Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRIL 1980 15 en undir 6 um morguninn. Þennan dag er talið að 600— 800 manns hafi verið á skíðum í Bláfjöllum, mest skólabörn. En sem betur fer voru flestir farnir áður en veðrið skall á, svo að eftir voru aðeins um 200 manns. Samt sem áður var það litla húsnæði, sem til er þar, eins þröngt setið og framast var unnt. Það er erfitt að hugsa sér hvernig farið hefði, ef þarna hefðu verið 800—1000 manns, eins og oft er. Veðrið var slíkt að 8 rafmagnsstaurar Stefán Kristjánsson. á línunni til okkar brotnuðu og í raun og veru var lífshættu- legt að vera úti, þegar verst var. Það er því orðið mjög brýnt verkefni að fá þjónustu- miðstöðina og raunveruleg forsenda þess að hægt sé að stefna fleira fólki í Bláfjöllin og halda áfram uppbyggingu. Við víkjum talinu að rekstr- inum, en undanfarin ár hefur veturinn nýtst vel til skíðaferða. — Já, í fyrra og það sem af er þessu skíða- tímabili hefur verið mjög hag- stætt, segir Stefán. Og í ár voru nóvember og desember jafnvel verulega góðir skíða- mánuðir. Algengast er svo að hægt sé að halda áfram þar til síðast í maí. í Bláfjöllum er áreiðanlega lang fjölsóttasti fólkvangur landsins. Hann er fyrst og fremst nýttur á vet- urna. Þegar er komin af stað nokkur fjárveiting til þess að gera veginn áfram til Hafnar- fjarðar og þegar hringvegur er kominn, má búast við að fólk fari að nýta fólkvanginn betur að sumrinu líka. En hvernig gengur þá rekst- urinn á svo vel nýttu svæði? Því svarar Stefán svo: — Með tilkomu stólalyftunnar gjör- breyttist reksturinn þannig að meðgjöf þessara sjö sveitarfé- laga, sem að rekstrinum standa, varð á árinu 1979 samtals 19 milljónir króna. Þar af komu í hlut Reykja- víkur 12 milljónir. En þess ber þá að geta að snjómoksturinn einn kostaði 13 milljónir, en ekki mun algengt í landinu að á svo mikið notuðum vegi falli allur kostnaður af snjómokstri á reksturinn. Sé þetta borið saman við kostnað sveitar- félaganna af öðrum tómstundarekstri, þá þykir þetta vel sloppið. • Gæti staðið undir sér — Á það er að líta, að staðurinn er í uppbyggingu og margt má enn gera til að bæta reksturinn, segir Stefán. En það er bjargföst trú mín að ef okkur miðar sæmilega við að búa í haginn í Bláfjöllum, þá sé góður grundvöllur fyrir því að reka þetta svæði þannig í framtíðinni að það standi und- ir sér. Hvað liggur þá helst fyrir að gera á næstunni? — Jafnframt því sem þjónustumiðstöðin er í undir- búningi, þá erum við stöðugt að athuga ný lyftustæði í fjöllunum og stefnum að því að fá fullkomnar skíðalyftur í Eldborgargili og Suðurgili og tengja saman þessi skíða- svæði. Þá viljum við sem fyrst geta lýst upp gönguleið fyrir þá, sem vilja ganga á skíðum á kvöldin og í skammdeginu. Og að sjálfsögðu krefst þessi aukna aðsókn þess, að haldið sé áfram að bæta bæði veg og bílastæði. Og þá kemur í lokin að hinni óhjákvæmilegu spurningu: Hvað kostar svona þjónustu- miðstöð, eins og sú sem áform- uð er? Og hvernig er hún fjármögnuð? — Ekki kvaðst Stefán geta gefið nákvæma kostnaðartölu, en svona þjónustumiðstöð muni eflaust kosta með öllum búnaði 250—280 milljónir króna. Hvað kostnaðarskipt- ingu snertir þá muni íþrótta- nefnd ríkisins í fyrsta lagi greiða um 40% af þessari framkvæmd á um fjórum ár- um. Hin 60% skiptast á sveit- arfélögin sjö í hlutfalli við íbúafjölda. Þar af koma 67% í hlut Reykjavíkur. En bygg- ingakostnaður skiptist í tvö ár. Geta menn svo reiknað út hve mikill kostnaður fellur á hvern aðila á ári. — En ég held nú að þetta sé ekki stærra verkefni en svo, að sveitarfé- lögin ættu að ráða við það, segir Stefán. Hvað um það. Þegar aðsókn- in í skíðalandið í Bláfjöllum er orðin yfir milljón manns í skíðalyfturnar einar, eins og var á sl. ári og þrefaldast milli ára, þá verður varla undan því komist að koma sem fyrst upp góðri þjónustumiðstöð til að koma fólki í skjól, þegar íslenzkt hríðarveður skellur á, og hýsa það meðan það borðar nestið sitt aðra mildari daga. -E.Pá. Aðsóknin að skíðalyftunum i Bláfjöllum hefur meira en þre- faldast milli áranna 1978 og 1979. Var rúmlega 356 þús. ferðir á árinu 1978, en yfir 1,1 milljón 1979. Málverka- sýning í Festi Gunnar Þorleifsson opnar málverkasýningu í Festi í Grindavík á skírdag og stendur hún fram yfir páska. Opið verður alla daga frá kl. 10 til 22. Áður hefur Gunnar sýnt í Mokka, í Klausturhólum, á list- sýningu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og síðast í Hamra- görðum. Aðgangur að sýning- unni er ókeynis. *«3*««*. Gunnar Þorleifsson ásamt einu verka sinna, sem hann nefnir „Tré ársins." heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3. — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655 Philips AWB102 topp- hlaoin þvottavél Þú kaupir Philips fyrir framtíðina. Þrátt fyrir að Philips AWB 102 þvottavélin sé mun minni að utanmáli en flestar aðrar þvotta- vélar, þá hefur hún samt (alla) kosti stærri véla: Hún tekur 5 kg. af þvotti, hefur 15 sjálfvirk þvottakerfi og stillanlegan vinduhraða frá 120—750 snúningum á mínútu. Þessi gerð er því tilvalin í baðherbergi, eldhús og annars staðar, þar sem pláss er takmarkað. Sérstök raflögn er óþörf, þar sem vélin tengist við venjulega 10 amper Ijósalögn. Mál: 40 x 89 x 54 cm. b.h.d. Philips viðgerðaþjónustu getur þú treyst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.