Morgunblaðið - 21.02.1980, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.02.1980, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 Litbrigði jarðar og úrval ljóða á enskri tungu ICELAND REVIEW hefur gefirð út bók með heitinu THE CHANG- ING EARTH AND SELECTED POEMS. Hér er um að ræða skáldsöguna Litbrigði jarðarinn- ar eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Ólafur Jóhann Sigurðsson auk úrvals ljóða skáldsins, i enskri þýðingu dr. Alan Bouch- ers, sem einnig valdi ljóðin. Þau eru valin úr bókunum Áð iauf- ferjum og Að brunnum, en það var einmitt fyrir þær bækur sem ólafi Jóhanni voru veitt bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Bókin Litbrigði jarðarinnar hef- ur þegar komið út á öðrum tungumálum og hefur hvarvetna hlotið verðskuldaðar móttökur, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur út í enskri þýðingu. ICE- LAND REVIEW hefur áður gefið út nokkur íslenzk bókmenntaverk í erlendum þýðingum, svo sem Sjöstafakver Halldórs Laxness, smásagnasafn eftir 12 íslenzka höfunda, og safn ljóða 25 skálda, og áformar útgáfan að halda þessu áfram í framtíðinni eftir því sem aðstæður leyfa. Bókin THE CHANGING EARTH AND SELECTED POEMS er 96 blaðsíður. Hækkandi verð á sykri og timbri SYKURVERÐ á heimsmarkaði hefur farið ört hækkandi undan- farið og er i nýlegum Sambands- fréttum greint frá sykurverði, sem var i ársbyrjun fyrir hver 100 kg 249 danskar krónur eða rúmar 18 þús. ísl. krónur, en var 13. febrúar komið upp i 421 d.kr. eða 31.154. í Sambandsfréttum segir að ekki liggi fyrir fullnægjandi skýr- ingar á þessari hækkun þar sem sérfræðingar telji m.a. 30% um- frambirgðir af sykri til í heimin- um og því hljóti að vera um verulega spákaupmennsku að ræða. Þá segir í Sambandsfréttum að timburverð sé einnig hækkandi: Timburinnflytjendur eru nýbúnir að gera samning um kaup á um 20 þúsund rúmmetrum af timbri frá Rússlandi, sem afgreitt verður á þessu ári, en magnið er rúmur þriðjungur af árlegum innflutn- ingi. Er samningurinn að upphæð 1.257 þúsund dalir eða kringum 505 milljónir ísl. króna, sem er talsvert hærra en var í fyrra. Fyrir þessa samninga hafði SÍS fest kaup á verulegu timburmagni frá Finnlandi og Svíþjóð á mun hagstæðara verði. UÓXB. EmHía. Mynd keisarans af máð MAGNI R. Magnússon frímerkja- og myntkaupmaður fékk nýverið senda þessa seðla frá íran. Eru þeir bæði gamlir og nýir, þ.e. með mynd keisar- ans fyrrverandi og nýjum myndum, sem þrykkt hefur verið yfir keisaramyndirnar. Þá benti Magni einnig á seðl- I ana tvo sem efst eru á mynd- inni, en til hægri er seðill með mynd af Davíðsstjörnu og til vinstri hefur honum verið breytt á þann veg, að ekki er lengur um Daviðsstjörnu að ræða. Seðlar þessir eru nú til sýnis i Frímerkja- og mynt- verzlun Magna við Laugaveg í Reykjavík. Hin nýja vöruskemma Tollvörugeymslunnar h.l. Toflvörugeymslan h.f.: Ljosm. Mbl. Kristján. Þúsund fermetra vöru- skemma tekin í notkun TOLLVÖRUGEYMSLAN h.f. tók á mánudag i notkun nýja vöruskemmu á athafnasvæði sínu í Laugarnesi. Vöruskemma þessi er um 1000 fermetrar að stærð og er hún byggð úr timbri og stáli, en til bygg- ingarinnar var m.a. notað islenskt efni, Garðastái. Skemman er óupphituð en i henni er loftræsting, sem koma á i veg fyrir hverskyns raka. Skemmunni verður skipt i geymsluklefa og verða þeir 260 fm, 235 fm, 130 fm og 105 fm að stærð. Á skemmunni verða þrennar dyr til þess að nýta geymslurýmið sem best. Byggingarverktaki er Björn Guðmundsson húsasmíðameist- ari, en verkfræðingur og arki- tekt skemmunnar er Bárður Daníelsson. Við opnunarathöfn- ina tóku til máls þeir Albert Guðmundsson alþingismaður, stjórnarformaður fyrirtækisins, Hilmar Fenger, formaður bygg- ingarnefndar, og Helgi Hjálms- son framkvæmdastjóri. Tollvörugeymslan var stofnuð árið 1962 og voru stofnfélagar tæplega 230. Í dag eru hluthafar fyrirtækisins 450 talsins og er hlutafé samtals 360.000.000. krónur. f upphafi var