Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 29 vegna ákvarðana fyrri vinstri stjórnar síðan haustið 1978 og núverandi ríkisstjórnar. Þetta stafar af hækkun söluskatts, vöru- gjalds, verðjöfnunargjalds og skatta á benzín, auk þess sem nýir skattar hafa verið lagðir á. Þessi aukaskattreikningur óbeinna skatta sundurliðast þannig: millj. 1. Hækkun soluskatts 2 prósentustÍK 10.300 2. Ilækkun vöruKjalds (6%) 7.715 3. Gjald á ferðalöK til útlanda 1.700 i. NýbyKKÍnKarKjald 250 5. Skattur á verzlunarhúsna'öi 1.700 0. AðlöKunarKjald 1.810 7. VerðjofnunarKj-á raforkuhækkun 1.220 8. Skattahækkun á henzín umfram verðlaKshækkanir 10.100 9. Boðaður orkuskattur 5.000 10. Markaðar tekjur teknar I ríkissjóð 1.711 11.539 Frá dreK-st niðurfellinK söluskatts á matvörum ok tollalækkun 11.500 30.039 Benzinskattur og orkuskattur Framangreindar tölur eru úr tekjulið fjárlagafrumvarpsins og skv. upplýsingum frá Þjóðhagsst- ofnun sem stuðst er við. Skatt- ahækkun á benzíni er reiknuð þannig: Á þessu tímabili hefur skatta- álagning á benzín aukist í krónu- .# M ** -. » ' ■■ ! Skattaálögur á benzín í millj. króna. 1978 1980 skv. áætl. fjárl.frv. 4.626 (51%) 11.000 (37.9%) 4.445 (49%) 18.000 (62.1%) 9.071 29.000 hækkun 221% tölu um 20 milljarða eða 221%. Byggingavísitala er áætluð hækka um rúmlega 108% frá miðju ári 1978 og fram á mitt ár 1980, þannig að skattaálögur á benzín hafa aukist um 10.1 milljarð umfram verðlagshækkanir. Þetta stafar af hækkunum á innkaups- verði vegna orkukreppunnar og bætist við þann vanda sem bif- reiðaeigendur eiga við að glíma vegna hans. Athyglisvert er að 51% af sköttum á benzíni fóru í Vegasjóð 1978 en skv. frv. til fjárlaga 1980 37.9%. Helgi Hálfdanarson: Vítahringur Nýlega ræddust við í sjónvarpsþætti nokkrir fréttamenn ýmissa fjöl- miðla. Þar kom fram sú skoðun, að málfari blaðamanna væri að hraka, og kynni ónóg rækt við móðurmálið í skólum að eiga sinn þátt í 1 því. Víst má svo virðast, sem skólarnir séu ekki þeim vanda vaxnir að skila þjóðtungunni frá einni kynslóð til annarr- ar svo vel sem heimilin hafa áður gert. Svo mjög kveður nú að ýmislegri ódöngun í máli, að ætla mætti að lélegt og rangt málfar sé látið afskipta- lítið í skólum. Svo fljót ■ eru erlend áhrif að skjóta rótum, að naumast er : einleikið. Það er engin I; furða þótt ýmsum standi stuggur af þeirri firru að fara að brýna fyrir börn- um erlend mál löngu áð- ur en þau hafa náð fót- festu í sínu eigin móð- urmáli. Af þessari framvindu hafa margir kennarar þungar áhyggjur, þó ekki sé fyrir annað en þann dýrmæta tíma, sem sóað ... er í erlend mál, einmitt ' þegar mestu varðar að geta treyst grundvöll þjóðtungunnar sem bezt, miklu betur en nú má verða í tímahraki móð- urmálskennslunnar. Og auðvitað kann það ekki góðri lukku að stýra, ef þær raddir mega sín ein- hvers, sem halda því fram, að ekki megi leið- rétta málfar barna í skóla, því að þá sé verið að mismuna fólki eftir þj óðf élagsstéttum, hvernig í dauðanum sem það er nú hugsað. En hér tekur víta- hringur við. Þau grund- vallaratriði móðurmáls, sem börn eru svikin um í grunnskóla, fá þau hvergi í skólakerfinu eftir það. Á hærri skólastigum er ekki til þess ætlazt, að unglingum sé kennt það sem þeir áttu að læra í barnaskóla. Til þess er ekki heldur neinn tími frá því sem þar er við að fást, þó svo að margt af því fari fyrir ofan garð og neðan, vegna þess að undirstöðuna vantar. Loks koma, eins og að líkum lætur, allt of margir út úr háskóla án þess að hafa nokkurn tíma náð viðhlítandi tök- um á máli. Síðan má búast við að þeir gerist kennarar, og sama sagan endurtaki sig með síversnandi afleiðingum. Ekki er þetta nú beinlínis sú fram- tíðarspá, sem kennd yrði við bjartsýni, umburðar- lyndi og gott skap; en þetta er því miður það sem við blasir. Svo sem skipazt hefur, verður æ brýnni nauðsyn. að vanda til vals á kenn- urum í grunnskóla, enda eru þeir sífellt að taka á sínar herðar meira og meira af hlutverki heim- ilanna. Til kennslu í grunnskólum þyrfti að laða sem flesta úrvals- menn fremur en í nokk- urt annað starf. Nú virð- ist hins vegar að því stefnt að fæla frá þeirri stétt hvern þann sem viðlit er að nota til ein- hvers annars; svo vitur- lega er á þeim málum haldið. Það er eins og skákað sé í því skjóli, að alltaf megi fá til kennslu- starfa einhverja blessaða skógræktar-bindindis- þjarka, sem