Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Páskagjöfin Þess hefur verið beðið í ofvæni, hver yrði páskagjöf ríkisstjórnarinnar. Þótt skammur tími sé liðinn frá því að stjórnin var mynduð og oddvitar hennar áttu viðræður um stjórnarstefnuna, hefur það ekki farið fram hjá neinum, að málefnalegur grundvöllur stjórnarsamstarfsins er þannig vaxinn, að engu er líkara en stjórnarherrarnir hafi verið staddir í öðru sólkerfi, þegar þeir sömdu málefna- samninginn. Enda hefur það verið eitt helsta keppikefli forsætisráðherrans að komast undan því að þurfa að flytja þingi og þjóð stefnuræðu sína. Frá 1. marz hefur verið þrefað um fiskverð. Til þeirra viðræðna var gengið, þegar fyrir lágu upplýsingar um að afkoma frystihúsanna yrði á þann veg, að þau myndu rekin með 10 milljarða króna halla, það sem eftir væri ársins. Forsætisráðherrann vildi þó ekki viðurkenna þá tölu og á honum var ekki annað að skilja en hún væri sett fram í þeim tilgangi einum að knýja fram gengissig ef ekki gengisfall. Auðvitað kæmi ekki til mála að verða við svo ósvífnum kröfum. Nú hefur ríkisstjórnin fallist á það, að strax lækki krónan um rúm 3% gagnvart bandaríkjadollar og að auki um 5% fram til maíloka. Frá því að ríkisstjórnin tók við hefur hún þannig staðið fyrir 10% lækkun á gengi krónunnar. Fyrir páska verðum við búnir að afgreiða fjárlög, sögðu ráðherrarnir. Lokaþættirnir í tillögugerð þeirra eru nú að koma fram. Fréttirnar af þyngri skattheimtu hefur borið hæst, og í því efni finnst stjórnarsinnum fremur of vægt í sakirnar farið en hitt og hafa uppi áform um að herða enn á tekjuskattinum. I páskagjöfinni felst einnig 2% hækkun söluskatts, sem nefnd er orkujofnunargjald, svo að stjórnin komist undan því með vísan til Olafslaga, að skatturinn hækki vísitölubætur á laun. En kaupskerðingarákvæði Ólafslaga eru einu lagagreinarnar í þeim, sem stjórnin virðir. Boðað hefur verið, að ríkisstjórnin muni leggja fram lánsfjár- og framkvæmdaáætlanir, áður en fjárlög verða endanlega samþykkt. í þessum áætlunum mun koma fram, hvaða aðhaldi stjórnin hyggst beita í erlendum lántökum. Samhliða niðurtalningunni á verðlagi er það nú orðið eina vopnið í baráttunni við verðbólguna að takmarka erlendu lántökurnar. En líkur eru á því, að stjórnin umgangist þessar lántökur með sama hugarfari og niðurtalninguna og allt renni út í sandinn, þegar á hólminn er komið. Páskagjöf ríkisstjórnarinnar hefur ekki að geyma nein ný úrræði. Afram er spólað í sama farinu og þótt kastað sé sandi í farið endist viðspyrnan aðeins skamma stund. Millifærslur að hætti vinstristjórnar eru ekki annað en olía á verðbólgubálið. Greinilegt er, að á löngum fundum sínum um helgina hefur ríkisstjórnin ákveðið að setja þennan málshátt í gjöf sína til þjóðarinnar: Tjalda verður til einnar nætur. Hvað gera kratar? Þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun út- svarsprósentunnar í 12% var samþykkt í neðri deild Alþingis, voru allir þingmenn Alþýðuflokksins nema einn á móti því. Þetta frumvarp er þannig vaxið, að í því felst ekki skylda sveitarstjórna til að færa sér 12% álagningarheim- ildina í nyt, heldur geta þær valið lægri prósentutölu. í borgarstjórn Reykjavíkur er það á valdi tveggja fulltrúa Alþýðuflokksins að standa þannig að málum, að meirihlutavilji flokksins á Alþingi nái fram að ganga og Reykvíkingum verði hlíft við útsvarshækkun ríkisstjórnar- innar. Borgarbúar eiga kröfu á því, að kratar geri hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli. Fáir stjórnmálaflokkar hafa básúnað það meira undanfarin misseri en Alþýðu- flokkurinn, að honum geti menn treyst. Enginn þurfi að fara í grafgötur um það, hver sé stefna hans. í þessu máli spyrja Reykvíkingar: Hvað gera kratar? Og krafist er skýrra svara. Lárus Jónsson alþm.: Heildarskattheimta rík- is og sveitarfélaga þyng- ist um 54 milljarða — eða 1200 þúsund á fimm manna fjöl- skyldu vegna að- gerða ríkisstjórn- ar Gunnars Thor- oddsens og vinstri stjórnarinnar Ileildarskattheimta rikis og sveitarfélaKa þyngist um 54 milljarða, eða 1200 þúsund á fimm manna fjöiskyldu, vegna aðgerða rikisstjórnar Gunnars Thoroddsen og vinstri stjórnar- innar. Skattreikningur ríkisstjórnar- innar er sífellt að hækka. Frv. er komið fram á Alþingi sem þyngir tekju- og eignarskatta um 1500 millj. króna frá áætlun i tekjulið fjárlagafrumvarps. Heimiluð verður 10% áiagning á útsvör og síðast kom fram frv. um stór- hækkun á flugvallaskatti. Auk þess er boðaður nýr orkuskattur sem nema á 4—5000 millj. króna. Heildarhækkun óbeinna skatta einstaklinga til ríkis og sveitar- félaga má áætla skv. gögnum sem Þjóðhagsstofnun hefur látið fjár- veitinganefnd Alþingis i té mun