Morgunblaðið - 21.02.1980, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.02.1980, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 ÖSKRIÐ ÖSKRIÐ Nafn á frummáli: The Shout. Leikstjóri: Jerzy Skolimowski. Handrit: Jerzy Skolimowski og Michael Austin; samkv. sögu Robert Graves. Myndataka: Mike Molloy. Klipping: Barrie Vince. Hljóóbiandari: Tony Jackson. Hljóðklippari: Alan Bell. Sýningarstaður: Laugarásbíó. Fyrir mörgum árum var starf- rækt niðurgrafin kaffistofa í Soho í London sem bar nafnið „HELL“. Veggir þessa kaffihúss voru málaðir blóðrauðir og skinu í undarlegustu tilbrigðum við bjarma kertaljósanna. Þarna var opið allan sólarhringinn og viðskiptavinirnir gjarnan fólk, sem hafði misst af síðustu lest heim, aðrir komu vegna ágæts kaffis og ódýrs meðlætis, þriðji hópurinn tilheyrði nátthröfnum Lundúnaborgar. Fólk sem eng- inn vissi hvar bjó. Einn þessara manna sagðist vera Póllands- konungur. Hann gekk í lafa- frakka og hafði sítt hár. Sumir trúðu honum. Annar var frá Haiti, kallaði sig „Houngan,, eða galdralækni. Hann hafði risa- stór eyru og 3 húðrispur á hvorri kinn. Stundum tók hann með sér trommur og barði þær þar til svitinn bogaði, þess á milli ræddi hann heimspeki Schopenhauer eða Kant. Einn þessara nátt- hrafna var nefndur „GOD“. Hann var sílspikaður. A hverri nóttu tefldi hann skák svo klukkustundum skipti við bláeygan, tágrannan mann sem nefndur var „SATAN". Á daginn fengust þessir menn við hin fjölbreyttustu störf, einn var lögfræðingur, annar tónlistar- maður, sá þriðji skrifstofu- maður. Imyndum okkur að kaffi- stofan „HELL“ hefði skyndilega verið lögð niður en nátthrafn- arnir ekki getað hugsað sér að breyta næturlífi sínu, fært það yfir á dagtímann, „vinnutím- ann“. Á samri stundu væru þeir úrskurðaðir „KLIKK". Og þar af leiðandi færðir á þann bás heil- birgðiskerfisins sem nefndur er geðspítali. Það sem áður var álitið allt í lagi væri orðið sjúklegt. Nú síðan hæfist grein- ing sjúkdómsins. Sá, sem taldi sig Póllandskóng, hefði „mikil- mennskubrjálæði". Feiti náung- inn, sem eyddi öllum nóttum í skák í staðinn fyrir að hvíla sig undir 9 til 5 törn, þjáðist af „kynferðislegri bælingu sem kæmi fram i göfgun í formi skáklistar að nóttu til“. Hvað um manninn frá Haiti sem eina stundina barði trommur eins og villimaður og á næsta augnabliki ræddi um þýska heimspeki. Sá yrði úrskurðaður „geðklofi". Og reynt yrði að fá hann ofan af þeirri „ranghugmynd" að hann væri „houngan" eða galdramað- ur. Við útskrifum ekki þannig menn. Þeir eru „ekki til“ innan vors sómakæra þjóðfélags. I mynd Skolimowskis, „Ópinu", er því lætt að áhorfandanum að slíkir menn séu til. Að galdrar þeirra geti jafnt haft áhrif í okkar upplýsta samfélagi og á auðnum Ástralíu. Það afl sem þeim fylgi sé svo sterkt að það brjótist gegnum múr ofverndun- ar heilbrigðiskerfisins. Svo mögnuð er mynd Skolimowskis að áhorfendur sátu sem steini- lostnir, líkt og töfravald galdra mannsins næði til þeirra. Á lúmskan hátt erum við sóma- kærir borgararnir sem borguð- um 1000 kall til að slaka á eina kvöldstund þannig leiddir niður í kaffistofuna „HELL“ og áður en við vitum af farin að tefla í huganum skák við „GOD“ eða berja trommur með „houngan“. Sá er munurinn að þegar við göngum út þá hneppum við að okkur kápunum og pelsunum, Menning* skiptir um bústað Will Durant: GRIKKLAND HIÐ FORNA. Síðara bindi. Jónas Kritstjánsson íslenzkaði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1979. I eftirmála sem Will Durant kallar Hin gríska arfleifð vor skrifar hann: „Menningin líður ekki undir lok; hún skiptir um bústað og klæði, en hún lifir áfram". I Grikklandi hinu forna sýnir Durant fram á það að Rómverjar og fleiri þjóðir tóku við menning- ararfi Grikkja, en Grikkir höfðu vitanlega fengið margt frá eldri Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON menningarþjóðum. Grikkir „létu fátt ósagt um hin mestu vandamál lífsins" segir Durant og bætir við: „Realismi og nómínalismi, hugsæi og efnishyggja, eingyðistrú, algyð- istrú og guðleysi, kvenfrelsi og kommúnismi, gagnrýni Kants og bölsýni Schopenhauers, náttúru- stefna Rousseaus og siðfrelsi Nietzsches, tengistefna Spencers og sálkönnun Freuds — allir þessir draumar og sýnir heim- spekinnar eru þegar komnir fram, í bernsku hennar og vöggulandi". Það er að bera í bakkafullan lækinn að fara að endursegja þessa bók í einhverjum mæli eða hrósa Durant fyrir framsetningu hans. En það er ómaksins vert að velta fyrir sér hvers vegna bækur hans hafa notið jafn mikilla vin- sælda og raun ber vitni. Bent hefur verið á að hann hafi mikið lært á því að flytja sagnfræðifyr- irlestra handa almenningi áður en hann hóf ritun verks síns um heimsmenninguna: The Story of Civilization sem Grikkland hið forna er hluti af. Áheyrendur hans gerðu kröfur til þess að efnið væri túlkað með skýrum og aðgengilegum hætti og það höfð- aði til nútímafólks. Will Durant hefur ekki aðeins áhuga á stjórnmálum og hernaði eins og sagnaritarinn Þúkydídes. Durant segir um þessa andstæðu sína í sagnaritun: „Hann skrifar síðu eftir síðu með nákvæmum bardagalýsingum, en minnist ekki á neinn listamann eða listaverk. Hann reynir að grafast eftir orsökum, en leitar sjaldan lengrá en til þjóðmála og efnalífs sem hann lætur stjórna öllum atburð- um“. Will DUrant leggur mikla áherslu á bókmenntir, listir og heimspeki. Sama er að segja um vísindi og hvers kyns tilraunir til að átta sig á umheiminum. En það eru ekki síst hinir mannlegu þættir sem hann greinir frá. Hann gleymir ekki að lýsa göllum þeirra manna sem voru kannski fleiri kostum búnir en flestir menn sem uppi hafa verið. Hann dregur upp mynd af heimilislífi þeirra, ásta- málum, ættarböndum og hvers kyns háttum. Eftir þeirri lýsingu yrðu sumir hinna mestu Grikkja taldir gallagripir í dag og afbrigðilegir í ýmsum löngunum sínum. Fólk hefur unun af að lesa um lesti annarra. „Heimspeki hvers tíma breytist venjulega í bókmenntir á næsta tímaskeiði" segir Will Durant í upphafi kaflans Bókmenntir gull- aldar. Hann bendir á að skáldin voru sjálf heimspekingar. Þótt yrkisefnin væri símannleg vitnuðu verk skáldanna um trúarleg, heimspekileg og vísindaleg átök samtíma þeirra. Fremstir í flokki voru leikskáldin miklu: Aischýlos, Sófókles og Evripídes. Að mati Durants er Evripídes mestur nútímamaður þeirra þriggja vegna heitra tilfinninga sinna