Morgunblaðið - 21.02.1980, Side 45

Morgunblaðið - 21.02.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI og um leið sinni eigin þjóð skaða. Og drengilegra hefði verið að hjálpa til heldur en ráðast til niðurrifs og ég veit að þegar frá líður lægir öldurnar og samhjálp- in vex. Það er rætt um tilhlökkun andstæðinganna um að þetta veiki flokkinn. Þessar raddir heyri ég ekki, heldur í mörgum ótta við að frjálslyndi Gunnars og dugnaður færi flokknum of miklar raðir úr öðrum hópum og það skyldi þó aldrei vera raunhæft þegar allt kemur til alls? En úti á landi á Gunnar og þeir félagar einróma þakkir og hollustu fólksins. Þetta er rétt að hafa í huga þegar búist er til sóknar mót löglegri stjórn. Því biðja allir góðir flokksmenn þess að skyn- semi, drengskapur og góðvild fylli nú hjörtu sem flestra til átaka fyrir heill lands og þjóðar. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Árni Helgason, Stykkishólmi" • Dr. Gunnar og Þorgeir Ljósvetningagoði „Til þess víða vott ég fann, þó venjist oftar hinu. Að Guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. (Bólu Hjálmar) Árið 1000 lá við að allur þing- heimur berðist út af trúmálum. Var þá Þorgeiri Ljósvetningagoða falið að taka ákvörðun hvað gera skyldi. Öll vitum við hversu vel honum fórust þau málalok. Var hann þó heiðinn. Var mér hugsað til þessa stóra spors í lífssögu þjóðar vorrar þegar dr. Gunnari Thoroddsen tókst að beizla svo ólíka skoðana- bræður saman í stjórn. Vonandi landi og þjóð til heilla og Alþingi landsins til sóma. Mun Gunnari af þessu verða fluttar margfaldar þakkir um ókomin ár ef þetta heppnast. Ekki ættu sjálfstæðis- menn að kasta steini til hans og efa fylgi hans við sinn flokk. Sýnir þetta afrek að hér fer honum líkt og Þorgeiri að hann lætur andann ráða yfir efninu. Hefur þroska til að sveigja ögn sinn sterka vilja til samstarfs við sína starfsbræður. Veit sem er að sundraðir föllum vér en sameinaðir munum vér sigra. Þ.K.Þ.“ Þessir hringdu . . . • Eru Færeyingar okkur fremri? Velvakandi hefur verið beðinn að vekja athygli á töflu þeirri er Alþjóðabankinn gaf út og birtar hafa verið úr fréttir, en þar kemur m.a. fram að ísland er í 14. sæti árið 1978 yfir tekjuhæstu þjóðir heims. Benti viðmælandi Velvak- anda á að töflur sem þessar gætu verið villandi og tók Færeyjar sem dæmi. Þar væri talsverð velmeg- un, þeir þyrftu ekki lengur að sækja til Islands eftir vinnu, þar væri ekkert álag á ferðagjaldeyri, Færeyingar gætu flutt úr landi með eigur sínar ef þeim byði svo við að horfa og taldi að Færey- ingar væru okkur íslendingum framar á sviði félagsmála, og væru t.d. eftirlaun hærri og væru greidd frá 62 ára aldri. Hér með er þessum atriðum og ábendingum komið á framfæri og er mönnum velkomið að halda áfram með þessa umræðu, en það má sjálf- sagt taka undir það, að varasamt getur verið að bera algjörlega saman lífskjör og tekjuskiptingu manna frá einu landi til annrs, verður að skoða mörg atriði í einu þegar slíkur samanburður er gerð- ur. • Telst klám menning? Lesandi: —Ég sá nýlega hjá Velvak- anda að verið var að þakka Matthíasi Johannessen fyrir hversu vel hann hafði komizt að orði í sjónvarpsþætti á dögunum þegar hann ræddi um skáldskap og klám. Sagði hann að miklir rithöfundar hefðu jafnan getað lýst samskiptum karls og konu án þess að grípa til kláms eða klúr- yrða og get ég tekið undir að þar er vel að orði komist. Góðir höfundar geta skrifað af virðingu og nærfærni um þessi mál, það er víst að klámið gerir engan að rithöfundi. Þó er ein i og sumir haldi það og sú hugsun flögrar að manni þegar litið er í hinar ýmsu bækur, sem teljast vera menning- arviðburður, auglýstar í hástert o.s.frv. og þá er engu líkara en klámið sé talinn menningarvið- burður. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi um daginn kom þessi staða upp í skák þeirra Browne, Bandaríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Sunye frá Brazilíu: 31. Hexh6+; og svartur gafst upp. Eftir 31... gxh6 32. Hxh6+ Kg7 33. Dh5 er hann óverjandi mát. Alúðar þakkir færi ég öllum þeim er minntust mín á 90 ára afmæli mínu hinn 14. febrúar 1980. Egill Hallgrímsson frá Vogum Saonkallaður ævintýramálsverður. Notið tækifærið og njótið síldarveislu í skemmtilegu umhverfi. Nú er aftur síldarævintýri I Blómasalnum hjá okkur. Síldarævintýrið í fyrra var rómað fyrir góðan mat og nú gerum við enn betur: Víkingaskipið er hlaðið fjölbreytilegasta úrvali síldarrétta úr marineraðrl síld og kryddsíld. Salöt og ídýfur, heltir og kaldir fiskiréttir gæla við bragðlauka og gleðja huga hinna vandlátustu. Verið velkomin í síld. 15.—24. FEBRÚAR. Borðpantanir i síma 22322 ö ICEFOOD ÍSLENSK MATVÆLI H/F HAFNARFIRÐI UTSALA DÖMUDEILD: Bómullarefni frá 500 kr. m. Straufrí bómullarefni br. 90 cm 1000 kr.m. Crimplene br. 150 cm 1.500 kr.m. Einlit acrylefni br. 150 cm 2.500 kr. m Mussilinefni br. 90 cm 1.500 kr. m. Ullarefni > br. 150 cm 3000 kr. m. Ullarefni br. 150 cm 3.500 kr. m. Rifflað flauel br. 150 cm 3.500 kr. m. Handklæði 1.250.-kr. HERRADEILD: Ermalausir bolir frá 1000 kr. Hálfermabolir 2.500 kr. Stuttar buxur 1.400 kr. Síðar buxur frá 3.000 kr. Skyrtur 3.000 og 4.900 kr. Sokkar 700 kr. parið Peysur frá 4.500 kr. Allt selt fyrir ótrúlega lágt verö. Egill lacobsen Austurstræti 9 EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.