Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 UfllHORP UMSJON: JÓN ORMUR HALLDÓRSSON sjálfstæðismanna um land allt það starf, sem unnið er milli SUS þinga og fá fram hugmyndir þeirra og at- hugasemdir við starfsáætl- anir stjórnarinnar. Að auki gefst tækifæri til þess að ræða sérstök mál, sem á Sambandsráðsfundur SUS ræðir stöðu Sjálf- stæðisflokksins og afstöðu til ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens vegar af landinu og hafa þannig mismunandi reynslu. Haldinn verður há- degisfundur í Valhöll með formanni Sjálfstæðis- flokksins og eftir hádegið verða almennár umræður um starfsemi SUS og félaga ^US. verður rætt sér- staklega um stöðu ungs fólks og hlutverk þess í Sjálfstæðisflokknum. Það ÁKVEÐIÐ hefur verið að boða til sambandsráðs- fundar SUS n.k. laugar- dag. Ætlunin er að boða til slíkra funda tvisvar á ári þau ár, sem SUS þing er ekki haldið en annars einu sinni á ári. Að þessu sinni verða höfuðmál fundarins staða Sjálfstæðisflokksins í ljósi nýjustu viðburða á stjórn- málasviðinu og staða og hlutverk ungs fólks innan flokksins. Stjórn SUS hef- ur þegar sent frá sér álykt- un þar sem hvatt er til sátta í Sjálfstæðisflokkn- um og skorað á forystu- menn flokksins að forðast allt það er leitt geti til frekari erfiðleika við að ná sáttum sjálfstæðismanna. Ennfremur er skorað á miðstjórn flokksins að boða til landsfundar síðar á árinu. Sambandsráðs- fundinum er ætlað að ræða þessi mál frckar og taka afstöðu til þessara sömu atriða og ræða auk þess málefnasamning ríkis- stjórnar Gunnars Thor- oddsens og móta afstöðu sambandsins til stjórnar- innar. Erlendur Kristjánsson, formaður útbreiðslunefnd- ar SUS, hefur annast undir- búning fundarins af hálfu SUS stjórnar. Umhorfssíð- an spurði Erlend um til- gang og tilhögun fundarins. „Sambandsráðsfundir eru í raun stækkaðir for- mannafundir SUS og koma í stað þeirra. Tilgangur þeirra er sá sami, að kynna forsvarsmönnum ungra hverjum tíma koma upp og snerta alla unga sjálfstæð- ismenn. Þannig munum við á þessum fundi ræða sér- staklega um stöðu Sjálf- stæðisflokksins í ljósi nýj- ustu viðburða. Dagskrá fundarins er ann- ars mjög stíf því ekki þótti fært að láta fundinn standa yfir í tvo daga, sem þó hefði verið þörf til að komast yfir allt fundarefnið. Fyrst verða teknar fyrir skýrslur allra nefnda SÚS og skýrsla stjórnarinnar. Þá verður fjallað sérstaklega um út- breiðslumál og félagasöfn- un og starfsskrá SUS til vorsins rædd. Reynt verður að fá fram nýjar hugmyndir og at- hugasemdir frá fundar- mönnum, sem koma víðs fer vart milli mála að nú er meiri þörf en nokkru sinni fyrir ungt fólk til að standa saman og vinna að samein- ingu flokksins bæði með starfi innávið og útávið. Síðasti liður sambandsráðs- fundarins er svo eins og fyrr var getið, að rætt verður um stöðu Sjálfstæð- isflokksins í ljósi síðustu atburða. Um þetta efni má búast við miklum umræð- um. Auk umræðna um rík- isstjórn Gunnars Thorodd- sens og málefnasamning hennar verður lögð fyrir sambandsráðsfundinn sú krafa, sem stjórn SUS og ungir flokksráðsmenn hafa sent frá sér um að haldinn verði landsfundur Sjálf- stæðisflokksins síðar á þessu ári. Menntamál, húsnæðismál og atvinnumál ungs fólks - helstu liðir í starfi ungra sjálfstæðis- manna Stærstu hagsmunamál ungs fólks á íslandi eru á sviði menntamála, húsnæð- ismála og atvinnumála. bessir þrir málaflokkar verða höfuðliðirnir í starfi SUS næstu mánuði, auk orkumála og kjördæma- málsins. Það er ætlun SUS að taka fyrir alla þessa málaflokka á fundum og ráðstefnum á næstu mán- uðum og að efna til útgáfu og kynningarstarfs um þessi mál eftir því sem tök eru á. Starfsskrá sam- bandsins liggur nú fyrir og þó nokkrar breytingar kunni að verða gerðar á henni eftir sambandsráðs- fund nú um helgina liggja meginþættir starfsins fyrir. Menntamál Sá málaflokkur sem snýr hvað beinast að ungu fólki eru menntamál. I þessum mánuði mun SUS í samráði við Heimdall gangast fyrir röð funda um þessi mál þar sem ætlunin er að taka fyrir ýmsa þætti mennta- mála, allt frá forskóla til háskóla. Fundaröð þessari