starfsemin í 2500 fm húsi, en í dag er athafnasvæði Tollvörugeymsl- unnar 22000 fm að stærð og þar af eru undir þaki 9700 fm. Safnaðarráð Reykjavíkurprófastsdæmis: Leggur til breytta skipan prestakalla SAFNAÐARRAÐ Reykja- víkurprófastsdæmis hélt á mánudagskvöld árlegan fund sinn þar sem voru m.a. til umræðu skipu- lagsmál prestakalla á Reykjavíkursvæðinu. Voru samþykktar tillögur um að annað prestembætti Langholtssafnaðar verði fært í Breiðholtshverfi og þjóni Selja— og Skóga- hverfi og tillaga um að nýtt prestakall verði stofn- að á Seltjarnarnesi. Sr. Ólafur Skúlason dómpróf- astur minntist í upphafi fundar á að nú væru liðin 40 ár frá því Reykjavíkurprófastsdæmi var stofnað, en innan þess eru nú 15 prestaköll með 19 prestum. Sr. Ólafur sagði að væri íbúatölu Reykjavíkurprófastsdæmis deilt niður á 19 presta kæmu um 5.000 manns á hvern og væri við þá tölu miðað í lögum. Um síðustu áramót voru íbúar Langholtssöfnuðar 5.173 og því hefði orðið að ráði að bera upp tillögu um flutning annars embættis þess er sr. Árelí- us Níelsson lét þar af störfum. Væri í tillögunni gert ráð fyrir að stofnuð yrði Selja— og Skógasókn og hún tekin út úr Breiðholtssöfn- uði er nú telur yfir 9.400 manns. Biskup fær nú tillöguna, sem samþykkt var einróma, til um- sagnar og síðan kirkjumálaráð- herra og gefi hann samþykki sitt myndi fyrst verða boðað til stofn- fundar safnaðar þar, sem hefði það fyrsta hlutverk að efna til prestskosninga. Taldi dómprófast- ur það geta orðið með vorinu næði tillagan fram að ganga. Fella— og Hólasókn, sem nú þjónar einn prestur, telur um 9.000 íbúa og taldi sr. Ólafur einnig þörf á að þar fengist annar prestur og yrði hugað að því. Tillagan um nýtt prestsembætti á Seltjarnarnesi var einnig sám- þykkt einróma. íbúafjöldinn nær ekki 3 þúsundum, en Seltjarnar- nes er eini kaupstaður landsins, sem ekki hefur sinn prest, en er þjónað af prestum Nessafnaðar. Sú tillaga fer einnig til umsagnar biskups og ráðherra, en sr. Ólafur kvað það síðan undir fjárveitinga- valdinu komið hvort hægt yrði að ráðast í þetta strax og vonaðist hann eftir stuðningi þingmanna Reykjavíkur og Reykjaness. Verði af stofnun hins nýja söfnuðar á Seltjarnarnesi yrði núverandi prestum Nessóknar boðið að velja um hvort þeir kysu að starfa áfram þar eða flytjast og í framhaldi af því kjörinn nýr prestur í hans stað. Þá urðu á þessum fundi miklar umræður um kirkjubyggingar- málefni. Árið 1953 gerðu borgar- stjórn Reykjavíkur og prófasts- dæmið samkomulag um að hætta að leggja sérstök gjöld á söfnuðina vegna kirkjubygginga og stofn- aður var sjóður með framlagi frá borginni. Sagði sr. Ólafur fyrsta framlagið hafa verið 1 millj. kr. og ætti eftir því að vera milli 150 og 160 m.kr. í dag en hefði tvö síðustu ár verið 28 milljónir. Telur safnað- arráðið sig ekki geta sætt sig við þessa upphæð og mun athuga hvort rifta beri þessu samkomu- lagi, náist ekki samningar um hækkun. Á fundinum voru kosnir í úthlutunarnefnd Benedikt Blöndal og Ottó A. Michelsen, en borgin tilnefnir 3. fulltrúann, sem jafn- framt er formaður. Æskulýðsnefnd Reykjavíkur- prófastsdæmis gaf skýrslu og var í henni bent á mikla þörf fyrir starfsmann er skipulegði og að- stoðaði söfnuðina við æskulýðs- starf. Kirkjuþing lagði fram er- indi um að prófastsdæminu yrði skipt upp í 3—4 einingar, en það var fellt og prófastsdæmið talið þjóna bezt hlutverki sínu eins og nú væri, með sameiginlegri starfs- miðstöð, en þar vantaði tilfinnan- lega aukinn starfskraft. Hárgreiðslustofa opnuð á Húsavík Húsavik 19. feb. HÁ RG REIÐSLUSTOFU hefur Hulda Jónsdóttir opnað á Garð- arsbraut 12 (Gamla pósthúsinu) á Húsavík. Hulda er innfæddur Húsvíkingur og hefur nýlega lokið námi hjá Hárgreiðslustofunni Eddu í Reykjavík. Á íslandsmóti nema sl. vor hlaut hún tvenn verðlaun fyrir hárgreiðslu. Hún hefur komið sér vel fyrir í hinu gamla húsi og er stofan hin vistlegasta. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.