Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980
Allir bátar og
togarar í verkf alli
SAMNINGAFUNDUR hefur í
dag verið hoðaður á Isafirði í
kjaradeilu , SjómannafélaKs
ísfirðinga og Útvegsmannafélags
Vestfjarða. Ilefst fundurinn
klukkan 13 á ísafirði. Sáttasemj-
ari í deilunni cr Guðmundur
Vignir Jósepsson. varasáttasemj-
ari.
Allir togarar ísfirðinga, Guð-
bjartur, Guðbjörg, Páll Pálsson og
Júlíus Geirmundsson, hafa nú
stöðvazt og kom hinn síðastnefndi
inn í gær með góðan afla. Togar-
arnir hafa allir veitt vel í þessari
síðustu veiðiferð sinni og hafa
verið með afla frá 160 til 200
smálestir. Þá hafa allir línubátar
Isfirðinga legið bundnir við
bryggju frá því á sunnudag, en þá
hófst verkfall 30 sjómanna, sem
vinna á bátunum, sem eru þrír.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar Guðmundssonar, for-
manns Útvegsmannafélags Vest-
fjarða er enn nóg að gera í
frystihúsum á ísafirði og kvaðst
hann búast við að sá afli, sem
togararnir hafa nú komið með inn,
entist fram eftir vikunni eftir
páska, en eftir það má fara að
búast við hráefnisskorti, leysist
verkfallið ekki.
Isfirzku togararnir eru nú allir
komnir í þorskveiðibann, þannig
að leysist verkfallið, má búast við
að togararnir fari á aðrar veiðar
en þorskveiðar.
Trésmiðafélag-
ið krefst aðgerða
AÐALFUNDUR Trésmiðafélags
Reykjavíkur, sem haldinn var
nýlega, átelur harðlega seinagang
í samningaviðræðum um nýja
kjarasamninga og bendir á að nú
séu liðnir 3 mánuðir frá því er
samningar runnu út og rúmur
mánuður frá því er kröfur Sam-
bands byggingamanna voru lagð-
ar fram, án þess að nokkrar
raunhæfar samningaviðræður
hafi átt sér stað.
Fundurinn beinir því til samn-
inganefndar Sambands bygg-
ingamanna og fulltrúa þess í samn-
inganefnd Alþýðusambands
íslands, að knýja á við viðsemjend-
ur að taka nú þegar upp markviss-
ar viðræður. I ályktun fundarins
segir: „Verði ekki breytingar á
viðhorfum viðsemjenda okkar til
viðræðna inna skamms tíma, skor-
ar fundurinn á verkalýðshreyfing-
una að undirbúa sameiginlegar
aðgerðir, sem knúið gætu atvinnu-
rekendur til samninga.
Metsala Karls-
efnis í Cuxhaven
AMSmtKmamBmSu Usgg&L A
Vinningsbíllinn var kominn inn á ljósagólf Hollywood í gærkvöldi og var þá mynd þessi tekin. Talið
frá vinstri: ólafur Laufdal forstjóri Hollywood, Stefán Sandholt sölustjóri Ileklu, Auður E.
Guðmundsdóttir, Ungfrú Hollywood 1979 og ölafur Hauksson ritstjóri Samúeís. Ljósm. Mbi. Emiiía.
Ungfrú Hollywood
fær bíl í verðlaun
KEPPNIN um titilinn „Ungfrú
Hollywood" er nú að fara af stað
í annað sinn. Að keppninni
standa veitingahúsið Hollywood,
tímaritið Samúel og Hekla hf, en
það fyrirtæki flytur inn aðal-
verðlaunin í keppninni, sem er
nýr Mitsubishi Colt, japanskur
smábill.
Keppnin fer þannig fram, að
þátttakendur eru valdir úr hópi
gesta Hollywood. Sex stúlkur
verða valdar til keppninnar og
verða þær kynntar í Samúel.
Gestir Hollywood og lesendur
Samúels kjósa ungfrú Hollywood,
en einnig verður dómnefnd í
keppninni, sem hefur helming
atkvæðamagns.