mun ljúka í mánuointiía Cg verður þá ákveðið um áframhaldandi starf að þessum málum. Húsnæðismál Eitt brýnasta hagsmuna- mál ungs fólks liggur á sviði húsnæðismála. Miklar umræður hafa verið að und- anförnu um fjármögnun íbúðarbygginga og hag- kvæmni í byggingu íbúða. Sjálfstæðisflokkurinn markaði stefnu fyrir kosn- ingar þar sem gert er ráð fyrir allt að 80% lánveit- ingu til þeirra er byggja í fyrsta sinn. Þá hefur vakið athygli framtak Bygging- arfélags ungs fólks við lækkun byggingarkostnað- ar með samstarfi og skipu- lagi en þetta framtak hófst meðal ungra sjálfstæð- ismanna fyrir fáum árum. Það er einn af grunnþáttum stefnu ungra sjálfstæð- ismanna að gera öllum ein- staklingum kleift að eign- ast eigið húsnæði. Mögu- leikar á framkvæmd þeirr- ar stefnu verða ræddir á þrem raðfundum um hús- næðismál í marsmánuði og er ætlunin að hefja að því loknu baráttu fyrir bættri skipan þessara mála með kynningar og áróðursstarfi. Orkumál Framtíðaruppbygging at- vinnutækifæra á íslandi er nátengd nýtingu innlendrar orku til iðnvæðingar. Mögu- leikar á þessu sviði verða ræddir á ráðstefnu SUS um orkumál í apríl. Atvinnuhorfur ungs fólks Gífurlegt atvinnuleysi ríkir meðal ungs fólks í nánast öllum Evrópulönd- um að íslandi undanskildu. í mörgum nágrannalanda okkar gengur meira en tíundi hver maður innan við 25 ára aldur atvinnu- laus. Horfur í þessum mál- um hérlendis og ráð til þess að forða íslendingum frá þessu ástandi verða rædd á röð funda í apríl. Þetta er nátengt umræðum um orkumál og iðnvæðingu en Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur þegar undirbúið stefnu sem miðar að því að búa til 15.000 ný störf á þeim áratug sem er að hefjast. Kjördæmamálið Skortur á einingu innan stjórnmálaflokkanna hefur valdið því að dregist hefur úr hófi fram að leiðrétta þann hróplega mismun, sem er á atkvæðavægi milli kjósenda. Samband ungra sjálfstæðismanna markaði fyrir nokkrum árum stefnu í þessum málum en hún þarfnast endurskoðunar og aðlögunar að hinu mögu- lega í þessum efnum. í vor mun sambandið skipuleggja fundaröð um þetta mál og kynningarstarf í framhaldi af því innan flokksins sem utan. Útgáfa tímaritsins Stefnis TÍMARITIÐ Stefnir, sem gefið er út af Sambandi ungra sjálfstæðismanna, er nýkomið út. Þetta er fyrsta til annað tölublað ritsins á þessu ári, sem er þritugasti og fyrsti ár- gangur þess. Ritstjóri und- anfarin ár hefur verið Anders Hansen, en auglýs- ingastjóri er Stefán H. Stefánsson. Það er kunnara en frá þurfi að segja, ao oláðS- C2 tímaritaútgáfa hér á landi á við ýmsa erfiðleika að etja. Kostnaður við útgáfu hvers konar er gífurlegur, en jafnframt eru kaupend- ur tiltölulega fáir og aug- lýsingamarkaður fremur þröngur, alla vega ef miðað er við stærri þjóðlönd í nágrenni við okkur íslend- inga. Þrátt fyrir ýmsa erfið- leika hefur þó tekist að halda útgáfu Stefnis úti, og síðustu ár hefur ritið komið út nokkuð reglulega, fjórum til fimm sinnum á ári. Á allra síðustu árum hefur útgáfan jafnframt orðið vandaðri ekki hvað síst eft- ir að byrjað var á því að Drenta ritið í offsetprent- smiðju, en sú prenttækni gefur ýmsa möguleika um- fram gömlu aðferðina. Um leið og ytra útlit Stefnis hefur þannig sífellt farið batnandi, hefur sú ánægju- lega þróun átt sér stað, að efnisinnihald verður sífellt meira og fjölbreyttara. Er nú að finna í ritinu marg- víslegar greinar um hin fjölbreytilegustu málefni, viðtöl við ýmsa aðila, smá- sögur og Ijóð, upplýsingar um starfsemi Sjálfstæðis- flokksins, og greinar um ýmis hugmyndafræðileg mál, tengd sjálfstæðisstefn- unni. Ljóst er, þegar litið er yfir starfsemi Sambands ungra sjálfstæðismanna ^ratncri að lit- Uiiuaiuai u» »i ««r ”*e-i — gáfa Stefnis er ein stærsta skrautfjöðurin í þeirri starfsemi allri. En til þess að svo megi áfram vera, er nauðsynlegt að ritinu verði sýndur aukinn áhugi sjálf- stæðismanna, ella er því miður hætta á að ekki verði unnt að halda áfram að auka blaðið að útbreiðslu og gæðum. —JOH Forsiða síðasta tölublaðs Stefnis, tímarits Sambands ungra sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.