Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 33 Jón Kr. Níelsson Minningarorð Fæddur 13. janúar 1898. Dáinn 20. mars 1980. Oft var það á góðum stundum að Jón Níelsson sagði okkur frá bernsku sinni og síðar því sem á dagana dreif á manndómsárunum. Frásagnir hans voru lifandi og ljósar. Hann hafði lag á því að gera hlustandann að þátttakanda í sjálfri atburðarásinni. Maður hreifst með, tók þátt í tvísýnni baráttu sjómannsins á opnum báti er hann leitaði lands undan fár- viðri, eða naut sumarblíðu lág- nættis er hauður og haf runnu saman í litadýrð miðnætursólar fyrir opnum Eyjafirði. A sama hátt tók hlustandinn þátt í skautaferðum um Eyjafjörð frostaveturinn mikla, er farið var á sleðum frá Gjögri inn á Akur- eyri, fylgdist með heyskap og leitum eða strangri vinnu í síldarnótunum á Siglufirði meðan síldarævintýrið entist. En í öllum þessum frásögnum, sem því miður verða ekki framar skráðar, var sterkur undirtónn manndóms, réttsýni og drengskapar. Jón Níelsson lést hinn 20. mars sl. og hafði þá tvo um áttrætt. Hann fæddist á Reyðarfirði 13. janúar árið 1898, fyrsta barn hjónanna Kristínar Kristjáns- dóttur og Níelsar Jónssonar. Strax í maí sama ár fluttust þau búferl- um til Eyjafjarðar og settust að í Hrísey. Aldamótaárið fluttu þau Níels og Kristín með son sinn að Syðra-Kálfskinni á Árskógsströnd þar sem þau bjuggu næstu tíu árin. Þaðan lá leið þeirra að Grund í Þorvaldsdal, en árið 1912 fluttust þau að Birnunesi. Níels og Kristín voru dugnaðarfólk og efn- uðust vel. Heimili þeirra var annálað fyrir myndarskap og jafnan mannmargt. Fjölskyldan stækkaði er árin liðu. Næst Jóni að aldri var systirin í hópnum, Jóhanna, þá Friðfinnur, Gunnar og Ingólfur. Um það leyti er Jón óx úr grasi var farskóli starfræktur á Ár- skógsströnd. Börn og unglingar á aldrinum 10—14 ára nutu kennslu, átta vikur í senn. Kennarinn sem veitti börnunum tilsögn á Selár- bakka og í Litla-Árskógi 1909— 1910 varð síðar þjóðkunnur maður. Hann hét Snorri Sigfús- son. Enda þótt ærinn aldursmun- ur væri á honum og Jóni Níelssyni tókst með þeim vinátta, sem entist meðan báðir lifðu. Oft minntist Jón þessara skóladaga. Þeir nýtt- ust honum vel og hann taldi sig eiga Snorra kennara Sigfússyni mikið að þakka. Mér er nær að halda að á þessum árum hafi orðið „námsleiði" ekki verið til í málinu. Heima á Birnunesi liðu árin í glöðum systkinahópi, við vinnu til sjós og lands. Jón Níelsson var mjög félagslyndur og tók þátt í flestu sem um var að vera á þeim vettvangi. Hann lék á harmoniku á dansleikjum og tók þátt í leikstarfsemi. Á Birnunesi var búið við rausn. Jón varð snemma formaður á báti föður síns en bræður hans hásetar. Þeir sóttu fast sjóinn er fiskur gekk á mið, en ýmsum þótti óvarlegt að vita bræðurna alla á sama báti. Svo mörg voru dæmin um skiptapa og hörmuleg slys. En gæfan var formanninum unga hliðholl, svo sem reyndar oftast á hans löngu vegferð. Hann kom ávallt heill af hafi þótt tvísýnt væri á stundum. Eg dreg ekki í efa að heimasæt- ur á Árskógsströnd hafi rennt hýru auga til Jóns þegar hér er komið sögu. Hann lét sér hins vegar hægt í þeim efnum og eitt sinn er hann kom á bæ í nágrenn- inu spurði gömul kona sem þar átti heima hvort hann væri ekki búinn að