Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 1980 25 „Það gerðist sem ég var hræddastur við“ „ÉG VIL sem allra minnst um íeikinn segja, það gerðist ná- kvæmlega það sem maður var hræddastur við, skortur okkar á leikreynslu við slík tækifæri kom okkur illa í koll. Menn voru ekki með hugann við það sem þeir voru að gera og gerðu þar af leiðandi ekki það sem fyrir þá var lagt. Skynsamlegur hand- knattleikur eins og liðið sýndi gegn Drott og Atletico Madrid náði aldrei að verða ofan á, því fór sem fór,“ sagði Hilmar Björnsson í stuttu viðtali við Mbl. eftir tapleikinn gegn Gross- waldstadt. — gg. Valsmenn hjálpuðu mér mjög mikið — sagöi Manfred Hoffmann, sem varöi 20 skot Valsmanna „Sóknarleikurinn hjá okkur var tóm della frá upphafi, í 60—70% af sóknarlotum okkar gerðum við hreinlega ekki það sem fyrir okkur var lagt, við skutum ekki á markvörðinn eins og best hefði verið fyrir okkur, heldur eins og best var fyrir hann. Allt sem fór fyrst á gólfið lá í netinu, en hvað eftir annað gerðu menn sig seka um að skjóta algerum „djókskot- um“. Plönin sem við gerðum og allur undirbúningurinn fékk ekki að njóta sín vegna þess að menn brutu sig út úr því sem fyrir var lagt,“ sagði Stefán Gunnarsson fyrirliði Valsliðsins í samtali við Mbl. í leikslok og var ómyrkur í máli. „Við ofmátum Grosswaldstadt, voru hræddir við Ilofmann, menn einbeittu sér ekki. Ef við hefðum náð toppleik hefði það getað munað 4 mörkum í sókn hjá okkur og fjórum mörkum minna á okkur, en við fórum með þetta út í vitleysu strax í byrjun. Eg er alveg hrikalega svekktur. — gg. • borbjörn Guðmundsson kominn í skotstöðu, en þrumufleygurinn Manfred Freisler er til varnar. Þorbjörn var markhæstur Valsara, en var þó langt frá sínu besta eins og flestir Valsmanna. Ljósm. Klaus WeinKartner. inni. Þorbjörn Jensson og • Þorbjörn Jensson á fleygiferð, en Kurt Klúhspiess seilist eftir hálstaki. Til hægri hefur annar Þjóðverji góðar gætur á Stefáni Gunnarssyni. Ljúsm. Klaus Weinuartner. „Tóm della frá upphafi" „ÉG VAR mest undrandi á því hve mótstaða Valsmanna var lítil, við áttum allir von á Valslið- inu mun sterkara en raunin varð á, t.d. vorum við sammála um að við hefðum heldur kosið að mæta Banja Luka eða Dukla Prag i úrslitaleiknum í stað Vals, því um liðið vissum við nákvæmlega ekki neitt,“ sagði Manfred Hoff- mann snillingurinn í marki Grosswaldstadt, er blm. Mbl. rakst á hann á hóteli liðanna kvöldið eftir leikinn. Þessi risi varði 20 skot Valsmanna i leikn- um og lagði öðrum fremur grunninn að stórsigri Gross- waldstadt í leiknum. Meira sagði Hofmann: „Það var okkur gífurlega mikils virði að við gátum fengið filmu af leik Vals og Atletico Madrid. Við vissum ekkert um Valsliðið, en þóttumst færir í flestan sjó eftir að hafa legið yfir filmunni í marga klukkutíma. Og eftir að hafa séð filmuna dettur mér ekki í hug að Valsmenn geti ekki leikið mun betur en þeir gerðu gegn okkur. Ég var annars mjög ánægð- ur með minn hlut í leiknum, en verð þó að segja, að Valsmenn hjálpuðu mér mjög með óyfirveg- uðum skotum í byrjun. — gg. Ljósm. Klaus Weinifartner. fundu sig aldrei öryggi. En Þjóðverjarnir fylgdu eftir byrjun sinni og komust umsvifalítið í 6—1 með mörkum Gnau, Meisinger og Fischer. Voru nú liðnar 20 mínútur af fyrri hálfleik. Þorbjörn G. minnkaði muninn á nýjan leik, en nafni hans Jensson fékk þá enn brott- rekstur og Meisinger skoraði fljót- lega. Sama martröðin framan af síöari hálfleik Ekki batnaði það í síðari hálf- leik, er hvert þrumuskotið af öðru frá leikmönnum Grosswaldstadt rataði rétta leið, þrátt fyrir þokkalegan sprett Brynjars í markinu. A sama tíma var sókn- arleikur Vals hrein vitleysa, skot- ið úr vonlitlum færum eftir ör- skammar sóknarlotur. Og jafnvel þó að komið væri í dauðafæri, eins og t.d. Bjarni í hraðaupphlaupi og Steindór tvívegis á línunni, þá var það hinn stórbrotni markvörður, Manfred Hoffmann, sem kom til skjalanna og varði flest það sem á markið kom. Var ljóst í leikslok, að þýzkir fréttamenn litu á Hoff- mann sem hetju dagsins, því að tugir ljósmyndara þyrptust að honum með allt suðandi skömmu fyrir lokaflautuna. Voru þetta erfiðar mínútur fyrir íslendinga í Olympíuhöllinni stórkostlegu, sem var þéttsetin með rúma 9000 