Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 Frá ráðstefnu Samtakanna Lífs <>k lands um hclgina. þar sem fjallað var um manninn og tréð. Fremst á myndinni cru frá vinstri Ilákon Bjarnason. fyrrverandi skógræktarstjóri ríkisins, Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri og dr. Kristján Eldjárn, forsoti íslands. Ljósmynd Mbl. Emilia. „Tré mannkyninu til ómetan- legra nytja og yndisauka44 — sagði Hákon Bjarnason á ráðstefnu Samtakanna Lífs og lands um helgina „SKÓGAR og einstök tré geta verið og eru mannkyninu til ómetanlegra nytja og yndisauka þegar trjáteg- undirnar vaxa á stöðum, sem henta þeim,“ sagði Hákon Bjarnason, fyrrverandi skógræktarstjóri ríkis- ins, í ávarpi sínu á ráðstefnu Samtakanna Lífs og lands um efnið „Maður og tré“, sem haldin var um helgina að Kjarvalsstöðum. „Með trjám fegra menn umhverfi sitt, með skógbeltum bæta þeir veðurfarið og úr skógum heimsins koma margar þær nauðsynjar, sem mannkynið getur ekki án verið. Trén eru fullkomnustu verur plönturíkis- ins, þau verja og vernda lífhjúpinn á yfirborði jarðar, auka viðhald og frjósemi jarðvegs og í skógum jarðar falia á ári hverju margir tenings- metrar viðar á hverjum hektara lands, sem hirða má án þess að sök komi. Góð og skynsamleg skógrækt er fólgin í því að hirða það og nýta, sem fellur af nægtaborði náttúrunnar, en gera það á þann hátt að skógarnir endurnýist af sjálfsdáðum. Þar sem því marki er náð hefur mannkynið komizt næst því að finna eilífðarvél, en perpetuum mobile hefur verið eftirlætisdraumur mannkynsins frá því að sögur hófust," sagði Hákon ennfremur. A ráðstefnunni voru flutt fjölmörg erindi, en hún hófst með setningar- ávarpi Jóns Óttars Ragnarssonar, formanns samtakanna. Um efnið Ytri aðstæður, fluttu erindi Hákon Bjarnason, sem flutti ágrip af sögu gróðurs og trjáræktar. Haukur Ragnarsson fjallaði um veður og tré. Bjarni Helgason var með hugleið- ingar um jarðveg og skógrækt á íslandi. Snorri Sigurðsson fjallaði um innflutning á trjátegundum, Óli Valur Hansson um runnaræktun og Jón H. Björnsson um tré sem lífveru. Undir liðnum Skipulag fluttu er- indi Jóhann Pálsson, um tré í vistkerfinu, Gestur Ólafsson sem fjallaði um trjárækt í skipulagi, Tómas Ingi Olrich um skógrækt, gaman eða alvara? Auður Sveins- dóttir fjallaði um notagildi trjáa, Reynir Helgason um stór trjágróð- ursvæði í þéttbýli, Einar Sæmunds- en fjallaði um trjágróður í þéttbýli, Reynir Vilhjálmsson fjallaði um trjágróður sem byggingarefni og Kristinn Ragnarsson fjallaði um tré og umhverfi. Síðari daginn fluttu tölu undir liðnum: Framkvæmdir, þeir Pétur Njörður Ólafsson, sem fjallaði um sögu og framleiðslu trjáa og runna, Vilhjálmur Sigtryggsson fjallaði um gróðursetningu trjáa og runna, Guð- mundur T. Gíslason um hirðu trjáa og runna. Geir Viðar Vilhjálmsson fjallaði um manninn sem tré og Sigurður Blöndal fjallaði um mann- inn og tré. Þá voru pallborðsumræð- ur. Báða dagana voru sýndar kvik- myndir um trjárækt. í erindi sínu sagði Sigurður Blönd- al, skógræktarstjóri ríkisins, m.a. „Stærstu lífverur jarðar eru tré. Þær eru a.m.k. 120—130 m háar, sem vitað er um með vissu, en um hæð sumra ganga þjóðsögur. Elztu lífver- ur jarðar eru líka tré og eru meira en 4000 ára gamlar. Frammi fyrir slíkum verum verður maðurinn smár. í smæð sinni fyllist hann lotningu eins og gagnvart almætt- inu.“ Vésteinn LúÓviksson HEMMI 'W IÓunn Nafnfræðiritið Grímnir komið út GRÍMNIR heitir nýtt rit sem hefur hafið göngu sína og er gefið út af Örnefnastofnun Þjóðminjasafnsins, en í því er ætlunin að birta einkum niðurstöður nafnfræðirannsókna, sem unnið hefur verið að á vegum stofnunarinnar, svo og frásagnir af starfsemi hennar. Ritstjóri hins nýja rits er Þórhallur Vilmundar- son. í formála ritsins segir að nafn þess, Grímnir, sé sótt í Eddu. Þar segir að Óðinn hafi sótt heim Geirröð konung, fóstra sinn, sem Frygg kallaði matníðing. Var Óð- inn í feldi blám og nefndist Grímnir, og bar Geirröður ekki kennsl á hann. Lét konungur setja Grimni milli elda tveggja og pína hann tii sagna. Agnar sonur