Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 Hvað segja þeir um fiskverðshækkunina? Ingólfur Ingólfsson: Sat hjá vegna lækkunar olíugjaldsins „ÉG SAT hjá við þessa afgreiðslu fiskverð," sagði Ingólfur Ingóifs- son, fulltrúi sjómanna i yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins, „vegna þeirrar lækkunar á oliu- gjaldi, sem ákvörðunin feiur i sér, enda er ein af meginkröfum sjó- mannasamtakanna afnám þess. Sú krafa, að fiskverð hækki til jafns við almennar launakröfur stendur óhögguð og mun að sjálf- sögðu endurvakin við næstu verð- ákvörðun, auk þess sem upp verður tekið, það sem á vantaði við verð- ákvörðun 24. janúar.“ Árni Benediktsson: Meiri fyrirstaða gegn gjaldalækkun en gengisfellingu „ÞAÐ ER nú liðinn mánuður siðan nýtt fiskverð átti að taka giidi og hefur ekkert gengið eða rekið í þeim málum allan þann tíma. Það er ljóst að við svo húið mátti ekki lengur standa og að mínu mati lá ekkert það fyrir scm bent gæti til þess að hagstæðari niðurstaða um samninga fiskverðs næðust heldur en að var hægt núna," sagði Árni Benediktsson, annar fulltrúi kaup- enda í yfirnefnd verðlagsráðs sjáv- arútvegsins, er Mbl. ræddi við hann eftir fiskverðsákvörðun í gær, en Árni greiddi ákvörðuninni atkvæði ásamt oddamanni nefndarinnar. „Staða fiskvinnslunnar út úr þess- um samningum er tæp og staða útgerðarinnar er líka of tæp, en engu að síður; það var ekkert sem benti til þess að betri niðurstaða næðist núna." Hér fer á eftir bókun Árna Benediktssonar við fiskverðsákvörð- unina í gær: „Fiskverð frá 1. janúar til 31. maí 1980 var ákveðið 24. janúar sl. Verðið var umfram getu fiskvinnsl- unnar og var frá því gengið munn- lega, eins og jafnan áður, að það sem upp á vantaði yrði jafnað með gengissigi. Frá því í ársbyrjun 1974 hefur fiskverð verið ákvarðað á þennan hátt og það jafnan staðist sem um hefur verið samið, þótt aðeins hafi verið munnlega, eða sett fram sem minnisblað oddamanns. Nú brá hins vegar svo við að umrætt gengissig varð ekki. Fisk- verkendur sögðu því upp fiskverðinu, samkvæmt uppsagnarheimild í samningnum, í því skyni að fá fram lækkun á því eða ná fram þolan- legum rekstrargrundvelli á annan hátt. Samtímis sögðu fulltrúar sjó- manna upp verðinu til þess að ná fram hliðstæðri kauphækkun til sjómanna og aðrir launþegar fengu, 1. mars sl. Það varð fljótt ljóst eftir að ákvörðun um fiskverð hafði verið vísað til yfirnefndar, að oddamaður, að höfðu samráði við ríkisstjórn, taldi ekki gerlegt að skapa viðunandi rekstrarstöðu fyrir fiskvinnsluna með því að lækka fiskverð. Fljótlega kom upp sú staða að í besta falli gæti fiskverð staðið óbreytt, en síðar, að fiskverð yrði að hækka nokkuð. Þegar þetta var orðið ljóst var að forgöngu sjávarútvegsráð- herra hafist handa um að finna aðrar leiðir til lækkunar á kostnaði fiskvinnslunnar. Hugmyndir komu fram að lækka mætti mjög verulega stimpilgjöld af afurðalánum, fella niður sölugjöld af fjárfestingarvör- um, endurgreiða uppsafnaðan sölu- skatt af rekstrarvörum, lækka vexti af vísitölutryggðum lánum Fisk- veiðasjóðs og