Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980 19 Hef reiðzt fjórum sinnum síðan 1950 segir Guðmundur Jónsson sem er sextugur í dag Afmælisbarnið í skrifstofu sinni í Ríkisútvarpinu við Skúlagötu. (Ljósm. RAX). — Já það fer víst ekki á milli mála að það er eitthvað sem Istendur til. Annars er ég voða- lega lítið fyrir afmæli. Mér I finnst afmæli ágæt fyrir konur og börn, en það er kannski allt í lagi að halda einu sinni upp á þetta með viðhöfn, sagði Guð- mundur Jónsson óperusöngvari og framkvæmdastjóri þegar við hittum hann að máli nú í vikunni. Svo vildi hann sem minnst um sextugsafmælið tala, — sagði að það væri minnst á sínum vegum, en fór | mörgum viðurkenningarorðum um baunasúpuna sem var á borðum í mötuneyti Útvarpsins þennan dag. — Ertu alltaf í góðu skapi, 1 Guðmundur? — Já, oftast nær að minnsta kosti. Það er engin ástæða til annars. Reyndar hef ég reíðzt fjórum sinnum síðan 1950, svo þú sérð að það er ekki alltaf blíðalogn hjá mér. — Hvað kom þér úr jafnvægi í þessi fjögur skipti? — Það er nú varla í frásögur færandi, en tvisvar sinnaðist mér við hann Guðlaug minn Rósinkrans — eins og mér þótti nú annars vænt um hann. Þetta var sómamaður. Ekki hef ég 1 heyrt um annan opinberan f embættismann, sem hefur sett húsið sitt að veði til að útvega stofnun sinni fé, en það vissi ég )að Guðlaugur gerði. Nú, svo fauk illilega í mig hér innan stofnunar þegar upptaka á Amal og næturgestunum fór út um þúfur fyrir klaufaskap fyrir nokkuð mörgum árum, og í | fjórða skiptið var í vetur þegar við vorum að setja upp La | Traviata. Þetta var konsertupp- færsla og það stóð aldrei annað til en svo kom hingað erlendur leikstjóri, sem mátti ekki heyra annað nefnt en að söngvararnir | lærðu hlutverkin utan að. Það var náttúrlega útilokað, en maður þurfti aö hvessa sig duglega til að leiðrétta þann misskilning. Það endaði nú sem betur fer allt vel. — Hefurðu aldrei séð eftir því að hafa komið heim í stað þess að freista gæfunnar úti í hinum stóra heimi? — Nei, því hef ég aldrei séð eftir. Mér hefur alltaf liðið vel hér á íslandi. Það hefur líka I verið að gerast svo margt gott í tónlistarmálunum hér og það er ekki lítils virði að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Svo er ég líka þeirrar skoðunar, að það sé ekki eftir svo miklu að slægjast fyrir listamenn á alþjóðavettvangi eins og af er látið. Auðvitað eru tækifærin meiri, en þetta er erfitt líf og óöruggt. Ég kom heim frá námi árið 1949 og síðan hef ég verið hér í bezta yfirlæti, ekki sízt eftir að ég byrjaði að vinna hér í útvarpinu árið 1954. Það hefur átt vel við mig að vera í föstu starfi en sinna söngnum í hjáverkum. Ég get mælt með því að listamenn fái sér vinnu og sinni list sinni eftir því sem föng eru á. Svona fámenn þjóð hefur ekki bol- magn til að hafa fjölda lista- manna á föstum launum. Eitt af því ánægjulegasta, sem ég hef tekið þátt í var „List um landið", sem ég hafði frum- kvæði að, en sú starfsemi hófst árið 1955. „List um landið" átti miklum vinsældum að fagna og það er alveg áreiðanlegt að þörfin var mikil. Við fórum með hópa af listamönnum, sem fluttu listadagskrár víða um land, og sem dæmi um hinn almenna áhuga á þessu fyrir- tæki má nefna að um mánaða- mótin nóvember-desember 1955 var ákveðið fyrirvaralaust að flytja Ráðskonuríki Pergolesis í félagsheimilinu í Mývatnssveit, sem þá var alveg nýtt. Á staðnum var ekkert hljóðfæri og ekkert hafði verið hugsað fyrir leiktjöldum. En áhuginn var svo mikill að þessu var bjargað í snarheitum, — sent eftir hljóðfæri til