Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980
27
Fylkir sigraði Þór
og komst í 1. deild
ÞEIR höfðu svo sannarlega
ástæðu til að vera kampakátir
þeir Fylkismenn sem flugu norð-
ur til Akureyrar um helgina, þeir
náðu að afreka það að ná i f jögur
stig og þar að auki sæti i 1. deild
að ári. Það eru ekki mörg lið sem
hafa afrekað það í vetur að ná í
fjögur stig á Akureyri. Síðasta
hindrun þeirra á leið sinni í 1.
deild var lið Þórs sem þeir unnu
örugglega og verðskuldað 22—18
eftir að þeir höfðu leitt í hléi
11-8.
Fram í miðjan fyrri hálfleik var
jafnræði með liðunum og skiptust
þau á um að skora, um miðjan
hálfleikinn var staðan 5—5. Á
þessum kafla voru varnir beggja
liða nokkuð góðar en sóknin ekki
að sama skapi góð. Upp úr þessu
fór að lifna yfir sóknarleik Fylkis
og léku þeir ágætlega það sem
eftir lifði hálfleiksins og leiddu i
eins og áður sagði í hálfleik 11—8. ;
I seinni hálfleik héldu Fylkismenn
uppteknum hætti og var sigur
þeirra aldrei í hættu og bauð
hálfleikurinn upp á harla litla
spennu.
I heild var leikurinn ekkert
sérstakur og oft hálf leiðinlegur.
Liðsmenn Fylkis voru mjög jafnir
í þessum leik og léku þeir oft
ágætlega en þó aldrei eins vel og
kvöldið áður gegn KA. Varnarleik-
ur liðsins er mjög góður og
markvarslan oft ágæt. Sókn liðs-
ins byggist að mestu upp á
einstaklingsframtaki og gaf það
góða raun.
Lið Þórs átti ekki góðan leik og
er leitt að sjá lið eins og það, sem
hefur úr ágætum mannafla að
spila, hjakka á plani meðal-
mennskunnar leik eftir leik á þess
að nokkuð rofi til í leik liðsins.
Einu menn liðsins sem sýndu sín
réttu andlit í þessum leik voru
markmennirnir en þeir vörðu
ágætlega. Þórsarar eiga nú erfitt
verkefni fyrir höndum en það eru
aukaleikir um fallið og verður
Þór AK — Fylkir
18:22
gaman að sjá hvort þeir hrista af
sér slenið í þeim leikjum.
Dómarar voru þeir Gunnlaugur
Hjálmarsson og Karl Jóhannsson
og dæmdu þeir leikinn af stakri
prýði.
Mörk Fylkis: Gunnar Baldurs-
son 5, Magnús Sigurðsson 4, Sig-
urður Símonarson 3, Einar Ág-
ústsson 3 (lv), Ragnar Her-
mannsson 2, Óskar Ásgeirsson 2,
Guðmundur Kristinsson 2, Guðni
Hauksson 1 og Ásmundur Krist-
insson 1.
Mörk Þórs: Pálmi Pálmason
6(2v), Sigurður Sigurðsson 4,
Benedikt Guðmundsson 2, Árni
Stefánsson 1, Valur Knútsson 1,
Sigtryggur Guðlaugsson 1, Ólafur
Sverrisson 1 og Arnar Guðlaugs-
son 1.
SOR
Sagt eftir leikinn:
Pétur Bjarnason þjálfari Fylkis:
Þegar við lögðum í hann norður
bjóst ég ekki við að við næðum í
fjögur stig en það tókst nú samt
sem áður. Sigur okkar yfir KA í
gærkveldi þjappaði okkur saman
og við komum því ákveðnir til
leiks í dag. Fyrirfram hafði ég
búist við að leikurinn á móti Þór
yrði erfiðari sagði Pétur að lokum.
Einar Ágústsson fyrirliði Fylk-
is: Ég er alveg í sjöunda himni yfir
þessu. Sigur okkar má einkum
þakka mikilli baráttu hjá strákun-
um. Sigurinn í gærkveldi hafði allt
að segja fyrir okkur og vorum við
því ákveðnir að berjast til þrautar
í dag. Mér fannst erfiðara að leika
á móti Þór en KA. í liði KA er
Alfreð allt í öllu en hjá Þór geta
allir skorað og er mjög erfitt að
ráða við svoleiðis lið.
• Það var oft barist í leik Fylkis og KA. Á myndinni hefur Alfreð
Gislason verið felldur í gólfið eftir að hafa reynt gegnumbrot. Eins og
sjá má á myndinni var iþróttaskemman á Akureyri yfirfull af fólki
sem studdi vel við bakið á liði KA en það dugði ekki til í þetta skipti.
Ljósm. SOR.
Sigur hjá Fram
FRAM vann öruggan sigur á Þór
í 1. deild kvenna á Akureyri á
laugardaginn. Lokatölur leiksins
urðu 22:14, eftir að staðan i
hálfleik hafði verið 12:7 Fram i
hag.
Framstúlkurnar náðu forystu
strax í byrjun leiksins og þegar
15 minútur voru búnar var stað-
an orðin 8:2. Eins og áður sagði
var staðan í leikhléi 12:7, og á
fyrstu 5 minútunum i seinni
hálfleik skoruðu Framarar 5
mörk en Þór ekkert.
Munurinn varð þá orðinn 10
mörk, 17:7, og nánast formsatriði
að ljúka leiknum. Þórsarar náðu
þó að rétta úr kútnum, minnkuðu
muninn niður í 6 mörk en Fram
skoraði svo 2 síðustu mörkin.