og efasemda: „Sum leikrit hans lýsa átökum kynjanna og jafnvel kyn- villu á svo nútímalegan hátt að annað eins þekkist ekki fyrr en löngu eftir daga Ibsens", Ekki gleymist Aristófanes, en verk hans eru að mati Durants „kyn- legur blendingur af fegurð, mann- viti og sora“. Vegna þess hve Aristófanes er klámfenginn fær hann þá einkunn hjá Durant að hann sé „nútímalegastur allra fornra skálda". Já, hvað gerðu Grikkir ekki á undan okkar voluðu samtíð? En þótt Aristófanes skop- Will Durant Jónas Kristjánsson Fardu so i reckiu mín ÍSLENZK RIT SÍÐARI ALDA Gefin út af Hinu íslenzka fræða- félagi í Kaupmannahöfn 7. bindi GAMALL KVEÐSKAPUR Jón Ilelgason bjó til prentunar 1979 Eilífs kvæði mun fyrst sett á blað á íslandi 1699 eða 1700 að sögn Jóns Helgasonar, en af sama kvæði eru til danskir og sænskir textar frá því um 1800 og síðar. Kvæðið er dæmigert fyrir það sem prentað er í Gömlum kveðskap. í sögunni býður húsfreyja til sín gesti meðan bóndi hennar er fjarverandi og vill fá hann til hvílubragða. Gesturinn sem er krikjunnar maður reynist ónýtur til slíkra athafna. Þá reiðist hús- freyja og þegar bóndi hennar kemur óvænt heim kvartar hún yfir ásókn gestsins. Þetta hefur hinar hræðilegustu afleiðingar fyrir gestinn. Ég birti tvö brot úr C texta handrits þessa kvæðis, en skrá- setjari var séra Friðrik Eggerz: 3. „Vel sert kominn, Gunnar prest, og þijíK hér gódann beina. Kack i búr og dreck med mér med alla þlna sveina, fardu so i reckiu min. medan ecki er bóndin heima.“ 4. Lógdust þaú so I sænxina bædi, tók so margt á drifa, presturinn vildi lixxia kyrr og hvórxi til hennar þrifa. hún sneri sér upp ad vegg en hann sneri sér fram ad stock, „hvað villder þú lÍKKÍa hér, og géra mér ekkert gott, medan ekki er bóndin heima". Þetta er ósköp sorgleg saga í ljóðum eins og menn geta séð. aðist að guðunum og taldi þá jafnvel reka hóruhús á himnum gat hann ásakað Sókrates fyrir guðleysi og átti eftir því sem Durant heldur fram ekki svo lítinn þátt í að heimspekingurinn var líflátinn. Um Sófókles segir Durant: „Hann var glaður og fyndinn, ljúfur og lítillátur og gæddur persónutöfrum sem bættu fyrir allar yfirsjónir hans. Hann girnt- ist fé og unga sveina, en á efri árum hneigðist þó hugur hans meir til léttlætiskvenna". Harmleikaskáldin boðuðu „sam- viskusemi, drengskap, hógværð og hófsemi“. Durant ályktar svo: „Það er þessi samruni heimspeki- legs boðskapar við skáldskap, leiklist, músík, söng og dans sem er alger nýlunda og veldur því að hið gríska drama er stórfenglegra en nokkuð sem síðan hefur þekkst í bókmenntum heimsins". Leikrit- in voru flutt á Díonýsosarhátíðum og unnu hundruð harmleikaskálda til verðlauna á þeim. Það sem ekki hefur glatast af þessum bók- menntaauði eru fáein leikrit eftir » Jón Helgason. Sama er að segja um margan annan kveðskap bókarinnar, til að mynda Barbírs kvæði sem er stórmerkilegur samsetningur „kveðið af víðkunnri skopsögu sem í sjálfu sér er bæði nöturleg, að ekki sé sagt hryllileg, og kátbros- leg“ svo að stuðst sé við orð Jóns Helgasonar. í Barbírs kvæði er ort um dauðan mann sem torvelt reynist að koma í jörð, lík sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.