Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 1 1 Tálkni hf. fær nýtt skutskip — frá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. áhorfandann frá tilfinningum leiksins þannig að hann skynji stöðu sína enn frekar. T.d. gerist sjálft leikritið um „Hemma“ sem uppfærsla Leikhóps Skipavíkur. Áhorf- endur eru þannig minntir á að þeir eru að horfa á leikrit. Ekki gefið færi á að gleypa gagnrýnislaust við endursköp- uðum raunveruleika. Þá eru leikararnir settir fram sem táknmyndir þjóðfélagshópa, verkamanna, atvinnurekenda o.s.frv. eins og áður var minnst á. Þannig verður erfið- ara fyrir áhorfendur að lifa sig inn í persónulegar tilfinn- ingar leikaranna. Efnislega er sjálf afstaða „Hemma“ til móður sinnar og „feðra" í samræmi við framandleika- kenningu Brechts sem eitt sinn sagði: „Til að sjá móður sína sem eiginkonu manns þarfnast maður framandleikaáhrifa, þetta kemur t.d. þegar maður eignast stjúpföður." Þetta er nú gott og blessað og framan af leiknum er hin erfiða jafnvægislist sem fylgir framandleikabrögðum Brechts iðkuð af all miklu öryggi. Leikararnir standa spölkorn utan við hlutverk sín — með- vitaðir um að þeir séu að leika, eins og vera ber. En svo vill höfundur fara að blanda til- finningum inn í spilið með Ofelíu. Gróðahyggjan á sem sé að smjúga inn í hið allrahelg- asta, ástarlífið, og brenna upp hjörtun smáu sem rúma sannleikann og ástina. Hér er hinn brechtíski agi af höfundi — hann hyggst gleyma stétta- andstæðunum og stíga oná þá gangstétt sem við öll stöndum á mismunandi rykug á fótun- um. Hér vill hann líkt og Shakespeare gamli rífa áhorfendur með sér, láta þá gripa í skottið á skáldgyðjunni og svífa svo inn á ódáinslend- ur. En því miður, hin brechtíska spennitreyja hefur svo læst sig um áhorfendur að þeir mega sig ekki hræra í sætunum. Kannski misskil ég bara Véstein — er ekki bara endirinn svo magnaður vegna þess að þar nær þessi herðing segldúksins blauta hámarki? Spyr sá sem ekki veit til allrar hamingju. Um leikarana verður ekki fjallað hér þar sem þeir voru að mestu flytjendur texta höf- undar og hefðu þess vegna getað borið grímur — voru hlutlausar táknmyndir ákveð- inna þjóðfélagshópa. Hemmi í allkraftmiklum meðförum Harald G. Harald er hér undantekning. Hann verður fremur leiksoppur, spegill stéttaátakanna. Einnig Hrefna gamla í sannfærandi túlkun Sigríðar Hagalín. Hrefna er fulltrúi lífsviskunn- ar. Þess boðskapar að það skipti máli hvað uppskorið sé. Hrefna ræktar kartöflur og verður þetta atriði til að vekja ýmsar spurningar. T.d. hvort hún sé ekki frá ákveðnu sam- félagi austanlands þar sem útsæði var étið og girðingar- staurum brennt. Þá er einnig spurning hvort verkalýðsfor- inginn var ekki í raunveruleik- anum tengdur Hrefnu og hvort örlög hans voru ekki ráðin með svipuðum hætti og segir í leikritinu. Ekki verður hér ráðið í fyrirmyndir höf- undar frekar en hvort þetta nýjasta leikrit hans verður enn ein blaðsíða í íslenskri leiklistarsögu, eða neðanmáls- grein, um það verður tíminn að dæma. Hann einn hefur yfirsýnina enda „... fugl sem kann að fljúga". Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf., afhenti sina 34. nýsmiði á Sundunum á föstudag, er Tálkni hf. tók við nýju skut- skipi. Sölva Bjarnasyni BA 65. Sölvi Bjarnason er teiknaður af Benedikt Erlingi Guðmundssyni skipaverkfræðingi hjá Þorgeir og Ellert hf. og að öllu leyti hannað og byggt af starfsmönnum fyrir- tækisins. Skipið er byggt sem skuttogari fyrir botn- og flot- vörpu, en jafnframt útbúið til veiða með nót. Það er 46,7 metrar á lengd og mælingarstærð 404,5 brúttórúmlestir. Lestarrými er 550 rúmmetrar og tekur 200 tonn af ísuðum fiski í kassa, en af loðnu getur skipið borið 800 tonn. Meðal tækjabúnaðar skipsins, sem allur er af nýjustu og vönduðustu gerð, er haggæzlureiknir frá Tæknibún- aði hf., sem sýnir hversu vel brennsluefni nýtist og finnur hag- kvæmustu eldsneytisnotkun aðal- vélar hverju sinni en hún brennir svartolíu. Hjá Þorgeiri og Ellert hafa farið um 180.000 vinnustundir í þetta skip og kaupverð þess er fast að tveimur milljörðum króna. Þorgeir og Ellert hf. hafa nú byrjað smíði 450 rúmlesta skut- togara fyrir Hjálmar Gunnarsson og Gunnar Hjálmarsson, Grund- arfirði, er áætlað er að afhenda skipið um mitt næsta ár. Hjá Þorgeiri og Ellert hf. vinna nú um 130 manns. Kaupandi Sölva Bjarnasonar BA 65 er Tálkni hf, Tálknafirði en aðalhluthafar eru Arsæll Egilsson og Bjarni Andrésson. Skipstjórar verða Ársæll og Sigurður Bryn- jólfsson, 1. vélstjóri Már Jónsson og 1. stýrimaður Jón Þórðarson. Sölvi Bjarnason mun landa á Bíldudal. Sölvi Bjarnason siglir inn i Reykjavíkurhöfn sl. föstudag. Á litlu innfelldu myndinni eru Jósef Þorgeirsson, Þorgeir Jósefsson, Ársæll Einarsson, Sigurður Brynjólfsson og Bjarni Aðalsteinsson. Segulband fyrir rafhlöður. Innbyggður hljóðnemi. Verö kr. 54.560.- Utvarpstæki LB og MB Aðeins fyrir rafhlööur. Verð kr. 14.217,- Sambyggt útvarp og segulband, fyrir rafhlöðu og rafmagn. LB, MB og FM. Innbyggður hljóðnemi. Verö kr. 134.704.- Hárblásari — 400 Verð kr. 23.323.- Segulband fyrir bæði rafhlöður og rafmagn Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 62.240,- Rakvél með 2, 12 blaða hnífum Verð kr. 48.231.- Plötuspilari með innbyggðum magnara Hátalarar fylgja. Verö kr. 120.215.- heimilistæki hf Morgunhani með LM, MB og FM Gengur alveg hljóðlaust. Verö kr. 37.780.- HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Útvarpstæki LB MB og FM. Bæði fyrir rafhlöður og rafmagn Verð kr. 36.336,- Hárburstasett meö 4 fylgihlutum. 800 W. Verö kr. 33.596,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.