Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 1980 Þjónustumiðstöð í Bláfjöllum: Skíöaáhugi hefur vaxiö gífurlega á örfáum árum, enda hefur aðsóknin í skíða- löndin í nánd við Höfuðborg- arsvæðið aldrei verið meiri en nú. Sem dæmi má nefna að í nýlegri könnun á tóm- stundastarfi 11—15 ára skóla- barna, sem gerð var af fræðsluráði og æskulýðsráði og unnin af félagsmáladeild Háskólans, kom fram að 18,5% barnanna segjast fara á skíði næstum um hverja helgi, 7,4% þrjár helgar í mán- uði og 17,7% eina helgi í mánuði. En í skíðalöndin sækir fólk á öllum aldri, allt frá smábörnum og upp í öld- unga, sem ýmist fara í brekk- ur eða göngu. Aukningin hefur mest orðið í fólkvangin- um í Bláfjöllum, sem er eflaust mest notaða útivistarsvæðiö á landinu. Þar hefur orðið allör uppbyggingin, sem skilar sér í ótrúlega hraðri aukningu á aðsókn. Til að fá frekari frétt- ir, var leitað til Stefáns Kristjánssonar, íþróttafull- trúa, sem er framkvæmdastjóri Bláfjallafólkvangs, sem rek- inn er af 7 sveitarfélögum. — Því miður get ég ekki svarað því í tölum hve margir sækja á skíði í Bláfjöllin, svaraði Stefán fyrstu spurn- ingunni. En aðsóknin fer stöð- ugt vaxandi, bæði af fólki sem notar skíðalyfturnar og ekki síður þeim, sem koma til að ganga á skíðum. Ef teknar eru tekjur af skíðalyftunum og deilt í þær með verði aðgöngu- miða kemur í ljós að þreföldun hefur orðið á ferðafjölda milli áranna 1978 og 1979. Þar munar fyrst og fremst um stólalyftuna. Iðulega eru öll bílastæði full. Ef við getum hreinsað öll stæðin, teljum við að þau rúmi 1000 bíla. En að vetrinum tekst þó auðvitað sjaldan að hreinsa þau svo að full nýting náist. Aðsóknin er semsagt svo vaxandi að upp- byggingin hefur ekki undan. — Það sem kemur mér mest á óvart er aðsóknin á virkum dögum, hélt Stefán áfram. Sé gott veður í miðri viku, er ekki mikill munur á aðsókn þá og um helgar. Skólakrakkarnir koma strax að morgni í 10—20 fullum rútubílum. Og upp úr hádeg- inu fara einstaklingar að koma í bílum sínum og eru fram til kl. 10 á kvöldin. — Uppbyggingin hefur ver- ið mikil í lyftum og bílastæði hafa verið aukin, en stöðugt vaxandi aðsókn gerir það að verkum að enn sem fyrr er þröngt um skíðafólkið. Einna brýnast er að bæta húsakost- inn. Þegar Bláfjöllin voru opn- uð skíðafólki á árinu 1972 var mikið til óráðið hvernig að uppbyggingu þar yrði staðið, útskýrir Stefán. Þá fannst borgarstjórn Reykjavíkur nauðsynlegt vegna öryggis fólksins að drífa þar upp hús. Fengið var forsmíðað timb- urhús, 100 ferm að stærð, sem komið var upp í snarheitum. Síðan hefur ekkert verið gert á því sviði annað en að keypt var salernisbygging, sem nú er orðin alls ófullnægjandi. — En síðan á árinu 1977 hefur verið unnið að undir- búningi að byggingu þjónustu- miðstöðvar fyrir svæðið, held- ur Stefán áfram. Og liggja nú fyrir teikningar af bygging- unni, gerðar af Mannfreð Vil- hjálmssyni, arkitekt. Þessi til- laga að þjónustumiðstöð er nú til athugunar hjá sveitarfélög- unum, sem að Bláfjallafólk- vangi standa. Stjórnarnefndin vonar fastlega að hægt verði að hefjast handa í vor og Ijúka byggingunni á tveimur árum. Sú þjónusta, sem þar verður komið fyrir, er fyrst og fremst fullkomin hreinlætisaðstaða fyrir skíðafólkið, en þarna verður að taka tillit til þess að Bláfjöllin eru á viðkvæmu vatnsöflunarsvæði höfuðborg- arinnar. í húsinu, sem er alls 780 ferm, verður um 150 ferm rými á tveimur hæðum, þar sem hægt verður að koma inn og snæða nesti og fá keyptan einfaldan mat eins og heitar súpur, kakó, kaffi og fleira þessháttar. Þá eru þarna her- bergi fyrir starfsfólk, bæði þá sem vinna við rekstur á skíða- lyftunum og þjónustufólk. Svo að það geti gist uppfrá meðan á skíðatímanum stendur. En eftir því sem reksturinn verð- ur umfangsmeiri, verður æ erfiðara að reka hann með myndarskap með því að láta fólkið aka heim að kvöldi. Þá vinnst ekki tími til að undir- búa lyftur, brekkur og göngu- brautir, svo að í lagi sé að morgni. Þá er í húsinu gert ráð fyrir rými, þar sem hægt er að hafa skíðaleigu og aðra svipaða þjónustu, herbergi fyrir öryggisþjónustu, sem skátar annast o.s.frv. • Húsaskjól stór öryggisþáttur — Með tilkomu þessarar þjónustumiðstöðvar má ekki gleyma því sem einna mikil- vægast er, segir Stefán, en það er öryggisþátturinn. Með henni eykst öryggi skíðafólks þegar stórviðri skellur á, eins og gerist stöku sinnum, og kemur í veg fyrir að fólk komist í bæinn. Er þess skemmst að minnast, að fyrir viku rauk hann upp með þvílíku ofsaveðri að fólk, sem statt var uppfrá kl. 7 um kvöldið og ætlaði að vera á skíðum til kl. 10, varð veður- teppt og komst ekki heim fyrr jf----|t ...jj.... ....jj ...1 j —.~—. | Þjónustumiðstöðin sem Mannfreð Vilhjálmsson arkitekt hefur teiknað og áform eru um að byggja i Bláfjöllum. Þetta er langhiiðin sem snýr að brekkunum eða i suðaustur. Leitast hefur verið við að laga húsið að landslagi og aðstæðum og vanda til þess, svo sem stefnt er að á útivistarsvæðum. T.v. er inngangur skiðafólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.