Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 3 í gær, öskudag, var frí í skólum landsins og börn bregða gjarnan á leik þennan dag. Krakkar og starfsfólk skóladagheimila borgarinnar gengu fylktu liði niður Lauga- veginn íklædd ýmiss konar sérkennilegum búningum Tröll, rokkarar Unnið aff nem- endum í starffs- kynningu á Mbl. Texti: Fjölnir Geir Braga- son, Hlíöaskóla Myndir: Magnús Snorri Hall- dórsson, Hlíöaskóla Skrúðgangan i Austurstræti. og fínar frúr settu svip á miðbæinn skömmu eftir hádegið og end- uðu för sína á kvikmyndasýn- ingu í Tjarnarbíói. Líf og fjör var í miðbænum, allir voru kátir og hýrir. Við tókum fljótt eftir litlu trölli, sem gekk niður Bankastrætið með mömmu sinni og reyndi ég að ná viðtali við þetta litla tröll, en það vildi sem minnst segja og strunsaði að hætti trölla með mömmuna í eftir- dragi. Næst hittum við að máli tvær ungar stúlkur, sem biðu fyrir utan Tjarnarbíó eftir að hleypt væri inn á kvikmynda- sýninguna. Önnur þeirra sagð- ist heita Mandý og vera rokk- ari og spila á gítar, en hin sagðist heita Ingibjörg,og vera mjög fín frú. Að lokum tókum við Guð- rúnu Halldórsdóttur tali, en hún er skólastjóri Námsflokk- anna. Sagði hún að þetta væri hátíðisdagur skóladagheimil- anna og í því tilefni hefðu fóstrur við heimilin efnt til þessarar skemmtigöngu, en að hún sjálf ynni aðeins óbeint við þetta — við að útvega kvikmyndasal fyrir sýning- una. „En nú hleyp ég, ég er að flýta mér, bless, bless,“ sagði hún og var með það horfin. 21 þúsund pökkum af skreið til Nígeríu afskipað næstu daga AFSKIPUN hefst í lok þessarar viku á um 21 þúsund pökkum af skreið til Nígeríu og safnar Arnarfellið farminum saman víðs vegar á landinu og fiytur síðan til Nígeríuhafna. I ár hefur nokkuð af skreið verið flutt til Nígeríu á vegum Sam- bandsins, Samlags skreiðar- framleiðenda og Ilarðar G. Al- bertssonar. Um beinar sölur til Nígeríu er þó ekki að ræða, heldur sölu fyrir milligöngu fyrirtækja í Evrópu. Magnús G. Friðgeirsson hjá Sjáv- arafurðadeild Sambandsins sagði, að viðskiptin sem Sam- bandið og Samlag skreiðarfram- leiðenda hefðu ætlað að yrðu beint við Nígeríu hefðu frestast eitthvað og hefði í staðinn verið gerður samningur við fyrirtæki í Evrópu. Það er Sambandið, sem stendur að þeirri samningagerð, en Sambandið og Samlag skreið- arframleiðenda munu í samvinnu fylla upp í þennan samning. I síðustu viku var gengið frá samningum um sölu á 21 þúsund pökkum af skreið til afgreiðslu strax og er útflutningsverðmætið tæplega 2 milljarðar. Er það sama magn og upphæð við samn- inga, og samið hafði verið við Nígeríumenn um að selja þeim beint en leyfi hefur ekki fengizt fyrir enn sem komið er. Einnig var undirrituð viljayfirlýsing þess efnis, að auka mætti þetta magn ef báðir aðilar hefðu áhuga á og gæti þar verið um að ræða annað eins magn. Egg af skornum skammti og verð hækkun SAMBAND eggjaframleiðenda heldur væntanlega félagsfund i byrjun marz, þar sem m’a. verð- ur rætt um verðhækkun á eggj- um, en að undanförnu hafa egg verið seld talsvert undir kostn- aðarverði, að því er Einar Eiriksson, formaður stjórnar Sambandsins, tjáði Morgunblað- inu i gær. — Ég ætla, að þessari eggja- útsölu, sem staðið hefur um allt / 1 .. • a dofmm land síðan fyrir jól, hljóti senn að ljúka, sagði Einar. — Það fer hver að verða síðastur að nota sér þetta lága verð, sem víða er 200 krónum undir auglýstu heildsölu- verði okkar samtaka. Sums stað- ar hefur verið farið enn neðar einhvern tíma. Eðlilega hefur mikið verið selt af eggjum á þessu lága verði og því gengið á birgðir framleiðenda og margir eiga orðið lítið af eggjum, sagði Einar Eiríksson. Metsölubíllinn í fyrra: DAIHATSU CHARMANT 1979 FRÁ HOLLANDI Vegna mikillar eftirspurnar hefur okkur tekizt aö útvega frá Hollandi nokkra bíla til viðbótar af DAIHATSU CHARMANT 1979, japanska gæöa- bílnum sem var metsölubíllinn á íslandi á sl. ári. Sendingin er væntanleg í lok febrúar Vinsamlegast staöfestiö pantanir viö umboðið sem fyrst Veröiö er enn mjög hagstætt Kr: 3.946.000 meö ryövörn og út- varpi, miðaö við geng- isskráningu 19. febr. DAIHATSUUMBOÐIÐ Ármúla 23 sími 85870 — 39179

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.