Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.02.1980, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1980 7 Vinnubrögð og vísindi Siguröur Hjartarson sagnfræöikennari deilir snarplega á vinnubrögð dómnefndar um hæfni umsækjenda um próf- essorsembætti í al- mennri sagnfræði, og sér í lagi formanns hennar, Björns Þorsteinssonar, í grein sem birt var í Þjóð- viljanum 19. febrúar sl. Umsækjendur voru þrír, Ingi Sigurðsson, Svein- björn Rafnsson og Þór Whithead. Sigurður segir í grein sinni: „Ingi og Þór ákæra nefndarmenn fyrir rang- færslur, fyrir órökstutt mat, fyrir aö skjóta sér undan aö taka afstöðu til ákveðinna þátta í verkum þeirra og fyrir aö geta í engu ýmissa mikils- veröra atriða í framlögð- um verkum þeirra ... Niðurstaöa þeirra beggja er sú aö umfjöllun nefnd- armanna sé ónákvæm, hlutdræg, illa rökstudd og til þess fallin að skapa villandi mynd af vísinda- legu gildi þeirra." Sigurður tekur undir þessa gagnrýni í grein sinni í meginatriðum. Þungamiðja röksemda- færslu „Þungamíðja í rök- semdafærslu próf. Björns í séráliti hans,“ segir Sig- urður, „er mismunandi sjálfstæð vinna að baki doktorsritgeröum, þ.e. að í Bretlandi (Ingi og Þór) vinni doktorsefni undir handleíðslu kennara og því sé ekki um sjálfstæða vinnu að ræða, en á Norðurlöndum, þar með talin Svíþjóð (Svein- björn) vinni doktorsefní „alveg sjálfstætt“.“ „Ég fæ ekki séð,“ segir Sigurður, „að handleiðsla rýri gildi ritgeröar eða • S1 Df — ÞJÖÐVIUINNt>rM)«4agBr 1». Itfcrtir 1« dagskrá PP »> Í Ijósi afgreiðslunnar i málinu öUu virðist eðlilegt af menntamála- ráðherra að endursenda erindið til heimspekideildar. „Slys" eins og þetta œtti að verða dómnefndum framtíðarinnar víti tit varnaðar Vinnubrögð og vlsindi þeirrar vinnu sem aö baki liggur.“ í formála aö doktorsritgerð umsækj- andans, sem nam í Svíþjóð, sækir Siguröur eftirfarandi: „Kennari minn hefur verið prófessor Jerker Rosén. Hann hefur gefið mér mikilsverða hand- leiðslu, góð ráð, þarfa gagnrýni og hvatningu meöan á verkinu stóð. Prófessor Birgitta Odén hefur lesið ritgerðina í handriti og hjálpað með góðum ráðum og viöræð- um. Prófessor Svend Ellehöj í Kaupmannahöfn hefur einnig lesið ritgerð- ina í handriti og bent mér á ýmislegt sem betur mátti fara. Hlutar ritgerð- arinnar hafa veriö ræddir á iísensíats og doktors- seminaríum prófessor Roséns, þar sem ég hef getað tileinkað mér viö- horf þátttakenda. Ég hef enr.fremur átt gagnlegar viðræður við Björn Lár- usson háskólakennara.“ „Hvaða munur er þá á þeirri handleiðslu, er Sveinbjörn naut og þeirri er þeir nutu Þór og lngi?“ spyr Sigurður Hjartarson. Gildi brezkra doktorsprófa Um mat Björns Þor- steinssonar á brezkum doktorsprófum segir Sig- urður: „Próf Björn segir aö Ph.D.-gráða dugi ekki til fastrar stöðu við háskóla. Þetta er þvættingur. í heimspekideild Edin- borgarháskóla, svo dæmi sé tekið, er 231 fastur kennari, 30 prófessorar og 201 aðrir fastir kenn- arar. Af prófessorunum 30 hafa 4 Litt.D./D.Litt. gráðu og af 201 öðrum föstum kennurum hefur einn þá gráðu. Samtals hafa því 5 kennarar af 231 Litt.D./D.Litt. gráðu. Þetta er dæmigert fyrir breska háskóla í heild, t.d. eru hlutföllin svipuð í St. Andrews og Hull- háskóla. Er hér stuðst við kennsluskrár viðkomandi háskóla. Hinar æöri gráður próf. Björns eru í Bretlandi fyrst og fremst „status-symbol“ mið- aldra manna og hafa lítil sem engin áhrif á frama manna innan háskóla- kennslu. Þess má gjarnan geta hér að prófessorarnir Ól- afur Ragnar Grímsson og Björn Björnsson hafa sín doktorspróf frá Bretlandi. Ekki hef ég heyrt að þeir hafi verið álitnir óhæfir. Arnór Hannibalsson h"( - ur einnig breskt doktors- próf og var hann dæmdur hæfur í stöo-; fyrir ekki löngu af dórnnefnd sem öll var skipuö útlending- um. Mun próf. Björn Þor- steinsson vera fyrstur til að efast um að bresk doktorspróf (Ph.D.) nægi til hæfni í prófessors- stööu við