Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 1980 Elísabet var óánægð með áróður- Kristinn Sæmundsson Þórjón Pétursson inn á unglingana í Breiðholti. „Ósamræmi í fréttaflutningi44 Ragnar Magnússon segir frá fundi, sem nokkrir klúbbar héldu í Fellahelli HÉR birtist síðari hluti frá fundi klúbbanna sem haldinn var í Fellahelli 25. 3. sl. Tillaga sú sem einn framsögumanna mælti fyrir og kom fram í fyrri hiuta frás- agnarinnar sem birtist i Mbl. sl. laugardag. hvort áhugi væri á því meðal fundargesta að taka til hendinni og hreinsa kringum skólann, var hraustlega fylgt eftir að morgni þess 26. Það má segja, að þá hafi svæðið kringum Fellaskóla verið hvít skúrað. Hvort framhald verður á þessu er að sjálfsögðu undir ýmsu komið, en það kom fram vilji til þess, að láta þetta ekki verða einhverja loftbólu sem hyrfi snarlega í djúp minninganna, heldur láta hér verða upphaf stefnubreytingar hvað varðar umgengni í hverf- inu. Kristinn Sæmundsson: Ekkert mál — ef allir stæðu saman Það sem ég ætla að fjalla um er betri umgengni við KRON. Ég talaði við nokkra verslunarmenn og þeir sögðu að það fyrsta sem þyrfti að gera væri að mála og hreinsa til kringum búðirnar, fjölga ruslakörfum og hætta að brjóta rúður. Það væri ekkert mál að gera þetta ef allir stæðu saman við að bæta umgengnina í hverf- inu. Verslunarmennirnir við KRON tóku vel undir þessi orð því að viðskiptavinirnir eru hættir að þora að koma vegna krakkaskríls og láta. Þegar við spurðum verslunar- mennina um álit þeirra á að setja þak á sperrurnar fyrir framan bankann og bekki þar undir, sögðu þeir að ef þetta yrði gert myndu krakkarnir safnast þar saman og gera þennan stað að Hallærisplani 2. Aftur á móti sögðu þeir að sniðugt væri að byggja skýli hér í grenndinni þar sem unglingarnir gætu safnast saman, þegar Fella- hellir væri lokaður og hafa það þannig að ekkert væri hægt að eyðileggja. Tryggingafélögin fara að hætta að borga skemmdirnar á verslun- um vegna þess hve mikið er eyðilagt. Og ef af því verður endar það með því að verslanirnar fara á hausinn vegna skemmdarstarf- semi. Þetta væri allt hægt að lagfæra, ef allir stæðu saman um að bæta hverfið. Þá með því að við myndum koma saman um helgar og hreinsa til, t.d. gætum við gert það fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Ósamræmi í fréttaflutningi Að framsöguræðum loknum tóku nokkrir til máls og voru ræðumenn með ýmsar góðar hug- myndir. Geirharður Þorsteinsson, einn af þeim sem skipulögðu Breiðholt 3, mætti á fundum og ræddi um hugsanlegar breytingar sem mætti gera, t.d. í Fellagörðum. Geirharður var ekki hrifinn af þeirri hugmynd að hafa alla hluti svo úr garði gerða, að ekki gæti neitt undan látið. Að fundi loknum átti ég þess kost að ræða við nokkra unglinga. Þórjón Pétursson sagði að krökk- um í Breiðholti væri kennt um allt mögulegt, jafnvel að brjóta hend- ur lögreglumanna. Þórjón var mjög argur vegna þeirra skrifa sem hafa birst um Breiðholtið og hvað öllu er slegið upp ef minnst er á Breiðholtið. Sérstaklega var hann sár út í Dagblaðið og taldi að skrif þess blaðs mættu gjarnan breytast. Undir þetta tóku félagar hans, Þórir og Ásgeir. Síðan ræddi