Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRUAR 1980
33
Alþjóðaár fatlaðra
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi frá ALFA '80 nefnd, sem
skipuð hefur verið til undirbún-
ings Alþjóðaári fatlaðra 1981:
Á 31. allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna var samþykkt að lýsa
því yfir, að árið 1981 skyldi vera
„alþjóðlegt ár fatlaðra". Með þess-
ari samþykkt ákvað þingið að það
ár skyldi helgað þeim markmiðum'
að bæta hag fatlaðra á hinum
ýmsu sviðum, sem nánar greinir í
ályktun þingsins. — I október á
síðasta ári ákvað félagsmálaráð-
herra að skipa þriggja manna
nefnd til að „annast kynningu
þessa máls, svo og að hafa for-
göngu um undirbúning og skipu-
lagningu framkvæmda hér á landi
í samræmi við nefnda ályktun
allsherjarþings Sameinuðu þjóð-
anna“. Félagsmálaráðherra skip-
aði Árna Gunnarsson, alþing-
ismann, formann nefndarinnar.
Ólöf Ríkharðsdóttir, fulltrúi, var
skipuð í nefndina samkvæmt til-
nefningu Endurhæfingarráðs og
Sigríður Ingimarsdóttir sam-
kvæmt tilnefningu Öryrkjabanda-
lags íslands. — Nefndin hefur
þegar haldið nokkra fundi. Carl
Brand, framkvæmdastjóri End-
urhæfingarráðs, hefur veitt
nefndinni margvíslega aðstoð.
Fjármálin.
Þegar er ljóst, að talsvert fjár-
magn þarf svo að störf nefndar-
innar fái borið verulegan árangur.
Stjórnvöld höfðu ekki tryggt fjár-
muni og ákvað nefndin því að
sækja um tiltekna upphæð fyrir
starfsárið 1980. Fyrir hönd nefnd-
arinnar hefur félagsmálaráðu-
neytið sótt um framlag til fjár-
veitinganefndar, er yrði á fjárlög-
um 1980. Þess er að vænta að
umsókninni verði vel tekið. Að
öðrum kosti verður ógjörlegt fyrir
nefndina að gegna störfum. —
Þegar hefur verið auglýst eftir
starfskrafti 'Æ daginn, en starfs-
maður er forsenda þess að unnt
verði að starfa af fullum krafti.
Samstarf við marga
Alþjóðaár fatlaðra er ekki ein-
göngu tengt þeim, sem eru líkam-
lega fatlaðir, heldur tekur það til
fötlunar af öllu tagi. Leita þarf
samstarfs við mikinn fjölda félaga
og stofnana. Til fróðleiks verða nú
talin upp nokkur þau félög, er
vinna að málefnum fatlaðra:
Blindrafélagið, Blindravinafélag
íslands, Geðverndarfélag Islands,
Gigtarfélag Islands, Foreldra- og
styrktarfélag heyrnardaufra,
Heyrnarhjálp, Samband íslenskra
berkla- og brjóstholssjúklinga,
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra, Styrktarfélag vangefinna í
Reykjavík, Sjálfsbjörg, lands-
samband fatlaðra,
Heyrnleysingjafélagið, Félag ast-
ma- og ofnæmissjúklinga, Félag
sykursjúkra, Félag Psoriasissjúkl-
inga, Landsamtökin þroskahjálp,
íþróttasamband fatiaðra og svo
mætti lengi telja. Fjölmörg önnur
félög, stofnanir og opinberir aðilar
koma inn í þessa mynd, og er
nauðsynlegt að kynna þeim öllum
málefni alþjóðaársins.
Lög og reglugerðir
Einn þýðingarmesti þátturinn í
undirbúningi Alþjóðaárs fatlaðra
er að stuðla að meiri samræmingu
og endurbótum á núgildandi lög-
um og reglugerðum um málefni
fatlaðra. Ekki færri en 16 lög og
reglugerðir snerta þá beint og
óbeint. Þetta eru: Lög um endur-
hæfingu, lög um aðstoð við
þroskahefta, lög um almanna-
tryggingar, lög um vinnumiðlun,
1981
lög um ráðstöfun erfðafjárskatts
og erfðafjár ríkissjóðs til vinnu-
heimila, lög um grunnskóla, lög
um heyrnleysingjaskóla, lög um
heilbrigðisþjónustu, lög um ráð-
stöfun og fræðslu varðandi kynlíf
og barneignir og um fóstureyð-
ingar og órfrjósemisaðgerðir, lög
um tollskrá, byggingareglugerð
nr. 292/1979, reglu gerð um félags-
mála- og upplýsingadeild Trygg-
ingastofnunar ríkisins, lög um
heimilishjálp í viðlögum, reglu-
gerð um heimilisþjónustu fyrir
aldraða, reglugerð um öryrkja-
vinnu ogreglugerð um sérkennslu.