Lauga og trétexi í leiktjöld til Húsavíkur. Allt var komið heim og saman þegar sýningin skyldi hefjast og hvorki meira né minna en 256 manns sóttu skemmtunina, en þetta var miklu meiri aðsókn en nokkurn hafði órað fyrir, ekki sízt með tilliti til þessa stutta fyrirvara og samgönguerfið- leika í nágrenninu. En þrátt fyrir viðtökurnar, sem „List um landið" fékk hvarvetna var þessari starfsemi hætt. Það þótti ekki vera í verkahring Ríkisútvarpsins að standa fyrir ferðalögum listamanna um landið, sem kannski mátti til sanns vegar færa. „List um landið" var sett í hendur annars opinbers aðila og lognaðist þar út af, og það þótti mér miður farið. Ég er ekki í vafa um að slík starfsemi á enn rétt á sér. Hún yrði líka langtum auðveld- ari í framkvæmd nú en var á þessum árum. Öll aðstaða hefur snarbatnað. Víðast hvar eru komin félagsheimili og á mörg- um stöðum eru ágæt hljóðfæri, en því var ekki að heilsa þegar „List um landið“ var starfandi. — Hvað hefur þér þótt skemmtilegast að syngja? — Rigoletto. Verdi var áreið- anlega það tónskáld, sem bezt kunni að skrifa fyrir söngradd- ir. Ég söng þetta hlutverk í Kaupmannahöfn árið 1953, og fékk ágæta dóma. Það gladdi mig og það væri hræsni að halda því fram að maður hafi ekki þörf fyrir viðurkenningu — staðfestingu á því að maður sé gjaldgengur. Sú hlið málsins var e.t.v. það, sem ég velti helzt fyrir mér þegar ég tók ákvörðun um að koma heim. — Hefur röddin breytzt mik- ið með aldrinum? — Hún hefur dýpkað. Söngv- arar geta ekki haldið áfram að syngja endalaust, og það kemur að því hjá mér eins og öðrum, að ég hætti að syngja, en þá snýr maður sér alveg að kennsl- unni. Mér hefur alltaf þótt gaman að kenna, ekki sízt eftir að Söngskólinn tók til starfa. Það starf sem þar fer fram er svo skemmtilegt að maður telur ekki eftir sér að taka þar til hendi þegar vinnutíma hér er lokið. — Á.R. um menn til fræsöfnunar á ýmsum stöðum í því stóra landi, sem er 13 sinnum stærra en ísland. Undanfarin ár hefur elsta sitkagrenið hér á landi borið vel þroskað fræ með fárra ára millibili, t.d. var safnað 30 kg af því haustið 1976. Við erum því orðnir sjálfbjarga að því er magn fræs varðar. Annað mál er, að enda þótt hér séu til stofnar eða kvæmi frá allt að 20 stöðum í Alaska er enn þörf á að kanna fleiri. í sambandi við fræfall má geta þess, að fundist hafa nokkur sjálfsáin sitkagreni og fleiri munu bætast í hópinn eftir því sem tímar líðá. Þau kvæmi, sem reynst hafa best hingað til, eru ættuð úr nágrenni Cordova, smábæjar austan Prince Williams flóa, og umhverfi Homers á Kenaiskaga. í Homer er meðalhiti sumars svipaðurog í Reykjavík en vetur aðeins kaldari. Úrkoma er svip- uð á báðum stöðunum. I Cordova er sumarhiti eilítið hærri en vetur svipaðir og hér. í apríl- hretinu 1963 reyndust tré af þessum stofnum betur en flest önnur og mörg sluppu áfallalítið eða áfallalaust. Að þessu verður síðar vikið. Sitkagreni er ekki þurftafrekt eftir að það kemst á legg, en best og hraðast vex það auðvitað í gljúpum og rökum jarðvegi, þar sem er aðsteymi af fersku jarð- vatni. Nokkrum sinnum hafa verið mældir yfir 80 sm árs- sprotar eftir góð sumur. Hæsta sitkagreni landsins mun vera í Fljótshlíð 13,5 m eftir 43 ára vöxt. En í Skaftafelli hefur grenið náð í 10 m hæð á 24 árum. Þótt þetta sé mikill og góður vöxtur er ekki minna vert um það, hve þrautseigt það er við sjávarsíðuna þótt það vaxi þá hægt og bæti litlu við hæð sína á hverju ári. í Skerjafirði hefur sitkagreni lfiað og vaxið í fjölda ára alveg niður við flæðarmál, þar sem