Morgunblaðið - 21.02.1980, Page 47

Morgunblaðið - 21.02.1980, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 47 Hanni Wenzel með bestan tíma eftir fyrri umferð HANNI Wenzel frá dvergríkinu Liechtenstein náði bestum tima í stórsvigi kvenna í fyrri umferð- inni sem fór fram í Lake Placid í gær. Tími hennar var 1:14.33. Wensel, sem er 23 ára gömul. hlaut silfurverðlaunin i brun- keppni kvenna og hefur hún nú sett stefnuna á gullið í stórsvig- inu. Öðrum bestum tíma í stór- sviginu í gær náði vestur-þýska stúlkan Irene Epple, 1:14,75, Önnur v-þýsk stúlka, Christa Kinshofer, var í þriðja sæti eftir fyrri umferðina 1:15,19. með tímann Sigurvegarinn í bruni kvenna, Moser Pröll frá Austurríki, var með sjöunda besta tímann, 1:15,54. Brautin var 1,170 metra löng og þótti nokkuð erfið. Fjórar frægar skíðakonur féllu í brautinni og eru þar með úr leik. Meðal þeirra var Marie Theres Nadig frá Sviss, Daniela Zini frá Ítalíu og Regina Sackl frá Austurríki. „Ég er nokkuð ánægð með útkomuna í fyrri umferðinni, nokkur smávægileg mistök gerði ég þó, bara að mér gangi jafnvel á morgun. Epple á stóra möguleika eins og ég,“ sagði Wenzel eftir keppnina. Röð efstu stúlknanna eftir fyrri umferð: Wenzel, Liecthtenstein 1.14.33 Epple, V-Þýskalandi 1:14.75 Kinshofer, V-Þýskal. 1:15.19 Hess, Sviss 1:15.45 Serrat, Frakklandi 1:15.43 Pelen, Frakklandi 1:15.45 Loks gull til Norðmanna LOKS rann gull til Norðmanna, það var hin 23 ára gamla Björg Eva Jensen sem bjargaði andliti Norðmanna með þvi að sigra í 3000 metra skautahlaupi kvenna í Lake Placid í gærdag. Björg setti nýtt Ólympíumet í grein- inni, hljóp vegalengdina á 4:32.13 minútum. Annað sætið hreppti Sabine Becker frá Austur-Þýskalandi, hún fékk tímann 4:32,79 mínútur, og loks komst Beth Heiden, systir Erics Heiden, á blað, en hún tryggði sér bronsverðlaunin með því að hreppa tímann 4:33,77 mínútur. Þess má geta, að flestir keppenda slógu gamla Ólympíu- metið sem Tatianna Averina setti í Innsbruck fyrir fjórum árum, en það hljóðaði upp á 4:45,19 mínút- ur. Fjórða var Erwina Riis Ferens frá Póllandi og Mary Doctor frá Bandaríkjunum varð í fimmta sæti. Steinunn í 35. sæti eftir fyrri umferðina STEINUNN Sæmundsdóttir keppti í gærdag í stórsvigi kvcnna. Eftir fyrri umferðina er hún í 35. sæti. Tími hennar var 1:22.03 mín. Alls hófu 54 keppni en 41 komust i mark. 10 féllu og voru þar með úr leik. Síðari umferðin í stórsviginu fer svo fram i dag. Æsispennandi leik lauk með jafntefli — Gunnar Einarsson varði vítakast í lokin HELDUR betur er farið að hitna í kolunum í fallbaráttunni í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik óg ekki er hægt að afskrifa HK úr Kópavogi eftir að liðið fór til Hafnarfjarðar í gær- kvöldi og mætti þar þjáningar- bræðrum sinum, Haukum, og höfðu á brott með sér verðskuld- að stig eftir frækilega baráttu. Æsispennandi leik lauk með jafn- tefli, 20 — 20, staðan í hálfleik var 12—12 og í raun máttu Haukarn- ir undir lokin þakka fyrir stigið, því ekki aðeins varði Gunnar Einarsson vítakast þegar rúm mínúta var til leiksloka, heldur misstu Haukarnir knöttinn klaufalega frá sér þegar 20 sek- úndur voru eftir, þannig að HK var með knöttinn þegar flautað var til leiksloka. Þá blésu menn eins og hvalir og oft og tíðum stóðu þeir á öndinni langtímum