Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980
Einar Erlingsson vörubifreiðarstjóri:
Stjómarkosning-
arnar í Þrótti
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
svohljóðandi athuKasemd frá Ein-
ari Erlingssyni vörubifreiðarstjóra
vegna fréttar í bjóðviljanum sl.
þriðjudas um stjórnar- og trúnað-
arráðskosningarnar í Vörubifreiða-
stjórafélaginu brótti. sem fram
fóru um síðustu helgi:
„í Þjóðviljanum hinn 19. febrúar
sl. er haft á orði, að „Geirslið" hafi
fengið herfilega útreið í stjórnar-
kosningunum í Vörubifreiðastjóra-
félaginu Þrótti. Þarna var ekki kosið
um Geir Hallgrímsson eða nokkurn
annan stjórnmálamann, svo að eng-
inn slíkur hefur goldið afhroð í
þessum kosningum. Þarna var kosið
um tvo lista, er menn úr röðum
félagsins fylltu, og er mér óhætt að
fullyrða, að ekki var kosið um
pólitískar skoðanir í þessum kosn-
ingum, svo að Þjóðviljinn getur
sparað sér áróður í þessu skyni, sem
gæti aðeins orðið til að skapa úlfúð
og tortryggni með félagsmönnum, en
ekki trúi ég að vinir verkalýðsins
vilji okkur svo illt.
Með þökk fyrir birtinguna, Einar
Erlingsson vörubifreiðarstjóri."
Jan Mayen-málið:
Utanríkisráðuneyt-
ið kynnir stefnu
íslands í Noregi
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur hafið dreifingu á sérprentun á
grein eftir Björn Bjarnason lög-
fræðing og biaðamann um við-
horf Islendinga i Jan Mayen-
málinu, sem birtist i tímaritinu
Internasjonal Poiitikk, er
Norska utanrikismálastofnunin
gefur út.
Greinin heitir á norsku Noen
islandske synspunkter í Jan
Mayen-saken og mun verða send
til þeirra aðila, sem helst láta
þetta mál til sín taka í Noregi og
fjölmiðla þar. Undanfarið hefur
utanríkisráðuneytið einnig unnið
að miðlun upplýsinga í Noregi um
•
Noen isiandske
synspunkter i
Jan Mayen-saken
Forsíða bæklingsins
viðhorf íslenskra stjórnvalda til
ioðnuveiða.
Fjalaköttur-
inn sýnir í
Regnboganum
FJALAKÖTTURINN sýnir um
helgina þriðju myndina af fjórum,
sem kynningarskírteinin gilda á.
Heitir hún „Between the Lines“,
Milli linanna, og er eftir John-
Micklin Silver. Sýningarstaður er
Regnboginn. en ekki Tjarnarbíó
eins og venjan er og eru sýningar-
timar kl. 23:30 i kvöld, fimmtudag
og á sama tíma föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
Myndin er gerð í Bandaríkjunum
árið 1977 og er þar skyggnst inn í líf
og vinnu ungs fólks, sem rekur lítið
vikufréttablað. Er það í fyrstu
aðeins róttækt neðanjarðarfrétta-
blað, en þróast síðan upp í trausta
og arðbæra útgáfu. Aðalhlutverkin
Aðalhlutverkin eru leikin af Jeff
Goldblum og Michael J. Pollard.
eru leikin af Jeff Goldblum og
Michael J. Pollard.
Skipverjar á Jóni Finnssyni urðu
Langanesi suður til Keflavíkur.
varir við loðnu á mörgum stöðum á leið sinni frá
„Loðna hálfan hring-
inn kringum landið“
— ÞAÐ er e.t.v. að bera í
bakkafullan lækinn að segja
frá hversu mikið af loðnu er allt
i kringum landið, sagði Gisli
Jóhannesson skipstjóri á Jóni
Finnssyni i samtali við Mbl. i
vikunni.
— Ég get þó ekki setið á mér,
þó svo að ekkert mark sé tekið á
okkur skipstjórunum, að segja
frá hversu mikið af loðnu við
urðum varir við á leiðinni til
Keflavíkur, hélt Gísli áfram.
Djúpt austur af Langanesi,
dýpra en bátarnir voru yfirleitt,
fréttist af stórum torfum, úti af
Sléttu var mikið af loðnu, sömu-
leiðis úti af Eyjafirði, í Víkurál
og undan Jökli og þar hafa bátar
siglt yfir loðnutorfur í Kolluál í
meira en vikutíma. Svo er sagt
að minna sé af loðnunni en í
fyrra, en ekki hlustað á okkur
þegar við segjum að það sé miklu
meira á ferðinni núna.
— Það er óhætt að segja að
loðnan sé a.m.k. hálfan hringinn
í kringum landið og það er mín
skoðun og flestra kollega minna,
að óhætt sé að veiða 150—200
þúsund lestir í viðbót. Ég myndi
hiklaust leyfa það ef ég fengi að
ráða og tel það alvarlegan hlut
að stöðva veiðarnar núna, sagði
Gísli á Jóni Finnssyni að lokum.
