Morgunblaðið - 21.02.1980, Page 14

Morgunblaðið - 21.02.1980, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 Forsmörk I. Víggirðing er I kringum verin og fæst ekki heimild til inngöngu nema í fylgd sérstake leiðsögumanns. Ekki fékkst heimild til aö skoða Forsmörk I, sem er þegar komiö í gang, en viö fengum aö skoöa ver II, sem bíöur þjóöaratkvæöagreiöslunnar. JIaskvooshjHm f¥4 7 ***» Mm 1 | J mm <h>m I I ■» wm Svíar ganga til þjóðar- atkvæðagreiðslu 23. marz n.k. um notkun kjarnorku til orkuöflunar þar í landi. í dag fær þetta iðnvædda nágrannaland okkar um 22—25% alls rafmagns frá kjarnorkuverum, um 60% frá vatnsvirkjunum, ann- ar raforkugjafi er að mestu olía og gas. Valið 23. marz er milli þriggja kosta. Tveir þeirra eru túlkaðir sem Já-kostir, en sá þriðji sem Nei. Heitar umræður eru þessa dag- ana í Svíþjóð vegna kosn- inganna og getur útkoma þeirra haft mikil áhrif á efnahags- og stjórnmálalíf þjóðarinnar. í síðustu viku var sagt frá því sænskum blöðum, að í undirbúningi væri að gera mál þetta að miklu pólitísku umræðu- efni á fundi Norðurlanda- ráðs í Reykjavík, sem hald- ið verður í byrjun marz- mánaðar. Blaðamaður Mbl. kynntist þessari bar- áttu lítillega á ferð til Svíþjóðar fyrir skemmstu og gafst tækifæri til að skoða kjarnorkuverið Forsmörk, sem verður næststærsta kjarnorkuver Svíþjóðar, 2.850 MW, þeg- ar það verður að fullu tekið í notkun, — þ.e. ef það verður tekið í notkun. í dag eru um 300 kjarnorkuver í heiminum. Umhverfis Eystrasalt eru nú þegar, skv. upplýsingum sænskra dagblaða, 8 kjarnorkuver (austur-þýzk, rússnesk og finnsk), og 11 til viðbótar eru í byggingu (sömu lönd og einnig Pólland). Engin kjarnorkuver eru í Dan- mörku eða Noregi, en í Svíþjóð eru sex kjarnorkuver í notkun, fjögur tilbúin til notkunar og tvö í byggingu. Beðið er með að taka þessi fjögur í notkun þar til úrslit atkvæðagreiðslunnar liggja fyrir. Kostur 1 í sænsku þjóðarat- kvæðagreiðslunni er sá, að notuð verði tólf kjarnorkuver í 25 ár, en það er talin líflengd kjarnaofn- anna. Tillaga þessi er studd af Hægri flokknum (Moderatar). Kostur 2 er að nota sama fjölda kjarnorkuvera, þ.e. 12, einnig í 25 ár, en þar er þjóðarnýting veranna gerð að skilyrði. Tillöguna styðja jafnaðarmenn og Þjóðarflokkur- inn. Kostur 3 er, að aðeins þau sex sem nú eru í notkun verði leyfð og hætt verði notkun þeirra í áföng- um á næstu 10 árum. Þar er einnig lögð áherzla á aðra orkugjafa og orkusparnað. Miðflokkurinn og kommúnistar styðja þessa tillögu. Já með meiri hluta í skoðanakönnunum í skoðanakönnun sænska sjón- varpsins, sem birt var 1. febrúar s.l., fengu Já-tillögurnar, þ.e. eitt og tvö, meirihluta, eða 44%, til- laga 1 fékk þar af 23%, tillaga 2 21%. Nei-tillagan fékk 30%. Fjórði hver þeirra, sem spurðir voru, var óákveðinn. Helmingi fleiri konur en karlar styðja til- lögu 3. Þótt stjórnmálaflokkarnir hafi gefið yfirlýsingar um stuðn- ing við ákveðnar tillögur þá kemur fram í þessari könnun, að aðeins 50% stuðningsmanna Hægri flokksins styðja tillögu 1, 30% stuðningsmanna Þjóðarflokksins og 54% jafnaðarmanna styðja tillögu 2, en 70% Miðflokks- og 70% Kommúnistaflokksstuðn: ingsmanna styðja tillögu 3. I Gallupskoðanakönnun, sem gerð var nú nýverið, kom í ljós, að 25% studdu tillögu 1, 31% tillögu 2 og 36% tillögu 3, aðeins 8% voru óákveðnir Óákveðna fylgið virðist skv. þessu hafa snúist til Já- hópsins. Hvernig útkomuna á að túlka hefur verið mörgum nokkur spurning. Eðlilegast er talið að Já-svörin, þ.e. 1 og 2, verði lögð saman og vegin á móti fylgi við tillögu 3. Þjóðarþingið verður síðan að taka afstöðu til þjóðar- nýtingarákvæðisins, sem er skil- yrði í 2. kosti. Kjarnorkuverin í