Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 39 Clara Birgitte Orvar - Minning Fædd 12. ágúst 1896 Dáinn 21. mars 1980 í dag er gerð útför Clöru Birgitte Örvar frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Clara fæddist í Kolding á Jót- landi. Foreldrar hennar voru Sör- en Mortensen Hyrup og Anna Jensdatter f. Sörensen. Á íslandi lifði hún öll sín fullorðins- og manndómsár og hér lifði hún til elliára og var orðin mikill og sannur íslendingur. Ung kynntist hún efnilegum Islendingi, Kjartani Örvar, sem leitaði hafði til Danmerkur eftir menntun og frama. Hafði Kjartan lokið vélstjóranámi í Danmörku 1914 og siglt síðan á dönskum skipum til 1916, er leiðin lá á hin nýju skip Eimskipafélags íslands, sem þá var nýstofnað. Til íslands kom Clara 1. ágúst 1919 og giftist þegar heitmanni sínum Kjartani Örvar og lifði með honum í farsælu hjónabandi í 51 ár. Kjartan lést 1970, þá fyrir nokkru hættur sínu aðalstarfi vegna aldurs. Arið 1922, réðst Kjartan til Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem vélstjóri við Elliðaárstöðina og starfaði síðan þar allan sinn starfsaldur, síðast sem stöðvar- stjóri. Bjuggu þau, Kjartan og Clara, eftir þetta allan sinn búskap við Elliðaárnar, fyrst lengi vel í bústöðum vélstjóra, sem Raf- magnsveitan lét starfsmönnum sínum í té. Síðar byggðu þau sér sitt eigið hús þarna á staðnum og bjuggu í því, meðan þeim varð samvista auðið. Þegar Clara nú var orðin ein og ellin færðist yfir, flutti hún sig í Auðarstræti og átti þar nokkur hamingjusöm ár og hélt lengst af allgóðri heilsu og lét reyndar ekki á sig fá, þótt hallaði sýnilega undan fæti. Eftir að hún fór á sjúkrahús á síðastliðnu ári, átti hún þaðan ekki afturkvæmt og hafði því sannarlega staðið meðan stætt var. Andlát hennar bar að þ. 21. mars s.l. og södd lífdaga hafði hún sagt við börnin sín nokkrum dögum áður, að nú væri hún ferðbúin. — Það gat ekki orðið af, að hún héldi Páskahátíðina heima í Auðarstræti með Önnu dóttur sinni. Börn þeirra Clöru og Kjartans eru: Maja, gift Eric Weatherlake. Var hún á sinni tíð ein fræknasta skíðakona þessa lands, en giftist ung til Englands. Lést hún þar á besta aldri árið 1970. Anna, ógift. Björn, úrsmiður, giftur Hönnu Mörtu Vigfúsdóttur. Jóhanna, húsmóðir, gift Þorgrími Þorgrímssyni, kaupmanni og ræð- ismanni. Barnabörnin eru 8 og eitt barnabarnabarn. Fyrir hjónabandið átti Kjartan dóttur, Gudrun að nafni. Hefur hún alið allan sinn aldur í Dan- mörku og er búsett í Kolding, gift Willy Wallenberg. Var Gudrun ætíð hjartfólgin Clöru sem hennar eigið barn væri og við nágranna- börnin heyrðum alltaf talað um hana sem elskuðu, stóru systur úti í Danmörku. Clara var myndarleg kona á allan hátt og hin glæsilegasta á sínum bestu árum. Fegurð sinni og reisn hélt hún til hins síðasta. í Rafstöðinni var á sínum tíma lítið og á margan hátt sérstætt samfélag. Fjarlægðin frá borg- inni, náið sambýli og sameiginleg störf margra, er þar bjuggu, varð til þess, að tengsl og vinabönd fólksins urðu enn nánari en al- mennt gerist í litlu þorpi. Frá þessum árum eru margar fegurstu minningar okkar systr- anna tengdar Clöru og börnum hennar, sem voru á svipuðum aldri og við nágrannar þeirra. Við minnumst hlýju hennar og glaðs viðmóts, sem sjaldan brást, þótt á ýmsu gengi um þægð og