saman. Það leit ekki út fyrir annað en auðveldan Haukasigur framan af og var eins og tap HK gegn Val fyrir skemmstu hefði dregið úr Haukar —HK 20:20 liðinu allan mátt. Komust Haukar í 5—2 eftir skamma hríð. HK- menn tóku þá nokkuð við sér, en þegar 11 mínútur voru af fyrri hálfleik var staðan 6—4 fyrir Hauka. Settu Kópavogsmenn þá í fjórða gír og skoruðu 4 næstu mörkin, 8—6 fyrir HK! Gerðu þeir enn betur og komust í þriggja marka forystu, 12—9, en rosa- sprettur Harðar Harðarsonar undir lokin jafnaði leikinn. Annar eins barningur og spenna og síðari hálfleikur bauð upp á er sjaldgæfur. Átök, hamagangur, mistök á báða bóga, síðan glæsi- mörk á milli og snjöll markvarsla var sleitulaust á boðstólum, mátti heita að áhorfendur væru jafn móðir og leikmenn. Haukarnir skoruðu fyrsta mark síðari hálf- leiks, HK jafnaði og þannig var það leikinn út, aldrei meiri munur en eitt mark og jafnteflistölur frá LIÐ Hauka: Gunnar Einarsson 4, Hörður Harðarson 3, Hörður Sigmarsson 1, Stefán Jónsson 2, borgeir Haraldsson 2, Ingimar Haraldsson 2, Árni Hermannsson 2, Júlíus Pálsson 2, Árni Sverrisson 3, Sigurgeir Marteinsson 1. Lið HK: Einar Þorvarðarson 3, Hilmar Sigurgislason 2, Ragnar ólafsson 3, Kristinn Ólafsson 3, Magnús Guðfinnsson 2, Bergsveinn bórarinsson 2, Erling Sigurðsson 1, Jón Einarsson 3. Dómarar: Björn Kristjánsson og Rögnvald Erlingsson 3. Lið Vals: Brynjar Kvaran 3, ólafur Benediktsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Gunnar Lúðvíksson 3, Brynjar Harðarson 2, Þorbjörn Guðmundsson 2, Þorbjörn Jensson 2, Stefán Halldórsson 1, Björn Björnsson 1, Jón Karlsson 2. Lið HK: Einar Þorvarðarson 3, Hilmar Sigurgíslason 1, Ragnar ólafsson 3, Kristinn Ólafsson 2, Erling Sigurðsson 1, Gissur Kristinsson 1, Magnús Guðfinnsson 1, Jón Einarsson 2, Guanar Árnason 1, Bergsveinn Þórarinsson 1. Dómarar: Árni Tómasson og Rögnvald Erlingsson 2. 12—12 til 20—20. Orrahríðinni á lokamínútunum tveimur er áður lýst. HK átti stigið sannarlega skilið, ef ekki fyrir annað en þá baráttu sem ekkert annað lið í 1. deild kemst nálægt með að sýna. Má heita að leikmenn séu öskrandi, stappandi og hvetjandi hver annan hvíldarlaust og það má komast langt á slíku. Én varnar- leikur liðsins var gloppóttur, þó markvarsla Einars væri viðun- andi, en hann varði 12 skot í leiknum. Of lítil breidd er í liði HK og er keyrt næstum linnulaust á sömu leikmönnunum frá upphafi til enda. Ragnar bar höfuð og herðar yfir útileikmenn HK, en Kristinn bróðir hans á línunni og Jón Einarsson voru einnig góðir. Drjúgur var Hilmar, en hann verður að reyna að hemja skot- græðgina, hún skemmdi hreinlega mörgum sinnum í leiknum fyrir liðinu. Haukarnir gerðu marga hluti mjög fallega í sókn, en jafnmarga afleita hluti í vörn. Sóknarleikur HK var frekar einhæfur, en engu að síður tókst Haukum ekki að setja fyrir lekann þrátt fyrir stórgóða markvörslu Gunnars Einarssonar, sem var besti maður liðsins ásamt Árna Sverrissyni. Hörður Harðar og Árni Her- mannsson áttu einnig góðan leik og Júlíus kom og vel frá leiknum. I stuttu máli: fslandsmótið i 1. deild Haukar - HK 20-20 (12-12) Mörk Hauka: Ámi Sverrisson, Júllus Pálsson oií Ilörður Ilarðarson 4 hver, Árni Hermannsson 3(1), Stelán Jónsson 2, Hörður SÍKmarsson. Intcimar Ilaraldsson ok Síkut- Keir Marteinsson 1 