Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 Siguröur Guðmundsson símamaður I dag er kvaddur hinstu kveðju vinur minn Sigurður Guðmunds- son símamaður. Hann andaðist á vorjafndægri, 20. þ.m., í Borg- arspítalanum, rösklega 66 ára að aldri. Sigurður Guðmundsson var fæddur að Hraunsfirði 17. des- — Minning ember 1913 sonur Guðmundar Sigurðssonar og Krístínar Péturs- dóttur, sem þar bjuggu. Hann var næst elstur af 11 systkinum. Barn að aldri fluttist hann með foreldr- um sínum að Berserkjahrauni á Snæfellsnesi og ólst þar upp í glaðværum og myndarlegum Systir mín, + SIGURBJÖRG ASMUNDS lést í Kaupmannahöfn 23. marz. Áslaug Ásmundsdóttir og aórir aóstandendur. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞORKELL FRÍMANN AOALSTEINSSON Tjarnargötu 12, Sandgeröi, lést á Landspítalanum 30. marz. Ólafía Guömundsdóttir og börn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, SVAVAR HERMANNSSON, efnaverkfræöingur lést þann 28. þ.m. Ursula Hermannsson. Sólveig Svavarsdóttir Fostor, Robert A. Foster, Bernhard Svavarsson. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, VALGERÐUR JÓHANNSDOTTIR frá Auðkúlu andaöist 29. marz s.l. Guörún Sigríöur Björnsdóttir, Ólöf Birna Björnsdóttir, Jón Reynir Magnússon, Jón Ólafsson, Magnús Reynir Jónsson, Valgeröur Jónsdóttir, Birna Geröur Jónsdóttir, Sigþrúöur Inga Jónsdóttir, Sigrún Dóra Jónsdóttir, Ólafur Helgi Jónsson. t SIGRÍÐUR GUÐMUNDSOÓTTIR, frá Fjalli á Skeiðum, fyrrverandi húsmóöir í Núpstúni í Hrunamannahreppi, lést í Reykjavík 24. marz. Jaröarförin hefur fariö fram. Guömundur Guömundsson, Jóhann Már Guömundsson, Brynjólfur Guðmundsson, Ingilaug Guömundsdóttir. + Útför eiginmanns míns, fööur, stúpfööur, tengdafööur, afa og langafa, JANUSAR SIGURÐAR ÞORBJARNARSONAR, frá Flatoyri, Blönduhlíð 21, fer fram í Fossvogskirkju, miövikudaginn 2. apríl 1980 kl. 10.30. Magnúsína Þóroddsdóttir, Halla Janusdóttir, Narfi Hjartarson, Þorgerður Halldórsdóttir, Sigurður Kristjánsson, börn og barnabörn. Hjartkær móöir okkar STEINUNN ÓLÖF HELGADÓTTIR veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 2. apríl kl. 13.30. Stefán Gunnarsson, Almarr Gunnarsson. systkinahópi. Ungur að árum fór hann til sjós fyrst á opnum róðrabátum hjá Pétri Kúld í Svefneyjum móðurbróður sínum. Brátt beindist hugur hans að stærri fleytum og réðist hann til hins landskunna aflamanns Guð- mundar Jónssonar skipstjóra á togararnum Skallagrími. í skips- rúm til Guðmundar réðust ekki nema úrvals dugnaðarmenn. Sig- urður var hið mesta þrekmenni, ósérhlífinn iéttur til vinnu og einkar samvinnuþýður, enda eftir- sóttur til starfa. A stríðsárunum síðari sigldi hann á Sæfellinu frá Vestmannaeyjum, sem kyndari og aðstoðarmaður í vél. Sæfellið ann- aðist einkum flutning á ísuðum fiski til Englands. Þegar togarafloti íslendinga var endurnýjaður og nýsköpunartog- ararnir komu til sögunnar eftir stríðið, réðist Sigurður í skiprúm til hins kunna togaraskipstjóra Þórðar Hjörleifssonar, sem tók við skipstjórn á b/v Helgafelli hinu nýja. Með Þórði var Sigurður til ársins 1953 að hann fór í land. Á árunum 1954 til 1956 vann Sigurður hjá Guðmundi Magnús- syni byggingameistara, sem var verktaki við byggingu húsa sendi- stöðvarinnar að Rjúpnahæð og símstöðvarinnar við Suðurlands- braut. Sigurður annaðist bifreið- astjórn og eftirlit fyrir verktak- ann. Yfirmenn Pósts og síma kynntust trúverðugum vinnu- brögðum Sigurðar og Iíkaði svo vel öll hans framkoma, að hann