Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 1980 Logi Guðbrandsson: Þvottahúsið í grein sinni segir Sigurður að nýverið hafi spurzt, að Landakots- spítali hefði keypt þvottahús sem spítalinn hefði fram að því skipt við, en annan skilning fæ ég ekki út úr orðum hans. Þessi þvottahússaga er alveg á við söguna um fjöðrina, sem varð að 10 hænum. Landakotsspítali hefur frá upp- hafi rekið sítt eigið þvottahús og hefur mér vitanlega ekki verzlað við önnur þvottahús utan að hluti af þvotti spitalans var á síðasta ári sendur í þvottahús Ríkisspítal- anna. Spítalinn hefur aldrei skipt við þvottahúsið Eimi eða önnur með þvott og virðist sem saman- burður þeirra Ríkisspítalamanna við það þvottahús skipti því litlu máli. Á undanförnum árum hefur vélakostur þvottahúss Landakots- spítala gengið mjög úr sér, en endurnýjun hefur verið harla lítil. Hefur það átt sér ýmsar orsakir, m.a. þá sem nefnd hefur verið hér fyrr, þ.e. óvissa um framtíð spítal- ans, en einnig hreinar fjárhags- ástæður. Var fyrir löngu orðið tímabært að endurnýja vélakostinn. Velja hefði mátt þann kost að kaupa nýjar vélar, sem hefðu kostað uppundir 100 milljónir króna. Hins vegar var valinn sá kostur, að kaupa notaðar vélar vegna hagstæðs verðs. Kaupverð véla þvottahússins Eimis var kr. 25 milljónir. Á sama tíma áætla Ríkisspítal- ar (Áætlun 1980 bls. 8 og 11) að verja kr. 125.5 milljónum í stofn- kostnað til að mæta magnaukn- ingu á þvotti. Sigurður staðhæfir í grein sinni, að þvottahús Ríkisspítalanna gæti annað öllum þvotti Landakots. Eg leyfi mér að efast um þá staðhæfingu, En spurningin er þá, hvort það eitt, að Ríkisspítalarnir eiga svona stórt þvottahús, leggur þá skyldu á öll önnur sjúkrahús að verzla við það þvöttahús. Ekki er vitað til að Ríkisspítal- arnir hafi haft samráð við aðra um að byggja svo afkastamikið þvottahús og örugglega var ekki haft samráð um það við Landa- kotsspítala. En spurningin er auðvitað einnig, hvernig stjórnendum Ríkisspítal- anna datt í hug að byggja þv.otta- hús með afkastagetu langt um- fram þörf þeirra eigin spítala. Ég hygg að engum þætti það verjandi fjárráðstöfun ef Landa- kotsspítali setti upp t.d. eldhús- aðstöðu, sem annað gæti matar- gerðarþörfum allra spítala í Reykjavík og gerði síðan (ég undirstrika eftir að hið afkasta- mikla eldhús hefur verið sett upp) kröfur til þess að aðrir spítalar í borginni leggi sín eldhús niður og kaupi allan sinn mat í þessu stóra eldhúsi. Ég hef grun um að Sigurður Þórðarson og þeir hjá Ríkisspítöl- unum myndu hlæja að slíku gríni. Að stjórnarnefndin sé sannfærð um gæti þvottahúss Ríkisspítal- anna dreg ég ekki í efa, en sé ekki að það komi málinu mikið við og ef þeir byggja of stórt þá gera þeir það á eigin ábyrgð. Heilbrigðis- stofnun ríkisins í síðari grein sinni gerir Sigurð- ur Þórðarson nánari grein fyrir hugmyndum sínum um tilgang .neð stofnun Heilbrigðisstofnunar ríkisins og nefnir í því sambandi -am veigamestu atriðin: — Að tryggja, að allir lands- menn sitji jafnir hvað varðar þjónustu án tillits til efnahags og búsetu. — Að með því skapast mögu- leikar á styrkri stjórn þessara mála. — Að skapa þá möguleika, að heilbrigðisþjónustan aðlagi sig á hverjum tíma þeim þörfum sem fyrir hendi eru í þjóðfélaginu. — Að með þeim megi tryggja að ný aðstöðusköpun samræmist þörfum, en verði ekki til vegna þrýstings eða áhuga fáeinna aðila í þjóðfélaginu. — Að með því fáist betri nýting þeirra fjármuna, sem þjóðin ver til þessa málaflokks. — Að eyða óeðlilegri samkeppni sem skaða neytandann. Allt þetta vill S.