eftirláts- semi unga fólksins. Clöru fylgdi einnig sérstök ræktunarmenning, vafalaust bundin hinu þaulræktaða heima- landi hennar. Tvo stóra garða vann hún upp frá grunni og var ræktað bæði til skjóls, fegurðar og heimilisnytja. Síðar varð okkur ljóst, að hinn sérstæði bragur á görðum hennar var ekki eingöngu bundinn ræktunargetunni einni, sem var þó með því besta sem gerist, heldur endurspeglaði garð- yrkja hennar, plöntuval, niðurröð- un lita blómanna og allt fyrir- komulag ríka listræna tilhneig- ingu. Kom þetta einnig fram í öllu heimilishaldi hennar og dagfari, sem og því, að á efri árum fékkst hún við myndlist. Þessi eiginleikar hafa erfst til barna hennar. Að leiðarlokum minnumst við langrar og ánægjuríkrar samveru og vináttu sem entist milli hennar og móður okkar til hins síðasta. Guðfinna Jóhanns- dóttir Minningarorð Fædd 22. júní 1903 Dáin 20. marz 1980 Þegar ég að kvöldi útfarardags hálfsystur minnar Guðfinnu Jó- hannsdóttur, lít yfir farinn veg og leiði hugann að okkar raunveru- lega nána sambandi og tryggu vináttu alla tíð, þrátt fyrir tals- verðan aldursmun, fyllist hugur minn þakklæti til hennar fyrir allt, sem hún var mér og öllu mínu fólki, bæði fyrr og síðar. Guðfinna missti móður sína 15 ára gömul og er ekki að efa, að slíkt áfall hefur haft mikil áhrif á hana sem og yngri systkini hennar tvö. Erfið hafa þau hlotið að vera árin, sem í hönd fóru, en í lífi flestra skiptast á skin og skúrir og má segja, að svo hafi verið í lífi hennar. Hinn 18. okt. 1924 er hennar hamingjudagur, þegar hún giftist Einari Pálssyni, blikksmíðameist- ara og núverandi eiganda Nýju blikksmiðjunnar í Reykjavík. Þau eignuðust fallegt og hlýlegt heim- ili og urðu þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að lifa saman í farsælu hjónabandi í rúm 55 ár. Margar eru minningarnar, sem þjóta um hugann, þegar hugsað er til baka — minningar, sem ég er innilega þakklát fyrir. Þegar ég fæddist voru hálf- systkini mín öll komin yfir tvítugt og þegar búin eða í þann veginn að stofna sín eigin heimili. Milli heimila þeirra og heimilis foreldra minna var alltaf mikill samgang- ur og sterk voru fjölskyldu- og vináttuböndin, sem tengdu saman allar fjölskyldurnar. Hálfsystkin- um mínum öllum er ég ævarandi þakklát fyrir alla þeirra vinsemd og hlýju í minn garð og móður minnar, stjúpu þeirra. Það er vandi að vera stjúpa og þarf vissulega, mikla nærfærni og til- litsemi til að umgangast stjúp- börn, svo að vel fari. Sama má segja um stjúpbörnin í umgengni við stjúpuna. En hér þykist ég geta dæmt, að mjög vel hafi til tekizt og allir hafi notið sín. Það ríkti gagnkvæm virðing og vinátta milli móður minnar og stjúpbarna hennar, svo að á betra varð vart kosið. Einhvern veginn var því á þann veg farið, að litið var á Guðfinnu sem einskonar sameiningartákn fjölskyldunnar á vissan hátt. Hún Börnum hennar og öllum af- komendum viljum við færa hug- heilar samúðarkveðjur, ekki síst Önnu, sem nú hefur misst mest allra barnanna. Ágústa og Ingunn Ágústsdætur Kveðja frá tengdasyni í dag kveðjum við stórbrotna sæmdarkonu, sem var af dönsku bergi brotin. Clara Birgitte Örvar fædd Hyrup var fædd 12. ágúst, 1896 í Kolding á Jótlandi og voru foreldrar hennar Anna og Sören Hyrup trésmíðameistari. Olst hún upp í stórum systkinahóp en þau