Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 1980 47 Reglu komið á eftir múgæðið í Salvador San Salvador. E1 Salvador, 31. marz. AP. HERLIÐ var sent út á götur San Salvador í dag til að koma á lögum og reglu eftir fjölfarna útför Oscar Arnulfo Romero. hins myrta erkibiskups, er snerist upp í óeirð- ir sem kostuðu tugi manna lífið. Rúmlega 250 slösuðust. Samkvæmt fyrstu fréttum biðu 40 manns bana í gær, en seinna var sagt að aðeins væri hægt að staðfesta 26 mannslát. Útförin leystist upp skömmu eft- ir að hún hófst þegar sprengjum var kastað og skotið úr byssum umhverfis mikinn mannfjölda á torginu framan við dómkirkjuna í miðborg San Salvador. Fréttum um upptök bardaganna ber ekki saman, en vopnaðir vinstrisinnar sem höfðu tekið sér stöðu fremst á torginu ollu ofsahræðslu þegar þeir hófu skothríð frá nokkrum stöðum. Margir þeirra sem biðu bana tróðust undir eða köfnuðu og voru fleiri en þeir sem biðu bana af völdum skothríðarinnar. Fjölmennt herlið var ekki sent á vettvang þegar í stað og þannig var komizt hjá jafnvel ennþá meira blóðbaði. Herliðið fór ekki út á göturnar til Áskorendaeinvíg- í fullum gangi ín í SOVÉTRÍKJUNUM, Vestur- Þýzkalandi og Mexíkó standa yfir skákmót þar sem teflt er um það hverjir komast í undan- úrslit í keppninni um hver fær að tefla við heimsmeistarann Anatoly Karpov um heims- meistaratitilinn. í borginni Alma Ata í Sov- étríkjunum tefla þeir Lev Polug- ayevsky og Mikhail Tal, og er tveimur skákum lokið í einvígi þeirra. Hefur Polugayevsky unnið báðar, og staðan því 2—0 honum í vil. í Bad Lauterberg í Vestur-Þýzkalandi tefla Robert Hiibner frá Vestur-Þýzkalandi og Ungverjinn Andras Adorjan. Þeir tefldu sjöundu skák sína á sunnudag, og lauk henni með jafntefli eftir 40 leiki. Hefur Hiibner nú 4 stig, en Adorjan 3. Til að komast áfram í keppninni þarf 5,5 stig úr tíu skákum. Þeir Boris Spassky fyrrum heimsmeistari og Lajos Portisch frá Ungverjalandi tefla í Mexíkó. Fyrsta skákin var tefld í Mexíkóborg á sunnudag, og gaf Spassky skákina eftir 38 leiki, þá kominn í tímahrak. Næstu tvær skákirnar verða tefldar í borginni Xalapa, en seinni skák- in á ný í Mexíkoborg. Þetta er í annað skipti sem þeir Spassky og Portisch mætast í áskorenda- einvígi. Þeir mættust síðast árið 1977 í Sviss, og þá sigraði Spassky með 8,5—6,5. Úrslit eru fyrir nokkru ráðin í fjórða einvíginu, en þar bar Victor Korchnoi sigur úr býtum í keppni við Tigran Petrosian. Tefldu þeir í Velden í Austur- ríki, og náði Korchnoi 5,5 stigum eftir níu skákir. Jafntefli varð í þriðju skák þeirra Polugayevski og Mikhails Tal í Moskvu eftir 17. leiki. að hreinsa göturnar fyrr en all- löngu eftir að ólætin hjöðnuðu. Rétt eftir að fyrstu skotunum var hleypt af ruddust 3.000 til 4.000 manns, margir þeirra vinstrisinnar, inn í dómkirkjuna til að leita sér skjóls, en aðrir vinstrisinnar tóku sér stöðu umhverfis dómkirkjuna. Flest fólkið flúði í nálægar götur, en þeir sem stóðu næst kirkjunni ruddust inn og kirkjan varð yfirfull með þeim afleiðingum að margir köfnuðu. Fólkið sat í hnapp á gólfinu, prestar báðu það að sýna stillingu, nunnur báðu fyrir mannfjöldanum og margir vinstri- sinnar söngluðu slagorð um sigur „alþýðunnar". Eftir eina klukkustund var ljóst að öryggissveitirnar mundu ekki svara með ennþá meiri blóðsúthell- ingum og þá stilltist fólkið í kirkj- unni og fór að staulast út úr dómkirkjunni með hendur fyrir ofan höfuð til marks um að það hefði ekkert illt í hyggju. Margir kirkjuleiðtogar frá flest- um löndum Rómönsku Ameríku og nokkrir frá Evrópu, þar á meðal Frakklandi og Englandi, mættu við útförina og skotið var yfir þá -skjólhúsi í kjallara dómkirkjunnar, en