Þ. tryggja með því að stofnsetja Heilbrigðisstofn- un ríkisins. Er því ekki úr vegi að skoða atriði þessi nánar. Það fyrsta sem vekur athygli er, að allt það sem hér er nefnt er svo almenns eðlis, að segja má, að allir geti fallizt á þessi megin- markmið, en hins vegar er ekkert um, að athugun hafi verið gerð á því, hvort þessi vandamál séu óleyst. 1. Mér vitanlega hefur það ekki talizt til meginvandamála að landsmenn séu ekki í raun jafnir til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Ójafnrétti af búsetuástæðum verður aldrei til fulls afnumið vegna þess, að spítalar eru staðbundnar stofnanir. Stærstu spítalarnir eru i þéttbýli höfuð- borgarsvæðisins, en þeir þjóna reyndar öllu landinu. Væri enn meiri ójafnaður fólginn í því að flytja þessar stofnanir til fá- mennari staða. En hvað sem þessu líður sést ekki að Heilbrigðisstofnun ríkis- ins mundi í sjálfu sér bæta úr þessu. 2. Um hina styrku stjórn má sjálfsagt deila, en þar sem Heil- brigðisstofnun verður ekki ann- Hæstvirtir alþingismenn Eiður Guðnason, Sverrir Hermannsson og Steinþór Gestsson. Undirritaðir litu í dag breyt- ingartillögur yðar við fjárlaga- frumvarp Ragnars Arnalds þar sem þér leggið til að fjárveiting til Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) verði skert verulega. Sam- kvæmt tillögu Eiðs er þessi niður- skurður 2120 milljónir króna en Sverrir og Steinþór leggja til að hann verði 1500 milljónir króna. í fjárlagafrumvarpi Ragnars Arnalds er gert ráð fyrir að veitt lán LIN nemi 5636 milljónum króna. Er þá miðað við óbreyttar úthlutunarreglur og lánum fyrir 85% af fjárþörf námsmanna. Ef breytingartillaga Eiðs yrði samþykkt þýddi það um 40% niðurskurð á lánum LÍN eða lækkun lánaprósentunnar úr 85% í 53%. En hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna námsmann? Samkvæmt mati LÍN er framfærslukostnaður einstaklings nú um 242 þúsund krónur á mánuði (gildir á tímabil- inu 1/2—1/6) og hámarkslán, sem nemur 85% af þeirri upphæð, er hvað en... Síðari grein að en stækkuð útgáfa Ríkisspít- alanna má skoða þá í þessu sambandi. Einkum má líta til þess markmiðs sem S.Þ. nefnir í grein sinni, að saman fari stjórnunarleg og fjárhagsleg ábyrgð. Eftir því sem lesa má í dagblöðum þessa dagana virðist forstjóri Ríkisspítalanna telja fjárhagslega ábyrgð á rekstrin- um vera hjá Alþingi, en stjórn- unarlega ábyrgð hjá sér og stjórnunarnefnd Ríkisspítal- anna. Ef þetta er það ástand, sem boðað er, sést ekki að til mikils sé að vinna. 3. Sennilega hefur enginn haldið því fram fyrr, að líkur fyrir sveigjanleika stofnunar að að- stæðum aukist í réttu hlutfalli við stærð hennar. Það er því tæplega hægt að taka hátíðlega þá ætlun S.Þ. að Heilbrigðis- stofnun muni laga sig að þörfum þjóðfélagsins betur en nú er gert á smærri stofnunum. 4. S.Þ. vill koma í veg fyrir að aðlögun að þörfum verði fyrir þrýsting eða á huga fáeinna aðila í þjóðfélaginu. I fyrri grein sinni nefndi S.