Svíþjóð eru að meirihluta eign ríkisins í dag. Þá er einnig spurt, hvort sænska þjóðin hefur efna- hagslegt bolmagn til að loka kjarnorkuverunum. Ef verunum verður lokað, og þau sem standa tilbúin ekki tekin í notkun, mun það kosta sænska ríkið gífurlegar fjárhæðir í skaðabótagreiðslur og hafa upphæðirnar 40—70 millj- arðar sænskra króna verið nefnd- ar í því sambandi. Nýjar orku- öflunarleiðir Hugsanlegar nýjar leiðir til orkuöflunar og leiðir til orku- sparnaðar eru mikið ræddar þessa dagana í framhaldi af kjarnorku- umræðunum. I skýrslu amerískrar nefndar um valkosti við orkuöfl- un, sem birt var í sænskum blöðum í síðustu viku, segir, að það taki minnst 50 ár að breytá yfir í aðra orkugjafa. Skýrslan er unnin af um 350 vísindamönnum, sem störfuðu að þessu máli í fjögur ár. í niðurstöðum hennar kemur m.a. fram, að þeir telja kol eiga framtíð fyrir sér sem orku- gjafa, en varað er við mengun þeim samfara. Þeir segja einnig, að vindorkan eigi sér litla framtíð — nema svæðisbundið í litlum mæli. í athugunum á virkjun sólar- orkunnar hefur komið í ljós, að hún er mjög kostnaðarsöm og vandasamt er að geyma orkuna. Svíar telja að ekki sé hægt að reikna með nýtingu þeirrar orku að gagni fyrr en í fyrsta lagi á næsta áratug. Svíar hafa, að frátöldum Bandaríkjamönnum og Dönum, eytt hæstum fjárhæðum í rannsóknir á nýtingu vindorkunn- ar. í dag eru tvö stór vindorkuver í byggingu, annað þeirra er á Gotlandi (eyja í Eystrasalti), hitt á Skáni við Trelleborg. Þau verða tilbúin 1982 og er ætlunin að reyna þau í þjú ár og að fengnum niðurstöðum verður tekin afstaða um áframhaldið. Kostur vindorku- vera er að þeim fylgir engin mengun. Ókostirnir eru helstir að vindur er óöruggur orkugjafi, erf- itt er að geyma orkuna, hætta er á ísmyndun, hávaðamengun er nokkur og hætta er því einnig samfara, að fuglalíf bíði skaða af. Vegna síhækkandi olíuverðs hafa Svíar tekið upp á því að brenna við til húshitunar og t.a.m. nýtt sprek úr skógum til þessa. Það hefur þó komið í ljós, að við viðarbrennslu myndast reykur, sem mengar andrúmsloft- ið og grunur leikur á, að reykurinn innihaldi efni sem veldur krabba- meini. Reykleiðslur margra hús- anna þola ekki hitann og hafa húsbrunar stóraukist þessa vegna. í dag brenna 2—3 hús dag hvern í Svíþjóð af þessum sökum. Þá hefur einnig verið rætt um að nýta jarðvarma til að hita vatn, en kannanir í Svíþjóð hafa sýnt, að til að ná niður á 70 gráðu hita á celcius þarf að bora 2.5—3 km. Einnig hafa verið uppi raddir um, að með því að nýta jarðvarma lághitasvæða landsins (en þar eru engin háhitasvæði) á þennan hátt geti náttúran beðið skaða af. írar framleiða 25% af rafmagni sínu með torfbrennslu, einnig nýta Sovétríkin og Finnland torf mikið til þess. Svíar binda nokkrar vonir við þessa aðferð og eins brennslu á hálmi. Á miðju þessu ári taka a.m.k. tvær vatnsvarmastöðvar í landinu torf til notkunar. Nokkrar fjarlægari hugmyndir hafa einnig verið ræddar, s.s. nýting ölduhreyfinga sjávar. Rannsóknir þessa orkugjafa eru þó enn á frumstigi en þó var sett upp 110 MW stöð við strendur Japans 1978 og slíkar tilraunir fara fram í fleiri löndum. Þrátt fyrir umræður og ábend- ingar um ýmsar orkuöflunarleiðir er það staðreynd, að í Svíþjóð í dag er vatnsorkan eini orkugjaf- inn, sem er ódýrari en kjarnorkan. Nýtanleg vatnsföll í Svíþjóð eru að mestu fullnýtt, og nú þegar koma 22—25% rafmagnsins frá kjarnorkuverum og er áætlað að árið 1990 geti sú tala verið komin upp í 40%, ef leyft verður. Frá kjarnorkuverum er engin mengun — svo framarlega sem ekkert bilar, en þar greinir menn mest á, þ.e. hvort yfirleitt sé í mannlegu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.