Tilboð um stuðning
Fljótlega eftir að ALFA-nefn^-
in var skipuð, barst henni bréflrá
JC-hreyfingunni á íslandi. Þar
segir m.a.: „... Að á landsþingi
samtakanna í maí s.l. var ákveðið,
að landsverkefni hreyfingarinnar
á starfsárinu 1980—1981 yrði,
Leggjum öryrkjum lið. Var þetta
gert með hliðsjón af ákvörðun S.Þ.
um alþjóðlegt ár fyrir öryrkja
1981. Starfsár okkar er frá maí til
maí. Það er von okkar að Junior
Chamber ísland geti orðið öryrkj-
um og samtökum þeirra að liði
með starfi sínu“.
Frímerkjaútgáfa
ALFA-nefndin hefur ritað póst-
og simamálastjórninni bréf um
útgáfu sérstaks frímerkis 1981 í
tilefni alþjóðaárs. Það mál er nú
til athugunar hjá frímerkjanefnd,
en Sameinuðu þjóðirnar hafa þeg-
ar hafið frímerkjaútgáfu af þessu
tilefni.
Samstarf við þingflokka
ALFA-nefndin hefur ritað öll-
um þingflokkum bréf og óskað
eftir samstarfi við þá. Þá er
framundan mikið starf til að
tengja saman alla þá aðila, er hér
á landi vinna að málefnum fatl-
aðra. Hafin er öflun margvíslegra
gagna og unnið er að þýðingu
ályktunar allsherjarþings S.Þ. um
alþjóðaár fatlaðra ’81. Þegar þýð-
ingin er tilbúin verður hún fjöl-
földuð og send þeim, sem hlut eiga
að máli. Þá eru einnig fyrirhuguð
fundahöld með fulltrúum þeirra
félaga, sem nefndin hefur sam-
vinnu við um undirbúning
alþjóðaársins.
Full þátttaka og jafnrétti
Sameinuðu þjóðirnar hafa sent
frá sér margvísleg gögn um undir-
búning alþjóðaársins. Þar kemur
m.a. fram, að haldnar verða
nokkrar alþjóðlegar ráðstefnur
um málefni fatlaðra, en einkunn-
arorð ársins verða „Full þátttaka
og jafnrétti". — Á hinum Norður-
löndunum er hafinn undirbúning-
ur fyrir alþjóðaárið og hafa borist
ýmis gögn þaðan um skipulagið.
Með kærri kveðju,
ALFA ’81 nefndin.
Árni Gunnarsson. form.
ólöf Ríkharðsdóttir.
Sigríður Ingimarsdóttir.
Orgland þýðir ljóð
Janusar Djurhuus
KOMIN er út á norsku
„Færöyske Dikt“ eftir Jan-
us Djurhuus, sem Ivar
Orgland hefur þýtt, en
hann er okkur að góðu
kunnur fyrir margar þýð-
ingar íslenzkra verka á
norsku síðustu þrjátíu árin.
Janus Djurhuus er talinn
eitt mesta ljóðskáld sam-
tímans í Færeyjum. Hann
fæddist 1881 og andaðist
1948 íFæreyjum, hvar hann
bjó síðustu tíu ár ævi
sinnar. Fyrsta ljóðabók
hans kom út þegar hann
var 33 ára gamall, „Yrk-
ingar“, en þá hafði hann
birt ljóð í blöðum og tíma-
ritum árum saman. Alls
urðu ljóðabækur hans
fimm og auk þess þýddi
hann Illionskviðu og hluta
Odysseifskviðu og auk þess
varnarræðu Sókratesar og
fleiri verk.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaði
Lögbirtingablaösins 1979, á Holtagerði 57, þing-
lýstri eign Gunnars Kr. Finnbogasonar, fer fram á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. febrúar 1980 kl.
14.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 51., 54. og 57. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979, á Hjallabrekku 2 —
hluta —, þinglýstri eign Ómars Ólafssonar, fer
fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. febrúar
1980 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 51., 54. og 57. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979, á Hjallabrekku 2 —
hluta —, þinglýstri eign Gróu Sigurjónsdóttur, fer
fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. febrúar
1980 kl. 15.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Ivar Orgland
í bókinni „Færöyske
Dikt“ skrifar Orgland lang-
an og ítarlegan inngang um
Djurhuus og síðan skiptist
ljóðabókin í fjóra kafla og
er alls um 325 bls. að lengd.