Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980
30
Friedrich A. Hayek
Friedrich A. Ilayek, sem kem-
ur til landsins í dag i boði
Félags frjálshyggjumanna. er
einn kunnasti og virtasti stjórn-
málahugsuður þessarar aldar.
Síðustu árin hafa margar hæk-
ur verið geínar út um kenning-
ar hans. greinar verið skrifaðar
í blöð og tímarit og kvikmyndir
gerðar um þær, stjórnmála-
menn tckið mið af þeim og ný
kynslóð hagfræðinga er jafnvel
kennd við hann og nefndir
„Hayekians“. En hver er þessi
maður? Hvert er baksvið hans?
Og hver er kjarni kenninga
hans?
Friedrich August Hayek
fæddist í Vínarborg í Austurríki
8. maí 1899. Hann er af ættum
fræðimanna. Faðir hans var
prófessor í grasafræði í Vínar-
háskóla og frændi hans, Ludwig
Wittgenstein, kunnur heimspek-
ingur, dóttir hans er líffræðing-
ur og sonur hans læknir. (Þess
má geta, að hann heitir í raun-
inni „Friedrich August von
Hayek", því að hann er af
aðaisættum, en notar ekki titil
sinn.) Hann gat sér snemma gott
orð sem fræðimaður, lauk
doktorsprófi í lögfræði 1921 og í
hagfræði 1923, hvoru tveggja frá
Vínarháskóla. Hann var for-
stjóri Hagrannsóknarstofnunar
Austurríkis 1927—1931, en flutti
þá til Bretlands, enda voru
óveðursský fasismans að hrann-
ast upp á himni Mið-Evrópu, en
Hayek var eindreginn andstæð-
ingur þeirra. Hann var prófessor
í hagfræði í London School of
Economics til 1950, prófessor í
siðfræði í Chicago-háskóla, sem
var vígi frjálslyndra hagfræð-
inga í Bandaríkjunum (en
vígjum þeirra hefur mjög fjölgað
síðustu árin), sneri síðan aftur
til Evrópu og kenndi hagfræði í
Freiburg í Þýzkalandi og Salz-
burg í Austurríki, en býr nú í
Freiburg, áttræður að aldri.
Hayek hefur tvisvar komizt í
sviðsljósið, svo að um munaði, í
fyrra skiptið, þegar hann gaf út
kunnustu bók sína, Leiðina til
ánauðar. (The Road to Serf-
dom), en í seinna skiptið, þegar
hann fékk nóbelsverðlaunin í
hagfræði 1974. Hann hefur alltaf
lifað rólegu lífi fræðimannsins,
aldrei verið í neinum stjórn-
málaflokk eða skipt sér af dæg-
urdeilum, en kastaði þó sprengju
inn á vettvang stjórnmálanna,
þegar hann gaf Leiðina til
ánauðar út 1944. Hún varð
öllum að óvörum, ekki sízt höf-
undinum, metsölubók í Bretlandi
og Bandaríkjunum. Mjög var
deilt um efni hennar, enda risið
gegn þeim hreyfingum, sem
voldugastar voru í hugmynda-
heiminum, og varað við þeirri
stefnu, sem flestir fylgdu í
stjórnmálum. Hayek færir rök
fyrir því í bókinni, að einstakl-
ingsfrelsið týnist, ef atvinnulífið
sé skipulagt af valdsmönnum, en
fái ekki að vaxa sjálft. Hann
bendir einnig á, að þjóðernis-
stefna nasista (en orðið „nasisti"
er stytting úr nafninu „nasjón-
al-sósíalisti“) og sameignar-
stefna kommúnista séu tvær
greinar af sama meiði.
Hayek er einn af „austurrísku
hagfræðingunum" svonefndu, en
þeir hafa það sameiginlegt, að
þeir telja einstaklingana geta
miklu betur fullnægt þörfum
sínum með frjálsum viðskiptum
á markaði en með því að fela
einhverjum valdsmönnum alla
stjórn framleiðslunnar. Austur-
rísku hagfræðingarnir hafa allir
gagnrýnt miðstjórnarkerfi sósí-
alista, með því að enginn sé
dómbærari á þarfir sínar en sá,
sem hafi þær, og þess vegna
verði að dreifa hagvaldinu til
einstaklinganna, en safna því
ekki saman hjá einhverri mið-
stjórn. Þeir benda á, að öll
framleiðsla í hagkerfinu hljóti
að vera, þegar allt komi til alls,
framleiðsla til neyzlu, þ.e. fram-
leiðsla til að fullnægja mann-
legum þörfum, en þær þarfir séu
huglægar og fari eftir einstakl-
ingunum, þær séu mismunandi
og fjölbreytilegar. Aðrir kunn-
ustu austurrísku hagfræð-
ingarnir eru Carl Menger, Eugen
von Böhm—Bawerk og Ludwig
von Mises.