voru alls 10 og var hún þeirra yngst en hún náði hæstum aldri þeirra. Árið 1919 fluttist hún til íslands ásamt unnusta sínum Kjartani Tómassyni Örvar, vélstjóra og voru þau gefin saman í hjónaband í ágúst það sama ár. Þau eignuð- ust fjögur börn en þau eru Maja fædd 12. maí, 1920 (hún er látin) hún giftist enskum manni Eric Weatherlake og eignuðust þau tvö börnCecil og Sylvia. Anna Sigrún, Björn, giftur Hönnu Mörtu Vig- fúsdóttur, sem eiga þrjú börn, Björgu, Kjartan og Björn Lárus. Yngst barna þeirra er Jóhanna, gift þeim, sem þessar línur ritar og eiga þau þrjú börn, Hönnu Þóru, Hrafnhildi og Þorgrím Þór. Varla get ég minnst Clöru án þess að geta eiginmanns hennar Kjartans Örvar en hann var fæddur 23 jan. 1892 sonur hjón- anna Theodóru Guðrúnar Bjarna- dóttur, sem var fædd að Hömrum í Grímsnesi en ólst upp í Miðengi í sömu sveit og Tómasar Gunnars- sonar, fiskmatsmanns á ísafirði en hann var fæddur í Sauðholti á Rangárvöllum. Kjartan lærði til vélstjóra í Köbenhavns Maskinskole og Köb- enhavns Flydedok og Skibsværft. hafði yfir sér reisn, var ákveðin í skoðunum, dugmikil atorkukona og hafði frumkvæði um marga hluti, þegar taka skyldi ákvarðan- ir. Fyrstu bernskuminningar mín- ar eru bundnar jóladagsfjöl- skylduhátíð á heimili þeirra Ein- ars og Guðfinnu. Alltaf var það mér mikið tilhlökkunarefni, þegar fara átti til þeirra, hvort sem var á jólum, páskum, á öðrum tylli- dögum eða bara til að líta inn án tilefnis, sem oft var gert í þá daga, þegar tími virtist nægur til að vera samvistum við vini og ætt- ingja. Guðfinna var höfðingi heim Sigldi hann síðan á ýmsum dönsk- um skipum og þar á meðal „ísland“. En árið 1916 réðst hann til starfa hjá Eimskipafélagi íslands og sigldi með Goðafossi og Lagarfossi um 2ja ára skeið. Þá sigldi hann með togurunum Ing- ólfi Arnarsyni, hinum eldri og Ot'ri og síðar á „Suðurlandinu", sem var strandferðaskip. En árið 1922 hætti hann sjómennsku og réðst til Rafmagnsveitu Reykja- víkur og starfaði ætíð við Elliða- árstöðina. Kjartan Örvar var greindur maður og vel að sér um fleiri svið en snertu starfa hans enda ger- hugull varðandi það er hugur hans stóð til hverju sinni. Er ég nú á kveðjustund minnist Clöru Birgitte, þá kemur mér helzt í hug persónutöfrar hennar en henni var það eiginlegt að laða að sér fólk en hún naut sín hreint ekki, ef hún hafði ekki fólk í kringum sig. Einnig hafði hún skemmtilegan frásagnarhæfi- leika. Gestkvæmt var jafnan á heimili hennar og stóð hún og bóndi hennar jafnan fyrir rausn og höfðingsskap. Jafnvel háöldruð lét hún ekki niður falla hátíðar- miðdegisverði fyrir fjölskylduna. Clara var blómaræktarkona mikil og skildi eftir sig hvorki meira né minna en fjóra blóma- og trjágarða við hús þau, sem fjöl- skyldan bjó í er þau bjuggu við Elliðaárstöðina. Handavinnukona var hún mikil enda þurfti varla að kaupa prjónles á barnabörnin þegar þau voru að vaxa úr grasi. Ættfróð var Clara og stóð hún í þeim efnum ekki manni sínum á sporði. Ég stend í þakkarskuld fyrir að hafa fengið að kynnast svo mætri konu. Hvíli hún í guðsfriði. Þorgrímur Þorgrimsson Guðmundur Sigurjónsson teflir við unga Akureyringa. Kári Elísson skák- meistari Akureyrar MORGU NBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Skákfélagi Akureyrar: Skákþingi Akureyrar lauk fyrir