var ráðinn starfsmaður símans 1957. Starfssvið hans var einkum varsla og umsjón með húsi sjálfvirku stöðvarinnar við Suðurlandsbraut, seinna bættist við umsjón með húsum sjálfvirku stöðvanna í Kópavogi og Breiðholti. Sigurður var samviskusamur og traustur maður, sem gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín, sem sannast best á því, að öll árin sem hans naut við, annaðist hann til öryggis sérstaka vörslu við símahúsin á nýársnótt. Öll árin frá 1957 til 1978 var hann fjarri heimili og fjölskyldu um hver áramót. I apríl 1978 sá Sigurður um dreifingu símaskrárinnar til at- vinnu- og verslunarfyrirtækja á Reykjavíkursvæðinu, eins og mörg undanfarandi ár. Hann var þá orðinn sjúkur, en fékkst með engu móti til að leggjast inn á sjúkra- hús til rannsóknar fyrr en dreif- ingu skrárinnar var lokið. Það var hans seinasta verk fyrir stofnun- ina, því miður. • • Benedikt Ogmundsson skipstjóri — Minning S.l. föstudag fór fram útför Benedikts Ögmundssonar skip- stjóra í Hafnarfirði. Fjölmenni tók þátt í kveðjuathöfninni í Hafnarfjarðarkirkju. Með Benedikt er horfinn sjónum okkar, sem eftir lifum, merkur manndómsmaður og drengur góð- ur. Hann fæddist í Flensborg í Hafnarfirði 4. október 1902, sonur Guðbjargar Kristjánsdóttur, sem var systir Jónasar Kristjánssonar fyrrum alþingismanns og læknis á Sauðárkróki og Ögmundar Sig- urðssonar, skólastjóra, sem fyrr á árum tók þátt í leiðangrum um landið allt með Þorvaldi Thor- oddsen, náttúrufræðingi, við góð- an orðstýr. Systkinin Benedikts voru, Sveinn prófastur í Rangárvalla- prófastdæmi og sóknarprestur í Þykkvabæ, sem er nýlátinn, Þor- valdur, er fluttist ungur til Vest- urheims og gerðist þar sjómaður, nú látinn, Ingibjörg, sem um áratugaskeið var símstjóri í Hafn- arfirði, Guðrún, sem var gift Friðriki heit. A. Jónssyni útvarps- virkja, nú látinn og Jónas, sem lengstum var togaraháseti, en drukknaði við skyldustörf sín, er hann sigldi síðustu sjóferð sína frá Hafnarfirði. Benedikt var kvæntur Guðrúnu Eiríksdóttur, sem var honum traustur lífsförunautur og hús- móðir í fremstu röð. Hún andaðist í ágúst 1959. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn en áður hafði Benedikt eignast einn son. Benedikt Ögmundsson ólst upp við fjörukambinn framan við Flensborg og fór oft á handfæra- veiðar með nágrönnum sínum út á fjörðinn, en undan Hvaleyri var í þá tíð mikil stórlúðumið auk annarra fisktegunda. Hafið tók hug hans allan í æsku. Hann gat ekki hugsað sér annað ævistarf og ánægjulegra en sjó- mennsku og að sjálfsögðu í .for- ystusveit. Hann lauk fiskimannaprófi hinu meira frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1923. Benedikt var um skeið stýri- maður hjá Guðjóni Guðjónssyni skipstjóra á Sviða, en þann togara átti fyrirtækið Akurgerði í Hafn- arfirði. Eftir hið mikla atvinnuhrun í Hafnarfirði, þegar útgerð Helly- ers-bræðra hætti störfum með sjö togara og tugi landverkafólks, blasti ófögur framtíðarsjón fyrir augum bæjarbúa. Heimskreppan var skollin á 1931. Þá var Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar stofnsett og keyptur gam- all togari af Útvegsbanka íslands, sem áður var í eigu íslandsfélags- ins í Viðey. Það mun hafa verið Þórarinn Egilson útgerðarmaður, sem fyrstur benti forystumönnum Hafnarfjarðarbæjar á Benedikt Ögmundsson sem skipstjóraefni á hinn fyrsta togara Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Hófst þá langt og farsælt sam- starf Ásgeirs Stefánssonar