Morgunblaðið - 21.02.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 21.02.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 13 Kvlkmyndlr eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON setjumst inn í bíla og stoppum á næsta rauða ljósi. En hvernig nær Skolimowski að ýta okkur um stund yfir á rauðu. Kvik- myndunin er frábær. Landslagið verður eins og sjálflýsandi. Þu sérð áruna kringum grastoppana þar sem þeir skaga upp í dem- antsbláan himininn sem á næstu stundu er líkt og ryðguð járn- plata. Eldsnöggum bak-myndum er brugðið upp af frumstæðum helgitáknum sem hreyfa við fornum heilastofnum, sem senda jafn snöggt merki til heilabark- arins. Þessi tákn verða enn skýrari þá skyndilega er kippt út lit er Susannah York kemst undir val „houngan", á þeirri stundu sem hún er í stellingu Astralíunegra. Tónlistin er að því er mér heyrist úr smiðju Genesis. I henni er þessi undar- lega fjarlægð sem þenur út hugann. „Leikarar" myndarinnar ráða yfir tækni sem þarf til að verða verkfæri leikstjórans. Alan Bat- es sem Crossley er „villst“ hefur til Astralíu og lifað meðal frum- stæðra í 18 ár, getið börn en deytt þau að lögum innfæddra. Hinn mikli líkami Bates gerir hann að ógnvekjandi „houngan“. Andlitið er hins vegar eins og klippt úr úr auglýsingu lækna- blaðsins á „valium". John Hunt leikur Anthony, manninn sem innréttað hefur dálítið „HELL“ í kjallaranum hjá sér í nafni listarinnar en stingur bómull í eyrun þegar Crossley býr sig til að öskra niður múrana, lyfta honum upp úr kjallaranum. Sus- annah York, eðlishvötin sjálf eftir að „ópið“ hefur rofið múra hjónabandsins. Og þá er það textinn. Dæmi: „Hann reif af sér nýrun og skóf af þeim fituna." Hvernig getur svo fíngert skáld sem Robert Graves látið slíkt út úr sér. Er máske „HELL“ þeirra manna stærst sem verða að láta sér nægja að upplifa það í formi svartra stafa á hvítu blaði. þrjú skáld. Af gamanleikaskáld- unum lifir aðeins Aristófanes. Grikkland hið forna vitnar um að höfundinum hefur tekist það ætlunarverk sitt að skynja „marg- slungna menningu í öllum sínum myndum". Það sem gæðir verkið lífi er léttieiki frásagnarinnar, hinn óþvingaði stíll sem höfundur- inn tileinkar sér og er eiginlega líkari töluðu en rituðu máli. Eg þekki ekki verkið á frummálinu, en tek undir það sem aðrir hafa sagt um ágæti þýðingar Jónasar Kristjánssonar. Að hætti lærðra manna brúar Jónas Kristjánsson það bil sem löngum er milli einfaldleika í orðavali og hátíðlegs málfars. Þýðing ljóðanna sem vitnað er til er nokkuð einhæf, en sýnir svo ekki verður um villst að Jónas Kristjánsson er hlutgengur í þeim fáliðaða flokki manna sem fæst við að túlka klassísk skáld- verk. Ég nefni sem dæmi þýðingu hans á hinu fallega sveitasælu- kvæði Þeókrítosar sem byrjar svo: „Heyr þú um ást mína, hvernig hún vaknaði, helga Seleita". veldur lifandi þungum áhyggjum. Söguþráður er mjög fáránlegur og gefur síður en svo ýmsum absúrd- verkum samtímans eftir. Útgáfa Jóns Helgasonar á Gömlum kveðskap er í senn fræði- leg og alþýðleg, enda Jón engum háður í mati sínu, fer sínar leiðir í túlkun efnisins. Kvæðin eru prent- uð „stafrétt" eftir syrpu séra Gottskálks Jónssonar í Glaumbæ sem skrifuð