Háskóla íslands." Niöurstööur Lyktir á grein Siguröar hljóða svo: „Eftir að hafa kyi nt mér öll gögn þessa máls langar mig að draga sam- an nokkrar niðurstöður af skrifum þessum: • 1. Vinnubrögö dóm- nefndar í heild virðast ófullnægjandi og ekki sæmandi, því gera verður þær lágmarkskröfur að fjallað sé um umsækj- endur á sem hlutlægast- an hátt, og aö þeim sé ekki mismunað. • 2. Sérálit próf. Björn Þorsteinssonar er hörmulegt slys, óþolandi hlutdrægt og enn síður marktækt en sameigin- lega álitið. Vinnubrögð próf. Björns svo og um- mæli eins og „Afganist- aninnrás" og „færibanda- framleiöla á Ph.D.-gráö- um“ eru hneyksli og vekja upp þá spurningu, hvort prófessorinn sé hæfur til að sitja í dóm- nefnd, sem ber að vinna á hlutlægan og vísinda- legan hátt. • 3. Próf. Björn virðist gera miklar kröfur um magn ritstarfa, jafnvel á kostnað gæða. • 4. Próf. Björn vitnar í umsögn um einn um- sækjanda en ekki í um- sagnir um aðra. Slíkt get- ur vart talist heiðarlegt. • 5. Hlutur kennslu og stjórnsýslu er vanmetinn í álitsgerö dómnefndar. • 6. í Ijósi afgreiðslunnar á málinu öllu virðist eöli- legt af menntamálaráð- herra aö endursenua er- indið til heimspekideild- ar. • 7. „Slys“ eins og það sem hér hefur gerst ætti að verða dómnefndum framtíðarinnar víti til varnaðar. • 8. Spyrja má hvort ekki væri skynsamlegt að taka málið algerlega upp að nýju. Reykjavík, 17. febrúar 1980, Siguröur Hjartarson B.A.m M.Litt. (Endin- burgh), stundakennari í sagnfræöi viö heimspeki- deild Háskóla íslands á vor- og haustmisserum 1979.“ Leikfélag Hveragerðis: Sýnir Möppudýragarð- inn við ágæta aðsókn LEIKFÉLAG Hveragerðis hefur nú sýnt revíuna Möppudýragarð- urinn eftir Óttar Einarsson und- ir leikstjórn Aðalsteins Bergdals 4 sinnum við góða aðsókn. Reví- an, sem má kallast fáránleikur með söngvum, fjallar um hrakn- Úr revíunni Möppudýragarður- inn, sem nú er sýnd hjá Leikfé- lagi Hveragerðis. Á myndinni eru Sigurgeir H. Friðþjófsson og Steindór Gestsson i hlutverkum sinum. Revían Möppudýragarð- urinn er eftir óttar Einarsson á Akureyri. inga manns í kerfiskraðakinu eftir að honum hefur orðið á sú smáyfirsjón að geta 12 börn með jafnmörgum stúlkum á einu ári. Leikendur eru 14 sem bregða sér í hinar ýmsu rullur, en með helstu hlutverk fara Sigurgeir H. Friðþjófsson, Bergþóra Árna- dóttir og Steindór Gestsson. Undirleik annast Theódór Krist- jánsson og Árni Jónsson. Ekki er að efa að margir munu geta skoðað í spéspegli ýmislegt sem þeir þekkja af eigin raun og haft gaman af. Fyrirhugað er að fara með revíuna á Seltjarnarnes n.k. sunnudag og síðan vítt og breitt um Suðurland á næstu vikum. -Sigrún. Fræðslufundur Haldinn veröur fræöslufundur í dag, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20.30 í Félagsheimili Fáks. Þar ræöir Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráöunaut- ur B.í. þróun og stööu hrossaræktunarinnar í máli og myndum. Ennfremur greina eftirtaldir frá viöhorfum sínum: Egill Bjarnason, ráöunautur, Sauöárkróki, og Fáksfélagarnir Friöþjófur Þorkelsson og Ragnar Tómasson. Hestamannafélagið Fákur. ZACA-borö HVAD ER ZACA-BORD? Zaca-borð er 3ja laga húðaöur krossviöur úr barrviöi, límdur saman meö vatnsþéttu lími. Zaca-borö eru framleidd í stórum stæröum og einkar hentug fyrir steypumót, þar sem endurnotkun er mikil. Þykkt 22 mm. Stæröir: 50x600 cm 50x300 cm 150x300 cm Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTIG 1. SIMI 18430 Otrulega hagstætt matvöruverð Bragakaffi .........819 pr. pk. Sykur ..............275 pr. kg Waitrose bakaöar baunir .479 Ví dós Waitrose spaghetti .4651/2 dós i Waitrose appelsínudjús ..775 11 Waitrose te ........799 100 stk. Grapealdin .........495 pr. kg Hagkaups WC pappír..245 2 stk. Opiö til 10 föstudagskvöld í Skeifunni 15 og til hádegis laugardaga HAGKAUP Lækjargötu, Kjörgaröi og Skeifunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.