for- stjóra og Benedikts Ögmundsson- ar skipstjóra. Benedikt var skipstjóri hjá Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar í 30 ár, skipti oft um farkost og fékk sinn hlut ætíð stærri og fullkomnara skip. Jafnan valdist úrvalslið í skips- rúm til Benedikts. Hann var dáður fyrir stjórnsemi og umhyggju fyrir velferð skipshafnarinnar. Hann hafði glöggt auga og eftirlit með að vel væri starfað og vand- virkni í heiðri höfð. Á Englándsmarkaði kom hann jafnan með bestan gæðafisk, enda brást aldrei góð sala hjá honum. Með okkur Benedikt var vinátta og samstarf um áratugi. Hinn 5. maí 1933, er ég hafði fyrir nokkr- um dögum lokið prófi frá Verzlun- arskóla íslands, var hvergi störf að fá í verzlun eða skrifstofu. Réðst ég þá háseti í skipsrúm hjá Benedikt Ögmundssyni á gamla Maí og var með honum tvær vorvertíðir. Hann var sannur húsbóndi á sínu heimili, er hann stóð í brúnni og hafði augu og eyru með öllu sem var að gerast. Benedikt var mikill og fengsæll fiskimaður. Ég minnist þess jafn- an, er við vorum að veiðum ásamt öðrum togara í Reykjafjarðaráln- um, að Maí kom ávallt með margskipt troll eftir þriggja stundarfjórðunga tog, en hinn togarinn varð ekki var við líf á hafsbotni. Benedikt var fundvís að rata í fiskineistana. Síðar á lífsbrautinni lágu enn leiðir okkar saman, þegar ég var um stundarsakir forstjóri Bæjar- Sigurður steig mikið gæfuspor 11. október 1947, er hann kvæntist Laufeyju Gottliebsdóttur ættaðri frá Ólafsfirði. Þau eignuðust 6 mannvænleg börn, sem öll hafa staðfest ráð sitt og stofnað heim- ili. Sigurður var góður heimilis- faðir og heimakær. Þau Laufey voru einkar samhent um að hlúa að og fegra heimilið. Sigurður og Laufey festu kaup á stærri og betri íbúð að Dvergabakka 32 í apríl 1978, sem Sigurður naut lítils af, því miður, þar sem hann dvaldi að mestu á sjúkrahúsum sl. tæp tvö ár. Sigurður var vel liðinn af sam- starfsmönnum og raunar öllum sem honum kynntust. Hann var greiðvikinn, dagfarsprúður og vildi hvers manns vanda leysa, væri það á hans valdi. Hann var að eðlisfari léttur í lund og hafði skemmtilegan frásagnarhæfi- leika. Það var oft gaman að hlíða á Sigurð segja frá ýmsum spaugi- legum atvikum, sem hann hafði upplifað. Þá skein glettni úr svip hans og augum, brosið var hýrt og fólki leið vel í návist hans. Harðri baráttu er lokið. Ég bið, Sigurði vini mínum Guðmunds- syni, velfarnaðar í lokaáfanganum til fegurra lífs í austrinu eilífa, og að páskabirtan lýsi honum leiðina að fótskör Drottins. Við hjónin, og samstarfsfólk Sigurðar hjá Bæjarsímanum, þökkum honum ógleymanleg kynni og vottum Laufeyju, börn- unum og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð. Hafsteinn Þorsteinsson útgerðar Hafnarfjarðar og for- maður útgerðarráðs. Hann var jafn áhugasamur og vakandi fyrir velferð og vexti útgerðarinnar þegar hann kom í heimsókn í skrifstofuna eins og á hafi úti í stjórnarhól. Honum var ekkert óviðkomandi, er bætt gæti hag skipshafnar og útgerðar. Benedikt Ögmundsson var gleði- maður á góðra vina fundi, hrókur alls fagnaðar, en á alvörustundum var hann viðkvæmur og trúmaður einlægur. Benedikt hefir lagt í síðustu siglinguna handan móðunnar miklu. Við heimkomu mun honum verða tekið opnum örmum af ástvinum og skipshöfnum, sem hann hefir áður siglt með um úfnar öldur úthafsins. Eftirlifandi ástvinum öllum votta ég samúð og innilega hlut- tekningu. Adolf Björnsson ATHYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.