nokkrir þeirra fóru þaðan til fólksins í kirkjunni. Rúmum fjórum klukkutúmum eftir að lætin hófust og þegar fréttir bárust um hnupl í verzlun- um voru hermennirnir sendir út af örkinni og þeir lokuðu nokkrum götum. látinn Tucson og Vínarborj?, 31. marz. AI\ HLAUPASTJARNAN íræga Jesse Owens, sem vann fern gullverðlaun á Olympíuleik- unum í Berlin 1936, lézt i dag í sjúkrahúsi í Tucson í Ariz- onariki i Bandaríkjunum. Hann var 66 ára. og hafði þjáðst um nokkurt skeið af krabbameini i lungum. Jesse Owens var 22 ára þegar hann kom til Berlínar sumarið 1936, og ferfaldur sigur hans i spretthlaupum var talinn mikið áfall fyrir Adolf Hitler þáverandi leið- toga og þá kenningu Hitlers að hvítir Ariar væru öllum kynþáttum fremri, en Owens var blökkumaður. Þegar fréttir bárust til Vínarborgar um lát Owens, ítrekaði Simon Wiesenthal — sem frægur er fyrir leit sína um víða veröld að fyrrum stíðsglæpamönnum nasista — áskorun sína á yfirvöld í Vestur-Berlín um að skíra eina af breiðgötum borgarinnar eft- ir Owens. Sendi Wiesenthal símskeyti til Fritz Stobbe borgarstjóra í Vestur-Berlín og hvatti hann til að samþykkja nafnbreyt- ingu á breiðgötunni, sem ligg- ur að íþróttaleikvangi borgar- innar. Carter til þess Washington, 31. marz. AP. TALSMAÐUR Hvíta hússins stað- festi í dag að Jimmy Carter forseti hefði sent Abolhassan Bani-Sadr íransforseta orðsendingar i siðustu viku en bar til baka frétt frá Teheran um að þar væri játað að Bandaríkjamönnum hefðu orðið á mistök i stefnu sinni gagnvart íran. Jody Powell blaðafulltrúi neydd- ist til að viðurkenna þetta þar sem erir enn tilraun bjarga gíslunum Sómalía: Bandaríski flot- inn fær aðstöðu Washington, 31. marz. AP. MOHAMMED Siad Barre forseti Sómaliu skýrði frá því á útifundi í höfuðborginni Mogadishu fyrir helgina að hann hefði fallizt á að veita flugvélum og skipum úr Bátafólki bjargað Bonn. 31. marz. AP. VESTUR-þýzkt skip „Cap Anamur“ sem var sent til Suður-Kínahafs til að svipast um eftir vietnömsku bátafólki sem var þar að hrekjast, bjargaði 48 manns að þessu sinni. en það heíur þcgar farið nokkrar slíkar ferðir. Víetnamarnir voru að sögn skips- manna að niðurlotum komnir þegar þeir voru teknir um borð í þýzka skipið. Það verður á þessum slóðum til 21. apríl og kemur þá til Singa- pore með flóttamennina sem öllum hefur verið Iofað hæli í V-Þýzka- landi. flota Bandaríkjanna aðstöðu í höfnum landsins. Sagði forsetinn að Bandaríkin hefðu óskað eftir aðstöðu fyrir flotann til að taka eldsneyti, vistir og aðrar nauð- synjar í Sómaliu, og hefði hann fallizt á þá ósk. Umræður færu enn fram um framkvæmdar- atriði. Siad Barre tók það þó fram að fréttir frá Eþíópíu um að Banda- ríkin fengju herstöðvar í Sómalíu væru hreinn uppspuni.Kvað hann. það furðulegt að ríkisstjórn Eþíó- píu væri að bera út þess konar furðufréttir, þar sem sú stjórn hefði afhent erlendum her öll völd í landi sínu og hefði þar ekkert til málanna að leggja. Þar til fyrir um fimm árum höfðu Sovétríkin mikilvæga að- stöðu í Sómalíu, en misstu hana þegar þau beindu stuðningi sínum yfir til Eþíópíu. Með stuðningi hersveita frá Sovétríkjunum og Kúbu tókst svo her Eþíópíu að berja niður uppreisnartilraun Sómala í Ogaden-héraði árið 1978. svissneska ríkisstjórnin hafði stað- fest að sendiherra hennar í Teheran hefði afhent tvær orðsendingar frá Carter til Bani-Sadr snemma í siðustu viku og í gær. En Powell hélt því fram að hann hefði farið með rétt mál þegar hann bar fréttina um fyrri orðsendinguna til baka vegna orðalagsins. Teheran-útvarpið sagði í gær að Carter hefði sent Ayatollah Khom- eini orðsendingu þar sem segði að Carter-stjórnin hefði „tekið við mjög viðkvæmu heimsástandi sem stafaði af stefnu annarra og öðrum kring- umstæðum er hefðu gert það að verkum að allir hefðu gert sig seka um mistök á liðnum árum.