sjá sér út konuefni. Jón lét lítið yfir því og sló umræðunni upp í grín. Þá sagði gamla konan: „Þú ert svo góður drengur Nonni minn að þú átt skilið góða konu og ég veit hver hún verður. Það er hún Petra litla í Stærra-Árskógi." „Hvernig heldur þú að ég nenni að bíða eftir henni, barninu," svaraði Jón, en Petra var þá unglingur. En það fór eins og sú gamla sagði. Þau Jón og Petra Jónsdóttir giftust 17. nóvember 1923 og bjuggu fyrst um sinn hjá foreldrum hans á Birnunesi. Jón var á þessum árum til sjós, m.a. með Sæmundi Sæmundssyni á skipinu Hjalteyri. En fjölskyldurnar í Stærra- Árskógi og á Birnunesi áttu eftir að tengjast enn frekar, er Gunnar bróðir Jóns kvæntist Helgu, syst- ur Petru. Þessi tvenn hjón byggðu árið 1931 nýbýlið Brimnes á Ár- skógsströnd austan Þorvaldsdals- ár. Þeir bræður reistu þarna myndarlegt íbúðarhús, og stund- uðu útgerð og búskap jöfnum höndum. Jón fór einnig til Siglu- fjarðar um síldveiðitímann, þar sem hann var við netaviðgerðir. Petra var heima, gætti bús og barna og lét ekki sitt eftir liggja að vinna heimilinu. Á fyrsta hjúskaparári fæddist þeim fyrsta barnið, bráðfalleg stúlka sem skírð var Elsa. Sagt er að stundum sé skammt milli gleði og sorgar. Elsa lést á öðru ári. Getur hver og einn gert sér í hugarlund erfiðleika foreldr- anna ungu. Til þess að hafa ofan af fyrir sér eftir dótturmissinn, reri Petra heilt sumar með manni sínum. Hún vissi sem var að tíminn skurnar sárin og vinnan er máske e'ina meðalið þegar svo stendur á. En hamingjusólin brosti við ungu hjónunum á ný. Þau eignuð- ust er árin liðu góð og heilbrigð börn, sem öll létu sér annt um foreldra sína. Traustari fjöl- skyldubönd hefi ég varla séð. Vel búnaðist Jóni og Petru á Brimnesi. Þar kom þó eftir nær átján ára búskap að þau seldu jörðina og fluttu til Siglufjarðar og síðan Dalvíkur. Þaðan lá leiðin til Akur- eyrar. Jón stundaði í fyrstu dag- launavinnu, en síðan verslunar- störf. Þeim Jóni og Petru vegnaði vel á Akureyri er frá leið og árið 1960 stofnaði hann í félagi við vin sinn, Magnús Sigurjónsson bólstr- ara, húsgagnaverslun sem var til húsa að Skipagötu 13. Hún hlaut nafnið Kjarni. Þessi verslunar- rekstur gekk vel. Verslunin var brátt vinsæl og um tíma störfuðu þau Jón og Petra þar bæði. Viðskiptavinir komu víða að. Oft kom fyrir að Petra fékk óvænta gesti í hádegismat eða kvöldverð. Ef viðskiptamaðurinn var langt að kominn, hvort heldur þar var á ferð gamall sveitungi eða annar, var gestrisni þeirra hjóna söm við sig. Jón Níelsson var einstaklega gjafmildur. Hann naut þess að gleðja þá sem minna máttu sín. Börn Jóns Níelssonar og Petru eru: Jón Maríus kvæntur Kristínu Jóhannsdóttur, Elsa Kristín, gift Hreiðari Valtýssyni, María gift Sveini Sæmundssyni, Níels Brim- ar kvæntur Hildi Sigursteinsdótt- ur og Jóhanna Helga gift Eiríki Eiðssyni. Jón Níelsson var með afbrigðum barngóður maður. Börn hændust að honum hvar sem hann fór. Slíkum manni var því mikil gleði að barnabörnunum, sem nú eru sum hver fulltíða fólk. Nú þegar Jón Níelsson er allur og verður í dag kvaddur hinstu kveðju í Akureyrarkirkju leita gamlar og nýjar minningar á hugann. Hann var maður óvenju margra góðra eðliskosta. Réttsýni hans, heiðarleika og reglusemi var