Aðalverðlaunin eru gullsans-
eraður Colt, sem Hekla hf. flytur
inn. Hafa ekki áður verið veitt
jafn vegleg verðlaun í fegurðar-
samkeppni hér á landi. Verðmæti
bílsins eru 4,4 milljónir króna.
Búist er við að keppninni ljúki í
september á þessu ári.
Nú stendur yfir val á þátttak-
endum í keppnina, og standa fyrir
því ritstjórar Samúels, forstjóri
Hoilywood, og núverandi ungfrú
Hollywood, Auður Elísabet Guð-
mundsdóttir.
SKUTTOGARINN Karlsefni,
sem fyrirtækið Karlsefni hf. ger-
ir út, seldi í gærmorgun í Cuxha-
ven í Þýzkalandi 270 tonn af
karfa fyrir 615.500 þýzk mörk
eða 136,4 m.kr. og er hér um
hæstu ísfisksölu að ræða sem
fram hefur farið í heiminum. en
fyrra metið átti þýzkur togari er
hann setti fyrir 3—4 árum að
sögn Agústar Einarssonar hag-
fræðings LÍÚ. .
Meðalverð fyrir afla Karlsefnis
er 505 kr. á kg, en aflinn var mjög
góður og auk þess er þetta einn
bezti árstíminn til sölu. Met þýzka
togarans er Karlsefni sló var 605
þúsund þýzk mörk. Skipstjóri
Karlsefnis er Helgi Kristjánsson,
en hann hefur verið með skipið frá
1976 og fyrsti vélstjóri er Þorberg-
ur Þórhallsson.
Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi:
Launþegasamtök ættu
kref jast hærri skatta
að
Karlsefni á siglingu við Vestmannaeyjar.
Mynd: SÍKurgeir
í BLAÐINU Austurlandi, mál-
gagni Alþýðubandalagsins á Aust-
urlandi útgefnu í Neskaupsstað,
er í forystugrein nýlega rætt um
samneyzlu og skatta. Segir þar að
aukin samneyzla sé hinum al-
menna borgara í hag, háir skattar
séu þar af leiðandi í samræmi við
hagsmuni almennings og það sé
því furðulegt að almenn launþega-
samtök skuli láta það henda sig að
heimta lægri skatta.
„Launþegasamtökin og allur al-
menningur eiga að krefjast aukinn-
ar samneyzlu og þar með aukinna
skatta. En það er ekki sama
hvernig skattar eru á lagðir. Það
verður að gæta réttlætis af fremsta
megni. Beinir skattar, svo sem
tekjuskattur og útsvar, eru óvin-
sælir. Óbeina skatta svo sem sölu-
skatt og tolla greiða menn án þess
að vita af því og finna því varla til
þeirra," segir m.a. í forystugrein
Austurlands og síðar segir:
„Óbeinir skattar eru mjög órétt-
látir. Því stærri sem fjölskyldurnar
eru því meira greiða þær. Það er
því líka undrunarefni þegar það
hendir launþegasamtök að krefjast
lægri beinna skatta en hærri
óbeinna. Með því er vegið að
Átök í ríkisstjórninni
um orkuskatt og fiskverð
hagsmunum láglaunastéttanna. Og
ekki má gleyma því, að lækkun
óbeinna skatta hefði áhrif á verð-
lag til lækkunar og yrði ekki lítið
framlag í baráttunni gegn marg-
frægri verðbólgu.
Barátta almennings í skattamál-
um ætti að beinast að lækkun og
afnámi óbeinna skatta af nauð-
synjavörum og tilsvarandi hækk-
unar beinna skatta. En jafnframt
þarf að tryggja að allar tekjur
komi fram til skattlagningar og að
skattlagningin verði réttlát."
Bensínið
í 430 kr.?
ALLAR líkur eru á því, að
fyrirhuguð bensínhækkun verði
meiri en fyrst var ætlað, eða 430
krónur hver lítri í stað 423
króna.
