Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980
Marteinn M. Skaftfells:
Skólatannlæknar hafa sent
dagblöðum greinargerð til
varnar blessuðum flúornum.
Tilefnið er greinar í blaðinu
Hollefni og heilsurækt, sem
Heilsuhringurinn gefur út. En
þar var getið sambands flúors
við krabbamein og heilaskaða.
Einnig getið um, að barn hafi
dáið af flúoreitruft.
Þar var vissulega um „slys“
að ræða, eins og tannlæknar
benda á í grein sinni. Öllu
fremur þó, ákaflega alvarlegt
gáleysi, að segja barninu ekki
að skola munninn, en ekki að
drekka flúorblönduna. — En
hvað á að segja um læknana
sem létu barnið bíða, þrátt
fyrir þrábeiðni móðurinnar,
þangað til það hafði misst
meðvitund, og að dauða kom-
ið?
í sambandi við flúorinn og
krabbann, er í Hollefni og
heilsurækt, vitnað til vísinda-
manna, víðkunnra fyrir rann-
sóknir sína á krabbameini.
Tannlæknarnir segja, að
„byggt sé á falskri rannsókn".
Þessir vísindamenn, eiga sem
sagt að hafa fórnað vísinda-
heiðri sínum fyrir einhvern
loddara, sem seldi „undralyf"
gegn krabbameini, til að „hafa
fé af grandalausu fólki.“
Ég skora á yfirlækninn að
færa rök fyrir þessum alvar-
legu staðhæfingum.
Að sjálfsögðu vita læknarn-
ir, að um áratugi hafa farið
fram rannsóknir á þessu sviði.
Hér skal birt línurit um
krabbamein, fyrir og eftir
flúorblöndun vatns, í Birm-
ingham.
í grein læknanna um flúor-
inn og heilaskaðann, segja
þeir, að notaðir hafi verið
„miklu stærri flúorskammtar
en notaðir eru til tannvernd-
ar . —
1. Hve stórir skammtar voru
notaðir?
2. Er það rangt, að heilinn sé
meðal þeirra líffæra, sem eru
hvað viðkvæmust fyrir flúor?
Ég skal ekki efast um, að
tannlæknarnir, sem að grein-
inni standa, verji flúorinn af
einlægni, svo mjög sem hann
er þó umdeildur, einnig meðal
tannlækna.
Vel vita þeir, að tannlækna-
samband Bandaríkjanna
klofnaði um flúorinn.
í greininni er ekki farið dult
með, að ósk læknanna er
flúorblöndun drykkjarvatns,
þótt „ná megi sama árangri
með flúortöflum." Það er því
sama, hvort drukkið er flúor-
vatn eða teknar töflur. En
vatn er öruggara, því að vatn
Marteinn M. Skaftfells.
drekka allir, en töflur geta
gleymst. — Flúorblöndun
vatns er því það, sem að er
stefnt, (1 mg í lítra) það er sá
skammtur, sem tekinn er
ábyrgð á, að sé innan skaða-
marka. — En er hann það?
Ég tek hér í þriðja skipti
upp skýra frásögn af hinu
gagnstæða.: Dr. Dannegger,
svissneskur efnafræðingur,
sem trúði flúorupplýsingum,
segir frá reynslu sinni í „Bern-
er Tagblatt" (3—2—63) þrem
elstu börnum sínum hafði
hann gefið V2 skammt, hálfan
skammt. Annað og þriðja barn
fengu flúor FYRIR fæðingu.
En þegar barn nr. tvö var 2'/2
árs, fékk það dökka bletti á
tennur — flúorbletti, og hafði
þó fengið aðeins '/2 skammt.
Þá var flúorgjöf til þeirra
allra hætt. — Tannglerungur
nr. 2, var lélegur. Öll fengu
börnin tannátu 4—5 ára göm-
ul. Auk þessu höfðu börn 2 og
3, sem fengið höfðu flúor fyrir
fæðingu, ofnæmi og smá-
líkamsgalla, sem þekktist ekki
áður innan fjölskyldunnar.
4ða barnið fékk ALDREI
flúor, heldur kalk frá því fyrir
fæðingu. Það hafði allar tenn-
ur HEILAR á þeim aldri, sem
hin höfðu fengið tannskemmd-
ir. Og það var laust við ofnæmi
og líkamsgalla. — Ekki bera
þessi dæmi flúornum góða
sögu. KALKIÐ reyndist miklu
betra.
Tannskemmdir er almennur
og alvarlegur sjúkdómur hér á
Islandi. Hann kostar hið opin-
bera mikið fé. Einnig einstakl-
inginn. Annað heilsutjón í
tengslum við tannátuna, veit
enginn, hve mikið og alvarlegt
kann að vera. Það var því ekki
að ófyrirsynju, að form. tann-
lækna flutti erindi um þennan
heilsufarsþátt á ráðstefnu um
heilbrigðismál, á fyrri helm-
ingi liðins árs. — Og aðalráð
hans var flúorblöndun vatns-
ins, sem við drekkum, notum í
mat, og er aðalinnihald öls og
gosdrykkja.
