Morgunblaðið - 01.04.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.04.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 Er Höfð Ljósm. Emilía. Frá borKarafundinum í Árbæjarhverfi þar sem fjallað var um Höfðabakkabrúna. Fremstir á myndinni eru borgarráðsmennirnir Birgir ísleifur Gunnarsson, Björgvin Guðmundsson, Sigurjón Pétursson, Kristján Benediktsson og Albert Guðmundsson sem voru gestir fundarins. ur sem Ilú.sfyllir var á borgarafundi í safnaðarheimili Árbæjarkirkju sl. fimmtudagskvöld þar sem rætt var um fyrirhugaðar framkvæmdir við Höfðahakkabrú. Að fundinum stóðu Bræðrafélag Árbæjarsóknar. Kvenfélag Árbæjarsóknar, íþrótta- félagið Fylkir og Foreldra- og kennarafélag Árbæjarskóla. Borg- arráðsmennirnir Albert Guð- mundsson, Birgir ísleifur Gunn- arsson, Björgvin Guðmundsson, Kristján Albertsson og Sigurjón Pétursson mættu til fundarins sem gestir fundarbjóðenda. Þórir Einarsson fundarstjóri sagði í inngangsorðum sínum að tilefni fundarins væri að fá fram hreinskiptar skoðanir og skoðana- skipti milli íbúa Arbæjarhverfis og borgarráðsmanna um fyrirhugaðar framkvæmdir. Hann sagði að óskir íbúa Árbæjarhverfis um endurskoð- un og frestun framkvæmda hefði . ekki fengið hljómgrunn hjá stjórn- endum borgarinnar. Ragnar Tómasson formaður For- eldra- og kennarafélags Árbæj- arskóla sagði að vænta mætti þess að bæði þeir sem væru með bygg- ingu Höfðabakkabrúar og þeir sem væru á móti framkvæmdunum, hefðu eitthvað til síns máls. Mann- virkið væri gert með það í huga að uppfylla ákveðnum þörfum nútíma borgarfélags. Ekki mætti gleyma þó að hlutverk nútíma borgarfélags væri fyrst og fremst það að gera umhverfið byggilegt fyrir borgar- ana. Gagnrýndi Ragnar það sem hann nefndi hundsun sjónarmiða íbúa Árbæjarhverfisins varðandi bygg- ingu Höfðabakkabrúar. Ljóst væri að margir þeirra væru á móti brúnni. Fyrir Árbæingum vekti að vernda umhverfi sitt eftir sem beztum mætti. Það væri gæfa íbúa Árbæjarhverfis að ríkt hefur þar skemmtilegur andi. Bað Ragnar borgarráðsmenn að virða íbúum hverfisins það til vorkunnar þótt þejr færu fram á að fá að halda því forkunnarfagra umhverfi sem þeim hefði hlotnazt. Árbæingar væru þó ekki á móti innreið tækninnar, og vildu láta kanna hvort ekki væru til aðrar leiðir að sama marki, án þess að þær trufluðu svæðið eins og Höfðabakkabrú mundi gera. „Við viljum í lengstu lög halda því umhverfi sem þetta hverfi byggir á og okkur þykir vænt um,“ sagði Ragnar Tómasson að lokum. Brýtur niöur heildarmynd dalsins Ásta Gunnarsdóttir fulltrúi kvenfélags Árbæjarsóknar sagði að Höfðabakkabrúin yrði „hrikalegt mannvirki, fyrir æðandi umferð vélknúinna farartækja en ekki fyrir eðlileg samskipti hverfanna tveggja, Árbæjar- og Breiöholtshverfa." Brúin mundi slíta hverfið úr tengsl- um við Árbæjarsafn, unaðsreit sem byggður hefur verið þar sem æva- gamalt býli og áningastaður ferða- langa til og frá Reykjavík um aldir. I safninu svifi andi fortíðarinnar yfir vötnum, það væri miðstöð hverfisins og skólabarna árið um kring. Ásta sagði að samgöngumál borg- arbúa yrðu vissulega að hafa for- gang, en þó ekki þannig að þau skerði verðmæti eins og að framan greinir. I stað Höfðabakkabrúar mætti frekar hugsa sér göngubrú, með braut fyrir hjólreiðamenn og hestamenn, brú sem að gerð og útliti rýfur ekki svip Elliðaárdalsins. Hraðbraut mundi brjóta niður heildarmynd dalsins. „Foretdrar í Árbæjarhverfi hafa rólegir getað leyft börnum sínum að fara í ferðir á túnin við Árbæjar- safn um dagparta, til að njóta svæðisins og umhverfisins þar. Með hraðbraút yrðu börnin og foreldr- arnir sviptir þeirri lífsnautn sem af Árbæjarsafni hlýzt. Það er ekki góðs viti, að hraði, tækni, hávaði og umrót skuli ganga fyrir slíkum hégóma sem mannlífi," sagði Ásta. Hún sagði að lokum að leita yrði annarra lausna, lausna sem rúmuð- ust hver með