reyndar að halda byggingarvísitölunni í skefjum með því að stuðla að aukinni framleiðni í byggingariðnaði. Fleiri smærri at- riði komu einnig til umræðu í þessu sambandi. Ekki náðist samkomulag í ríkis- stjórninni um að lækka öll þau gjöld sem hér voru upp talin og var þá ljóst að ekki yrði unnt að ná endum saman án þess að breyting yrði á gengisskráningunni. I framhaldi af þessu náðist meirihlutasamkomulag í yfirnefndinni um 4% hækkun á skiptaverði, en 2.5% lækkun á olíu- gjaldi, en það gerir 1.7% hækkun á því verði sem fiskvinnslan greiðir. Þessu samkomulagi fylgdi að gengi lækkaði nokkuð, sölugjald af fjár- festingarvörum féllu niður, skv. meðlögðum lista, vextir af vísitölu- lánum Fiskveiðasjóðs yrðu 4,25%, stimpilgjöld af afurðalánum lækk- uðu í 0.48% án endurtekningar. Þetta samkomulag hlaut að byggj- ast á samþykki ríkisstjórnarinnar þar sem lagabreytingar þurfti að gera ti) þess að lækka ofantalin gjöid. Samkomulagið hlaut ekki ‘ samþykki ríkisstjórnarinnar. Hún bauð aftur á móti upp á að gengi sigi nokkru meira en áður hafði verið ráðgert, en að ekki yrði hreyft við sölugjöldum að svo stöddu, hins vegar skyldi ríkisstjórnin beita sér fyrir samræmingu á gjöldum fisk- iðnaðar og annars samkeppnisiðnað- ar og skyldi sú samræming fara fram eftir mitt þetta ár. Stimpil- gjöld af afurðalánum stæðu óbreytt a.m.k. þetta ár, en vextir af Fiskveiðasjóðslánum lækkuðu í 4.25%. Ég féllst á þessar breytingar að því tilskildu að sölugjöld af nokkrum veigamiklum fjárfest- ingarvörum fiskiðnaðarins féllu niður strax og hefur nú verið gert samkomulag þar um. Að þessu gerðu tel ég að fiskvinnslan hafi náð samningi sem í versta falli er ekki betri en sá samningur sem báðir fulltrúar fiskvinnslunnar höfðu áður samþykkt að standa að. Fulltrúi útgerðarmanna við þessa verðlagningu telur að með því að lækka olíugjaldið úr 5% sé gengið á gerða samninga, þar sem ætlað hafi verið að það gilti til 31. maí. Á þessa skoðun verður ekki fallist þar sem olíugjaldið var aðeins hluti af samn- ingi þeim sem gerður var 24. janúar og þeim samningi var sagt upp í heild, bæði af fiskkaupendum og fulltrúum sjómanna í Verðlagsráði. Hins vegar var fulltrúa útvegs- manna gefið fullt tækifæri til þess að túlka sín sjónarmið fyrir ríkis- stjórninni dagana áður en fiskverð var endanlega ákveðið. I framhaldi af því átti hann þess kost að olíugjaldið lækkaði ekki niður í 2.5% eins og ráðgert hafði verið, heldur í 3.5%. Hins vegar hlaut þetta að vera bundið því að fulltrúi útvegsmanna tæki sjálfur þátt í afgreiðslu máls- ins, eða að minnsta kosti að hann greiddi ekki atkvæði á móti þessari lausn. Sú afstaða fulltrúans að taka ekki þátt í þessari lausn með at- kvæði sinu útilokaði alla möguleika á því að hægt væri að verða við óskum hans.“ Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson: Óhjákvæmilegt neyðarúrræði tímans vegna „FULLTRÚAR kaupenda voru reiðubúnir að standa að algreiðslu þessa máls með oddamanni á þann veg, að fiskvcrð, oliugjald héldust óbreytt til 31. maí, eins og gert hafði verið ráð fyrir við ákvörðun fiskverðs frá siðastliðnum áramót- um,“ sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfs- son, annar fulltrúi kaupenda í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarút- vegsins í samtali við Mbl. eftir fiskverðsákvörðunina í gær. „Jafnframt lögðum við til, að ýmsum útgjöldum yrði létt af fisk- vinnslunni, en þó eingöngu liðum, sem þegar hafa verið felldir niður af ýmsum öðrum iðnaði. Munar þar mest um söluskatt, sem nemur nær tveimur milljörðum á ári. Þessu var algjörlega hafnað af ríkisstjórninni. Þá má nefna stimpilgjöld af afurð- arlánum, sölugjald af vélum og tækjum til fiskvinnslunnar. Við þesu voru mjög dræmar og óljósar undir- 5 tektir, þrátt fyrir yfirlýsingar um nauðsyn aukinnar framleiðni. Óbreytt fiskverð og olíugjald ásamt niðurfellingu umræddra gjalda hefði mjög dregið úr nauðsyn- legri gengisaðlögun, sem þó var óhjákvæmileg að nokkru vegna van- efnda á gengissigi sem afleiðingu af 11% fiskverðshækkuninni frá 1. jan- úar og kauphækkunar 1. marz, sem enginn grundvöllur var fyrir. Þessi ákvörðun bætir 1200 millj- ónum við núverandi tap frystihús- anna og algjör óvissa er um hvernig gengissigi verður hagað til að mæta rekstrarhalla, sem nú nemur um 10 milljörðum á ári.“ Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna í yfirnefnd og lét bóka eftirfarandi: „Ég efast ekki um lagalegt gildi þessarar fiskverðsákvörðunar, en tel þó þessa afgreiðslu neyðarúrræði. Með tilliti til þess að ekki liggja fyrir ákveðin fyrirheit um ráðstaf- anir til að tryggja hallalausan rekst- ur fiskvinnslunnar, þá get ég ekki samþykkt þessa tillögu. Á hinn bóginn er einn þriðji verðtímabilsins liðinn og því óhjákvæmilegt að ákveða fiskverð; þess vegna sit ég hjá við þessa atkvæðagreiðslu." Kristján Ragnarsson: 8% gengisfelling á næstu dögum KRISTJÁN Ragnarsson, fulltrúi útvegsmanna í yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsins, greiddi at- kvæði gegn fiskverðsákvörðuninni í gær. Kristján sagðist i samtali við Mbl. vilja vísa til bókunar sinnar, en hún er svohljóðandi: „Með þessari fiskverðsákvörðun er vandi fiskvinnslunnar fluttur yfir á útgerðina. Vegna launahækkana 1.. mars og vegna áhrifa gengissigs á aðföng útgerðarinnar, sem nú er ráðgert 8% á næstu dögum, breytist afkoma útgerðarinnar frá því að vera 1% hagnaður í 4% tap, Þegar fiskverð var ákveðið 24. janúar sl., varð samkomulag um að olíugjald yrði 5% allt árið 1980 og það staðfest með lagasetningu á Alþingi með samhljóða atkvæðum. Með þessari ákvörðun er því sam- komulagi rift af oddamanni yfir- nefndarinnar að kröfu ríkisstjórnar- innar. Virðast nú ekki halda sam- ningar við ríkisstjórn þótt bundnir séu með lögum. Lækkun á olíugjaldi úr 5% í 2,5% lækkar tekjur útgerð- arinnar um 3.000 milljónir á ári.“ Austurstræti 22. Sími frá skiptiboröi 85055. NÚ ER SUMARIÐ Á NÆSTU GRÖSUM 0G VIÐ ERUM AÐ K0MAST í SUMARSKAP Bjóöum nú mikiö af sportfatnaði s.s. bóm- ullargalla, vatteraöar blússur, bolir, skyrtur ofl. ofl. Munið páskatilboðið 15% afsláttur af vattjökkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.