Þeir, sem þekkja illa hug-
myndasögu, segja stundum ,að
Hayek og skoðanabræður hans,
svo sem bandaríski hagfræðing-
urinn Milton Friedman, sem
hefur einnig hlotið nóbelsverð-
laun, séu „íhaldssamir" og jafn-
vel afturhaldssamir. Þetta er
rangt. Hayek er frjálslyndur í
eðlilegustu merkingu orðsins,
hann er með einstaklingsfrelsi
og atvinnufrelsi, en móti ger-
ræðisvaldi ríkisstjórna, hvort
sem það er notað í nafni „félags-
legra umbóta" eða annarra
óskýrra stefnumiða. Takmark
hans í stjórnmálum er réttarrík-
ið, þar sem einstaklingarnir eru
frjálsir að því að keppa að
markmiðum sínum hver með
sínum hætti, en þó innan al-
mennra hlutlausra leikreglna.
Hann kom orðum að þessari
hugsjón sinni í mikilli og ræki-
legri bók, The Constitution of
Liberty, sem kom út 1960. Þar
lítur hann á flest úrlausnarefni
nútímastjórnmála í ljósi frjáls-
hyggju.
Síðasta meginrit Hayeks er
Law, Legislation and Liberty.
sem kom út í þremur bindum á
árunum 1973 til 1979. Hayek
lýsir í því þrennum sjónarmið-
um, sem hann telur ekki hafa
nægilega komið fram. Hið fyrsta
er, að eðlismunur sé á skipulagi,
sem hafi sprottið af sjálfu sér,
og þróazt og stofnun, sem hafi
einhvern ákveðinn tilgang.
Dæmi um skipulag er markaður-
inn og mannlegt mál, því að
hvort tveggja lýtur ákveðnum
reglum, án þess að þær hafi
verið settar af einhverri einni
vitsmunaveru og vitandi vits. En
dæmi um stofnun er fyrirtæki
eða ríkisstofnun. Annað sjón-
armiðið er, að hugtakið félags-
legt réttlæti sé ónothæft, það sé
til marks um misskilning. Þriðja
sjónarmiðið er, að það fyrir-
komulag, fulltrúalýðræðis sem
notað er í vestrænum ríkjum,
beri tortíminguna í sér, ef því
verði ekki breytt og valdi skipu-
lagðra hagsmunahópa ekki sett
takmörk.
Hayek sér mannlífið fyrir sér
sem gróður, sem spretta af
skiptum frjálsra einstaklinga,
víxlverkan hugmynda og sam-
keppni í framleiðslu. Leyfa verði
hinu opna skipulagi tilrauna og
sífelldrar samkeppni að vaxa og
dafna. Hann telur, að sósíalism-
inn sé ekki einungis önnur
stjórnmálaskoðun en frjáls-
hyggjan, heldur séu sósíalistar
(sem stundum eru nefndir „sam-
hyggjumenn" á íslenzku) sekir
um beinar fræðilegar villur.
Hann deilir á hugmynd þeirra
um hagkerfi í bókinni Indi-
vidualism and Economic Order,
hrekur söguskoðun þeirra á iðn-
byltingunni og árdögum mark-
aðsskipulagsins í bókinni Capi-
talism and the Ilistorians og
færir rök gegn skoðunum þeirra
á náttúruvísindum og mannvís-
indum í bókinni The Counter-
Revolution of Science.
Hagfræðikenningar Hayeks
eru einnig margar merkilegar.
Hann telur, að verðbólga sé
alltaf vegna þess, að peninga-
magnið hafi verið aukið óhófl-
ega. Hann er þannig peningam-
agnskenningarmaður (mone-
taristi) eins og vinur hans og
skoðanabróðir, Milton Fried-
man, en gagnrýnir þó Friedman
fyrir að gera því ekki nægileg
skil, hvers vegna valdsmenn
grípi til þess ráðs að auka
peningamagnið úr hófi, með öðr-
um orðum að greina ekki nægi-
lega vel stjórnmálalegar og jafn-
vel sálfræðilegar forsendur
þeirra. Friedman telur til dæm-
is, að verkalýðsfélög eigi enga
sök á verðbólgu, því að ríkis-
stjórnir ráði peningamagninu.