er um og eftir miðja 16. öld, fornkvæðasöfnum frá of- anverðri 17. öld og kvæðum um fornsagnakappa sem Árni Magn- ússon skrifaði upp snemma á 18. öld. Kvæðin eru skemmtilestur, ekki síst vegna þess hve skringileg þau eru. Athugasemdir Jóns Helgasonar eru margar hverjar uppbyggi- legar. Til dæmis segir hann eftir- farandi um það að texta (Kistu- dans) var breytt þannig að gift kona var látin vera ógift vegna þess að ógeðfellt þótti að segja eða hlýða á hórdómssögur: „Og má vera að einhver spyrji hvort íslenzkum áheyrendum muni þá ekki eignað meira tærilæti í hug- arfari og orðum en þeir hafi annars unnið til“. Rafmagns- skammtanir minni en áætlað var FRÁ því að skömmtun rafmagns hóíst í siðari hluta sept. s.l. hefur niðurskurður til fjögurra aðila, Áburðarverksmiðjunnar, Járn- blendiverksmiðjunnar, ÍSAL og Keflavikurflugvallar. verið 49.1 GWh eða um 15% af venjulegri notkun þessara aðila. Þetta er þó um 35% minni skömmtun en rætt var um i upphafi. Ástæðan er sú, að álag á stöðvar Landsvirkjunar hefur reynst minna síðustu mán- uðina og auk þess hefur veðurfar verið hagstæðara. Að sögn formanns stjórnar Landsvirkjunar, Jóhannesar Nor- dal, er þess að vænta, að ástandið í raforkumálum landsins geti orð- ið mjög slæmt á næsta vetri, en unnið verður að úrbótum eins og unnt er á þessu ári. Verulegra úrbóta er þó ekki að vænta fyrr en með tilkomu Hrauneyjarfossvirkj- unar 1981. Góður afli línubáta frá Sandgerði Sandgerði 19 feb. í GÆR lönduðu 30 bátar afla, alls 218 lestum. Afli línubáta var óvenju góður eða allt upp í 15 lestir. Línubátarnir fengu aflann á Jökuldjúpi og Jökul- grunni. Þá landaði einn trollbátur 38 lestum eftir tvo daga, allt þorski. Fisk- urinn sem bátarnir komu með var stór og fallegur. Togararnir Erlingur og Dagstjarnan lönduðu hér um helgina, Erlingur 140 lestum og Dagstjarnan 130 lestum. — Jón. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152-17355 Verzlunarráð S' Islands AÐALFUNDUR 1980 fimmtudagur, 21 febrúar, kl. 11.10 Kristalssal Hótel Loftleiða njam e«eir _ . Kristjánsson DAGSKRAl 11.00—11.15 Mæting og móttaka fundargagna. 11.15— 11.45 Setningarræða formanns Verzlunarráðs íslands, Hjalta Geirs Kristjánssonar. 11.45—12.15 Skýrsla um störf stjórnar V.í. og fjárreiður ráðsins. 12.15— 13.30 Hádegisverður í Víkingasal. Ávarp viðskiptaráðherra Tómasar Árnasonar. Fyrirspurnir. fómas Arnason Guömunaur Einarsson Jónas H. Haralz 13.30—15.00 Framfarir og framtíöin — Atvinnulífið á nýjum áratug — 1. Tækninýjungar á komandi áratug og áhrif þeirra á atvinnulíf- ið: Guðmundur Einarsson, verkfræðingur. 2. Efnahagsleg skilyrði framfara: Jónas H. Haralz, bankastjóri. 3. Almennar umræður og ályktanir. 15.00—15.30 Störf, stefna og skipulag Verzlunarráðs Islands 1980—1990. 1. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 1980. 2. Viðfangsefni 1980—1990, Ragnar S. Halldórsson. Jóhann J. Ólafsson. 3. Laga- og skipulagsbreytingar 15.30-15.45 Kaffi. Haraldur Sveinsson. 15.45—16.00 Kosningar: 1. Kosning formanns V.í. 2. Úrslit stjórnarkjörs. 3. Kosin 7 manna kjörnefnd. 4. Kosnir 2 endurskoöendur. 16.00—16.30 Önnurmál. 16.30 Fundarslit. Fundarstjóri: Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.