hvorki birki né annar trjágróður kemst á legg. Svipað má sjá sunnan Djúpavogs, en þar er gamall trjáreitur skammt frá sjó óvarinn fyrir suðaustan- rokum. Þar er áberandi hve birkið á erfitt uppdráttar undir eins og toppar þess ætla að teygja sig upp fyrir klettaskjól- in, en sitkagrenið vex upp þrátt fyrir nokkra sviðnun af veður- ofsa. Þótt sitkagrenið sé harðgert tré er það viðkvæmt mjög í fræbeðum og dreifbeðum fyrstu árin og með erfiðari plöntum í uppeldi. Það á oft bágt á unga aldri í gras- og lyngmóum áður en neðsti greinakransinn nær að kæfa plöntur þær, sem næst vaxa stofninum. Flýta má vexti þess með því að hreinsa í kringum það og gefa því ofurlít- inn ábúðarskammt. Þeir, sem koma vilja trjám á legg við erfið skilyrði og nálægt sjó, ættu fyrst og fremst að afla sér sitkagrenis. En plönturnar verða að vera 6—8 ára með vænum jarðvegs- hnaus og það er skilyrðislaus nauðsyn að jarðvegur hafi verið pældur með miklum húsdýra- áburði heilu ári fyrir gróður- setningu. Þá skyldu plönturnar varðar gegn vindi og næðingi með skjólgrindum úr rimlum næstu tvö eða þrjú árin meðan trén eru að búa um sig í jarðveginum. Um gerð þeirra má lesa í garðyrkjubókum. Sitkagreni er of stórvaxið til að vera garðtré á litlum lóðum. Að vísu má lengi halda aftur af því með því að klippa það og stýfa, enda þolir það slíkt furðu vel. I skjólbelti er það allra trjáa best og má einnig gera úr því þétt og góð limgerði. Viður sitkagrenis er hvítur og mjúkur en þó (sterkur og er notaður til margskonar smíða og húsabygginga. Ennfremur er hann afbragðsgóður til pappírs- gerðar og margskonar iðnaðar. Sitkagreni er ekki kvillasamt. Aðalvágesturinn er lítil blaðlús, sem sækir á tveggja ára barr og eldra. Getur hún gert töluverðan usla þannig að trén fella barrið þegar mikil brögð eru að henni, en það er einkum eftir milda vetur. Frost og þíða á víxl drepur obban af henni. Komið hefur fyrir að tré hafa dáið eftir mikinn lúsafaraldur en það er fátítt og helst þar, sem tré standa of þett og eru krónulítil fyrir. Þessi lús er afarlítil og er líkust svörtum doppum neðan á barrnálunum, og er því auð- þekkt. Lúsinni má eyða með úðun varnarmeðala í hlýju veðri. Önnur og miklu stærri lús sækir á grenitré, en hún er að mestu meinlaus og auðvelt að losna við hana með veikum meðölum. Hún situr á sumarsprotunum, stingur rananum undir húð hans og lætur safa trésins renna í gegn um sig. Þegar mikil ásókn er af þessari lús rennur úrgangurinn frá þeim • niður á barrið og safnast í glæra dropa, sem stirnir á í sólskini. Bregði menn þeim á fingur sér og bragði á kemur í ljós að þetta er hið sætasta hunang. Á sumrum eru aðeins kvendýr á ferli og þau gefa af sér lifandi örsmáa unga með stuttu millibili þegar hlýtt er í veðri. Taki maður stóra lýs í lófa sinn, en þær eru um 3mm á lengd, sést hvernig afkvæmin skríða frá móðurinni, frjáls og fullburða þótt lítil séu. Þegar líður á sumar fæðast karldýrin og þá verpa lýsnar eggjum, sem geymast vetrarlangt. Leiðir náttúrunnar eru margvíslegar og forvitnilegar. Áður var lauslega minnst á aprílhretið 1963. Um sumarið tóku menn eftir því að ýmis tré höfðu sloppið áfallalaust eða áfallalítið. Var þá til bragðs tekið að taka græðlinga af þeim trjám á næstu árum og rækta í gróðurhúsi á Mógilsárstöðinni. Þetta hefur tekist ágætlega og eru ung tré, holdgetin afkvæmi harðgerra trjáa, að vaxa upp í Skorradal og við Laugarvatn. Hugmyndin er að græðlingar af þeim verði undirstaða að ræktun harðgerra stofna. rj i r.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.