hver. Mörk HK: Ra^nar Ólafsson 8(4), Hilmar SÍKurKÍslason 4, Kristinn Ólafsson. MaKnús Guðfinnsson. BerKSveinn Pórarinsson ok Jón Einarsson 2 hver. Gunnar Einarsson, markvörður Hauka, átti góðan leik með liði sínu í gærkvöldi og varði meðal annars vítakast í lokin. Brottrekstrar: Stefán Jónsson, ErlinK SÍKurðsson ok ÞorKeir Haraidsson 2 minút- ur hvcr. Viti í vaskinn: Gunnar varði tvívesis frá RaKnari. Einar varði frá Herði Harðarsyni, Ilörður skaut einnÍK i stönK ok Július brenndi enn öðru viti af. -Kk. Villa sló Black- burn úr bikarnum NOKKRIR leikir fóru fram í ensku knattspyrnunni í gær- kvöldi og má þar fyrst nefna að Aston Villa sló Blackburn út úr bikarkeppninni og komst sjálft í 8-liða úrslit. Það var David Gedd- is sem skoraði eina mark Villa. Úrslit leikja urðu annars þessi: Bikarkeppnin: Ast. Villa — Blackb. 1—0 2. deild: Leicester — Swansea 1—1 Newcastle — Birmingh. 0—0 3. deild: Chester — Carlisle 1—0 Reading — Rotherh. 1—1 4. deild: Port Vale — Crewe 2—0 Þá má geta þess, að Celtic og St. Mirren léku á nýjan leik í skosku bikarkeppninni og var nú leikið á heimavelli St. Mirren. Fyrri leik liðanna á velli Celtic lauk 1—1, en nú var það Celtic sem sýndi klærnar og sigraði með 3 mörkum gegn 2. Þórir jafn Einari Rétt fyrir helgina var skýrt frá afrekum markvarða 1. deildar í handknattleik. Var frá því skýrt, að Einar Þorvarðarson hjá HK hefði varið 11 vítaköst og aðrir mun færri. Þetta er þó ekki aiis kostar rétt, að visu hefur Einar sannarlega var- ið 11, en það hefur ÍR-markvörðurinn Þórir Flosason einnig gert, en ekki aðeins átta víti eins og skýrt var frá. Teljast þessi mistök hér með leiðrétt. Trimma í Bláfjöllum TRIMMGÖNGUMÓT almennings á skíðum fer fram i Bláfjöllum á sunnudaginn og hefst það klukk- an 14.00. Verður keppt um SKÍ-merki úr bronsi og silfri. Allir sem ljúka keppninni fá auk þess, í tilefni af íþróttahátíð ÍSÍ, viðurkcnningarskjöl frá ÍSÍ. Keppt verður í 5 og 10 kilómetra göngu. B-keppnin Margir bítast um bitann EINS og frá hefur verið skýrt í Mbl„ hefur Ilandknattleikssam- band íslands mikinn hug á að B-keppnin í handknattleik. sem fram fer næsta ár, fari fram hér á landi. Hefur HSÍ sótt um að halda keppnina og eru forráða- menn eftir atvikum bjartsýnir á að forráðamcnn IUF sjái sér fært að úthluta fslandi keppninni. Mbl. hefur hins vegar fregnað, að mikil samkeppni verði og nokkrar aðrar þjóðir sæki það fast að fá keppnina. Má þar fyrstar og fremstar nefna ísrael, Holland. Noreg og Austurríki. Konurnar mæta Færeyjum í handknattleik HSÍ OG færeyska handknatt- leikssambandið hafa samið um fáeina landsleiki i kvennaflokki í handknattleik á þessu ári. Mbl. hefur það eftir góðum heimild- um, að tveir landsleikir í kvenna- flokki verði á dagskrá hérlendis í apríl. Á móti fari islenska kvennalandsliðið til Færeyja í september næstkomandi. Auk þess hefur komið til tals að karlalandsliðin og landslið skipað leikmönnum 21 árs og yngri eigi með sér á næstunni og hcfur verið talað um að islenska landsliðið 21 árs og yngri leiki þrjá leiki í Færeyjum i ágúst. Fylkir AÐALFUNDUR Knattspyrnu- deildar Fylkis fer fram í félags- heimilinu í kvöld og hefst klukk- an 20.00. Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf. Sjá Olympíufréttir bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.