Hayek segir, að ekki megi
gleyma því, að verkalýðsleiðtog-
arnir hafi stundum tekið sér
vald til að beita ofbeldi, og
ríkisstjórnir láti því stundum
undan þeim nauðbeygðar. Kenn-
ing Hayeks um verðbólgu krepp-
ur og hagsveiflur nýtur meira
fylgis en áður, enda hafa flestir
hagfræðingar misst trúna á
kenningar brezka hagfræðings-
ins John Maynard Keynes um
þetta efni.
Hayek mun flytja tvo fyrir-
lestra á Islandi. Annar er í boði
Viðskiptadeildar Háskóla
Islands, og ber hann heitið
„Principles of Monetary Policy“
eða „stefnan í peningamálum",
en Hayek hefur síðustu árin sett
fram djarflegar kenningar um
það, hvernig hindra megi mis-
notkun ríkisins á valdi sínu yfir
peningamagninu, t.d. með að
leyfa frjálsa samkeppni á þessu
sviði. Hinn fyrirlesturinn er á
vegum Félags frjálshyggju-
manna á 3. málþingi félagsins,
og nefnist hann „The Muddle of
the Middle", þar sem Hayek
ræðir hugtakarugling svo-
nefndra “„miðjumanna" í stjórn-
málum. Olafur Björnsson próf-
essor segir í bók sinni, Frjáls-
hyggju og alræðishyggju, sem
kom út fyrir tveimur árum, á
engan sé hallað, þótt Hayek „sé
talinn mikilhæfasti forvígis-
maður frjálshyggjunnar á þess-
ari öld,“ og er Olafur ekki einn
um þá skoðun.
„Mikilhæfasti forvígismaður
frjálshyggjunnar á þessari öld“
Gunnar Þórðarson formaður Sjómannafélags ísafjarðar:
Veit ekki Kristján Ragnars-
son við hverja hann deilir?
í grein Kristjáns Ragnarssonar
í Morgunblaðinu 20. þ.m. leggur
hann áherzlu á að deilan standi
aðeins við Sjómannafélag ísfirð-
inga en ekki aðra vestfirska sjó-
menn. Þetta er stórfurðuleg yfir-
lýsing frá manni, sem nýverið
hefur setið samningafund með
aðilum frá flestöllum sjómanna-
samtökum á Vestfjörðum. Þetta
er reyndar ekki eina atriðið, sem
virðist hafa hringsnúist í kollinum
á þessum „mæta“ manni og viljum
við því í allri vinsemd leiðrétta
hér og nú, að umrædd deila
stendur milli Utvegsmannafélags
Vestfjarða og Sjómannasamtaka á
Vestfjörðum undir forystu Al-
þýðusambands Vestfjarða. Krist-
jáni var einnig fullkunnugt um að
kröfugerð Bolvíkinga var að meg-
inhluta viðbót við kröfur S.í. og
móta þessi tvö sterkustu samtök
sjómanna á Vestfjörðum kröfu-
gerð að venju.
Missagnir og
útúrsnúningar
Greinarstúfur sá sem fyrr er
nefndur er svo morandi í missögn-
um, útúrsnúningum og rangfærsl-
um, þó ekki séu nefndar rökleys-
urnar, að við munum að sinni ekki
ræða hann í smáatriðum, en þó
þykir okkur rétt að nefna eitt
atriði.
Ef sjóðamyndunin, sem tekin er
af fiskverði og kemur ekki til
skipta, hefur ekki áhrif á skipta-
prósentu, hvers vegna keyrði þá
allur fiskiskipaflotinn í höfn vorið
1976 og hvers vegna gáfu þá
sjómenn eftir stóran hluta að
skiptaprósentu eftir að sjóðakerf-
ið hafði verið skorið niður að
hluta?
Ætla útvegsmenn að
semja með milli-
göngu f jölmiðla?