skömmu. Keppendur voru 20 í tveimur flokkum, 10 í Á-flokki og 10 í B-flokki. í A-flokki sigraði Kári Elísson, hlaut 7,5 vinninga, í öðru sæti varð Gylfi Þórhallsson með 6,5 vinninga og í þriðja—fjórða sæti urðu þeir Jakob Kristinsson og Áskell Örn Kárason með 6 vinn- inga. í B-flokki sigraði Pálmi Pálsson, sem hlaut 7,5 vinninga, í að sækja og var henni einkar lagið að taka alúðlega á móti gestum sínum. Hún var mjög framtaks- söm um að kalla saman skyldfólk sitt meðan heilsan leyfði, enda þótt aðstæður breyttust til þeirra hluta eftir því sem árin liðu og nýjar og nýjar fjölskyldur bættust við. Börnin, sem upp komust, urðu fimm. Þau eru: Sigríður, gift Helga Filippussyni; Jóhann, kvæntur Jenný Sigfúsdóttur; Jón- as Haukur, kvæntur Elínu Jóns- dóttur; Sverrir, kvæntur Katrínu Jónsdóttur og Hjördís, gift Brynj- ólfi Guðmundssyni. Allir vinna synirnir í fyrirtæki föður síns, sem hann með dugnaði og eljusemi setti á stofn fyrir 54 árum og veitir enn forstöðu með árvekni og drenglund. Nú, þegar Guðfinnu nýtur ekki lengur við, er afkomendahópurinn orðinn stór, sem saknar hennar. Sárastur er söknuður eiginmanns- ins, sem allt til hinztu stundar reyndist henni hinn trausti, sanni vinur og bar hana á höndum sér alla tíð. Við hjónin og börn okkar send- um þeim öllum okkar hjartan- legustu samúðarkveðjur og biðj- um algoðan guð að blessa þeim minninguna um hana og veita þeim huggun og styrk í sorg þeirra og söknuði. Henni, sem horfin er, biðjum við eilífs friðar og blessunar guðs. Sigríður G. Jóhannsdóttir öðru sæti varð Hlynur Jónasson, einnig með 7,5 vinninga og í þriðja sæti varð Jakob Kristjánsson með 6.5 vinninga. Teflt var í Lundaskóla og skák- stjóri var Albert Sigurðsson. Akureyrarmót í hraðskák var haldið mánud. 24. mars. Tefldar voru 2x9 umferðir eftir Monrad- kerfi og voru keppendur 33. Sigur- vegari varð Jón Björgvinsson, hlaut 15 vinninga, annar varð Áskell Örn Kárason með 13 vinn- inga, þriðji Þór Valtýsson með 12.5 vinninga og fjórði Pálmi Pétursson með 12 vinninga. Eftir páskana efna Æskulýðs- ráð Akureyrar og Skákfélag Akur- eyrar til námskeiðs í skák fyrir börn og unglinga á Akureyri. Leiðbeinandi verður Helgi Ólafs- son alþjóðlegur skákmeistari. Námskeiðin verða haldin í Oddeyrarskóla og Lundaskóla. Fyrr í vetur gekkst Skákfélag Akureyrar fyrir námskeiði fyrir unglinga og fullorðna þar sem Helgi var leiðbeinandi. Þótti nám- skeiðið gefa það góða raun að ástæða væri til að halda slíkri starfsemi áfram. Fulltrúar Akureyrar á Skák- þingi íslands, sem nú er að hefjast , varða Helgi Ólafsson, sem teflir í landsliðsflokki, Gylfi Þórhallsson, sem teflir í áskorendaflokki, og unglingarnir Pálmi Pálsson og Jón Garðar Viðarsson, en þeir tefla í opnum flokki. Mikil gróska er í skákstarfi skákfélagsins og einnig er mjög öflugt skákstarf í ýmsum skólum bæjarins. Sem fyrr háir húsnæð- isleysi starfsemi félagsins, en þó er von til þess að úr þeim málum kunni að rætast á næstunni. Næsta skákmót hjá SA verður væntanlega minningarmót um hinn góðkunna skákmann Júlíus Bogason hefst það sennilega um miðjan apríl. Þá munu skákmenn frá Húsavík sækja Akureyringa heim nú í vor, en samskipti þessara tveggja skákfélaga eru nú orðin árviss þáttur í starfsemi félaganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.