Ég skrifaði strax grein, og
lagði fyrir hann spurningar,
sem ég óskaði svars við. —
Ekkert svar. — Ég skrifaði
nýja grein með sömu spurn-
ingum, sem birt var í Dagblað-
inu 12. des. og óskaði svara. —
En ekkert svar.
Það verður að teljast mjög
alvarlegt, er forystumaður
tannlækna neitar að gefa upp-
lýsingar um það efni, sem
hann mælir með að blandað
verði í mat og drykk almenn-
ings. Ekki síst þar sem þetta
efni er eitthvert sterkasta eit-
ur, sem þekkist.
Og spurn ætti það að vekja
leitandi læknum, að ýmsir
vísindamenn, sem fylgdu
flúornum, snerust gegn hon-
um, er þeir hófu eigin rann-
sóknir, eða kynntu sér hann
frá sem flestum hliðum.
Af öllu ofángreindu, má
öllum ljóst vera, að það er ekki
út í bláinn að óskað er upplýs-
inga. Ég leyfi mér því að beina
spurningum til yfirlæknisins,
og vænti svars:
1. Var flúorblöndun vatns
hafin að gerðum tilraunum
gegn tannátu?
2. Hafði gildi þess, eða hugs-
anleg skaðsemi, gegn öðrum
sjúkdómum, verið rannsakað?
3. Hvað hefur reynslan sann-
að um gildi þess, eða skaðsemi,
gegn öðrum sjúkdómum?
4. Hefur natríumflúor sama
gildi og náttúrlegur flúor. Eða
hver er munurinn?
5. Er flúor óskaðlegur hvers
konar sjúklingum?
6. Er flúor heilsusamlegur
þunguðum konum?
7. Hvers vegna banna ýmsar
þjóðir flúorblöndun vatns?
8. Hve margar borgir Banda-
ríkjanna hafa horiið frá flúor-
blöndun, og hvers vegna?
9. Er flúor nauðsynlegur
góðri tannheilsu?
10. Að hvaða leyti er flúor
betri en kalk og fosfór?
11. Vinna þau efni, er tann-
skemmdum valda, ekki víðar
tjón en á tönnum? Sé svo,
bætir flúor þá það?
12. Var ekki flúorblandað
vatn, dæmt heilsuskaðlegt, af
dómstól í Bandaríkjunum?
13. Hefur læknasambandið
ameríska — AMA — mælt
með flúorblöndun vatns?
14. Hvers vegna kaupir for-
göngumaður flúorblöndunar,
dr. Cox, flúorsnautt vatn, í
stað þess að drekka hið
„heilsusamlega" flúorvatn,
sem hann berst fyrir handa
öðrum?
15. Engum hefur tekist að
sanna, að flúorblandað vatn sé
skaðlaust. — 20.000.00$ —
dollarar, bíða því enn.
16. í Japan hafa 6000 börnum
verið dæmdar skaðabætur
vegna heilsutjóns af flúor-
blönduðu vatni. Vitnar það um
það öryggi, sem predikað er?
í þessum greinarstúf er get-
ið örfárra atriða, af fjölda
mörgum. — Ljóst er af afstöðu
skólatannlækna, að ræða þarf
þessi mál. Grein þeirra þakka
ég því, og efast ekki um að
ofangreindum spurningum
verði svarað. Þá veit almenn-
ingur lítið eitt meira um flúor-
inn, og gert sér þess nokkra
grein, hvort æskilegt sé, að
blanda þann drykk eitri, sem
náttúran hefur gefið okkur
hollastan, vatnið.
Hlutfal) dánartolu af voldum krabbameins í Birmingham miAað
vid hverja 100.000 íbúa. fyrir ok eftir ílúorblöndun vatns.
58 f.0 fil fi7 68 70 73
ár
Krukkað í flúorinn
átrúnaðargoð skólatannlækna
Sigurður Kristjánsson:
Samtíningur
Við Frónbúar erum þjóðfélag,
það er alveg víst. Smátt en gott
þjóðfélag, stórhuga, samheldið, já
nokkuð samheldið í sundrung okk-
ar. Við þetta litla peð í hnattfélag-
inu, en fáum svo miklu framgengt
meðal stórþjóða, við sem erum
alltaf að bera okkur saman við
þessi smáu stórveldi og öfugt, sem
búa í kringum okkur, við skörum
svo langt fram úr þeim á ýmsum
sviðum, þar má nefna stór-
mennskusviðið. Kanada er nokkuð
stórt land og nokkuð svo fjöl-
mennt, um 15 milljónir á kjörskrá.
Ég greip það sem andann á lofti,
50 þúsund á bak við hvern þing-
mann, það segði 3 þingmenn hér,
þar skutum við þeim sem öðrum
ref fyrir rass. Okkur er svo sem
engin vorkunn, við erum auðug
þjóð, það má sjá hvar sem á okkur
og land okkar er litið. Við erum
líka gjörn á að safna, ef ekki
frhnerkjum þá hverskonar drasli,
mætti telja mosagróna þingmenn
að ógleymdum ráðherrastólum,
eru í dag tveir slíkir í smíðum.