Nokkrir kennarar heimspekideildar Háskólans:
Eru ósammála dómnefndarformanni
um að Ingi og Þór haf i ekki sýnt
hæfni til prófessorsembættisins
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi athugasemd frá
nokkrum kennurum heimspeki-
deildar Háskóla íslands, vegna
hinnar umdeildu veitingar próf-
essorsembættis í almennri sagn-
fræði sem blaðaskrif hafa spunn-
ist út af:
„Vegna blaðaskrifa sem hafa
orðið um afgreiðslu heimspeki-
deildar Háskóla íslands á um-
sóknum um prófessorsembætti í
almennri sagnfræði viljum við
undirritaðir kennarar deildarinn-
ar taka fram:
1. Við viljum benda á að meiri-
hluti dómnefndar taldi þrjá um-
sækjendur, Inga Sigurðsson,
Sveinbjörn Rafnsson og Þór
Whitehead, hæfa til embættisins
og tók engan einn fram yfir hina.
Sú niðurstaða deildarinnar að
mæla með Sveinbirni Rafnssyni
brýtur því á engan hátt í bága við
það álit sem var undirritað af
dómnefndinni allri.
2. Við teljum engan grundvall-
armun á hæfni þessara umsækj-
enda að því er tekur til menntunar
og rannsókna í almennri sögu, þ.e.
sögu annarra hluta veraldarinnar
en íslands. Þeir hafa allir stundað
háskólanám og lokið prófum í
almennri sagnfræði í viðurkennd-
um erlendum háskólum, en dokt-
orsverkefni þeirra allra eru um
íslensk efni í tengslum við sögu
umheimsins.
3. Þessi afstaða okkar er reist á
athugun á sameiginlegu áliti dóm-
nefndar allrar, sem var undirritað
af formanni hennar, Birni Þor-
steinssyni prófessor, með fyrir-
vara.
4. Við erum ósammála dóm-
nefndarformanni um að Ingi Sig-
urðsson og Þór Whitehead hafi
ekki sýnt hæfni til embættisins.
5. Við teljum afar mikilvægt að
menntamálaráðherra fari að vilja
heimspekideildar við afgreiðslu
þessa máls og skorum á hann að
afgreiða málið sem fyrst.“
Undir þetta rita nöfn sín eftir-
talin:
Alan E. Boucher, Jónas Kristjáns-
son, Bergsteinn Jónsson, Bjarni
Guðnason, Vésteinn Ólason, Jón
Guðnason, Gunnar Karlsson,
Heimir Áskelsson, J.M. Darcy, Jón
Gunnarsson, Michael Marlies,
Lennart Áberg, Ros-Mari Rosen-
berg, Þórður Helgason, Gérard
Lemarquis, Álfrún Gunnlaugs-
dóttir, Ingeborg Donali, Peter
Rasmussen, Peter Soby Kristen-
sen, Sveinn Skorri Höskuldsson.
Spilaborg þátttak
andi í alþjóðlegri
leikfangasýningu
FYRIRTÆKIÐ Spilaborg í Kópa-
vogi tók nýlega þátt i alþjóðlegri
leikfangasýningu í Þýzkalandi.
Sýndu þar yfir 1.700 fyrirtæki frá
40 löndum framleiðslu sina og
sóttu hana nærri 40 þúsund gestir,
kaupendur viðs vegar að úr heim-
inum.
Spilaborg er fyrsta íslenzka fyrir-
tækið er tekur þátt í þessari sýningu
og kváðu forráðamenn þess það hafa
sýnt 10 tegundir af spilum, þar af
sex ný teningaspil, sem ekki hafa
enn komið á markað hérlendis. Er
AVi
aðaluppistaða þeirra ný tegund af
teningi, kallaður tvíteningurinn,
sem er tólfflötungur. Þá var sýnd
hin erlenda útgáfa af Útvegsspilinu,
Glopol, Astróspilið, Kis—Kas, sem
er nýtt heiti á Kassakúlunni og nýtt
barnaleikhús, sem fyrst var kynnt á
Iðnsýningunni 1977.
—Þessi sýning varð mjög árang-
ursrík, sögðu forráðamenn Spila-
borgar, því þarna fengum við alls
kyns viðskiptasambönd. Þarna fer
ekki fram bein sala, en við höfum
verið beðnir um tilboð og eru þau í
ýmsu formi: Beðið er um leyfi til að
framleiða spilin í viðkomandi lönd-
um, við erum beðnir að láta fram-
leiða þau í tilteknum verksmiðjum
eða beðnir um tilboð í beina sölu
o.fl. Markaðurinn hér heima er lítill
og fyrirtækið þarf meiri sölu og
umsvif til að geta þrifizt og því var
ákveðið að reyna að þreifa fyrir sér
erlendis, sem við teljum hafa tekizt
með ágætum. Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins hefur staðið að undir-
búningi sýningarinnar fyrir íslands
hönd og veitti Spilaborg góðar
ráðleggingar, sem við viljum þakka
svo og góða samvinnu við Útflutn-
ingsmiðstöðina vegna brautryðj-
endastarfs á vettvangi nýrrar iðn-
greinar.
Að lokum kváðu forráðamenn
Spilaborgar nokkurn tíma taka að
vinna úr tilboðunum og kanna
hverjum hægt væri að sinna og því
ekki hægt að segja til um beina sölu
ennþá.