“ Blaðið New York Times segir að orðsendingarnar séu harðorðar og þar sé varað við hefndarráðstöfun- um sem Bandaríkin hyggist grípa til nema því aðeins að gíslarnir verði látnir lausir. Blaðið segir einnig í frétt frá Teheran að Bani-Sadr segi að Carter hafi sent sér „úrslita- kosti". Teheran-útvarpið hermir að Bani-Sadr hafi sagt eftir fund í byltingarráðinu í gærkvöldi að Cart- er segi í siðari orðsendingunni: „Þú lofaðir að gíslarnir yrðu settir undir vernd ríkisstjórnarinnar." Útvarpið hafði síðan eftir Bani-Sadr: „Ég sagði að við yrðum að haga okkur í samræmi við eigin hagsmuni okkar og að við hefðum engu lofað.“ Bani-Sadr bætti því við að bréf Carters væri „sigur fyrir þjóð okkar og þá sem bera ábyrgð á stjórn landsins. Það sýnir að við höfum á réttu að standa og að áróður þeirra hefur ekki verið réttlætanlegur". Útvarpið hafði áður skýrt frá því að auk þess sem Carter hefði játað fyrri mistök hefði hann sagt í fyrri orðsendingunni að ef námsmennirn- ir sem halda gíslunum í bandaríska sendiráðinu afhentu þá írönsku stjórninni mundi Bandaríkjastjórn taka til velviljaðrar athugunar þá hugmynd að komið verði á fót sameiginlegri nefnd til að rannsaka erfiðleika í samskiptum ríkisstjórna Irans og Bandaríkjanna. Danskar heimildir herma að að- ildarríki Efnahagsbandalagsins hafi einnig sent Bani-Sadr bréf um helg- ina með áskorunum um að gíslunum verði sleppt. Jafnframt sagði Khomeini á fundi sem hann átti í Teheran með sendi- manni páfa og var sjónvarpað að ef Jóhannes Páll páfi II vildi ganga úr skugga um líðan gíslanna mætti hann senda fulltrúa til að kanna málið. Sendimaður páfa hafði sagt Khomeini að páfinn vonaði að gíslarnir fengju góða meðferð. Khomeini tók einnig fram að krafa hans væri enn sú að fyrrver- andi íranskeisari yrði framseldur írönum ásamt auðæfum sínum í skiptum fyrir gíslana. Fimmtíu Albanir fyr- ir rétt í Júgóslavíu Belgrad. 31. marz. AP. UM 50 albanskir „þjóðernissinnar" vcrða leiddir fyrir rétt í Pristina innan tveggja vikna ákærðir fyrir starfsemi fjandsamlega ríkinu og þjóðinni að sögn blaðsins Politika í Belgrad í gær. Meðal hinna handteknu eru 19 fyrrverandi fangar, nokkrir fyrr- verandi „Informburoistar", það er stalinistar, sem útbreiddu hug- myndir sínar meðal æskunnar, og háskólastúdentar auk „þjóðernis- sinna" af öðru sauðahúsi að sögn blaðsins sem útskýrir það ekki nánar. Blaðið segir að þrátt fyrir tilraun- ir sínar hafi „leiðtogunum" ekki tekizt að afla sér stuðnings, nema erlendis frá og þaðan hafi þeir líka fengið aðstoð, en ekkert land er nefnt í því sambandi. Um 1,3 milljónir Albana búa í Kosovo, vanþróaðasta héraði Júgó- slavíu, íbúar þess eru alls 1,5 milljónir. í febrúar 1977 dæmdi dómstóll í Pristina, höfuðborg Kos- ovo, 19 „gagnbyltingarsinna" og „aðskilnaðarsinna" af albönsku þjóðerni í fjögurra til 15 ára fang- elsi. Þeir voru fundnir sekir um samsæri gegn þjóðinni og ríkinu það er sömu sakir og sakborningarnir nú. Politika segir að hinir handteknu hafi dreift út lygum, meðal annars um að kunnir stjórnmálamenn hafi flutzt úr landi og að nokkrir herfor- ingjar hafi verið handteknir fyrir landráð. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa látið í ljos aridúð á Serbum og valda „ólgu í stjórnmálalífi Kosovo" Þótt Politika segi að þeim hafi ekki tekizt að afla sér stuðnings heldur blaðið því fram að sums staðar hafi þeir „sáð efasemdum meðal meirihluta heiðvirða manna af albönsku þjóðerni sem séu trygg- ir Júgóslavíu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.