við brugðið. Hann var glettinn og gat verið smástríðinn, en aldrei kerskinn. Hann varð innilega sár, ef einhver var órétti beittur. Jafn innileg var gleði hans yfir vel- gengni og hamingju. Jón var mannblendinn og fróðleiksfús, enda vinamargur og vinfastur. Á efri árum ræddi Jón oft um tilgang lífsins. Hann var trúaður maður og trúði á það góða í þessum heimi. Hann var ham- ingjumaður í einkalífi og hjóna- band Petru og hans var einstakt. Hennar missir er því mikill. Jón gerði sér fulla grein fyrir því að kallið væri ekki langt undan. Ég er viss um að hann hvarf yfir móðuna miklu sáttur við Guð og menn. Það er heiðríkja yfir minningunni um Jón Kr. Níelsson. Hann var góður maður. Sveinn Sæmundsson Verksmiójusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Gerið góö kaup í úrvalsvöru. Opið virka daga kl. 10—18. Föstudaga kl. 10—19. Laugardaga kl. 9—12. Skipholti 7. Sími 28720. Skiðadeild ® Æfingavika Fullbókaö er í páskadvöl í Skálafelli. Þar sem gistirými er takmarkaö verður næturgisting um páskana einskorðuð við þátttakendur æfingavikunnar. Stjórnin smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar 3ja herb. sérhæö 106 fm allt sér. Raöhús 120 fm ásamt bílskúr. Garður Viölagasjóöshús í toppstandi ásamt bílskúr. 3ja herb. íbúö í tvíbýli í mjög góöu ástandi. Allt sér. Glæsilegt einbýlishús. ásamt bílskúr. Sandgeröi 3ja herb. efri hæö ásamt bílskúr. Fokhelt elnbýlishús, gólf og loftplata steypt. Elgnamiölun Suöurnesja, Hafnargötu 57, sími 3868. Ullarkápur til sölu og jakkar í st. 36—50, frekar i frúarlínum, á mörgum veröum og sumt ódýrt. Kápusaumastofan Díana, Miötúni 78, sími 18481. Hilmar Foss Lögg. skjalaþýð., dómt. Hafnar stræti 11, sími 14824, Freyju- götu 37. Sími 12105. Bólstrun, klæðningar Klæöum eldri húsg. ákl. eða leður. Framl. hvíldarstóla og Chesterfieldsett. Bólstr. Laugarnesvegi 52. Sími: 32023. Tek að mér að leysa út vörur fyrir verzlanir og innflytjendur. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: ,|Ú — 4822“. □ Edda 5980417 — 1 Frl. IOOF Rb. 4=129418’4i — M.A □ Hamar 5980417 — Páskaf. Tilkynning frá Skíða- félagi Reykjavíkur Á skirdag kl. 2 verður opnuð göngubraut frá Skiöaskálanum í Hveradölum aö Skálafelli á Hellisheiöi. Brautin er plægö og vel merkt. Göngumenn frá Skíöafélagi Reykjavíkur veröa meö þegar brautin veröur opn- uö. Göngubraut þessi var á sínum tíma uppáhalds gönguleiö stofnanda Skíöafélags Reykja- víkur L.H. Möllers. Skíöafélag Reykjavíkur afhendir viðurkenn- ingu fyrir þessa fyrstu göngu á skírdag. Göngumenn fjölmenniö. Stjórn Skíöafélags Reykjavíkur. Fíladelfía Samkoma verður ekki í kvöld. UTIVISTARFERÐIR Páskaferö 5 dagar Snæfellsnes, gist á Lýsuhóli, sundlaug. hitapottur. ölkelda, gönguferðir um strönd og fjöll, m.a. á Snæfellsjökul og Hel- grindur. Kvöldvökur og mynda- sýningar aö venju. Fararstj. Kristján M. Baldursson o.fl. Farseðlar á skrifst. Útivistar, Lækjarg. 6a, sími 14606. Útivist. Kvenfélag Háteigssóknar Fundur veröur þriöjudaginn 1. apríl kl. 20.30 ! Sjómannaskól- anum. Séra Frank M. Halldórs- son segir frá ferð ( máli og myndum. R0SARKR0SSREGLAN A S' 4* =5 -----w------ V' ATLANTIS PRONAOS 143333820 GEOVERNOARFÉLAG ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.