annarri, þar sem ekki yrði aftur snúið þegar búið væri að byggja svo mikla brú. Ekki hlustað á hófsamar óskir? Gylfi Felixsson formaður Fylkis rakti áðdragandann að þessum fundi og gagnrýndi ráðamenn borg- arinnar fyrir að svara ekki hófsam- lega orðuðu bréfi, þar sem farið var fram á frestun framkvæmda og endurskoðunar á aðalskipulaginu, og að hafa að engu undirskriftar- söfnun íbúanna. Hann ræddi einnig um þau blaðaskrif sem farið hafa fram um Höfðabakkabrúna, þá gagnrýni sem komið hefur fram á framkvæmdirnar og þau rök sem færð hafa verið fyrir réttmæti framkvæmdanna. Hann sagði að ekki heyrðist eins mikið í meðmæl- endum brúarinnar og þeim sem væru andvigir henni. Einnig að málið væri hafið yfir persónulegar stjórnmálaskoðanir. Jóhann Pétursson ritari Bræðra- félags Árbæjarsóknar sagði , að athyglisverð væri andstaða þeirra sem fást við skipulagsmál, og með andstöðu íbúa Árbæjarhverfis til viðbótar, mætti ætla að ástæða væri til að staldra við, og endurskoða og fresta framkvæmdum við Höfða- bakkabrú. Jóhann gerði að umtalsefni Ár- bæjarsafnið, Elliðaárnar og um- hverfi þeirra, og sagði að margar borgir myndu hrósa happi yfir svæði af þessu tagi og myndu ekki eyðileggja það með hraðbrautum. Hann sagði að lokum að íbúar Árbæjarhverfis tryðu því ekki að háttvirtir borgarfulltrúar vildu hafna hóflegri ósk þeirra um end- urskoðun á framkvæmdunum í ljósi andstöðu íbúanna og skipulags- manna, sem bent hefðu á að for- sendur brúargerðarinnar hefðu breyzt. Hluti hraðbrautar sem kemur aldrei Heiðar Hallgrímsson verkfræð- ingur hjá borgarverkfræðingi og íbúi í Árbæjarhverfi er einn þeirra sem lagst hefur gegn byggingu Höfðabakkabrúar. Hann ræddi um upphaflegar hugmyndir um Höfða- bakkann í aðalskipulagi Reykja- víkur, um umferðarspár sem for- sendur brúarinnar byggðu á og nýlegar umferðartalningar, sem bentu til þess að fyrri umferðarspár væru óraunhæfar. Hann gerði einn- ig grein fyrir tillögum sínum og annarra starfsmanna borgarverk- fræðings um að ekki verði á næstu árum ráðist í framkvæmdir við Höfðabakkabrú, en hins vegar byggður svonefndur Ofanbyggða- vegur. Heiðar sagði að árið 1973 hefði farið fram frumathugun á gerð Höfðabakkabrúar. Hann hefði þá gert athugasemdir við legu vegarins með tilliti til landslags, en Þróun- arstofun hefði alfarið hafnað hug- myndum hans, þar sem Höfðabakk- inn, ásamt Fossvogsbraut og Hlíðarfæti, væri hugsaður til að létta af umferð af Miklubraut, og yrði að vera þannig úr garði gerður að hann stæðist samkeppni við Miklubraut þótt leiðin væri lengri. Borgarstjórn hefði svo samþykkt nýtt skipulag í apríl 1977 og gilti það til ársins 1995. Á skipulags- uppdráttum væri Höfðabakkinn óumdeilanlega hluti hraðbrautar um Fossvogsdal og Hlíðarfót, en í maí 1977 hefði Kópavogskaupstaður lýst andstöðu sinni við gerð Foss- vogsbrautar og jafnframt rift sam- starfi um athugun á nauðsyn braut- arinnar. Breyttar forsendur „Það hefur því tvennt gerst frá því í apríl 1977 sem breytt hefur óumdeilanlega forsendum fyrir Höfðabakkabrúnni í þeirri mynd sem samþykkt hefur verið í borgar- stjórn. Það er ljóst að Fossvogs- braut kemur okki, a.m.k. ekki sem stofnbraut, og í öðru lagi hefur Breiðhyltingum verið lofað að hluti Höfðabakkans í brekkunni milli Höfðabakka- brúin til umræðu á borgara- fundi í Árbæjar- hverfi Fyrri hluti Arnarbakka og Vesturbergs falli niður og verði ekki gerður. Þetta þýðir aukna umferð um Vesturberg og Austurberg, þar sem Höfða- bakkabrú mun verka sem segull og soga til sín umferð um þessar götur. Í dag fara um 2.700 bifreiðar um Vesturberg á sólarhring, og má áætla að ef brúin væri til í dag væri umferðin þar um 20% meiri, þ.e. 3.200 bílar á sólarhring. Og þar sem í forsendum brúarinnar var reiknað með að árið 1995 færu daglega 3700 bílar um þann hluta Höfðabakkans, sem Breiðhyltingum hefur