séu óðfúsir að gegna þeim af hugsjón einni saman og láti sér finnast fátt um annan eins hégóma og laun í peningum. En ung- mennafélags-kempurnar, kenndar við aldamót, hafa því miður lagt upp laupana, og lofuð sé þeirra minnng, því þar fóru einhverjir hinir beztu menn sem ísland hefur alið. Það sem af öllu er skuggalegast í íslenzkum skólamálum er þetta: Þó að stétt íslenzkra grunnskóla-kennara hafi enn á að skipa góðum starfskröftum, er engin von til þess, að svo hald- ist framvegis. Af þeirri meinsemd mun íslenzkri menningu standa vax- andi háski. Því mættu þeir velkja fyrir sér, sem telja sjálfsagt, að til upp- eldis nýrrar kynslóðar fari sem minnst af skot- silfri þjóðarinnar. Ekki má þó gleyma því sem gert er. Enda þótt skólamál séu hornreka í íslenzku þjóðlífi, er samt einn skóli á íslandi rek- inn af frábærum mynd- arskap og ekkert til spar- að. Sú menntastofnun er Afbrotaskóli ríkisins, öðru nafni Sjónvarp. Þar er ekki slakað á kröfun- um; þar er ekki horft í skildinginn til að árang- ur megi sem beztur verða; enda lætur hann ekki á sér standa. l úr koppum á tún“ byggðir skólar, barnaskóli og gagnfræðaskóli, einnig félags- heimili og íþróttahús — heilsu- gæslustöð segir bæjarfulltrúinn að sé í byggingu. 1000 ferm. tónlistarskóli og bókasafn hefur vafalaust fallið niður í prentun greinarinnar og eitthvað fleira, ef vandlega er gáð, svo sem 7000 ferm. kjallari á heilsugæslustöð sem verður aðsetur félagsstarf- semi og fleira. En var þetta nokkuð átak? Vita ekki allir að þetta er að mestu leyti byggt fyrir ríkisfé. Ríkið hefur greitt allt að 85% kostnaðar þeirra, segir þessi greinargóði bæjarfulltrúi. í þessari fullyrðingu er álíka vit og ef sagt væri um íbúa bæjar- ins, að þeir væru allt að því kommúnistar vegna þess að hér búa nokkrir slíkir. Á það hefur áður verið bent hve fráleitar fullyrðingar bæj- arfulltrúans um bæjarmál eru (í síðustu hrynu maí ’79) og skal það aðeins að hluta endurtekið, þar sem sjaldgæft mun að bæj- arfulltrúar beinlínis taki sér fyrir hendur að gera rekstur fyrirtækja samfélagsins tor- tryggilegan. Hitaveita Seltjarnarness, sem hefur reynst íbúum þessa bæjar mesta kjarabót, sem um getur, átti við mjög erfið vandamál að etja á árunum 1975—1977 vegna óþekktra skemmda á ofnum. Þetta vandamál hefur nú senni- lega verið leyst og þó óskiljan- legt virðist, stafar vonska bæj- arfulltrúans af því að nú er ekki lengur hægt að kenna meirihlut- anum um ofnaskemmdir. Framkvæmdaverkefni bæjar- sjóðs sem ekki hafa verið rædd um í þessari grein, eru að sjálfsögðu óteljandi og verða ekki tíunduð að sinni. Skilji bæjarfulltrúi kommún- ista ekki þessi skrif mín, er ekkert við því að gera — nema vona að skilningurinn aukist með árunum. ,i á sMggagsz láffihól Seltjarnar „pcmeirihlutans » g ljósi staóreyndanna §g NjAurskurAwr « úlujoidum — ■'rl' un áxandanum i’ssiK-’ — s-—ínsrss. i •« ••*•' *»'* úisvor rru * —V»-' i- " *7 S,l*™nwí S-tSt- ít—SSÍtSV! 3rírr. \yr\rMr*^ i;<rii«oi r i» mai lr GuArún K. Þorbergwlattir ba)ar>..lllr„i. Málefni aldraðra á Seltjarnarnesi » iárfeHtiniíarlmnsnni mr rA, veBertarþJónusta? liírf.-.iinK.r haK.munir i „UA >rllrrAarbK>ni>.iu Úr vinnslusal ísstöðvarinnar hf. Ljósm. Arnór. Nóg að gera hjá ísstöðinni þrátt fyrir þroskveiðibann Garði, 31. marz. MIKIÐ hefur verið að gera í fiskvinnunni að undan- förnu í Garðinum. Hefir verið unnið á laugardög- um nær undantekninga- laust og í sumum frysti- húsanna á kvöldin. Undirritaður leit við í ísstöðinni hf. sl. laugardag en þá var verið að vinna afla úr togaranum Erlingi sem kom inn sl. fimmtudag með 120 tonn en hann er í eigu ístöðv- arinnar hf. Hefir togarinn aflað um 1150 tonn frá ára- mótum í 10 veiðiferðum þ.e. hver veiðiferð er að jafnaði 10 dagar. Ekki er unnið á kvöldin í ísstöðinni en þar er unnið með bónusfyrirkomulagi. Von var á togaranum Sigl- firðingi með um 150—160 tonn sem Isstöðin fær til vinnslu þannig að nóg verður að gera næstu daga þótt þorskveiði- bann sé skollið á. Arnór. SýniríNýja Galleríinu Helgi Bergmann sýnir um þess- ar mundir málverk í Nýja gallerí- inu að Laugavegi 12 í Reykjavík. Listmálarinn sýnir þar olíumál- verk og teikningar og er að sögn hans þegar um helmingur mynd- anna seldur. Sýningin er opin daglega kl. 14—18 og lýkur henni kl. 22 á laugardag fyrir páska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.