Þ. störf áhuga- manna um áfengismál og taldi þau mikilvæg og er ég honum því um 206 þúsund krónur. Samkvæmt tillögum Eiðs á há- markslán að lækka og verða 124 þúsund krónur á mánuði en Sverr- ir og Steinþór vilja að þessi upphæð verði um 150 þúsund krónur á mánuði. Það er svolítið erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig hægt er að fá yður þingmenn til að skilja að þessi upphæð, 150 þúsund krónur á mánuði, nægir engan veginn til að framfleyta sér. Svona rétt til samanburðar viljum vér geta þess að vísitölubætur þær sem ráðherr- ar Alþýðuflokksins hættu við að neita sér um í desember og janúar námu sömu upphæð og þér ætlið námsmönnum til framfærslu í einn mánuð. Vér gerum okkur fyllilega ljóst að ráðherrar þurfa miklu meira sér til magafyllis en óbreyttir námsmenn og það kemur alls ekki á óvart að sjálfstæðis- menn séu á móti því sem gert hefur verið til að auka jafnrétti í þjóðfélaginu og er það raunar í rökréttu samhengi við leiftursókn þeirra gegn lífskjörum í landinu. Hitt kemur meira á óvart að þeir menn sem kenna sig við jafnaðar- sammála um það. Ég held, að ekki megi útiloka áhrif borgar- anna á ákvarðanatöku í heil- brigðismálum, hvort sem þau birtast á þennan hátt eða annan. En ég held einnig, að fráleitt sé að Heilbrigðisstofnun útiloki áhrif þeirra. Eða væntanlega er ætlazt til að menn en ekki guðir verði þar við stjórnvölinn. 5. Hefur verið sýnt fram á það, að betri nýting fáist á þeim fjármunum sem þjóðin ver til heilbrigðismála með stærri rekstri? Með ríkisrekstri? S.Þ. nefndi tölur í fyrri grein sinni um kostnaðaraukningu spítal- anna, en hann ræddi ekki um einingakostnaðinn sem er lægri á Landakoti en á Landspítala. Hann skýrði frá því, að hækkun hefði orðið minni milli ára hjá Landspítala en Landakoti. En hvernig stendur á þeirri lækk- un? Um það eru engar upplýs- ingar. Það má því spyrja, hefur verið dregið úr rekstri og þar með þjónustu? í því er enginn sparnaður fólginn. Nei, það þarf að sýna fram á með skýrari rökum en gert hefur verið, að Heilbrigðisstofnun nái þessu markmiði svo miklar líkur hefur það á móti sér. 6. Sjálfsagt er að útiloka óeðli- lega samkeppni eftir föngum. En ekki er öll samkeppni óeðlileg, heldur er hún oft til góðs. Annars verður að segja eins og er, að samkeppni milli spítal- anna fyrirfinnst varla, enda þótt milli þeirra megi finna heil- brigðan meting um að standa sig sem bezt og eru þessi skrif okkar Sigurðar Þórðarsonar gott dæmi um hann. Niðurlag Niðurstaðan af öllum umræðum um heilbrigðismál hlýtur alltaf að felast í svari við spurningunni, um það hvort ástandið í heilbrigðis- málum okkar sé gott eða slæmt. Sjálfsagt mætti margt betur fara en nú í heilbrigðismálum. Hins vegar notum við ekki meira hlutfall af þjóðartekjum í heil- brigðisþjónustu en þjóðir sam- bærilegar í lífskjörum. Athugun á því, hvað við fáum fyrir þetta fé hefur ekki farið fram. Ef stofn- setja á Heilbrigðisstofnun ríkisins til þess að lagfæra það sem aflaga fer í heilbrigðiskerfi okkar, þarf miklu nánari athuganir á því sem að er, hugsanlegum lausnum og hvort sú lausn, sem valin er, leysir í raun vandann og skapar ekki annan verri. Við vitum nokkurn veginn hvað við höfum og við þurfum að vita mun betur hvað við fáum. stefnu skuli opinbera svo augljósa andstöðu við það að allir skuli hafa jafnan