MIKIL átök urðu í ríkisstjórn-
inni, milli Framsóknarmanna og
Alþýðubandalagsmanna um
lausn fiskverðsvandans og
hvernig skyldi farið með fjáröfl-
un til orkujöfnunar. Framsókn-
armenn vildu ákveðið leysa orku-
jöfnunarvandamálið með hækk-
un söluskatts um 1,3%, en slík
hækkun er talin gefa rikissjóði
um 4,5 milljarða á þessu ári.
Alþýðubandalagsmenn vildu
hins vegar leggja á sérstakan
orkuskatt og ræddu í því sam-
bandi um 7 til 10 krónur á
gasolíulítra, 7.000 til 10.000
krónur á svartoliutonnið. 10
krónur á bensínlitrann og 40
krónur á rúmmetrann af heitu
vatni umfram 75 gráður en 20
krónur á tonnið þegar hitastigið
næði ekki því marki.
Heztu röksemdir framsóknar-
manna gegn sérstökum orkuskatti
voru þær, að hann myndi þýða 2%
í hækkun fiskverðs, sem útilokaði
að hægt væri að ná samkomulagi
í yfirnefnd verðlagsráðs. Auk þess
töldu framsóknarmenn að
óánægjan vegna hins háa bensín-
verðs væri svo megn, að ekki væri
á hana bætandi með slíkum
skatti, ekki hvað sízt þar sem
gagnrýni á fjársvelti vegasjóðs
væri mjög hávær og myndi magn-
ast til muna við slíka ráðstöfun.
Alþýðubandalagsmenn hölluð-
ust frekar að sérstökum orku-
skatti, bæði vegna þess, að í fyrri
ráðherratíð sinni hafði Hjörleifur
Guttormsson hafið athugun á
slíkum skatti og auk þess töldu
þeir til mikils að vinna að ríkis-
stjórnin tæki með einhverjum
hætti upp tillögur Alþýðuflokks-
ins um sérstakan orkuskatt, sem
þannig gæti flækt Alþýðuflokkinn
inn í þessa skattheimtu ríkisins.
Framsóknarmenn létu sig
hvergi og þegar það bættist við,
að áhrifamenn í launþegaforystu
Alþýðubandalagsins mótmæltu
orkuskattinum harðlega og bentu
á augljósa ókosti hans, þá söðluðu
ráðherrar Alþýðubandalagsins
um og féllust á söluskattshækkun,
en í stað 1,3% kröfðust þeir 2%
hækkunar og fyrir atbeina ráð-
herra sjálfstæðismanna varð það
hin sameiginlega niðurstaða
ríkisstjórnarinnar.
Þegar svo málið var lagt fyrir
þingflokka Framsóknarflokksins
og Alþýðubandalagsins í gær-
morgun, vakti það mikla óánægju
framsóknarmanna, hve sölu-
skattshækkunin var mikil og m.a.
greiddi einn þingmanna atkvæði
gegn henni á þingflokksfundinum
og nokkrir sátu hjá. Innan þing-
flokks Alþýðubandalagsins varð
einnig andstaða og er Morgun-
blaðið spurði Guðmund J. Guð-
mundsson um þetta í gær, kvaðst
hann ekkert vilja segja á þessu
stigi. Morgunblaðið spurði þá,
hvort hann væri fylgjandi 2%
hækkun. Guðmundur svaraði:
„Það hef ég aldrei sagt."
Er það vegna frumvarps um
hækkun söluskatts, sem nemur
tveimur prósentustigum. Ríkis-
stjórnin hefur ekki enn staðfest
samþykkt verðlagsráðs um
bensínhækkun frá 24. þ. mán. Mun
ástæðan vera sú, að umræður um
efnahagsmál hafa tekið allan
fundartíma stjórnarinnar. Sölu-
skattshækkunin á að taka gildi 8.
apríl, og kann svo að fara að
bensínhækkunin taki ekki gildi
fyrr en þá.
ÍF5
INNLENT