Kristján Ragnarsson hefur kos-
ið að reka þessa deilu í fjölmiðlum
en ekki í samningaviðræðum við
sjómenn heima í héraði svo sem
venja hefur verið til þessa. Krist-
ján hefur vafalaust talið sig
standa betur að vígi en slorkarlar
vestan af Fjörðum og gæti hann
því leyft sér allt óáreittur. Hvern-
ig málflutningur hans hefur verið
frá upphafi þessa máls og hvernig
hann hefur getað teymt mann eins
og Guðmund Guðmundsson, sem
við álítum að meti sóma sinn
einhvers, vekur okkur talsverða
undrun.
Hvers vegna ekki
sannleikann?
Jafnvel frásögn af fundinum,
sem haldinn var undir handleiðslu
sáttasemjara, hafa þessi menn
báðir keppst við að rangtúlka og
er vægt til orða tekið, varla eitt
einasta orð satt um tildrög, upp-
haf og endi þessa fundar.
Hinn einfaldi sannleikur er sá,
að útgerðarmenn undir forystu
K.R. þverneituðu í upphafi og
héldu þeirri neitun til streitu til
enda fundarins að ræða í alvöru
eitt einasta atriði af kröfugerð
sjómanna. Tillaga okkar um að
leggja til hliðar kröfu um skipta-
prósentu og frívaktavinnu á með-
an ræddar væru aðrar mikilsverð-
ar kröfur, svo sem ákvæðisbeitn-
ing, samningar fyrir úthafsrækju
(sem ekki eru til), samræming á
skiptaprósentu á línuveiðum, sem
kemur fram í kröfugerð Bolyík-
inga o.fl., sem bráðnauðsynlegt
var að ná um samkomulagi, var
þverneitað.
Um hvað er deilt?
Skiptaprósentan hefur ekki ver-
ið aðaldeiluefnið í þessari samn-
ingagerð. Stríð okkar sjómanna
hefur fyrst og fremst staðið um
það að fá útgerðarmenn til þess að
setjast að samningaborði og ræða
málin við okkur. Allt þetta gaspur
í fjölmiðlum, sem hleypt var af
stokkunum af Kristjáni Ragnars-
syni, hefur til þessa þjónað þeim
einum tilgangi að hleypa illu blóði
í viðsemjendur, enda leikurinn til
þess gerður.
Hvað vakti fyrir
Kristjáni
Rag^rssyni?
Það kom berlega í ljós, að fyrir
Kristjáni Ragnarssyni vakti ekki
að ná samkomulagi við vestfirska
sjómenn, heldur var honum fyrst
og fremst í mun að koma í veg
fyrir með öllum ráðum að vest-
firskir útgerðarmenn semdu við
sína menn í friði og spekt nú sem
endranær.
Er aflahrota
forsenda fyrir
að neita
viðræðum?
Hin mikla aflahrota, sem verið
hefur á Vestfjarðamiðum undan-
farna þrjá mánuði, hefur óspart
verið notuð sem vopn gegn vest-
firskum sjómönnum. Það eru afla-
hrotur sem þessar og vonin í
miklum afla sem gerir það öðru
fremur að íslenskir sjómenn eru
þeir harðsæknustu sem þekkjast,
en að góður tímabundinn afli geri
það að verkum að við leggjum
niður kröfugerð og höldum áfram
að róa án nokkurra samninga er
það fráleitt að engu tali tekur.
Nú er það svo, að flestöll
launþegasamtök í landinu hafa
sagt upp samningum, ekkert
þeirra hefur enn farið af stað, ef
svo mætti orða það. Það er því sá
höfuðglæpur, sem vestfirskir sjó-
menn hafa framið, að krefjast
samninga um kaup og kjör og bíða
ekki rólegir eftir „startskoti" frá
hinu alvísa sunnlenska yfirráði og
er okkur ekki grunlaust um að það
tækifæri sem bauðst Kristjáni
Ragnarssyni til þess að hrifsa til
sín sjálfræði vestfirskra útgerð-
armanna hafi hann ekki talið sig
geta látið ónotað.
Að lokum
þcttft • • •
Nú róa allir íslenskir sjómenn á
lausum samningum og er það ekki
í fyrsta sinn. Nú róa allir íslenskir
sjómenn á óákveðið fiskverð og er
það ekki í fyrsta sinn. Skyldi
nokkur stétt á íslandi hafa sýnt
annað eins langlundargeð og sjó-
menn sýna nú svo sem oft áður?
OKKUR ER SPURN.?