ég við Ingu Birnu Úlfarsdóttur, Hjalta Guðmunds- son, sem var fundarritari, Þóru M. Magnúsdóttur, Kristin Sæ- mundsson og Þóri Björnsson. Þau voru öll sammála um það, að mikið ósamræmi væri í fréttaflutningi. Ef atburðurinn gerist í Breiðholti þá er því slegið upp, en frétt um þjófnað á 25 kartonum af sígarettum að verð- mæti 250.000 kr. þykir ekki frétt, né heldur ef rúður eru brotnar, götuljós skemmd þegar skoðað er það pláss, sem fréttin fær, af því að það gerðist ekki í Breiðholti. Þau viðurkenndu, að óknytta- unglingar væru til í hverfinu, en þetta væri fámennur og harð- snúinn hópur. Því væri ekki rétt að dæma alla unglinga í Breiðholti út frá því. Þau sögðust ætla sannarlega að fylgja vel eftir þeim tillögum sem samþykktar hefðu verið á fundin- um, t.d. með hreinsunina. Þetta kvöld sem fundurinn var haldinn komu í heimsókn ungl- ingar úr Oddeyrarskóla, á Akur- eyri. Ég spurði Tótu, Fíu og Dídí hvort hliðstæð vandamál væru á Akureyri sem lýst hefði verið á fundinum. Ekki vildu þær stöllur meina að svo væri, en að sjálf- sögðu eru fyrir hendi ákveðin vandamál en þau eru kannski minni í sniðum. Okkur finnst sitt hvað hér vera nokkuð stórt í sniðum. Hér eru stórar byggingar og mikið fjölmenni og það er kannski þess vegna sem meira ber á ýmsu hér. Það verður að segjast eins og er, að þessi fundur sem klúbbarnir í Fellahelli efndu til, tókst með miklum ágætum. Slíkir fundir ættu að vera fastur liður í starfi Fellahellis. Ég geri það að tillögu minni, að á næsta fund bjóðið þið foreldrum og eftir að hafa talað nokkur velvalinn orð við foreldra sem hugsanlega kæmu á fundinn þá mætti gefa þeim tækifæri til að svara fyrir sig. Klúbbarnir sem stóðu að fundinum eru: 'Kyn- fræðsluklúbbur, Ferðaklúbbur, Afbrotaklúbbur og Fíkniefna- klúbbur. Fundinum til trausts og halds voru þeir Sverrir Friðþjófsson forstj. Fellahellis og Skúli Björnsson. íslenzk kvikmynda- vika í Regnboganum HIÐ nýstofnaða Kvikmyndafje- lag gengst um þessar mundir fyrir íslenzkri kvikmyndaviku í 'egnboganum í Reykjavík og ?ndur hún til 2. apríl. Verða á 'kmyndavikunni sýndar trar íslenzkar kvikmyndir, jæði heimildamyndir og leiknar myndir, sem teknar hafa verið á síðustu árum eða allt frá árinu 1921. Að sögn forráðamanna Kvik- myndafjelagsins er ætlunin að fá hingað til lands erlendar kvik- myndir, sem ekki koma í kvik- myndahúsin og gangast öðru hverju fyrir sérstökum kynning- um og kvikmyndavikum. Þetta fyrsta framtak félagsins er til að sýna hvað gert hefur verið af íslenzkum kvikmyndagerðar- mönnum og til að sýna hve mikilvæg atvinnugrein kvikmynd- in er ekki sízt þegar um varðveizlu heimilda er að ræða. Þeir kvikmyndagerðarmenn, sem eiga tnyndir á kvikmynda- hátíðinni eru Óskar Magnússon, Óskar Gíslason, Ósvaldur Knud- sen, Ásgeir Long, Reynir Oddsson, Þorsteinn Björnsson, Hrafn Gunnlaugsson, Róska. Magnús Jónsson og Kvik sf. Nokkrir stjórnarmanna Kvikmyndafjelegsins, f.v.: Gestur Ólafsson, Leifur Þorsteinsson, Sverrir Hólmarsson og óíafur Haukur Simonar- son, en auk þeirra eiga sæti í stjórninni Eyjólfur Halldórsson og Þorsteinn Jónsson. Ljósm. Mbi. KHstján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.