áhorfendur og oft reikuðu augun til klukkunar til að gá hvort þessum ósköpum færi ekki senn að linna. Staðan var orðin 17—7 þegar átta mínútur voru eftir. Þeir þýzku slaka á Síðustu mínúturnar kepptu Valsmenn eingöngu að því að draga úr tapinu sem mest þeir máttu og til allrar hamingju tókst að skora meira en tug marka, þótt lengi vel hafi litið út fyrir að það yrði vita vonlaust gegn rosavörn Grosswaldstadt. En úrslitin voru löngu ráðin, Grosswaldstadt var Evrópumeistari annað árið í röð og sannarlega var liðið vel að sigrinum komið mun betri aðilinn í leik liðanna. Hins vegar hefði verið auðveldara að sætta sig við tapið hefði Valur leikið betur, því að frammistaðan í þessum ein- staka leik sæmdi ekki úrslitaleik. Var þetta án nokkurs vafa lang- slakasti leikur Vals í Evrópu- keppninni að þessu sinni. En þrátt fyrir allt á Valur mikið og gott hrós skilið, því að í leik þessum tapaðist aðeins orrusta í stríði, því að frammistaða Vals í heild hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenzkan handknattleik, einmitt á bezta tíma, þegar svo virðist að íslenzkur handknattleikur sé á leið upp úr öldudal, sem hann var óumdeilanlega kominn í. Það er því óhætt að óska Val hjartanlega til hamingju með stórbrotinn ár- angur. Valsmenn langt frá sínu besta Þó að Grosswaldstadt væri að öllum likindum sterkara lið en Valur, jafnvel þegar Valur ætti algeran toppleik, er alveg hreint deginum ljósara, að það er ekki 9 marka munur á þýzkum 1. deildar liðum og þeim betri á íslandi. Með góðum leik hefði verið ástæðu- laust að tapa með meiri mun en 3—4 mörkum. Taka verður einnig með í reikninginn, að GWS er algert yfirburðalið í Vestur- Þýzkalandi. Það er sennilega hægt að taka undir orð eins Valsmanna er sagði eftir leikinn: „Það hefði þurft kraftaverk til þess að vinna þetta lið.“ Þetta er líklega satt, vegna þess að það var mál flestra, að GWS hefði ekki leikið nærri eins vel og venja er, þeir voru hálfsmeykir við leikinn gegn Val. Það var ljóst á leik Valsmanna, að fyrirmælum þjálfarans var ekki sinnt sem skyldi. Það var skotið á Hoffmann, þar sem hann vill gjarnan fá skotin, sóknarlotur stóðu varla nema 10—20 sekúndur áður en hleypt var af, oftar en ekki úr litlum færum. Voru flestir sekir að þessu leyti. Það var t.d. furðulegt að sjá til Bjarna og Steindórs, þessara reyndu og bráðsnjöllu landsliðsmanna. Þeim tókst ekkert. Þorbirnirnir fundu sig aldrei í sókninni, sérstaklega Jensson, sem auk þess gat varla beitt sér sem skyldi í vörninni eftir tvo brottrekstra snemma leiks. Stefán fyrirliði Gunnarsson reyndi af alefli að stýra hinum höfuðlausa her, en ekkert gekk. Markverðirnir náðu sér aldrei á strik, enda erfitt um vik þegar fallbyssur eins og Freisler, Meis- inger og Kluhspiess fá óáreittir að lyfta sér upp og hleypa af. Björn Björnsson kom bezt frá leiknum í liði Vals, bar enga virðingu fyrir mótherjunum og gerði laglega hluti í leiknum. Einnig slapp Gunnar Lúðvíksson vel frá sínu. Hann var frekar lítið með, en fiskaði m.a. tvö vítaköst. Sama gerði Brynjar Harðarson, sem mátti eiga það að hann reyndi þó. Stundum var þó full mikið af því góða hjá Brynjari, en úr því sem komið var var sjálfsagt að reyna allt. Tilraunir Brynjars fengu þó einum of skjótan endi. Þjóðverji nokkur í liði Grosswaldstadt sett- ist ofan á höfuðið á Brynjari í einni sóknarlotunni með þeim afleiðingum, að Brynjar gengur um með virðulegan hálskraga sjálfum sér til lítillar ánægju. Mörk Vals: Þorbjörn Guð- mundsson 5 (2 víti), Björn Björnsson 2, Stefán Halldórsson 2 (bæði úr vítum), Stefán Gunnars- son 1, Bjarni Guðmundsson 1 og Brynjar Harðarson 1 (víti) Mörk GWS: Freisler, Kluh- spiess og Meisinger 4 hver, Hörm- el, Dumig og Fischer 2 hver, Gnau, Singel og Lang 1 mark hver. Víti í vaskinn: Manfred Hoff- mann varði vítaköst frá Þorbirni Guðmundssyni í fyrri hálfleik og frá Brynjari Harðarsyni í síðari hálfleik. Þá skaut Stefán Hall- dórsson í stöng í síðari hálfleik. Brottrekstrar: Þorbjörn Jens- son í 4 mínútur og Uli Gnau í 2 mínútur. Dómararnir voru frá Svíþjóð, þeir Nielson og Jersmyr. Dæmdu þeir mjög vel og létu ekki áhorfendur vera með puttana í dómgæzlunni eins og dæmi eru um. -gg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.