verið lofað að ekki verði lagður, væri hugsanlega hægt að segja að milli 6 og 7 þúsund bifreiðar færu um Vesturberg árið 1995. Þá bendir nýleg athugun á íbúa- þróun höfuðborgarsvæðisins til þess að ekki verði eins mikil fjölgun á íbúum og gert er ráð fyrir í forser.dum skipulagsins. Einnig er nú hugsanlegt að taka megi ný svæði undir byggingar, svæði sem hingað til hafa verið vernduð vegna vatnsverndunar, svo sem á Norð- lingaholti og Grafarholti. Þá hefur verið mörkuð stefna um þéttingu byggðar vestan Elliðaáa, sem hlýtur að breyta hér einhverju um,“ sagði Heiðar. Aðrar lausnir Heiðar sagði að það yrði til enn meira hagræðis fyrir Breiðhyltinga að gerðar yrðu ýmsar úrbætur og lagfæringar varðandi núverandi umferðaræðar úr og í hverfið. Hann sagði að með gerð Höfðabakka- brúarinnar væri verið að stytta ferð Kópavogsmanna í Ártúnshöfða- hverfið um 600 metra, og að straum- ar úr Árbæjarhverfi niður í bæ, og straumar úr Breiðholti niður á Breiðholtsbraut myndu líða fyrir það ef brúin yrði byggð. Hann sagði að nú legðu borgarfulltrúar mesta áherzlu í máli sínu á að Höfðabakkabrúin væri fyrst og fremst millihverfatenging, en ekki hraðbraut til að létta á og keppa við Miklubraut eins og verið hefði allt til ársins 1977. í stað brúarinnar mætti gera aðrar ódýrari tengingar á öðrum stöðum, tengingum er fyllilega þjónuðu hlutverki sínu með tilliti til samnýtingar skólahúsnæð- is o.s.frv. Þremur árum of seint Björgvin Guðmunsson borgar- ráðsmaður og formaður fram- kvæmdaráðs Reykjavíkurborgar sagðist vera vanari því að mæta á fundum þar sem framkvæmdir væru heimtaðar, en ekki þar sem beðið væri um frestun eða að jafnvel yrði hætt við þær. „En þið haldið þennan fund þremur árum of seint. Það eru þrjú ár frá því að þessar framkvæmdir voru samþykktar, Þær voru samþykktar ágreinings- laust í öllum stjórnmálaflokkum, í öllum nefndum og ráðum.“ Þá komu engin mótmæli fram né athuga- semdir frá íbúum Árbæjarhverfis. Og líkan af Höfðabakkabrúnni var til sýnis á skipulagssýningu að Kjarvalsstöðum 1976. Þess var sér- staklega óskað þá, að athugasemdir yrðu gerðar við þær tillögur sem þar lágu frammi. Þær komu ekki, en hins vegar bárust miklar og ítrekað- ar beiðnir frá Breiðholtsbúum að ráðist yrði í gerð brúar og samgöng- ur bættar. Þið hafið sofið á verðinum. Og ekki megið þið gleyma því, að Höfðabakkabrú er ekki gerð bara fyrir íbúa Breiðholtanna og Árbæj- ar, heldur fyrir Reykvíkinga alla. Það virðist í raun og veru sem allir séu sammála um að brú eigi að koma, deilan snúist hins vegar bara um hvar hún skuli koma,“ sagði Björgvin. Björgvin rabbaði um aðdragand- ann að og forsendur fyrir byggingu Höfðabakkabrúar. Hann sagði að viðurkenna bæri að hverfandi líkur væru á að Fossvogsbraut yrði lögð, en samt sýndu umferðarspár að töluverð umferð yrði um brúna þegar Höfðabakkabrúin og vegurinn sem henni tengdist yrði fullgerður. Hann sagði að Ofanbyggðavegur gæti ekki komið í stað Höfðabakk- ans. Óraunhæft væri og að brúa yfir Kermóafossa og leggja veg vestan við Árbæjarsafnið í stað Höfðaakk- ans. „Borg kallar á vegi, og ef á eru um borg, þá kallar hún á brýr,“ sagði Björgvin að lokum og ítrekaði að hann væri enn þeirrar skoðunar að leggja ætti Höfðabakkaveginn og reisa brúna, en nýverið hefði verið veitt fyrsta fjárveitingin í það verk. Hefur hvorki upphaf né endi Sigurjón Pétursson forseti borg- arstjórnar kvaðst vera fulltrúi þeirra Reykvíkinga sem vildu að frestað yrði framkvæmdum við Höfðabakkabrú, og að skipulagið yrði í heild sinni endurskoðað. Það væri rétt að fyrir þremur árum hefðu aliir borgarstjórnarmenn ver- ið sammála um nauðsyn þessara framkvæmda, en ef forsendur breyttust, eins og um væri að ræða í þessu tilviki, væri bæði nauðsynlegt, mannlegt og karlmannlegt að skipta um skoðun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.