Hjá Fram var Guðríður Guð-
mundsdóttir langbest, algjör yfir-
burðamanneskja. Hún skoraði 12
mörk(6v). í hinu unga liði Þórs var
Þórunn Sigurðárdóttir best, barð-
ist vel á línunni. Hún var marka-
hæst í liðinu með 7 mörk(4v).
Dómarar leiksins voru Guðmund-
ur Lárusson og Gunnar Jóhanns-
son og voru þeim nokkuð mislagð-
ar hendur.
• Sigurvegararnir í íslandsmótinu í 2. deild karla í handknattleik, lið Fylkis. Myndin er tekin á Akureyri
um síðustu helgi en þá náði lið Fylkis að sigra bæði Akureyrarliðin, Þór og KA, og um leið tryggja sér
nauman sigur í deildinni.
Ljósm. SOR
Verðskuldaður
sigur Fylkis
ÞAÐ voru vonsviknir KA-menn
sem horfðu á eftir tveim stigum
til Fylkismanna. KA-mönnum
nægði annað stigið og þá voru
þeir i 1. deild eftir margra ára
baráttu á toppi 2. deildar, en
Fylkismenn gerðu sér hins vegar
litið fyrir og unnu sannfærandi
sigur 21 — 18 eftir að KA hafði
leitt 12-9 í hálfleik.
Það gekk mikið á í upphafi
leiksins og var skorað grimmt á
báða bóga og eftir aðeins fimm
minútur var staðan orðin 5—3
KA í vil. Á þessum tíma var
varnarleikur beggja liða af
skornum skammti og virtust
menn geta labbað út og inn um
vörn andstæðinganna án mikillar
fyrirhafnar. Upp úr þessu fór
heldur að rofa til í varnarleik
liðanna og markaregnið fór
minnkandi. Liðin skiptust nú á
um að skora og um miðján
hálfleikinn var staðan jöfn 8—8.
Þá tóku KA-menn með Alfreð
Gíslason i broddi fylkingar leik-
inn i sínar hendur og í hléi höfðu
þeir gert 12 mörk gegn 9 mörk-
um Fylkis.
í hléi hefur Pétur þjálfari Fylk-
is vafalaust talað vel valin orð til
sinna manna því þeir komu
tvíefldir til síðari hálfleiks og
jöfnuðu leikinn strax á fyrstu
mínútunum, og tóku jafnframt
Alfreð Gíslason í liði KA úr
umferð. Nú var jafnt til 14—14 en
þá skildu leiðir og nú voru það
Fylkismenn sem leiddu. Þeir kom-
KA — Fylkir
18:21
ust í tveggja marka forystu og
þegar staðan var 18—16 fyrir
Fylki skeði mjög afdrifaríkt atvik.
í sömu sókninni fengu KA-menn 2
víti en markvörður Fylkis gerði
sér lítið fyrir og varði þau bæði.
Eftir þetta var KA liðið algerlega
búið að vera og var sætur sigur
Fylkis aldrei í hættu. Leikurinn
var ágætlega leikinn og talsvert
hraður og var sigur Fylkis fylli-
lega verðskuldaður.
Fylkisliðið ar svolítið seint í
gang en eftir að liðsmenn voru
komnir í gang léku þeir oft á
tíðum skínandi vel. Bestur þeirra
var Ragnar Hermannsson, hann
lék mjög vel og gerði mikið af
mörkum á margbreytilegan hátt,
einnig varði Jón Gunnarsson vel í
markinu.
KA liðið lék ágætlega í fyrri
hálfleik en þegar atkvæðamesti
maður þeirra Alfreð Gíslason var
tekinn úr umferð virtust meðspil-
arar hans ekki vera undir það
búnir og riðlaðist leikur liðsins þá
mjög. Bestur þeirra var Alfreð
Gíslason meðan hans naut við og
einnig átti Jóhann Einarsson
ágætan leik.
Frábærir dómarar leiksins voru
Birgir Björnsson þjálfari KA tekur greinilega mikinn
þátt í leiknum eins og sjá má af tilburðum hans.
Ljósm. SOR.
þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og
Karl Jóhannsson.
Mörk Fylkis: Ragnar Her-
mannsson 9, Gunnar Baldursson 6
(lv), Einar Ágústsson 2 (lv),
Guðni Hauksson 2 og Ásmundur
Kristinsson 2.
Mörk KA: Alfreð Gíslason 7
(2v), Gunnar Gíslason 3, Jóhann
Einarsson 3, Friðjón Jónsson 3,
Magnús Birgisson 1 og Þorleifur
Ananíasson 1.
Sagt eftir leikinn.
Pétur Bjarnason þjálíari Fylk-
is: Það sem einkum skóp sigur
okkar var yfirvegun í leik okkar og
markmaðurinn okkar fór að verja
í seinni hálfleik. Áhorfendur voru
talsvert atkvæðamiklir en það
hafði ekki slæm áhrif á okkur. Ég
held að KA-menn hafi verið sigur-
vissir og hefur það vafalaust haft
mikið að segja, sagði Pétur að
lokum.
Birgir Björnsson þjálfari KA:
Það sem varð einkum til þess að
við töpuðum var mjög slæmur
leikur af okkar hálfu í seinni
hálfleik. Við vorum betri í fyrri
hálfleik en svo hrundi allt í þeim
seinni. í heild voru þeir betri og
verðskulduðu sigurinn.
4p»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>B
miummel
| Frábærir
| fótboltaskór á ein-
§ stæöu verði, úr ekta
i leöri.
No. 32—37
No. 38—45
9.900.-
11.400.-
| Litur: svart, hvítt.
Póstsendum.
— búöin
Ármúla 38.
S: 83555.
H<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<< j
1