Mín barnalega skoðun er sú, að
gilt hefði einu þótt ráðherrar
hefðu haft töluna 7 eða 10, það
hefði orðið smá sparnaður fyrir
þjóðina.
íþróttir, hvað eru íþróttir?
íþróttir er hugsjón, fögur hugsjón
framkvæmd í veruleika, list. Ól-
ympíuleikar, sameiningartákn
íþróttanna, ekki barátta heldur
baráttuvilji. Auðvitað sendum við
okkar menn á leikana, við eigum
ekki að fylgja sundrungaröflun-
um. Auðvitað fordæmum við þess-
ar stórþjóðir fyrir afglöp sín,
kúgunarstefnu þeirra og að geta
ekki verið sjálfum sér nóg.
Haftastefna, þjóðfélagsumbæt-
ur: Hross voru höfð í hafti en
beislinu hrleypt fram af þeim. Við
erum höfð í hafti og þar að auki
beisluð, slík haftastefna á almúg-
anum er neðan við okkar virðingu.
í þrem verslunum á höfuðborgar-
svæðinu er áfengi selt, ófært er
annað en þar verði seldur bjór
áfengur, og ætti engum vandræð-
um að valda umfram það sem
orðið er í þessu þjóðfélagi okkar.
Til hagræðingar við afgreiðslu
yrði bjórinn aðeins seldur þrjá
fyrri daga vikunnar og þá aðeins í
hálfri og heilli tylft. í Fríhöfninni
fáum við skammt af áfengi toll-
frjálsu og nú einnig bjór. Hvers á
lýðurinn að gjalda sem vildi
gjarnan geta fengið sér einn og
einn bjór en hefur ekki aðgang að
Fríhöfninni. Það yrðu prýðis þjóð-
félagsumbætur ef bjórfrumvarpið
kæmist í gegn, þá væri hægt að
spá í froðuna hver yrðu næsti
forseti vor.
Það hefur verið skeggrætt um
það í fjölmiðlum og meðal al-
mennings, hvernig forseti eigi að
vera. Flestum, telst mér, ber
saman um, að forseti eigi að
líkjast núverandi forseta vorum
og þar er ég svo sannarlega
sammála. En eins og einum manni
varð á orði í einum fjölmiðlanna,
að forseti þyrfti að vera orðinn
ríflega miðaldra, þar er ég á
annarri skoðun og vil benda á
þjóðhöfðingja nálægra landa máli
diínu til áréttunar, ég held þeir
séu löndum sínum til sóma. En
væri ekki íhugunarefni að blanda,
gera kokteil úr tveim embættum,
forseta og forsætisráðherra, þá
yrði ekki bið á ríkisstjórnum. Ög
margt annað hefur það til síns
ágætis, svo sem sparnað á manna-
launum. Ríkisstjórn og stjórnar-
andstaða, að vera í þeim er enginn
dans á rósum, það er eilífur
hringdans án nokkurs undirspils.
Að minnast á þetta fyrirbrigði er
eins og tundur eða botnlaus hít.
Nú að undanförnu hefur verið
heitt á kolunum, heitt í sálar-
fylgsnum þessarra manna, legið
við kvikuhlaupi, jafnvel gosi. Það
er sem löðrungafár hafi gengið
yfir og gefandinn sé hinn nafntog-
aði Gunnar Thoroddsen. Flokks-
formenn rjóðir í kjnnum og einn
kannski meir en hinir. Allir fengu
þeir umboð og allir gáfust þeir
upp og allir komu þeir aftur því
allir lifðu það af. Tíu litlir stjórn-
armenn telja sig vandanum vaxn-
ir, en fnykur er af þessu, sem og
hefur kannski verið að fleiri ríkis-
stjórnum. í huga minn renna upp
margskonar þrenningar, má þar
frægastar telja dýrðar, valda og
bakka. Þrenning ein er risin upp á
Islan'di sem með eindæmum hefur
náð skjótum frama og frægð. Því
er ekki að neita að sjálfstæðir
menn eru þetta, en hvort þeir eru
sannir sjálfstæðismenn, það er
annar handleggur. Samkvæmt
orðagjálfri sem frambjóðendur
einir kunna, þá eru þremenn-
ingarnir ekki sjálfstæðismenn,
það er samkvæmt yfirlýsingu sem
formaður Framsóknarflokksins
gaf alþjóð, bæði fyrir og eftir
kosningar. Nú lög, og þar með
talin flokkslög, segja til um að
meirihluti ráði og auðvitað,
minnihluti hlíti þeim ákvæðum.
En þetta vita ekki aðrir en
lögfróðir menn. Nú það má hver
taka það til sín sem vill, en
áralöng þrotlaus barátta, og þetta
er nú einu sinni næst æðsta
embættið að vera forsætisráð-
herra.