Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 .Tilvalið Margrét Iljálmarsdóttir. Jóhannes Kristinsson n 'endnm h Hrk t‘<r noir.r^ 1renndZ"lðan''<'rdur6 n',,tnn Myndir Emilía Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík: „Þetta er i fyrsta skipti á ævinni sem ég reyni að teikna,“ sagði Rannveig Magnúsdóttir, einn nemend- anna. „Ég fékk skyndilegan og óvæntan áhuga á teikn- ingu og finnst þetta mjög gaman." Rannveig er heima- vinnandi húsmóðir og sagði að þetta tómstundagaman væri einmitt tilvalið fyrir þær. „Það er aldrei of seint að byrja.“ „Hver vetur er sá síðasti“ Höggmyndadeildin er eina deild skólans sem starfar allan daginn. Mikil vinna liggur að baki einnar högg- myndar, of mikil til þess að árangur náist á kvöldnám- skeiðum einum. Kennarar í höggmyndadeildinni eru Hallsteinn Sigurðsson, Sig- rún Guðmundsdóttir, Ragn- ar Kjartansson og Páll J. Pálsson. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er við nám í högg- myndadeild en fyrir nokkr- um árum var ég hér að læra teikningu og vatnslitun," sagði Þorbjörg Þórarinsdótt- ir. „Við lærum hér að móta í leir og höggva í stein. Þetta er frekar dýrt tómstunda- starf en það er þess virði,“ sagði Þorbjörg. Margrét Hjálmarsdóttir hefur verið 7 ár í högg- myndadeild Mynd- listaskólans en með hléum þó. „Skólinn er orðinn mun betri nú en þegar ég kom hingað fyrst og aðstaðan hér er mjög góð,“ sagði Margrét. Ekki sagðist Margrét vita það hvort hún héldi áfram í skólanum „Hver vetur er sá síðasti hér. Mér finnst þetta alls ekki dýrt tómstunda- gaman en það er mikil vinna sem liggur í því. Kennararn- ir eru ekki alltaf hjá okkur en við vinnum hvern dag nema föstudaga og laugar- daga.“ „Menntum ekki einungis listamenn“ Eins og sjá má á viðtölun- um við nemendur í Mynd- listaskólanum er þar fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á myndlist. „Það vill oft brenna við að fólk haldi að hingað komi þeir sem hafa það markmið að verða listamenn í fram- tíðinni. En starfssvið skólans er ekki einungis að mennta listamenn, heldur að opna augu fólks og auka skilning þess á myndlist almennt," sagði Katrín Briem skóla- stjóri Myndlistaskólans í Reykjavík að lokum. rmn Rætt við nemendur og skólastjóra Myndlistaskólans ÁRLEG vorsýning Mynd- listarskólans í Reykjavík hófst sl. laugardag í húsa- kynnum skólans að Lauga- vegi 118 og verður opin til 7. apríl kl. 14—18 alla daga. „Við sýnum nú verk nem- enda nokkru fyrr en venja er til, þ.e.a.s. áður en kennslu lýkur. Með þessu viljum við gefa fólki kost á að sjá verk á vinnslustigi, þá gerir það sér betur grein fyrir því hvað hér fer fram,“ sagði Katrín Briem skóla- stjóri Myndlistarskólans er blm. heimsóttu skólann. „Við sýnum sem sagt vinnu- teikningar, hálf unnin verk, ásamt fullunnum hlutum, auk þess sem til sýnis verða hráefnin sem við notum og áhöldin.“ Myndlistaskólinn skiptist í 19 deildir, ýmsar teiknideild- ir, málaradeild, höggmynda- deild og barna- og unglinga- deildir. Nemendur eru um 300 en kennarar eru 17. Kennslan er í námskeiða- formi og fer fram á kvöldin kl. 17—19.15 nema í högg- myndadeildinni. Þar er starfað allan daginn. „Skemmtilegast í grafíkinni“ Unglingadeildinni er skipt í tvo hópa. Annar er ein- göngu í teikningu en hinn er eingöngu í mótun. Er blm. komu að var Katrín að leið- beina þeim hópi sem fæst eingöngu við teikningu. Asdís Ásgeirsdóttir, 13 ára, var að gera grafík-bóka- merki. „Ég hef verið í Mynd- listaskólanum í 3 ár, oftast bara í teikningu en líka lært að móta í leir. Mér finnst langskemmtilegast að vinna við grafíkina." Ásdís sagðist hafa hugsað sér að halda áfram námi við skólann og ef til vill fara út í það í framtíðinni að leggja fyrir sig myndlist. Jóhannes Kári Kristinsson var hins vegar nýbyrjaður við nám í Myndlistaskólan- um. Hann er 12 ára og fannst skemmtilegast að fást við grafík eins og Ásdísi. „Tilvalið fyrir heimavinnandi húsmæður“ I málaradeildinni var Sig- ríður Björnsdóttir listmálari að leiðbeina nemendum. í einu horninu var nokkrum appelsínum og flöskum stillt upp. Nemendurnir máluðu einbeittir á svipinn og Sig- ríður gekk um og leiðbeindi eftir þörfum. „Ég hef afskaplega gaman af þessu tómstundastarfi mínu,“ sagði Oddný Guð- mundsdóttir sem er við nám í skólanum annað árið í röð. „Það eru nokkur ár síðan ég byrjaði að mála en aðeins tvö ár síðan ég hóf að læra. Við lærum að byggja upp mynd- irnar og málum uppstill- ingar. Þetta er ágætis tóm- stundastarf fyrir heimavinn- andi húsmæður sem hafa lítið að gera heima hjá sér og hafa áhuga á myndlist," sagði Oddný. Lilja Gísladóttir hefur verið í Myndlistaskólanum frá því í janúar sl. „Ég fór á kvöldnámskeið í myndlistaskóla í Svíþjóð fyrir nokkrum árum og lang- aði til að byrja á þessu aftur,“ sagði Lilja. „Ég myndi hins vegar byrja á því að læra teikningu ef ég væri að byrja aftur. Ef ég held áfram í Myndlistaskólanum hef ég hugsað mér að fara í einhverja teiknideildina." Lilja sagði að málun væri tiltölulega dýrt tómstunda- starf. „Málningin, spjöldin og annað sem við notum er allt mjög dýrt.“ „Ég er að teikna í fyrsta sinn á ævinni“ Ragnar Kjartansson var að leiðbeina byrjendum í módelteikningu er blm. litu inn. Voru nemendurnir að glíma við að teikna andlit stúlku sem sat á palli fyrir framan þá. x. „Okkar hlutverk er að opna augu almenn- ings fyrir myndlist"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.