjíjum flokksins ok þeir felldir í almennri kosninjíu. Kommúnistarnir í Alþýðubandalafíinu hafa löngum stært sír af því, að flokkur þeirra endurspeRli vel afstöðu ýmissa hreyfinjía í þjóðlífinu, og með sambandi sínu við þær haldi flokkurinn nauðsynlegu jarðsambandi. Svo virðist sem þetta jarðsamband sé að slitna vegna valdabrölts fámenns hóps, sem er studdur dyggilega af Þjóðviljanum. I kosningabaráttunni snerist forystusveit Sambands íslenskra námsmanna erlendis gegn samstarfi við Alþýðu- bandalagið og sagði, að flokkurinn hefði í stjórnarand- stöðu haft að engu þau stefnumál, sem hann hafði lofað að bera fram fyrir hönd stúdenta. Við ákvörðun framboðs- lista fyrir síðustu kosningar var sjónarmiðum Rauðsokka- hreyfingarinnar ýtt út í yztu myrkur. Herstöðvaandstæð- ingar hafa hvað eftir annað lýst því yfir, að þeir beri ekki lengur neitt traust til Alþýðubandalagsins. Hefur sú skoðun verið ítrekuð eftir myndun núverandi ríkisstjórn- ar. Og nú hefur félagsfundur í Alþýðubandalaginu í Reykjavík komið þannig fram við verkalýðsforingjana, að áhrif þeirra hafa líklega aldrei verið minni í helstu valdastofnunum kommúnistaflokksins. Hér er um svo víðtækar pólitískar sviptingar að ræða, að menn hljóta að velta því gaumgæfilega fyrir sér, hverjar séu orsakir þeirra. Engin ein skýring dugar til að finna ástæðuna. Hins vegar eru þær yfirlýsingar, sem ráðamenn í flokknum eins og Ólafur Ragnar Grímsson gefa, fremur ósannfærandi. Það er ótrúlegt, að tilviljun ráði því eða einhvers konar mistök, hvaða menn veljast í forystusveit kommúnista. Það er að minnsta kosti einkennileg tilviljun, að svo skuli fara, að sex starfsmenn af Þjóðviljanum nái kjöri í flokksráði en alkunnir trúnaðarmenn flokksins í verkalýðshreyfingunni gleymist. Haldbærasta skýringin á þessum síðustu umbrotum innan raða kommúnista virðist sú, að „tæknimennirnir," sem náð hafa flokknum undir sig og sest í ríkisstjórn í hans nafni, kæri sig kollótta um allt jarðsamband. Þeir séu komnir með þann leiða kvilla, sem oft hrjáir lítilsiglda stjórnmálamenn og Acton lávarður lýsti með hinu fræga spakmæli: „Vald spillir, og alræðisvald gjörspillir.“ í krafti valds síns hafi þeir ákveðið að reyna að ýta til hliðar sem flestum af þeim mönnum, er harðast berjast fyrir ákveðnum hagsmunum. Mörgum Islendingi hrýs hugur við þeim áhrifum, sem kommúnistar hafa náð í þjóðfélaginu og hvernig þeir hafa þröngvað sjálfum sér inn í æðstu valdastöður. Þetta er staðreynd, sem ekki verður fram hjá litið og ekki brugðist við með þeim ráðum sem duga nema lýðræðisöflin sameinist. En kommúnistar hafa ekki síst náð þessum árangri vegna þess, hvernig þeir hafa stiklað til valda í skjóli verkalýðsforingjanna innan Alþýðubandalagsins. Afstaða „tæknimannanna" og málgagns þeirra til Snorra Jónssonar, Guðmundar J. Guðmundssonar, Ingólfs Ing- ólfssonar, Jóns Snorra Þorleifssonar, Jóns Hannessonar og Einars Ögmundssonar nú, sýnir að ekki er lengur talin þörf á þessum mönnum í valdabröltinu. Alþýðubandalagið er smátt og smátt að breytast í afturhaldssaman stjórnmálaflokk, þar sem þröngsýnn valdahópur „tæknimanna" ræður ríkjum og fer öllu sínu fram undir því merki, að aðrir skuli hlýða og sýna þá undirgefni sem hæfir. Öskudagur á Akureyri: Aö lokinni „söngferð" um bæinn er fengnum skipt og stóra systir fengin til að aöstoða. Kötturinn sleginn úr tunnunni á Sólborg, vistheimili fyrir vangefna ð Akureyri. Honum var ekki of vel við Ijósmyndarann snáðanum. EINS og búast mátti við var líf og fjör ó Akureyri í gser, öskudag. Grímuklædd börn fylltu miðbæinn, sungu í verslunum og fengu sælgæti aö launum. Indiánar, kúrekar, munkar, hefðarfrúr, kóngafólk, læknar og fleiri gengu um meö poka á bakinu ánægð á svipinn. Stúlka ein sem klædd var sem skurðlæknir sagðist alls ekki geta hugsað sér að missa af öskudegin- um og ef hún flytti einhvern tímann frá Akureyri ætlaöi hún alltaf að fara þangað á öskudaginn. „En ég ætla ekki að vera skurðlæknir þegar ég verð stór. Ég ætla að verða augnlæknir af því aö pabbi minn er þaö og þá get ég fengiö stofuna hans.“ Öskudagurinn á Akureyri er haldinn samkvæmt gamalli danskri hefð. Hér áður fyrr hófst hann á því að foringjar öskudagsliða blésu í lúöra til aö vekja liðsmenn sína fyrir kattarslag sem hófst kl. 7. Síðar var farið í „söngferð" um verslanir og verksmiðjur bæjarins. Kattarslagurinn lagðist niður með árunum en fyrir nokkrum árum tók Rafveita Akureyrar uþp á því að standa fyrir kattarslag á Ráðhústorgi. Á sl. ári stóöu þeir einnig aö kattarslag á Sólborg, vistheimili fyrir vangefna á Akureyri og var svo einnig í ár. Aö kattarslagnum frátöldum hefur öskudagurinn á Akureyri verið haldinn óbreyttur frá upphafi. Börnin fara í hópum í „söngferö" um bæinn fyrir hádegiö en síöar um daginn er afrakstrinum skipt en fengurinn oftast uppurinn aö kvöldi dags. „Megum viö syngja?“ Og þar fýkur síöasta spýtan úr tunnunni og tunnukóngur ársins fenginn. Tunnukóngurinn Jón Einar Jóhannsson og kattarkóngurinn Björgvin Finnsson. Eins og fyrr var þaó ekki köttur sem var inni í tunnunni heldur hrafn. „HLflUPA LITIL BORN UM BÆINN OG BERA POKA T1L OG FRÁ“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.