Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 viw MORö-dfv kafr/Nd \ ■te GRANI GÖSLARI Trúnaðarlæknirinn sagði, að ég ætti að vera eins mikið úti við og ég gæti. Ykkur vantar ekki svo sem aðstoðarf járhirði? Villibráðin kemur eftir 15 mín. herra! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Oft er gott og getur komið sér vel að sýna með afkasti sinu styrk i ákveðnum lit svo, að makker sé ekki i vafa um hvaða lit best er að hann spili. En aðgát skal höfð og ekki má gleyma, að fleiri fá þessar sömu upplýsingar og geta jafnvel haft gagn af. Suður gaf, allir á hættu. Norður S. KDG4 H. 54 T. ÁD64 v * L-983 * * Vestur Austur S. 753 S. 2 H. KG102 H. 9873 T. G10875 T. 92 L. 7 0 , L. ÁKDG64 Suður S. Á10986 H. ÁD6 T. K3 L. 1052 COSPER ... Þá tekur frummælandi, ungfrú Jóna, til máls og fjallar um spurninguna: „Eiga konurnar að taka völdin í þjóðfélaginu?" Samábyrgð Velvakandi góður! Tugmilljónatjón af völdum árekstra og allt vegna ölvunar við akstur! En hversu mikið er það tjón sem maðurinn sjálfur bíður, bæði á sál og líkama, þegar hann eftir nokkurra ára drykkju er ekki einasta orðinn flak, heldur þjóð- félagsbyrði? En þrátt fyrir þetta er hamrað á því sama: Engin boð og bönn, fleiri áfengisholur! Ætla mætti að þessir menn vildu höfuð- smiðju boða og banna á íslandi, sjálft Alþingi, feigt. — Og kannski er Móselög orðin úre) þessara spekinga. Ýmsir sveitar- stjórnarmenn virðast gengnir á mála þeirra siðlausu afla sem græða á eymd annarra. Þeim bæri þó fremur að spyrna við fótum og vera ungmennum til eftirbreytni. Þetta kom mér í hug þegar ég las viðtal við forseta bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi. Þar taldi hann lífsspursmál að hjálpa náunga sínum til að ná í áfengi með sem minnstri fyrir- höfn með því að stuðla að opnun áfengisútsölu út á Seltjarnarnesi. En hann var ekkert að aumka Seltirninga þó að þeir þurfi að sækja ýmsa nauðsynlega þjónustu til Reykjavíkur, til að mynda framhaldsnám að loknum grunn- skóla og sérverslanir ýmsar. Nei, það liggur eitthvað annað á bak við en áhugi á velferð almennings. Þar skyldi þó ekki einhver „hræsni" leynast eins og talað er um? Sveitarstjórnir, sem vita að áfengisneysla færist í aukana, bölið vex, og fleiri starfandi hend- ur lenda í klóm umboðslýðs Bakk- usar, sjálfum sér og þjóðfélaginu til tjóns, geta varla verið á réttri Vestur og austur sögðu báðir alltaf pass en norður svaraði spaðaopnun suðurs með þrem spöðum og lokasögnin varð fjórir spaðar. Eðlilega spilaði vestur út ein- spili sínu í laufinu og austur tók sæll og ánægður fyrstu þrjá slag- ina. En í annan og þriðja slaginn lét vestur hjartagosa og tvist. Hann greip sem sé tækifærið og sagði makker sínum fyrir verkum. Og austur gerði eins og til var ætlast, skipti í hjartaníu. Undir öllum eðlilegum kring- umstæðum hefði suður svínað hjartanu og einfaldlega tapað sínu spili. En eftir þessi afköst vesturs var svíningin dæmd til að mistak- ast. Sér í lagi, þar sem hann þekkti vestur og vissi, að hann var hrekklaus og ekki sérstaklega hugmyndaríkur spilari. Og einnig var sagnhafa fullkomlega ljóst, að vestur var mun líklegri til að eiga fleiri tígla en austur og þar með var fyrir hendi annar möguleiki en svíningin til að vinna spilið. Sagnhafi tók því hjartaníuna með ásnum og tók trompslagina alla fimm. Og áður en lauk varð vestur annaðhvort að gefa eftir vald sitt á tíglinum eða láta hjartakónginn. Unnið spil. Auðvitað gat vestur varist bet- ur. T.d. látið lágan tígul í annan laufslaginn, trompað þann þriðja og spilað tígulgosa. Þetta gæfi sagnhafa engar upplýsingar um hjartaleguna og hann yrði að ráða fram úr spilinu sjálfur. Sýningí Hveragerði — til styrktar Noregsför nemenda grunnskólans Ilvoli. Ölfusi í byrjun maí-mánaðar n.k. fara nemendur 9. bekkj- ar Grunnskólans í Hver- agerði í 11 daga ferð til Sigdal vinabæjar Hvera- gerðis í Noregi. Sjóðurinn „Þjóðhátiðargjöf Norð- manna“ hefur veitt mjög myndarlegan styrk til far- arinnar og á næstunni ráð- gera nemendur, foreldrar þeirra og kennarar að vinna sameiginlega að ýmsum fjáröflunarverkefnum fyrir ferðasjóð nemenda. Miðvikudaginn 2. apríl n.k. kl. 14 verður opnuð handa- vinnusýning nemenda í fé- lagsheimili Ölfusinga (í næsta húsi við Eden) í Hveragerði. Þar verða til sýnis olíu- og vatnslitamynd- ir, teikningar og ljósmyndir, fatnaður og hannyrðir, ýmsir smíðisgripir og skúlptúrverk úr tré og járni, hugmynd að skipulagi skóla- og íþrótta- svæðis þorpsins og önnur hugmynd að framtíðarhóteli á Hamrinum fyrir ofan Hveragerði, báðar útfærðar í tré og pappamassa, og ýmis- legt fleira áhugavert. Til sölu verður sýningarskrá með upplýsingum um ýmsa þætti Hópvekefni. Nemendur ásamt kennara sínum. skólastarfsins í Hveragerði. Kaffiveitingar verða á boð- stólum alla sýningardagana og verður meðlætið allt heimabakað, unnið af nem- endum með dyggri aðstoð foreldra sinna að sjálfsögðu. Auk þessa er í undirbúningi ýmislegt fleira er gæti orðið ferðasjóði nemenda til styrktar. Við opnunina syngur skólakórinn og skólahljóm- sveitin leikur nokkur lög og vænta nemendur þess að sem flestir leggi lykkju á leið sína og styrki þá til Noregsferð- arinnar. Sýningin verður opin dag- lega kl. 14—22 til og með 5. apríl n.k. BES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.