Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 1980 Frá blm. Mbl. Guömundi Guðjónssyni Munchen Sagt eftir leikinn „Ég held helst að það hafi verið einhver leynipressa inni í okkur. Undirbúningur okkar tel • ég að hafi ekki getað verið betri hvað varðar líkamlegu hliðina, kannski hefði verið hægt að taka sálariegu hliðina fastari tökum, nema hvað þegar inn á völlinn kom, kom upp algert sambands- leysi milli leikmanna," sagði Bjarni Guðmundsson í viðtali við Mbl. eftir leikinn. „Sóknarieikurinn var í molum, varnarleikurinn ekki nógu góð- ur, við byrjuðum á því að senda tvö iétt skot á Hoffmann á fyrstu mínútunum og það má aldrei ieyfa sér að gera. Með toppieik hefðum við getað haldið vel í við þetta lið, a.m.k. ekki tapað nema með 2—3 marka mun.“ O O O „Það var ekki farið eftir fyrir- mælum þjálfarans og slíkt er ófyrirgefanlegt. Það var löngum stundum fyrir leikinn eytt í að finna einhverja veika bletti hjá Hoffmann í markinu. Og í ljós kom, að hann er veikur fyrir skotum sem fara i gólfið. En síðan er púðrað á hann skotum í millihæðinni, nákvæmlega þar sem hann er sterkastur fyrir, en þá sjaldan að skotið var í gólfið, þá lá það alltaf í netinu," voru fyrstu orð Ólafs Benediktssonar í spjalli við blm. Mbl. í Munchen. Óli Ben. hélt áfram: „Eini maðurinn í Valsliðinu sem mér finnst eiga hrós skilið fyrir þennan leik, er Björn Björnsson, hann var harður og ákveðinn." Það var fljótlega Ijóst eftir að Óli var kominn inn á, að hann átti við slæm meiðsl að stríða í læri. „Það er sárgrætilegt að þetta skuli hitta á þennan úr- slitaleik. Ég gat hvorki lyft fætinum né „splittað", ég fann bara til. Ég er með slitnar vöðvatrefjar og það tekur vist 3 vikur að verða góður. Ég hef fengið fyrsta flokks umönnun hér og tveir sérfræðingar verið meira og minna að skoða mig, en ég varð að fara inn á, Brynjar fann sig ekki og þó að maður geri sér kannski óleik með því að Ieika svona illa meiddur, þá var um ekkert annað að ræða, ég varð að fara og sjá til hvað gerðist,“ sagði Óli Ben. að lokum og var ekki ímynd gleðinnar. O O O „Ég er mjög ánægður með minn hlut, en ekki úrslitin sjálf að sjálfsögðu," sagði Björn Björnsson, skyttan unga hjá Val, sem kom skemmtilega á óvart gegn GWS. „Ég hef æft mjög stíft í vetur og var ákveðinn í að standa mig þegar ég fengi mögu- leikann. Þeir voru kannski farn- ir að slaka eitthvað á þegar ég skoraði, ég veit það ekki, ég hef lent í harðari mönnum, en ég stoppaði ekki, lét þá ekki halda mér og berja." O O O „Þetta var lélegasti leikur Vals í Evrópukeppninni að þessu sinni, en hins vegar bendir árangur GWS síðustu árin til þess að við höfum í rauninni aldrei átt möguleika í leiknum. Þetta lið á aldrei slakan leik, það hefur allt fram yfir okkur og það hefði þurft kraftaverk til þess að sigra það,“ sagði Brynjar Kvar- an markvörður. „Ég er ekki sár yfir tapinu út af fyrir sig, heldur frekar hvað það var óþarflega stórt, ég tel að ef Valur léki vel, væri þetta lið ekki nema 4 mörkum eða svo betra. Við gerðum okkur kannski of miklar og óraunhæfar vonir, en Grosswaldstadt var jafnvel enn sterkara lið en við áttum von á. Sjálfur fann ég mig aldrei í leiknum, ég komst aldrei inn i hann í byrjun, mörkin komu meira eða minna úr algerum dauðafærum, þeir komu meö keyrslur sem við réðum ekki við. Taugarnar voru og í molum hjá okkur og við náðum því aldrei upp rétta keppnisskapinu," bætti Brynjar við. O O O „Ég kann engar skýringar á því hvernig á þessu stendur, nema helst að menn gerðu sig seka um að gera ekki sem fyrir þá var lagt. Það vantaði alla rútíneringu í leik liðsins og hver maðurinn af öðrum brást. Hvað sjálfan mig varðar, þá sló það mig mikið út af laginu þegar Hoffmann varði frá mér vítið í byrjun leiksins. Þá skaut ég eins og fyrir hafði verið lagt, en markvörðurinn breytti sjálfur til,“ sagði Þorbjörn Guðmunds- son, sem var markhæstur í liði Vals með 5 mörk. Hann hélt áfram: „Það er enginn 9 marka mun- ur á liðunum, ég er sannfærður um að ef við hefðum náð topp- leik, þá hefðum við getað unnið þetta lið og alls ekki tapað með meiri mun heldur en 2—3 mörk- um.