Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 1980 19 Grund fær lægri daggjöld en aðrir: „Viljum sanngimi — tölum ar skipta ekki máliu „VIÐ ERUM mjög óhressir með þá þróun sem átt hefur sér stað í daggjaldamálum. Þar erum við beittir miklum órétti, okkar sjúklingar eru hreinlega metnir lægra en sjúklingar annarra sambæri- legra stofnana.“ sagði Gisli Sigurbjörnsson forstjóri Elli- heimilisins Grundar í Reykjavík í samtali við Mbl. „Eftir síðustu hækkun fáum við — segir Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Grundar 11.100 krónur fyrir hvern sjúkling, en t.d. Sólvangur í Hafnarfirði fær 23.500 krónur á dag, Hrafnista hefur 16.000 krónur á dag og Arnarholt hefur 27.100 krónur. Þar sem um mjög svipaða sjúkl- inga er að ræða liggur þa£>. í augum uppi að um ákveðna mis- munun er að ræða. Við erum ekkert að kvarta yfir tölunum sem slíkum. Það sem við viljum er hreinlega að okkur sé sýnd fyllsta sanngirni í samanburði við aðra. Ég er ekkert að segja að við séum að fara á hausinn, en það er ekki stjórnvöldum að þakka,“ sagði Gísli ennfremur. Þá kom það einnig fram hjá Gísla að nú eru 325 sjúklingar á Grund. Heita vatnið hverf- ur við umbrotin en kemur aftur síðar Bæ, Höfðaströnd, 31. marz. Á REYKJARHÓLI í Austur- Fljótum býr nú Guðmundur Al- freðsson. Reykjarhóllinn er um 150 m hár, en í toppi hans er um 70 gráða heit uppspretta. Vitan- lega eru húsin á Reykjarhóli hituð upp með sjálfrennandi heitu vatni, sem er um 65 gr. heitt heimkomið. Árið 1963 27. marz er jarð- skjálftarnir gengu hér yfir þá hvarf vatnið alveg úr hólnum og kom ekki aftur fyrr en eftir nokkurn tíma. Núna skeður það, að þegar umbrotin voru í Kröflu um daginn kemur það sama fyrir. Nú brjótum við heilann um það af hverju þetta gerist, er eitthvert samband þarna á milli. Finnst mönnum þetta einkennilegt, en vatnið er nú að byrja að koma aftur. Björn. Kristján Benediktsson: arcodan lof tnetskerf i ■ arcodan lof tnetskerf i Loftnetsuppsetninga hvort sem er fyrir: — Einbýlíshús — Raðhús — Stór sambýlishús — — Kaplakerti tyrir heil íbúðahverti eöa bæi. Loftnet TV—FM—AM Loftnetsfestingar Kaplar Filter Deilibox— Magnarar— Tengidósir— Loftnetsplöggar. Getum innan skamms útvegaö íslenska útgáfu af vöru og verðlistum yfir efnisúrval okkar. — Hringið eða heimsækiö okkur til nánari upplýsinga. Aðstoöum við val efnis fyrir hvert einstakt kerfi — Kerfisuppbygging, sem byggð er á áratuga reynslu loftnetssérfræöinga Arcodan. Danska fyrirtækið Arcodan er stærsti aðili Norðurlanda í framleiðslu og uppsetningum á loftnetskerfum. beir hafa meðal annars leyst paö verkefni að tengja 25.000 notendur viö sama loftnetiö og þá að sjálfsögöu með möguleika á að tengjast sameiginlegu myndsegulbandi og FM-músik-útsendingum. Dönsk lög um loftnetskerfi eru þau ströngustu í heiminum í dag, og að sjálfsögöu fullnægir Arcodan þeim gæöakröfum i einu og öllu. Kjörorö okkar er „Gæöin fyrir öllu“. FJJ5 heimilistæki hf SÆTÚNI8.SÍMI 24000. Viö bjóöum góöa greiösluskilmála og ger- um tilboö ef óskaö er. Lánum stórar prufur tíl skoöunar. 13 ára reynsla tryggir góö teppi og góöa þjónustu. 13 ára reynsla í sölu gólfteppa á stigahús hefur sannað slitþol hinna níðsterku 100% nylonteppa. Lykkjuofin og þétt teppi henta bezt á slíka fleti. Enn hefur ekki þurft að endurnýja fyrstu teppin sem lögö voru á fyrir 13 árum. Teppin í dag eru jafnvel enn betri, því þau eru varin gegn óhreinindum með Scotchguard- húó. Reyndir fagmenn skila 1. flokks vinnul TÉPPfíLfíND Grensásvegi 13. Símar 83577 og 83430. NIÐSTERK GOLF- TEPPI í 5 GERÐUM OG 15 LITUM Guðrún Helgadóttir alþingis- maður og borgarfulltrúi ritar grein í Morgunblaðið s.l. laugar- dag. Þótt ég hafi ýmislegt að athuga við sumt af því, sem þar kemur fram, mun ég ekki elta við það ólar, a.m.k. ekki að sinni. Þar á ég einkum við vangaveltur hennar um Höfðabakkabrúna og þá tor- tryggni sem hún telur, að gæti hjá mér og borgarfulltrúum Alþýðu- flokksins gagnvart þeim nefndum sem Alþýðubandalagið veitir for- ystu. Það sem ég vil leiðrétta strax er sú fullyrðing, að embættis- mönnum borgarinnar sé um að kenna að breytingar á annarri setustofu í húsinu Langahlíð 3 hafa tekið nokkuð lengri tíma en e.t.v. hefði þurft. Hvorki borgar- verkfræðingur né aðrir embætt- ismenn eiga sök á þeim drætti. Skýringin er einfaldlega sú að nokkur ágreiningur kom upp varð- andi hvora setustofu hússins ætti að taka fyrir íbúðir. Þá hefur verktakinn verið lengur að fram- kvæma þessar breytingar en þurft hefði. Þess ber hins vegar að gæta að breytingar á húsnæði vilja oft vera tafsamar. Ibúðirnar verða hins vegar fullbúnar um miðjan apríl bæði mér og Guðrúnu til óblandinnar ánægju. Kristján Benediktsson Hlaut styrk úr leiklistar- sjóði Brynjólfs Veitt var úr Leiklistarsjóði Brynjólfs Jóhannessonar í sjöunda sinn á aðalfundi Fé- lags íslenskra leikara 25. febr. sl. Sigurður Karlsson leikari, hlaut styrkinn að þessu sinni að upphæð kr. 700.000- Formaður sjóðsstjórnar er Valur Gíslason. Páskakerti hjá Hvöt í dag í dag verður markaður með páskakerti í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á vegum fjáröflunarnefndar Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Kertin eru íslensk framleiðsla af ýmsum stærðum, en öll í hinum gula lit páskanna. Kertamarkaðurinn er opinn frá kl. 5—7 síðdegis í dag. Athugasemd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.