Geirröðar, færði hon- um fullt horn að drekka, og var þá svo komið, að feldurinn brann af Grímni. Hann kvað þá kvæði, þar sem hann telur upp heiti bústaða goðanna og önnur nöfn úr goðheimum og gerir nokkra grein fyrir þeim. Enn fremur þylur Grímnir árheiti (sennilega vegna þorsta síns) og telur að lokum nöfn Óðins, en Geirröður þekkti hann ekki, fyrr en hann sagði til nafns síns („nú knátt Óðin séa“). Vildi Geirröður þá taka Óðin frá eldinum, en steyptist á sverð sitt og fékk bana. Óðinn hvarf á braut, en Agnar var þar konungur lengi síðan. Því næst segir í formálan- um: „Hið dularfulla nafnakvæði, Grímnismál, og sögnin, sem því er bundin, eru á ýmsan hátt umhugsun- arefni þeim, sem vinna að skráningu og þar með björgun íslenzkra örnefna og leggja stund á íslenzkar nafna- rannsóknir. Þeir eru einnig milli tveggja elda. Annars vegar brennur heitt á þeim eldur eyðingarinnar, hættan á glötun hluta hins íslenzka örnefnaforða, ef skráningu hans er ekki sinnt sem skyldi nú á elleftu stundu. Hins vegar brennur á þeim þörfin á að skilja nöfnin sem réttust- QRimnm Rit um nafnfræöi 1980 Ornefnasicfnun Þjóðminjasafns um skilningi, en mörgum fræðigrein- um er það reyndar hin mesta nauðsyn, að leyst verði sem bezt úr þeim þrautum, sem þar er við að glíma. Og enn má verða til umhugsunar hlutur þjóðfélagsaflanna og oddvita þeirra, sem birtast í líki þeirra Geirröðar og Agnars. Annars vegar þess, sem eld- ana kyndir og í hættu teflir meningar- arfinum, en knýr jafnframt fram andsvör, og hins vegar þess, sem hornið ber og fræðin styrkir — og ríkið erfir." I fyrri hluta Grímnis eru nokkrar sérritgerðir um íslenzk örnefni eftir ritstjórann Þórhall Vilmundarson: Um Helkunduheiði, nýnefni og örnefna- vernd á íslandi og um fossheitið Sængurfoss. I síðari hluta ritsins er fyrsti hluti Safns til íslenzkrar örnefnabókar, en þar er fjallað um íslenzk örnefni í stafrófsröð og þau útskýrð. Fjöldi mynda og uppdrátta fylgir greinunum. Þeir sem áhuga hafa á að gerast áskrifendur að Grímni, geta snúið sér til Örnefnastofnunar Þjóðminjasafns, Suðurgötu 41, sími 21329. „Hemmi‘\ leikrit Vésteins Lúðvíkssonar komið út IÐUNN hefur gefið út leikritið Hemma eftir Véstein Lúðviksson. Bókin kemur út sama dag og frumsýning leikritsins fer fram á vegum Leikfélags Reykjavík, 29. mars. í kynningu forlagsins á leikrit- inu er komist svo að orði: „Vésteinn Lúðvíksson hafði samið skáldsögur sem tíðindum sættu, þegar leikrit hans, Stalín er ekki hér, birtist á sviði og í bók haustið 1977. Skemmst er frá því að segja að ekki hefur annað íslenskt leikrit á seinni árum vakið aðra eins athygli og umræður. — í þessu nýja leikriti Vésteins er fjallað um skylt viðfangsefni, en tekið á því með nokkuð öðrum hætti: klassískur leikur færður til nútímans. Okkur er settur fyrir sjónir vandi ungs menntamanns sem vill ganga út í baráttu fyrir hag þeirrar stéttar sem hann er sprottinn af og fletta ofan af andstæðingunum." Hemmi er í sex atriðum, auk forspils. Á kápu er mynd úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur og sýnir hún Harald G. Haralds í hlutverki Hemma. — Leikritið er 86 blaðsíður. Oddi prentaði. (Fréttatilkynning frá forlaginu) Sex slösuðust þegar bifreið hafnaði utan vegar SEX ungmenni slösuðust þegar bifreið fór út af Kleppsveginum um hálftvöleytið á sunnudaginn og fór margar veltur utan vegar. Einn piltur slasaðist mest og liggur á gjörgæzludeild Borg- arspítalans, höfuðkúpubrotinn að því talið er. Bíllinn, sem er af Ladagerð, ók vestur Kleppsveg á allmikilli ferð. Telur bifreiðarstjórinn, að bifreið, sem ók í sömu átt, hafi þrengt bifreið hans upp á umferðareyju. Fór bíllinn nokkurn spöl eftir eyjunni, en síðan þvert yfir veginn og norður fyrir Kleppsveginn. Þar fór hann a.m.k. fjórar veltur og rakst í leiðinni á vörubifreið. Hafnaði Ladan að síðustu á hlið- inni við tröppur íbúðarhúss, sem stendur norðanmegin við Klepps- veg. Er bifreiðin gjörónýt, og töldu vitni það ganga kraftaverki næst, að allir skyldu sleppa lifandi frá þessu slysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.