“ O O O „Við vorum með óh'kindum taugaslappir í leiknum og kom það glöggt fram á leik okkar. Við bárum svo mikla virðingu fyrir þessum Hoffmann að við vissum varla hvort við vorum að koma eða fara, ekki síst ég sjálfur, en ég lét hann t.d. grípa skot frá mér,“ sagði Stefán Halldórsson. O O O „Við erum fyrst og fremst sárir yfir tapinu vegna þess að við vitum að við eigum að geta gert miklu betur undir venju- legum kringumstæðum. Vendi- punkturinn í leiknum var strax í byrjun, þegar þeir skoruðu 3 mörk úr 4 fyrstu sóknarlotunum á sama tíma og við skoruðum ekki mark í fyrstu fimm sóknum okkar. Annars sögðu Þjóðverj- arnir okkur sjálfir, að það hefði gert mikinn gæfumun fyrir þá, að þeir fengu filmur af leik okkar gegn Atletico Madrid og gátu þannig áttað sig á leik- mönnum Vals,“ sagði Steindór Gunnarsson. O O O „Það hlýtur að vera afleitt hlutskipti fyrir þjálfara að vera með lið sem lætur ekki að stjórn og gerir helst alls ekki það sem fyrir er lagt. Ég er virkilega svekktur. Að tapa væri út af fyrir sig ekki hlutur sem maður gæti ekki sætt sig við, en að tapa svona stórt eftir að hafa leikið jafn iila og við gerðum, er erfitt að kyngja, ef við hefðum leikið eins og menn væri ekki eins sárt að sjá af þessu,“ sagði Jón Karlsson, einn leikreyndasti leikmaður Vals og var ómyrkur í máli. „Hvað kom fyrir? Allt bara held ég, við vorum mjög tauga- strekktir fyrstu 8 mínúturnar eða svo og eftir það hafði þýska liðið náð slíkum tökum á leikn- um að það var ekki líklegt til þess að sleppa því. Menn náðu sér ekki á strik. Menn eins og skotmennirnir, Steindór og Bjarni o.fl., voru ekki svipur hjá sjón miðað við hvað þeir eru færir um að gera á góöum degi. Og í staðinn fyrir að halda haus og halda boltanum, var gnpið til þess að halda sannkallaða skotv- eislu og líkaði Hoffmann það mjög vel. En þetta þýska lið er alls ekki ósigrandi þó að það sé mjög gott, ég tel að með toppleik á hlutlausum velli gætum við jafnvel náð jafntefli gegn þessu liði og væri gaman að fá annað tækifæri," sagði Jón Karlsson að lokum. O O O „Lið Grosswaldstadt léL.ekki eins og það best getur, líkega vegna þess hve mikið var í húfi. Mikið af þeirri gífurlegu yfirveg- un sem einkennt hefur leiki liðsins i Búndeslígunni í vetur var ekki fyrir hendi framan af leik,“ saðgi Jón Pétur Jónsson Valsmaður sem leikið hefur með Dankersen í vetur og var meðal áhorfenda í ólympíuhöilinni í Munchen. Jón Pétur enn: „Annars varð ég fyrir miklum vonbrigðum með leik Vals, ég átti von á því að þeir léku mun jákvæðari sóknarieik og að þeir væru með ieikkerfi sem myndu koma ÞJóð- verjunum í opna skjöldu. Ég er ekki að segja að ég hafi reiknað með sigri Vals, til þess er lið GWS allt of sterkt, leikmenn liðsins leika þetta 80—90 leiki á ári, bæði í deildar- og bikar- keppni Þýskalands, svo og Evrópukeppninni. Leikmenn liðsins eru því með ólíkindum leikreyndir miðað við aldur, en meðalaldur liðsins er aðeins rúmlega 24 ár. Engu að síður var munurinn allt of stór og ég tel að undir venjulegum kringumstæð- um ætti Valur ekki að tapa með meiri mun heldur en 4—5 mörk- um, jafnvel minna!" O O O Mbl. sveif á landsliðsþjálfar- ann Jóhann Inga Gunnarsson sem var meðal áhorfenda að leiknum. „Ég vil byrja á því að óska Valsliðinu hjartanlega til hamingju með þann frábæra árangur sem liðið hefur náð í keppninni, liðið hefur gert hluti í vetur sem hefur haft stórgóð áhrif á íslenskan handknattleik. Ég vil sérstaklega óska Hilmari Björnssyni þjálfara til ham- ingju, hann hefur sýnt og sann- að, að íslenskir þjálfarar standa erlendum síður en svo að baki,“ sagði Jóhann ... .. .og hélt síðan áfram: „Ástæðuna fyrir slíkri frammi- stöðu Valsmanna í leiknum tel ég fyrst og fremst vera sálræna. Allir voru leikmenn liðsins stað- ráðnir