Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 Þorlákshöfn: deilu Alþýðusambands Vestfjarða, sem fer með mál sjómanna, og Útvegs- mannafélags Vestfjarða. Á fundi í gær fóru útgerð- armenn fram á að deilunni yrði vísað til sáttasemjara, en Alþýðusambandið fór fram á frest til að hægt væri að kynna stöðuna í kjaradeilunni í hinum ein- stöku félögum. Að sögn Péturs Sigurðsson- ar, formanns Alþýðusam- bands Vestfjarða, höfnuðu út- vegsmenn nær öllum kröfum sjómanna á fundi í gær. Auk kröfu um hækkun hlutaskipta um þrjú prósentustig, sagði Pétur, að kröfur væru m.a. gerðar um frítt fæði og ákveð- in hafnar- og löndunarfrí. Pétur sagði að málið yrði nú kynnt í félögunum og það væri síðan þeirra að ákveða fram- haldið. Aðspurður um hvenær fundir í félögunum yrðu hald- nir, sagði hann, að helzt væri til ráða að biðja máttarvöldin um brælu, svo hægt væri að ná mannskapnum saman. Sjómenn á Vestfjörðum hafa ekki haft samflot með sjómannasamtökum annars staðar á landinu heldur samið beint við útvegsmenn vestra. Samningar voru lausir um áramót og tekur þessi deila til undirmanna á bátum stærri en 30 tonn og skuttogurum. Rauðmagi á borð- um Húsvíkinga Húsavik, 20. feb. RAUÐMAGI hefur verið fáan- legur hér og á borðum Hús- vikinga síðan í byrjun þorra en veiðarnar lítið stundaðar vegna þess að hér er markaðurinn tak- markaður. Menn telja meira af honum í ár en í fyrra og vonandi boðar það góða grásleppuvertíð, sem hér mun hefjast fyrrihluta marz ef að líkum lætur. — fréttaritari. Ljósin. KrÍHtján. Sjómaður drukknar i hoimnni KAFARI fann í gær iík í höfninni í Þorlákshöfn. Kom í ljós að þetta var lík Sigurðar Steinars Berg- steinssonar sjómanns, Yrsufeili 3, Reykjavík, en hann sást síðast í Þoriákshöfn aðfararnótt sl. sunnu- dags. Sigurður heitinn var 26 ára gamall, fæddur 8. marz 1953. Sigurður var háseti á bát, sem gerður er út frá Þorlákshöfn. Hann kom um borð í bátinn aðfararnótt sl. sunnudágs en hvarf síðan frá borði. Töldu skipsfélagar hans, að hann hefði farið til Reykjavíkur og hófst því eftirgrennslan ekki strax. Þegar í ljós kom að Sigurður heitinn hafði ekki komið til Reykjavíkur var kafari fenginn til þess að leita í höfninni í Þorlákshöfn og fann hann lík Sigurðar á þeim stað, sem batur hans hafði legið aðfararnótt sunnu- dagsins. Þykir sýnt að hann hafi fallið milli skips og bryggju er hann var að fara í land um nóttina. Kötturinn sleginn úr tunnunni á Akureyri i gær. Sjómenn á Vestfjörðum krefj- ast hækkunar á hlutaskiptum Áhugi á frystingn minni en í fyrra Fyrstu skipin héldu á miðin í gærkvöldi BÚIST var við, að fyrstu skipin héldu á miðin i gærkvöldi til að veiða loðnu i frystingu. Fjögur loðnuskip sóttu ekki um leyfi tii veiða á frystri loðnu, en ekki er vitað hvort öll þau tæplega 50 skip, sem fengið höfðu slik leyfi i gær, munu nota það. Áætlað hefur verið, að leyft verði að veiða um 50 þúsund tonn af loðnu i frystingu og til hrognatöku. Hins vegar er enn ekki ljóst hve mörg frystihús hafa áhuga á að vinna loðnu. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær, er áhugi meðal frystihúsaeigenda ekki eins mikill á loðnuvinnslunni eins og var í fyrra. Loðnuhrognin voru veigamikill þáttur í vinnslunni þá en nú lítur illa út með sölu á loðnuhrognum til Japans. Þá hefur loðnan í vetur verið talsvert blönd- uð smárri loðnu og þurft fleiri loðnur í hvert kg en Japanir vilja. Japanir hafa boðið 1000 dollara fyrir tonn af hrognum, en íslend- ingar og Norðmenn fóru fram á 1950 dollara fyrir tonnið. í fyrra voru greiddir 2400 dollarar fyrir hvert tonn af loðnuhrognum. í vetur var samið um sama verð á frystri loðnu og fékkst í fyrra. Auk þessara atriða má nefna, að mikil atvinna er nú við fiskvinnslu í frystihúsum víða og því ekki ljóst hvað húsin vilja og geta tekið á móti mikilli loðnu á sólarhring. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er nú á þeim slóðum út af Snæfellsnesi, þar sem vart varð við loðnu um helgina. Vont veður var á þessum slóðum í fyrrinótt, en ætlunin var að kanna þessar slóðir síðastliðna nótt. Hið nýja skip Fáskrúðsfirðinga, Hilm- ir, átti að landa um 600 tonnum á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi. Skipið hefur fengið leyfi til að fara á miðin að nýju og veiða það sem vantaði á fullfermi í síðustu veiði- ferð, um 600 tonn, og landa til bræðslu. Einnig á skipið að kanna göngur suður með Austurlandi og taka sýni úr þeim. á Loft 27 ráðstefnur leiðum næsta MUN MEIRA hefur verið bókað fyrir næsta sumar á Hótel Loftleiðum heldur en var í fyrra. Munar þar mestu um mikinn fjölda ráðstefna, sem þar verða haldnar í sumar. Að sögn Erlings Aspelunds hótelstjóra hafa nú verið bók- aðar 27 ráðstefnur á Hótel Loftleiðum frá því í apríl fram í september. Er hér um margar norrænar ráðstefnur að ræða, en einnig alþjóða- þing. sumar Fjölmennustu ráðstefnurn- ar telja um 300 erlenda þátt- takendur auk íslendinga. Þess má geta að þegar hefur verið pantað fyrir 11 ráðstefnur á Hótel Loftleiðum 1981 og 1 ráðstefnu 1982. Sigurður Steinar Bergsteinsson. UNDIRMENN á báta og togaraflota Vestfirðinga hafa farið fram á hækkun hlutaskipta um þrjú pró- sentustig. Tveir fundir hafa verið haldnir í kjara-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.