rétt til náms. Eðlilega vinna námsmenn líka til að reyna að brúa bilið milli námsláns og framfærslukostnaðar en því miður eru reglur LIN þannig að þetta bil verður ekki brúað. Vér getum því ekki litið öðruvísi á tillögur yðar en að þér séuð með þeim að segja þeim 4000 námsmönnum sem þiggja lán frá LIN að þeir hafi engan tilverurétt. En kannski hafið þér hugsað yður að þessi 40% niðurskurður leiði til samsvarandi fækkunar náms- manna og að um 1500 þeirra hætti námi og fari á togara? Einar Birgis Steinþórsson formaður Bandalags íslenskra sérskólanema Pétur Reimarsson formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis Þorgeir Pálsson formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands Verkfall norska alþýðusam- bandsins? Ósló. 25. marz. frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. í DAG slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum norska alþýðu- sambandsins og samtaka norskra vinnuveitenda og blasir verkfall 200.000 manna við. Deilunni hefur verið vísað til sáttasemjara og kemur vart til verkfalls fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Það var alþýðusambandið sem ákvað að slíta samninga- viðræðunum, þegar sýnt þótti að vinnuveitendur myndu halda fast við tilboð sitt um launahækkun um fimm af hundraði. Alþýðusamtökin krefjast hækkunar um 12 af hundraði. Samdráttur í sovéskri olíufram- leiðslu Á Vesturlöndum hefur því verið spáð, að á næstu árum muni samdráttur verða í olíu- framleiðslu Sovétmanna. Menn hafa þó ekki verið á einu máli um þetta. Sovét- menn sjálfir hafa ekkert um þetta mál sagt fyrr en nú fyrir skömmu, þegar dr. Al- exander Krylov, í sovésku vísindaakadcmíunni, viður- kenndi, að oiiuframleiðslan kynni að minnka á næstu árum. Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur sett fram spá um það, að Sovétríkin verði farin að flytja inn olíu eftir 10—15 ár. Það mynd hafa mikil áhrif um heim allan, því að um þessar mundir eru Sovétríkin mesta olíuframleiðsluland veraldar og sér Austur- Evrópuríkjunum fyrir tveim þriðju af olíuþörf þeirra. 1979 fluttu Sovétmenn út 155 milljón tonn af olíu. Fyrir aðildarríki Comecon (efna- hagssambands kommúnista- ríkjanna) skipti sovéska olían miklu. 1978 nam hún 88% af neyslu þeirra eða 65,5 milljón- um tonna. Hagstofa Sovétríkjanna staðfesti fyrir nokkru, að olíu- framleiðslan 1979 hefði verið 7 milljónum tonna minni en áætlað hafði verið, en áformað var að framleiða 593 milljónir tonna. Vestrænir sérfræðingar telja, að sovéska olíufram- leiðslan muni haldast í um 600 milljónum tonna fram til 1985 en þá muni hún dragast smátt og smátt saman í 550 milljón tonn 1990. (Heimild L’Echo de la Bourse) Konur fái sömu laun og karlar LuxembourK. 27. marz. — AP. DÓMSTÓLL Efnahagsbanda- lags Evrópu felldi í dag þann úrskurð í Luxembourg, að kon- um og körlum, sem vinna sams konar störf, beri sömu laun. Taki kona við starfi karlmanns, þá á hún að fá sömu laun og karlmaðurinn hafði fyrir. Það var brezkur dómstóll sem hafði beðið um úrskurð vegna máls sem kom upp í Bretlandi. Þar tók kona við starfi karlmanns en fékk 20% lægri laun en hann. Við vitum við höf um, Opið bréf til þriggja fjárveitinganefndarmanna: Að lifa af vísitölu- bótum ráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.