í að sigra í leiknum, allir sögðu það, en undir niðri trúðu þeir því ekki. Þeir voru yfir sig taugaspenntir þó að ekki hafi sýnst svo á yfirborðinu. Þegar inn á völlinn kom, braust þetta síðan allt út. Síðan léku þeir allan leikinn nánast án þess að horfa á markið, þeir virtust ekki trúa því að þeir gætu skorað hjá Hoff- mann. Þýska liðið var ekki með góða hornamenn, allt byggðist upp á þessum þremur útspilur- um, Kluspiess, Meisinger og Freisler, því held ég að Vals- menn hafi átt að leika vörnina mun framar á vellinum heldur en þeir gerðu. Annars var sigur- inn of stór, Valsmenn hefðu hæglega getað sloppið með 4—5 marka tap, en ég held að það sé óskhyggja að Valur geti unnið þetta lið, jafnvel þó að liðið nái toppleik. En ég vona að Vals- menn láti ekki deigan síga, árangur þeirra var þrátt fyrir allt frábær og verður lengi í minnum hafður heima. • Claus Hörmel í dauðafæri og skotar örugglega af líne Jón Karlsson fá ekki rönd við reist. Valsmenn ÞAÐ VAR kannski til of mikils ætlazt að Valur ynni sigur gegn vestur-þýsku Evrópumeisturunum Gross- waldstadt er liðin mættust í úrslitaleiknum 1 Evrópu- keppni meistaraliða í Múnchen um helgina. Vissulega gerðu margir sér þær vonir eftir sérstaklega glæsilegan árangur liðsins gegn Drott og Atletico Madrid, að Valsmenn gætu jafnvel sigrað þetta geysiöfluga lið, ef þeir næðu toppleik. Það tókst þó ekki, en það rýrir á engan hátt þann ótrúlega árangur, sem Valsmenn náðu í keppninni, en þeir urðu fyrsta íslenzka liðið í flokkaíþrótt til þess að komast í úrslit í Evrópukeppni. Undirritaður skrifaði það í texta sínum þegar Valur hafði slegið út spánska liðið, að úrslit sjálfs úrslitaleiks- ins væri ekki aðalatriðið, öllu heldur væri aðalatriðið sá frækni árangur, sem náðist með því að komast í úrslitin. Þrátt fyrir tap, var því árangur Valsmanna í keppninni slíkur, að varla verður hann leikinn eftir í náinni framtíð hér á landi. Lokatölur þessa leiks urðu 21 — 12 Grosswaldstadt í hag, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9—4. Fundu sig alls ekki Fyrir leikinn var varla að sjá á Valsmönnum, að úrslitaleikur af þessu tagi væri í uppsiglingu. Þeir voru rólegir og yfirvegaðir, og góður liðsandi og „húmor“ var mjög áberandi. Þeir höfðu allt að vinna, og út á við reiknaði enginn með því að þeir mundu gera þýsku risunum skráveifu. Álagið hlaut því ef nokkuð var að hvíla á Þjóðverjunum, sem höfðu ekki eins góð tök á því að kynna sér mótherja sína og æskilegt hefði verið. Sjálfir sögðu leikmenn Grosswaldstadt, að þeir hefðu heldur kosið að mæta Austur- blokkarliðunum Banja Luka eða Dukla Prag í úrslitum en Val. Er það gífurleg viðurkenning fyrir íslenzkan handknattleik út af fyrir sig. En undir niðri mætti ætla að hafi leynzt einvherjar efasemdir um að möguleiki á sigri væri fyrir hendi ... Ekkert gekk ... því að þegar í byrjun leiksins var sýnt, að Valur var fær um að leika tíu sinnum betur. Menn vonuðu, að þeir mundu rétta úr kútnum og Grosswaldstadt mundi ekki ná of mikilli forystu í milli- tíðinni. Það var hins vegar'borin von, því að lið eins og GWS gerir enga greiða og gefur enga mögu- leika. Þjóðverjarnir byrjuðu með knöttinn og skoruðu þegar í stað — Freisler meö öskrandi þrumu- skoti — en með því að lýsa í smáatriðum fyrstu tíu mínútun- um kæmi fram góð mynd um gang leiksíns í heild. 1. mínúta: 1—0 eftir skot Freisl- ers. 2. mínúta: Hoffmann ver skot Þorbjörns Jenssonar. 3. mínúta: Hoffmann ver skot Þorbjörns Guðmundssonar. 4. mínúta: Hoffmann ver vitakast frá Þorbirni Guðmundssyni. 5. mínúta: Skref á Þorbjörn Guð- mundsson og nafni hans Jensson rekinn af leikvelli í 2 mínútur. 6. mínúta: 2—0 eftir þrumufleyg Kurt Klúhspiess. 7. mínúta: Lína á Steindór í dauðafæri. 10. mínúta: 3—0, negling frá Freisler. Loks Valsmark: Það var svo á tíundu mínútu, að Valsmenn komust loks á blað, er Þorbjörn Guðmundsson skoraði af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.