nema á þessu ári 24 milljörðum króna hærri upphæð en verið hefði ef álagningarreglum 1978 hefði verið fylgt. Skattauki óbeinna skatta miðað við sömu forsendur eru 30 milljarðar króna. Samtals þyngist skatt- byrði á einstaklingum og hjónum þvi um 54 milljarða króna á þessu ári vegna aögerða fyrri vinstri stjórnar og núverandi rikisstjórnar. Þetta er nálægt 1200 þúsund króna skattauki á hverja 5 manna fjölskyldu. oddsen og vinstri stjórnarinnar. Hækkun beinna skatta í ár nem- ur 24 milljörðum: Tekju- og eignarskattar, sjúkra- tryggingargjald og fasteigna- skattar námu skv. áætlun Þjóð- hagsstofnunar 11.6% af brúttó- tekjum skattgreiðenda á árinu 1978. Eftir að afturvirkum skött- um var bætt við og þær hækkanir sem orðið hafa síðan hafa þessir skattar hækkað að mati sömu stofnunar í 14,2% af brúttótekjum ársins í ár. Við það er þá einungis miðað að tekju- og eignarskattur verði í samræmi við tekjuhlið fjárlagafrumvarps og að heimild til hækkunar útsvars verði ein- ungis notað að hálfu. í þessu ljósi er raunsærra að gera ráð fyrir að þetta hlutfall verði 14,6% af brúttótekjum. Heildartekjur framteljenda á yfirstandandi ári eru áætlaðar af Þjóðhagsstofnun samtals 800 milljarðar króna. Skv. þessu verða beinir skattar einstaklinga 1980 (tekju- og eign- arskattar, útsvör, sjúkratrygg- ingagjald og fasteignarskattar 116.800 m.kr. Miðað við sama skatthlutfall og 1978 hefðu þessir skattar orðið í ár 92.800 m.kr. Hækkun beinna skatta 1980 verður því 24.000 m.kr. Benzíngjald í vegasjóð Tollur og söluskattur Skatthlutfall beinna skatta af tekjum greiðsluárs var ennþá hag- stæðara borgurunum 1977 og hefðu þessir beinu skattar orðið rúmlega 30 milljörðum minni á yfirstandandi ári skv. því hlut- falli. Hækkun óbeinna skatta þyngist um 30 milljarða Óbeinir skattar verða um 30 milljörðum króna þyngri í ár Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Seltjarnarnesi: „Kerlingar skvetta — Meiri skatta, segir komminn — Að passa í hilluna sína — 85% bærinn Sjálfræði Vel er við hæfi að fyrirsögn þessa greinarkorns sé tekin að láni frá meistara Þórbergi, úr frægu kvæði hans um Seltjarn- arnes, sem hann var ekki dús við um þær mundir. Við Seltirn- ingar höfum eins og Mývetn- ingar undanfarin ár fengið að reyna nokkur kvikuhlaup, sem valda heimamönnum litlum áhyggjum, en geta ruglað ókunn- uga og jafnvel skaðað samfélagið út á við. Satt best að segja var ekki búist við grein kommans okkar, fyrr en í maí (sbr. grein sama efnis maí ’79) en svona geta bestu spár brugðist. Meginefni greinar bæjarfull- trúa kommúnista á Seltjarnar- nesi er sem fyrr að reyna að gera lítið úr því samfélagi, sem við- komandi hefur valið sér búsetu í, af frjálsum vilja vona ég, og um leið að mæla fyrir sínu hjartans máli, hærri sköttum. Hærri skattar eru trúaratriði hjá vinstri mönnum og þá um leið, aukin umsvif ríkis og bæja í málum borgaranna, allt gert með það fyrir augum að hið opinbera hafi öll ráð fólksins í hendi sér og þannig sé því best farið. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að reyna að skýra fyrir kommum og þeirra fylgifiskum hvað fjárhagslegt sjálfstæði þýðir fyrir borgarana, svo ger- sneyddir eru þeir skilningi á því sem við viljum kalla lýðréttindi og sjálfsákvörðunarrétt. Hollt væri þessu fólki að íhuga að eldra fólk eru líka manneskjur, en ekki skynlausar skepnur. I sinn bás Allir skulu passa í sinn bás, gæti verið einkunnarorð vinstri manna — þessi bás skal byggður af hinu opinbera og í hann skulu allir fara, eða hafa verra af ella. Þessi lítilsvirðing á einstakl- ingunum, sem skapa samfélagið svo og sú illska, sem fram kemur í garð þeirra landsmanna sem með ráðdeild og hagsýni (sparn- aði) hafa komið því orði á okkur íslendinga að við vildum búa að okkar, en skiljanlegt þegar kommar eiga hlut að máli. Meðan eistaklingseðlið verður ekki brotið niður, eiga kommar enga möguleika til valda. Hér er komið að aðalatriðum þess málefnaágreinings, sem á stundum gerir vart við sig í bæjarstjórn Seltjarnarness. Sjálfstæðismenn vilja hag borg- aranna sem mestan og telja því takmarki best þjónað með því, að hver og einn hafi sem mest sjálfræði í eigin málum — and- stætt þeirri alræðishyggju og lítilsvirðingu á skoðunum ein- staklingsins, sem felst í stefnu vinstri flokkanna. Einkennileg tilfinning var þó að koma í fyrirmyndar elliheim- ili í vinabæ okkar í Danmörku sl. vor, þar sem sá ágæti kratabær rekur elliheimili í húsi, sem er í eigu fjárfestingafélags (bygg- ingafyrirtækis)... 85% bærinn Ríkið er helsti framkvæmda- aðilinn á Seltjarnarnesi, segir bæjarfulltrúinn og telur.upp að á Seltjarnarnesi, hafi jú verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.